Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 27
MINNINGAR
Erlendur er sóknarprestur þar,
síðan prófastur. Þau eignast tvær
yndislegar dætur. Þau njóta hylli
og velgengni í starfi. Erlendur
skemmtir sjálfum sér og öðrum
með tónlist og gamanmálum, yrkir
hugljúf kvæði, flytur innblásnar
ræður. Gæfan fylgir þeim. En
„hvenær hrundi ekki hamingju-
borgin?“ Margrét fellur frá langt
fyrir aldur fram.
Höggið var þungt, svo þungt að
Erlendi fannst jörðin hrynja und-
an fótum sér. Það var eins og
hljómkviða lífsins þagnaði, fing-
urnir grönnu leituðu tónanna á
hljómborðinu en það var eins og
hljómurinn, sem búið hafði í sál og
sinni, hefði kvatt að eilífu. Erlend-
ur var listamaður. Hann skynjaði
lífið með ákafa og tilfinninganæmi
listamanns. Því kom áfallið við
opna kviku. Dæturnar og síðan
einstaklega vel gerðir tengdasynir
leituðust við að vera honum stoð
og styrkur. En samt veit ég ekki
hvernig hefði farið ef „þráðurinn
að ofan“ hefði ekki þolað átökin,
þráðurinn sem tengdi hann við
undur upprisudagsins, hinn lifandi
Krist. Séra Erlendur bjó yfir auð-
mýkt gagnvart drottni sínum og
frelsara og hann var líka auðmjúk-
ur þjónn listarinnar, taldi sig aldr-
ei gera nógu vel, hvorki í kvæðum
sínum né við hljóðfærið. Þó lék
hann þannig í hljómkviðu daganna
að þar var aldrei falskur tónn sleg-
inn. Jafnvel þegar hann hafði
storminn í fangið var tónninn
hreinn og vonglaður og maður
skynjaði birtuna fram undan.
Síðustu árin voru honum góð.
Dæturnar og fjölskyldur þeirra
léttu honum lífið. Hann orti jafnvel
enn betur á efri árum en fyrr.
Erlendur Sigmundsson er horf-
inn sjónum okkar. Nú hefur hann
litið leyndardóminn að baki dag-
anna og mig grunar að hann hafi
haft hugboð um þann leyndardóm
frá unga aldri. Blessun Guðs fylgi
honum og öllu hans fólki.
Ólafur Haukur Árnason.
Erlendur móðurbróðir minn lést
að morgni 1. apríl sl. á 89. aldurs-
ári eftir skamma sjúkrahúslegu.
Hann ólst upp við hefðbundin
sveitastörf hjá foreldrum sínum
fyrst í Gröf á Höfðaströnd og síð-
an í Hólakoti. En árið 1933 fluttu
foreldrar hans, Margrét amma
mín og Sigmundur afi, til Siglu-
fjarðar ásamt börnum sínum, Er-
lendi og Huldu. Með þeim fluttu
einnig langamma mín, Guðbjörg,
og uppeldisdætur þeirra, Kristín
Rögnvaldsdóttir og Sigríður Sig-
urðardóttir. Að undanskildu fyrsta
árinu bjuggu þau í Miðstræti 9
sem síðan varð Eyrargata 27 og
var húsið jafnan nefnt Gröf. Á
sumrin dvöldu einnig hjá þeim
frændsystkin Erlendar úr móður-
ætt sem unnu í síldinni til að fjár-
magna skólavist sína en án síld-
arvinnunnar hefði margur orðið af
þeirri skólagöngu sem hann naut.
Var því oft þröngt á þingi og líf í
tuskunum. Rósemi ömmu og
glettni afa hafa þá komið sér vel
og hjá þeim eins og flestum í þá
daga gilti útsjónarsemin og nægju-
semin sem og samhjálp innan fjöl-
skyldna. En Erlendur dvaldi ekki
mörg ár á Siglufirði nema yfir
sumartímann því leiðin lá í
Menntaskólann á Akureyri. Í þeim
skóla hafði amma verið þegar hann
var gagnfræðaskóli og síðan hefur
einhver í hverjum ættlið sem frá
henni er kominn lokið þaðan stúd-
entsprófi og er nú röðin komin að
langalangömmubörnunum.
Að loknu prófi frá guðfræðideild
Háskóla Íslands árið 1942 vígist
Erlendur sem sóknarprestur til
Seyðisfjarðarprestakalls og varð
síðar jafnframt prófastur í Norð-
ur-Múlaprófastsdæmi. Á Seyðis-
firði er umhverfið ekki ólíkt því
sem er á Siglufirði. Mikil fegurð
fjalla og þar var síldin. En það var
einnig önnur fegurð. Honum fylgdi
falleg kona, Margrét Sigríður
Tómasdóttir, sem hann dáði og
unni lífshlaup sitt á enda en þau
höfðu gifst tveimur árum áður.
Eitt mitt ánægjulegasta ferðalag
og hreint ævintýri var ferð til
Seyðisfjarðar með afa mínum þeg-
ar ég var 11 ára gamall. Látið var
með mig eins og ég væri mið-
punktur tilverunnar. Ekki voru
það einungis frændi og tvær mér
eldri frænkur sem sinntu mér
heldur var það ekki síst húsmóð-
irin sem heillaði mig upp úr skón-
um með elskusemi, spjalli og spil-
um sem og að kenna mér kapal
sem sjaldan gekk upp. En fáum
árum seinna lést hún á besta aldri
úr illvígum sjúkdómi. Þá bognaði
sálarstrengur hjá frænda og lífið
náði ekki sama lit á ný.
Eftir lát Margrétar flytur Er-
lendur til Reykjavíkur og starfar
fyrst sem biskupsritari og síðan
sem farprestur þjóðkirkjunnar og
gat hann sér hvarvetna gott orð.
Þó samgangur væri ekki mikill á
þessum árum vissum við systkinin
að við gætum alltaf leitað til hans
og þegar allt var komið í óefni með
húsnæði þegar ég var í skóla, fyrst
á Akureyri og síðar í Reykjavík,
greiddi hann götu mína og kom
mér í bæði skiptin til hins mesta
sæmdarfólks.
Erlendi frænda mínum var
margt til lista lagt. Hann var tón-
elskur og spilaði vel á píanó. Hann
var mikill bókamaður og ljóðaunn-
andi og kunni uppáhaldið sitt Jón-
as því sem næst utan að. Hann
hafði sjálfur afspyrnu gott vald á
íslensku máli, bæði töluðu og rit-
uðu, var vel hagmæltur og samdi
m.a. snjallar vísnagátur. En minn-
isstæðust í fari hans er gaman-
semin sem gjarnan fylgdi hlátur.
Og þessi gamansemi og hnyttni í
svörum gerðu það að verkum að
hann náði vel til unga fólksins.
Börn mín og systkina minna dáð-
ust því að honum þegar spaug og
orðræða hans var allt önnur en
þau áttu von á hjá öldruðum
presti. Ungdómurinn vill enga
skinhelgi og hana átti Erlendur
ekki til.
Síðustu árin dvaldi Erlendur á
Hrafnistu í Reykjavík og undi hag
sínum vel. Þangað var notalegt að
koma í spjall sem gjarnan hefði
mátt vera oftar og þegar þessar
línur eru settar á blað kemur ým-
islegt upp í hugann sem ég hefði
viljað spyrja hann um enda var
hugsunin skýr til síðustu stundar.
Og í einni heimsókn til hans sá ég
ljóð sem hann orti á latínu í tilefni
af áttræðisafmæli skólabróður
síns. En efri árin voru Erlendi
ekki síst góð vegna einstakrar um-
hyggju dætra hans, tengdasona og
barnabarna.
Faðir minn, við systkinin og fjöl-
skyldur okkar þökkum Erlendi
samfylgdina sem einkenndist af
góðvild og umhyggju og við biðjum
honum blessunar á þeim slóðum
sem hugur hans var farinn að
stefna á.
Sigmundur Stefánsson.
Séra Erlendur Sigmundsson
varð sóknarprestur á Seyðisfirði
haustið 1942. Hann fluttist þá
austur ásamt konu sinni Margréti
Tómasdóttur og dóttur Margréti,
sem þá var á fyrsta ári. Ég og tví-
burasystir mín, Kristín, fermd-
umst vorið 1943 og vorum í hópi
fyrstu fermingarbarna séra Er-
lendar. Um sumarið var ég svo
vistráðin til prestshjónanna. Verk-
efni mitt var að gæta Maggíar,
sem auðvitað reyndist yndisleg-
asta og besta barn í heimi.
Minningin um dvölina hjá
prestshjónunum er einhver sú
besta sem ég á. Þau voru svo sam-
hent hjónin, fallegu brosin þeirra,
hlýju orðin og augnatillitin eru
mér enn í fersku minni. Ég er ekki
frá því að ég hafi orðið talsvert
rómantísk af því að umgangast
þau. Þau lásu mikið, kunnu mörg
ljóð og töluðu gott og kjarnyrt
mál.
Frænka séra Erlendar, fröken
Ingibjörg Benediktsdóttir píanó-
kennari, dvaldist hjá þeim hluta af
sumrinu. Hún hafði gaman af að
spila bridge og var ég því fengin
með í leikinn sem fjórði maður. Ég
var mjög montin af þessu og þótt-
ist ansi glúrin að geta verið með.
Árið 1950 gaf séra Erlendur
okkur hjónin saman. Þau hjón
voru líka bæði með okkur á þess-
ari gleðistund. Síðar skírði séra
Erlendur Gest elsta son okkar.
Hann jarðsöng foreldra mína, sem
létust með þriggja vikna millibili
árið 1970. Þegar við hjónin áttum
gullbrúðkaup fyrir fimm árum
kom séra Erlendur í veisluna
ásamt Maggí dóttur sinni og
Helga tengdasyni sínum. Það er
eiginlega ekki hægt að lýsa því
hvað hann var mikill gleðigjafi á
þessum tímamótum. Hann flutti
yndislega ræðu og settist við pí-
anóið og spilaði og söng og allir
aðrir sungu með. Mér fannst ég
aftur komin heim í Múla á Seyð-
isfirði, prestshjónin í heimsókn,
hann spilaði og söng og allir voru
svo glaðir. Margrét Tómasdóttir
lést 23. mars 1964, tæplega 49 ára
að aldri. Maggí var þá tæpra 22
ára og Álfhildur tæpra 18 vetra.
Séra Erlendur fluttist til Reykja-
víkur tæpu ári síðar og tók við
starfi biskupsritara. Síðustu ævi-
árin bjó séra Erlendur á Hrafn-
istu. Þar undi hann hag sínum vel,
flutti hugvekjur og lék á píanóið.
Hann rifjaði upp gamlar minning-
ar og talaði mikið um elsku Möggu
sína. Hann kunni firn af sögum og
ljóðum og var sjálfur prýðilegur
hagyrðingur.
Við hjónin eru þakklát fyrir
kynni okkar af þessum góða manni
og fjölskyldu hans. Við sendum
dætrum, tengdasonum og afkom-
endum öllum innilegar samúðar-
kveðjur.
Hólmfríður Gestsdóttir
og Jón Skaftason.
Heiðursmaðurinn séra Erlend-
ur Sigmundsson er látinn tæplega
níræður. Ég hef þekkt hann frá
því að ég var fjögra ára en þá var
hann nýlega orðinn sóknarprest-
ur okkar Seyðfirðinga. Margar
eru minningarnar um hann og all-
ar góðar. Hann var faðir einnar
bestu vinkonu minnar og ég var
heimagangur í Framnesi þar sem
fjölskyldan bjó. Hann fermdi mig,
gifti og skírði tvö barnanna
minna.
En kannski er mér ljúfast að
minnast hans sem kristinfræði-
kennarans míns í barnaskólanum.
Hann stundaði ekki yfirheyrslur
eins og títt var á þeim árum held-
ur ræddi efnið og kom boðskapn-
um til skila með því að flétta
hann saman við sögur úr hvers-
dagslífinu og var þá gjarnan sjálf-
ur í aðalhlutverki. Ég hef grun
um að hann hafi stundum samið
þessar frásagnir á staðnum til að
gera okkur fræðin aðgengileg og
svo mikið er víst að það tókst.
Mér þótti Kristinfræðin með al-
skemmtilegustu námsgreinunum
og það var áreiðanlega öðru frem-
ur túlkun séra Erlendar að
þakka. Í unglingadeildinni kenndi
hann okkur líka dönsku. Hann
var kátur og ungur í anda og ein-
hvern veginn hafði hann lag á að
umgangast okkur þannig að mér
fannst hann nánast vera einn úr
hópnum.
Á þessum árum hófst skóladag-
urinn klukkan níu á morgnana með
því að séra Erlendur kom og
stjórnaði morgunsöng. Þar var
sunginn sálmur og farið með Fað-
irvorið.
Ég hef oft síðar dáðst að því hve
áhugasamur og ósérhlífinn hann
var að leggja þetta á sig því að oft
þurfti hann ekkert að kenna og mér
þykir ólíklegt að hann hafi fengið
greitt fyrir viðvikið. En árangurinn
varð sá að við lærðum ókjör af
sálmum og að þeirri kunnáttu bý ég
enn í dag.
Séra Erlendur náði háum aldri,
líkaminn var farinn að gefa sig und-
ir það síðasta en andlega var hann
vel á sig kominn. Ég heimsótti
hann stöku sinnum á Hrafnistu þar
sem hann dvaldi síðustu árin og
alltaf var hann með á nótunum, til í
að ræða landsins gagn og nauðsynj-
ar og kímnin kraumaði undir.
Ég á séra Erlendi margt að
þakka og kveð hann með söknuði
og virðingu, vitandi að hann á góða
heimvon á himnum. Dætrum hans
og fjölskyldum þeirra sendi ég hlýj-
ar kveðjur.
Iðunn Steinsdóttir.
✝ Árni PéturKroknes fæddist
í Reykjavík 20. mars
1935. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 3. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jóhann
Matthías Petersen
Kroknes skipa-
smiður frá Noregi, f.
12.12. 1901, d. 4.1.
1995, og Guðrún Ög-
mundsdóttir frá
Hlíðartúni í
Dalasýslu, f. 1.12.
1899, d. 28.11. 1948.
Hann var næstelstur þriggja
systkina. Systur hans eru Sigríð-
ur, f. 9.8. 1933, og Erla, f. 22.7.
1936, d. 1.2. 2003.
Árni kvæntist
Hrafnhildi Höllu
Sigurðardóttur, f.
27.4. 1936. Þau
skildu. Dóttir þeirra
er Guðrún Árna-
dóttir, f. 7.8. 1953.
Eiginmaður hennar
er Hörður Sigfús-
son, f. 10.7. 1953.
Árni ólst upp í
Reykjavík og bjó
þar lengst af, en síð-
ustu árin dvaldi
hann á Kumbara-
vogi á Stokkseyri.
Útför Árna Péturs verður gerð
frá Áskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Kæri Árni Pétur, eða Krókur
eins og þú varst oftast nefndur. Ég
kveð þig með miklum söknuði og
bið þig um kveðju til mömmu og
pabba, en ég veit að þau taka á
móti þér opnum örmum eins og
ávallt áður.
Þegar ég var lítill bjó Krók-
urinn í einu herbergi heima hjá
okkur og mér fannst svo sem ekk-
ert að því, enda hafði þetta alltaf
verið svona. Hann vann á hinum
ýmsu stöðum um ævina en fór þó
reglulega í ferðalög með vini sín-
um Bakkusi og hvarf þá í daga
eða vikur. Hann skilaði sér alltaf
aftur heim, þreyttur og hrakinn,
og fékk þá hvíld og mat sem
mamma passaði að hann fengi nóg
af. Þá var gaman að horfa á Krók-
inn borða, svo hraustlega tók
hann til matar síns.
Sem barn og unglingur var ég í
sveit á sumrin og þar var kannski
ekki allt með þeim hætti sem
Krókurinn hefði viljað hafa það.
Þegar hann mætti í sveitina var
eftir því tekið, allt mokað út, girð-
ingar lagaðar og tæki þrifin, því
hann var afskaplega duglegur,
vinnusamur og líkamlega sterkur,
hann vildi hafa hlutina í lagi.
Á fermingardaginn minn í miðri
veislu hringdi síminn og á hinum
enda línunnar var Krókurinn.
Vildi hann óska mér til hamingju
með daginn. Sagðist hann ekki
komast í veisluna en hann lofaði
mér hesti í fermingargjöf. Nokkru
síðar fékk ég gjöfina og vorum við
ásamt pabba um nokkurra ára
skeið saman með hesthús í Hafn-
arfirði og þar áttum við margar
ánægjulegar stundir í útreiðar-
túrum og við umhirðu hestanna.
Krókurinn kenndi mér líka allt í
sambandi við umhirðu og tamn-
ingu hesta, en hann var mikill
hestamaður og dýravinur. Hef ég
aldrei vitað um neinn sem gat tal-
að eins mikið við dýrin, kannski
vegna þess að þau tóku honum
bara eins og hann var. Hann var
líka alltaf góður við börn og
hændust þau mjög að honum.
Það var fyrir u.þ.b. 15 árum að
Árni fékk sitt fyrsta heilablóðfall,
en hann náði sér þó nokkuð af því,
en fékk síðan annað sem orsakaði
það að hreyfigeta og mál skertist
og var hann bundinn að mestu við
hjólastól. Fljótlega eftir þetta fékk
hann inni á Kumbaravogi og voru
þær þó nokkrar heimsóknirnar sem
ég fór með súkkulaði og kók en
Krókurinn var mikill sælkeri og
fannst mér ég stundum upplifa aft-
ur gömlu stundirnar í eldhúsinu
heima þegar ég horfði á hann tína
upp í sig súkkulaðibitana. Vil ég
hér nota þetta tækifæri og þakka
starfsfólki Kumbaravogs fyrir
umönnun hans.
Minningarnar hrannast upp og
gera mig lítinn og verður mér hugs-
að til orða sonar míns, þegar hann
sagði:
„Ég ætla alltaf að vera eins og ég
er en ekki fullorðinn því þá deyja
allir frá mér,“ en hann sagði líka
þegar honum var sagt að nú væri
hann Árni frændi dáinn: „Þá er
Árni frændi núna engill og þá líður
honum vel.“
Blessuð sé minning þín, kæri
frændi, og takk fyrir allt.
Benedikt St. Kroknes
(Litli Krókur).
ÁRNI PÉTUR
KROKNES
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
DAVÍÐ JÓHANNES HELGASON,
andaðist á heimili sínu, Sólhlíð 19 í Vestmanna-
eyjum, föstudaginn 8. apríl. Útför verður auglýst
síðar.
Brynja Sigurðardóttir,
Anna Davíðsdóttir, Friðgeir Þór Þorgeirsson,
Sigurður Davíðsson, Hjördís H. Friðjónsdóttir,
Helga Davíðsdóttir,
Hugrún Davíðsdóttir, Guðmundur K. Bergmann,
Jóhann Ingi Davíðsson, St. Heba Finnsdóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningar-
greinar