Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 30
30 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Félagslíf
MÍMIR 6005041119 III
HEKLA 6005041119 IV/V
GIMLI 6005041119 I
I.O.O.F. 19 1854118 F.L.
I.O.O.F. 10 1854118 Kk.
Kveðja frá
Úlfljótsvatnsráði
Um hvítasunnuhelgina árið 1941
hófst starfsemi skáta að Úlfljóts-
vatni undir forystu Jónasar B. Jóns-
sonar. Lét hann sig miklu varða
staðinn og starfið alla ævi. Jónas B.
Jónsson reið á vaðið og rak Skáta-
skóla fyrstu árin þar sem skátarnir
unnu að bústörfum og sátu staðinn
sumarlangt. Síðar var þar vinnu-
skóli, sumarbúðir, foringjaskóli
skáta, alþjóðlegur foringjaskóli, Gil-
wellskólinn. Nú er Úlfljótsvatn Úti-
lífsmiðstöð skáta, hjarta fræðslu-
starfs skátahreyfingarinnar í land-
inu og vettvangur landsmóta skáta.
Hefur mikilvægi Úlfljótsvatns í
starfi Bandalags íslenskra skáta
farið sívaxandi og verið snar þáttur
í starfi Jónasar B. Jónssonar síð-
ustu þrjá áratugina er hann helgaði
sig staðnum og uppbyggingu hans.
Jónas B. lét aldrei af þeirri sann-
færingu að Úlfljótsvatn væri helgur
reitur skátahreyfingarinnar og lagði
krafta sína í að byggja upp, veita að-
hald, rækta skóg og fólk eins og
hann hafði ávallt gert í öllum störf-
um sínum. Á fimmtíu ára afmæli
skátahreyfingarinnar í heiminum
árið 1957 lögðu þeir Helgi Tómas-
son skátahöfðingi og Jónas B. Jóns-
son aðstoðarskátahöfðingi til að
skátar létu til sín taka við skógrækt,
skyldi plantað milljón trjáplöntum
fyrir komandi tíma. Þessi hugsjón
þessara forystumanna hefur að
hluta birst í skógarlundum að Úlf-
ljótsvatni, þar sem tré hafa gróið til
heiðurs þeirra beggja. Starf Jónas-
ar B. að Úlfljótsvatni hefur ætíð
verið starf ætlað nýjum kynslóðum,
framtíðinni. Hann var um áratuga
skeið formaður Úlfljótsvatnsráðs og
á mikinn sóma af verkum sínum
sem þakkað er fyrir að leiðarlokum,
þar sem Jónas B. fer „meira að
starfa guðs um geim“.
Úlfljótsvatnsráð flytur ástvinum
Jónasar B. Jónssonar einlægar
samúðarkveðjur.
Úlfljótsvatnsráð.
Það var mikið lán að ganga í
Laugarnesskólann á árunum 1936–
1939 og njóta kennslu Jónasar B.
Jónssonar. Skólinn hafði tekið til
starfa í nýju húsi árið áður og var
undir stjórn Jóns Sigurðssonar.
Þeir Jón og Jónas voru afbragðs-
kennarar, metnaðarfullir hugsjóna-
menn sem brutu upp á ýmsum nýj-
ungum í skólastarfinu. Auk þeirra
kenndu við skólann á þessum árum
aðrir ágætir kennarar; Hjörtur
Kristmundsson, Eiríkur Magnússon
og Magnús Sigurðsson. Undirritað-
ur naut þess að hafa Jónas sem að-
alkennara á þessum árum nema
þann tíma sem hann var erlendis við
framhaldsnám til að kynna sér nýj-
ar kennsluaðferðir. Strax eftir
heimkomuna tók hann að beita
þessum aðferðum sem miðuðu að
því að kenna okkur sjálfstæð vinnu-
brögð, gagnasöfnun og heimilda-
könnun ásamt samvinnu við aðra
nemendur um vinnslu verkefna og
skýrslugerð, það sem nú er nefnt
teymisvinna, þar sem hver lagði til
það sem hann gat best. Þrátt fyrir
að við værum 34 í bekk var kennsla
Jónasar einstaklingsmiðuð og tekið
tillit til getu og aðstæðna hvers og
eins.
Þeim Jónasi og Jóni var ekki nóg
að kenna fræði og vinnubrögð. Þeim
var einnig ljóst hve miklu fé-
lagsþroski skipti og tengdist það
JÓNAS B.
JÓNSSON
✝ Jónas BergmannJónsson, fyrrver-
andi fræðslustjóri í
Reykjavík, fæddist á
Torfalæk í Austur-
Húnavatnssýslu hinn
8. apríl 1908. Hann
lést á Landakotsspít-
ala aðfaranótt 1. apr-
íl síðastliðins og var
útför hans gerð frá
Dómkirkjunni 8. apr-
íl.
raunar kennsluaðferð-
um þeirra. Þess vegna
stofnuðu þeir skátafé-
lagið Völsunga fyrir
nemendur skólans,
sem starfaði með mikl-
um blóma. Tengsl Jón-
asar við skátahreyf-
inguna á þessum árum
urðu til þess að faðir
minn, sem var skáta-
höfðingi á undan Jón-
asi, fékk hann til að
koma á fót og stýra
skátaskólanum á Úlf-
ljótsvatni á árunum
1941–1943. Nemendur
hans þar urðu síðan stoð og stytta
skátahreyfingarinnar.
Eins og vera ber voru góðir fag-
menn og brautryðjendur á sínu sér-
sviði kallaðir til skipulags- og
stjórnunarstarfa svo að sem flestir
fengju notið hæfileika þeirra, a.m.k.
óbeint. Því varð Jónas fyrsti
fræðslustjóri Reykjavíkur og hafði í
því starfi áhrif á uppeldi og mennt-
un enn fleiri ungmenna, en hann
gerði með beinni kennslu. Við sem
vorum svo lánsöm að njóta beinnar
kennslu hans og leiðsagnar í æsku
minnumst hans með þökk og virð-
ingu.
Tómas Helgason.
Ég átti því láni að fagna að fá
tækifæri til að starfa með Jónasi B.
Jónssyni um miðbik aldarinnar er
leið. Þá lágu leiðir okkar saman í
borgarráði Reykjavíkur. Jónas
hafði mikinn áhuga á endurbótum
skólakerfisins og hafði kynnt sér
unglingakennslu í Svíþjóð um eins
árs skeið árið 1945. Þegar heim kom
kynnti hann forráðamönnum borg-
arinnar tillögur sínar um rekstur og
uppbyggingu kennslumála fyrir
unglinga og var í framhaldi af því
ráðinn fræðslustjóri borgarinnar.
Því starfi gegndi hann í þrjá áratugi
og vann ötullega að því að byggja
upp nýtt fræðslukerfi fyrir ung-
lingaskóla Reykjavíkur við vaxandi
vinsældir hjá æskulýð og yfirvöld-
um borgarinnar.
Jónas B. starfaði lengi í skáta-
hreyfingunni og var um tíma skáta-
höfðingi Íslands. Þar vann hann
ómetanleg störf við að byggja upp
þeirra ágætu starfsemi. Undir
handleiðslu Jónasar gekk skáta-
starfið vel enda var foringinn vak-
inn og sofinn í starfinu. Útilegur og
ferðalög hafa ávallt sett mikinn svip
á skátastarfið og Jónasi var mjög
annt um að það færi vel úr hendi.
Hann hafði forgöngu um mikla upp-
byggingu skátabúða að Úlfljóts-
vatni í Grafningi. Þar var hann tíður
gestur og lagði oft hönd að verki því
stöðugt var verið að endurbæta og
stækka búðirnar. Þessi fallegi stað-
ur varð mjög eftirsóttur af ungskát-
um sem fundu félagsáhuga sínum
þarna farveg.
Þegar ég kynntist Jónasi var ég
formaður ÍBR og starfaði þar að
æskulýðsstörfum í samvinnu við
íþróttafélögin. Ég og mínir félagar
sóttum á borgina að stækka íþrótta-
sali skólanna sem voru bæði fáir og
smáir. Reyndar bara tveir lengi vel,
í Miðbæjarskóla og Austurbæjar-
skóla. Þeir voru svo litlir að þeir
voru varla nothæfir fyrir börn. Þeg-
ar við í íþróttaforystunni ræddum
þessi mál við Jónas var hann allur af
vilja gerður til að bæta úr þessu.
Það var að vísu erfitt viðureignar
því borgin var ekki ein í ráðum þar
sem ríkið greiddi hluta byggingar-
kostnaðarins. Jónas hélt því fram að
um leið og nýir og stærri skólar
væru byggðir væri eðlilegt að
íþróttasalirnir stækkuðu. Hann
vann að þessu máli með rósemi en
festu og ákaflega markvisst. Þegar
tíu ár voru liðin var búið að byggja
fimm stóra íþróttasali við hina nýju
skóla. Þetta var stórsigur fyrir
íþróttahreyfinguna og þar með gát-
um við aflagt gamla herbraggann
Hálogaland sem hafði lengi orðið að
duga. Þar var Jónas okkur sann-
arlega haukur í horni.
Jónas kom mikið við sögu í næsta
stóra hagsmunamáli íþróttahreyf-
ingarinnar sem var bygging stórrar
keppnishallar í Reykjavík sem lengi
hafði verið óskadraumur reykvískra
íþróttamanna. Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri var þessu hlynntur og
tjáði mér að hann hefði rætt við
Jónas B. og beðið hann að skoða
málið. Niðurstaðan varð sú að
íþróttahreyfingin, sýningarsamtök
atvinnurekenda og borgaryfirvöld
tóku höndum saman um byggingu
Laugardalshallarinnar. Myndað var
hlutafélag í meirihlutaeigu borgar-
innar. Svo vel tókst til að Jónas
gerðist formaður byggingarnefndar
og þá fannst mér málið gulltryggt
svo vel þekkti ég Jónas frá okkar
samstarfi. Jónas stýrði uppbygg-
ingu hallarinnar yfir ýmsa boða á
sinn trausta og yfirvegaða hátt.
Þegar verki var lokið í desember
1965 fögnuðu íþróttamenn glæsi-
legri íþróttahöll sem hefur nú sann-
að gildi sitt í hart nær 40 ár. Jónas
var sem endranær réttur maður á
réttum stað við þessar framkvæmd-
ir.
Hann var maður rólegur í fasi,
traustur, öruggur og formfastur.
Það segir mikið um hann að aldrei
fór miklum sögum af vandamálum í
þeim víðtæku og erfiðu málaflokk-
um sem hann stjórnaði. Hann var
slíkur maður. Það voru forréttindi
að starfa að málefnum æskunnar
með Jónasi B. Jónssyni. Að lokum
sendi ég aðstandendum hugheilar
samúðarkveðjur.
Gísli Halldórsson.
Kveðja frá Skátafélaginu
Skjöldungum
Þegar Skátafélagið Skjöldungar
var stofnað haustið 1969 var Jónas
B. Jónsson skátahöfðingi. Fljótlega
eftir stofnun félagsins var Jónas
gerður að heiðursfélaga þess fyrst-
ur skáta. Með því vildi stjórn félags-
ins votta Jónasi virðingu sína og
undirstrika að hann var leiðtogi og
fyrirmynd skáta.
Við sem vorum ungir skátar á
þessum árum litum mjög upp til
skátahöfðingjans þótt flestir þekktu
hann fyrst og fremst af orðspori.
Það var líka auðvelt þeim sem ekki
þekktu Jónas að ímynda sér að jafn
fyrirmannlegur maður bæri af öðr-
um. Það var því enginn Skjöldungur
sem ekki leit upp til Jónasar B., eins
og hann var jafnan kallaður. Jónas
B. var skátahöfðingi og það var jafn
sjálfsagt og að Baden Powell stofn-
aði skátahreyfinguna. Þetta voru
bara sannindi þessara ára.
Skjöldungar hafa haft fyrir sið að
fara í útilegu í páskaleyfinu og oft-
ast hafa þessar páskaútilegur verið
haldnar á Úlfljótsvatni. Undirritað-
ur var á þessum árum sveitarforingi
og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
taka þátt í að stjórna páskaútilegun-
um, sem voru hápunktur vetrar-
starfsins í félaginu og afar fjölsótt-
ar. Á þessum árum gistum við alltaf
í Kvenskátaskálanum (KSÚ). Í
einni af fyrstu útilegunum, líklega
1970 eða 1971, lágu leiðir Skjöld-
unga og Jónasar saman með eft-
irfarandi hætti.
Þegar við komum austur kvisað-
ist fljótlega út að Jónas B. dveldi
niðri í Gilwellskála. Mig minnir að
nokkrir í foringjahópnum hafi farið
niður að bænum á Úlfljótsvatni til
þess að hringja til Reykjavíkur
(aðrir kostir voru ekki tiltækir þá)
og hafi á ferð sinni séð Jónas á
hlaðinu fyrir framan Gilwellskálann.
Og hratt flaug fiskisagan. Skáta-
höfðinginn var í Gilwellskálanum!
Hófust nú umræður um hvernig
bregðast skyldi við þessum tíðind-
um. Að bestu manna yfirsýn var
auðvitað ekki annað hægt en að
bjóða skátahöfðingja til kvöldvöku,
annað væri ekki tilhlýðilegt. Hófst
nú talsverð rekistefna um hvernig
væri best að koma boðinu til skila.
Átti að biðja sendiboða að fara og
mæla boðið af munni fram? Nei, það
gæti farið út um þúfur. Hvað ef
höfðinginn væri ekki við þegar
sendiboðinn kæmi og berði að dyr-
um? Maðurinn var vís til að fara í
gönguferðir, þótt hann væri kominn
nokkuð á aldur. Að endingu var
ákveðið að sendinefnd færi með
boðsbréf sem hún átti að skilja eftir.
Þegar kom að því að skrifa utan á
bréfið þótti auðvitað rétt að skrifa
fullt nafn viðtakandans. Þá vand-
aðist málið. B. Hvað stóð það nú fyr-
ir? Vissu menn það? Jú, auðvitað
vissi það einhver. Bárður. „Skáta-
höfðingi heitir Jónas Bárður Jóns-
son.“ Þar með var sá vandi leystur
eins og annað í þessu mikilvæga
máli. Þetta var að verða hið besta
mál. Flott boðsbréf. Jónas Berg-
mann Jónsson þáði boðið og kvöld-
vakan fór vel fram enda sat æðsti
skáti þjóðarinnar í öndvegi. Ekki
man ég nákvæmlega hvenær við
uppgötvuðum að við hefðum end-
urskírt skátahöfðingjann en það var
þó mjög skömmu eftir útileguna.
Hitt man ég að við gátum ekki ann-
að en séð hið skoplega í því máli, þá
og æ síðan. Og ég er sannfærður um
að það hefur Jónas B. líka gert.
Skjöldungar kveðja hinstu kveðju
fyrsta heiðursfélaga sinn, Jónas B.
Jónsson, fyrrverandi skátahöfðingja
með hlýhug og þakklæti fyrir góða
viðkynningu og frábær störf í þágu
skátahreyfingarinnar. Megi minn-
ingin um mætan mann, góðan leið-
toga og skáta lifa um ókomna tíð.
Í nafni Skátafélagsins Skjöldunga
færi ég fjölskyldu Jónasar samúðar-
kveðjur.
Eiríkur G. Guðmundsson
félagsforingi.
Ég kynntist Jónasi B. fyrst er
hann, sem þáverandi skátahöfðingi,
kom í heimsókn á skátamót í Vatns-
dalnum í Austur-Húnavatnssýslu
árið 1960. Það sama haust tók ég
síðan við starfi framkvæmdastjóra
Bandalags íslenskra skáta sem ég
gegndi svo næstu árin. Ég naut því
þeirra forréttinda að vinna náið með
Jónasi að málefnum skátahreyfing-
arinnar á þessum árum. Á þeim
tíma kynntist ég vel þeim eiginleik-
um Jónasar sem gerðu hann að svo
farsælum leiðtoga á þessu sviði sem
öðrum, þar sem hann lagði fram
starfskrafta sína. Hann kunni vel þá
list að leiðbeina fólki samhliða því
að hvetja það til sjálfstæðra vinnu-
bragða.
Þó að Jónas væri í mjög anna-
sömu starfi sem fræðslustjóri
Reykjavíkur, gat hann alltaf fundið
tíma til að sinna þeim félagsstörfum
sem hann hafði helgað krafta sína
og það var æði oft sem ég þurfti að
leita leiðsagnar hans um ýmis að-
kallandi viðfangsefni.
Það var sérstök upplifun að
ferðast með Jónasi, bæði innanlands
og utan. Er mér sérstaklega minn-
isstæð ferð með honum norður í
land, þar sem við meðal annars
komum við á æskuheimili hans á
Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu.
Það var augljóst að honum voru
gömlu heimahagarnir mjög kærir
og margt sem hann fræddi mig um
frá þessu svæði. Þá fórum við einnig
í minnisstæða ferð til Finnlands á
Evrópuráðstefnu skáta sem þar var
haldin. Þar kom vel í ljós sú gagn-
kvæma virðing sem Jónas naut hjá
forystumönnum skátahreyfingar-
innar sem þarna voru saman komn-
ir.
Um leið og ég kveð nú með sökn-
uði góðan samstarfsmann og vin
sendi ég eftirlifandi eiginkonu,
börnum og öðrum afkomendum
innilegar samúðarkveðjur.
Ingólfur Ármannsson.
„Enga kúk- og piss-söngva!“ Jón-
as var ákveðinn á svip. „Hvað áttu
við?“ spurði ég forviða. Jónas lagði
frá sér blýantinn sem hann hafði
notað við yfirlesturinn: „Það sem ég
sagði, það er ekki viðeigandi að vera
með kúk- og piss-söngva í söngheft-
inu. Finnst þér það sjálfum við
hæfi?“ „Nei, ætli það,“ sagði ég eftir
stutta umhugsun. – Jónas var
greinilega búinn að gera upp hug
sinn.
Þetta var um miðjan jólamánuð-
inn árið 1991 og við vorum að und-
irbúa fyrstu skólabúðirnar. Á borð-
inu lágu bækur með fjölbreyttum
fróðleik, sumar í nýrri kantinum,
aðrar eldri og misupplagðar fyrir
það grúsk sem var í gangi. Nú var
til umfjöllunar hefti sem ég hafði
gert uppkast að og innihélt nokkra
vel valda skátasöngva. Á þessu hefti
byggðum við nokkuð lymskulega
áætlun um að velja saman svo
skemmtileg og áhugaverð lög að all-
ir þeir sem á þau hlýddu myndu um-
svifalaust vilja verða skátar og skrá
sig í næsta félag þegar dvöl í skóla-
búðunum lyki.
Þetta var sem sagt viðfangsefnið
sem við sátum yfir þegar Jónas
sagðist ekki vilja neina kúk- og piss-
söngva í söngheftið. Ég hafði látið
textann „Komdu á kamarinn“ fylgja
með og ekki gert mér grein fyrir að
textinn við þetta lag væri ef til vill
ekki sá metnaðarfulli kveðskapur
sem Jónas ætlaði tilvonandi skóla-
búðagestum.
Það var mikil upplifun að taka
þátt í undirbúningi fyrstu skólabúð-
anna með Jónasi. Þessi spýtubátur
sem hann hafði ýtt úr vör mörgum
árum áður var nú orðinn að full-
vöxnu þriggja mastra seglskipi sem
sigldi seglum þöndum á vit nýrra
ævintýra. Fleyið skyldi auðvitað
manna með úrvals mannskap og í
upphafi aðventu var búið að ráða í
öll pláss. Sigurjón Þórðarson stóð
vaktina í eldhúsinu, Sigurður Guð-
leifsson var ráðinn í stöðu staðar-
ráðsmanns og undirritaður í starf
dagskrárstjóra. Áhöfnin vann vel
saman undir stjórn Jónasar sem var
driffjöðrin í öllu sem gert var.
Ég minnist Jónasar B. Jónssonar
með þakklæti í huga og bros á vör.
Með skátakveðju.
Guðmundur Pálsson.
Það voru dýrðardagar við Úlf-
ljótsvatn sumarið ’68. Strákar í viku
í mikilli sól. Í mótslok komu gestir,
Ásgeir forseti og Jónas B. Jónsson
skátahöfðingi. Við stóðum keikir við
tjöld en gestirnir könnuðu tjaldbúð.
Þegar þeir nálguðust okkur fól fé-
lagi minn mér að taka mynd. Ekk-
ert að spreða, bara eina mynd og ná
því þegar Jónas heilsaði en helst
þannig að forsetinn sæist á mynd-
inni. Mér fannst þetta rétt for-
gangsröð og forsetanum líka. Það
stafaði virðuleik, góðvild og festu
frá Jónasi. Það skynjuðu allir, bæði
forsetar og stráksnáðar.
Tuttugu árum síðar tók ég til við
skátastarf eftir nokkurt hlé. Þá var
gleðiefni að Jónas var enn ótrauður
í starfi, ekki síst við uppbyggingu á
Úlfljótsvatni. Þau ár sem ég sinnti
Gilwell-skólanum var Jónas oft á
staðnum þegar námskeið fóru fram.
Hann var á níræðisaldri og hækkaði
þar meðalaldur foringja sem sum-
um fannst þá of lágur. Það var frá-
bært að njóta liðsinnis hans, vel-
vildar og vináttu. Hann var okkur
fyrirmynd og félagi og söm var sú
virðing sem allar kynslóðir báru
fyrir þessum höfðingja.
Jónas var ráðagóður. Eitt sinn
sagði hann okkur frá strembnum
hnút er hann var skátahöfðingi. Á
landsmóti skáta hafði gáskafullur
foringi að vestan slegið upp tjaldbúð
við hlið sveitarforingja að sunnan,
virðulegs embættismanns. Sá
gáskafulli átti hálftaminn hrafn og
fyrir einhverja gráglettni var hrafn-
inn alnafni embættismannsins. Sá
glettni kallaði oft hátt á hrafninn,
með nafni, að kenna honum góða
siði: Ekki róta í öskutunnunni, ekki
stela hnífapörum. Þetta gramdist
grannanum sem kærði sinn glettna
skátabróður. Jónas sagðist myndu
hugsa málið. Síðar hitti maðurinn
Jónas aftur og þakkaði fyrir hve vel
málið hefði leyst. Allt í ljúfa löð.
Hvert var snjallræðið? Hvað hafðir
þú gert, spurðum við. Ég? Ekki
nokkurn skapaðan hlut, sagði sá
ráðagóði Jónas.
Ég mæli fyrir hönd margra Gil-