Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 32
Litli Svalur
© DUPUIS
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Ó ELÍN... ÁST MÍN TIL ÞÍN ER EINS OG
...ENDALAUST TÓMARÚM...
BÍDDU!
RÖNG
VIÐLÍKING
JÁ, ÞESSI ÁTTI
VIÐ UM HÖFUÐIÐ
Á ÞÉR
ÉG ÞARF AÐ
SEGJA ÞÉR
DÁLDIÐ...
MANNSTU EFTIR SKRÍTNA
VINI ÞÍNUM MEÐ STÓRA
NEFIÐ? HANN VAR AÐ LABBA
HÉRNA FRAMHJÁ OG ÞAÐ
VAR FUGL AÐ ELTA HANN
SUÐUR! FUGLINN RATAR EKKI,
EN HONUM FINNST AÐ HANN
VERÐI AÐ FARA SVO HANN
RUGLI EKKI VISTKERFINU...
SNOOPY ER BARA AÐ HJÁLPA
ÉG VIL HELST EKKI SEGJA
ÞETTA KALLI, EN ÞÚ
HLJÓMAR EINS OG EINHVER
SEM HEFUR FENGIÐ OF
MÖRG HÖFUÐHÖGG!
HVAR ER EIGINLEGA
JAKKINN MINN?!
ÉG ER BÚINN AÐ LEITA ALLS
STAÐAR! UNDIR RÚMI...
Á STÓLNUM MÍNUM...
Í STIGANUM...
Á GÓLFINU Á GANGINUM...
Í ELDHÚSINU...
JAKKINN MINN ER
HORFINN!
HÉRNA ER HANN!
HVER SETTI JAKKANN
MINN INN Í SKÁP?!
MÉR SÝNIST
EINHVER HAFA FRAMIÐ
SKEMMDARVERK Á
FALLHLÍFINNI ÞINNI
Dagbók
Í dag er mánudagur 11. apríl, 101. dagur ársins 2005
Kona Víkverja rakupp skaðræðis-
öskur á dögunum þeg-
ar hún hjólaði á göngu-
stígnum að Elliðavatni
ásamt þremur börnum
sínum og hafði Vík-
verja í eftirdragi. Hún
skipaði yngstu dótt-
urinni, sem fór fyrir
fjölskyldunni, að
beygja strax út af og
hemla. Ástæðan var sú
að á göngustígnum var
jeppi sem stefndi að
fjölskyldunni og var
kominn ískyggilega
nálægt telpunni.
Bílstjórinn var skömmustulegur
þegar hann nam staðar og spurði
hvernig hann kæmist af göngustígn-
um. Hann hafði sér til málsbóta að
vera svo tillitssamur að aka ekki
mjög hratt þegar hann „villist“ út á
göngu- og reiðhjólastíga borg-
arinnar.
Víkverji hefur stundum mætt bíl-
um, yfirleitt jeppum, á göngustígnum
milli Breiðholtsbrautar og Elliða-
vatns. Það kæmi honum ekki á óvart
ef fólk hefði sömu sögu að segja um
önnur útivistarsvæði því að margir
Íslendingar eru orðnir svo háðir
blikkbeljunni að þeir komast ekki
spönn frá rassi án hennar.
Víkverji las nýlega
frétt þar sem fram
kom að skipulags-
yfirvöld Parísar hefðu í
hyggju að banna bíla-
umferð að mestu á 5,6
ferkm svæði í miðborg-
inni frá árinu 2012. Í
þessum borgarhluta
búa 102.000 manns,
eða álíka margir og í
gervallri Reykjavík.
Samkvæmt nýju
skipulagstillögunni
verður bannað að aka
einkabílum og ferða-
mannarútum í mið-
borginni. Íbúar hennar
verða þó undanþegnir banninu en þar
sem aðeins fjórða hver fjölskylda á
svæðinu á bíl er ljóst að umferðin
snarminnkar verði áformin sam-
þykkt.
x x x
Kaupmenn í miðborg Parísar hafamótmælt þessum áformum en
ólíklegt er að fjaðrafokið verði eins
mikið og í Reykjavík þegar 50 metra
göngugata var lögð í Austurstræti.
Svo stór göngugata er nú óhugsandi í
Reykjavík og göngu- og reið-
hjólamenn geta prísað sig sæla fái
þeir að hafa helstu göngustíga borg-
arinnar í friði fyrir ökuþórunum.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Grafarvogskirkja | Lúðrasveitin Svanur heldur árlega vortónleika í Graf-
arvogskirkju í kvöld kl. 20. Stjórnandi er Rúnar Óskarsson og leikin verða
verk sem sérstaklega eru samin fyrir lúðrasveitir.
Tvær ungar Svansstúlkur, María Konráðsdóttir og Ólöf Jósteinsdóttir,
munu leika einleik á klarinett og bassethorn. Meðal verk á tónleikunum eru
Blásið hornin eftir Árna Björnsson, Wind in the willows og tvö verk eftir
Philip Sparks. Lúðrasveitin Svanur er skipuð fólki á aldrinum 15-40 ára.
Stefnan hefur verið tekin á tónleikaferð til Færeyja með haustinu.
Morgunblaðið/Sverrir
Vortónleikar Svansins
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir hon-
um, Guð er vort hæli. (Sálm. 62, 9.)