Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 35
DAGBÓK
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14
vinnustofa og leikfimi kl. 9, boccia kl.
10 hár- og fótsnyrtistofan opin alla
daga til kl. 16.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa-
vinna kl. 9–16.30. Söngstund kl.
10.30. Smíði/útskurður kl.13–16.30.
Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, bútasaumur, samverustund,
fótaaðgerð.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 10–13.45 leikfimi kl. 11.15–
12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 13–16
samverustund með Guðnýju, kl.
14.30–15.30 kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin í
dag kl 10–11.30. Félagsvist er spiluð í
kvöld í Gullsmára 13, kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids í dag kl. 13.00. Kaffitár með
ívafi kl. 13.30. Línudanskennsla byrj-
endur kl. 18.00. Samkvæmisdans
framhald kl. 19.00 og byrjendur kl.
20.00.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilar
tvímenning mánudaga og fimmtu-
daga. Skráning kl. 12.45.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi 9.15, kl.10 og kl. 11,
bókband kl. 10 og postulínsmálun kl.
13, pílukast og spilað í Garðabergi kl.
12.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Frá hádegi vinnu-
stofur opnar. Kl. 14.30 kóræfing.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns-
málun, keramik, perlusaumur, korta-
gerð og nýtt t.d. dúkasaumur, dúka-
málun, sauma í plast, kl. 10
fótaaðgerð og bænastund, kl. 12 há-
degismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl.
15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
hjá Sigrúnu kl. 9–16 glermálun o.fl.
Jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl.
13–16. Böðun virka daga fyrir hádegi.
Fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja
9–14. Handverk og framsögn. Fé-
lagsvist 13.30. Laus pláss í framsögn
og handverki á morgnana. Skráning í
þæfingu. Vetrarferð Gullfoss/Geysir
12. apríl. Dagblöðin liggja frammi.
Kaffi á könnunni. S: 568 3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á morgun kl. 9:30.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu | Brids í félagsheim-
ilinu, Hátúni 12, 11. apríl kl. 19.
Skátamiðstöðin | Næsta samvera
verður mánudaginn 11. apríl kl. 12 í
Skátamiðstöðinni við Hraunbæ. Súpa
og brauð. Anna G. Sverrisdóttir fjallar
um alþjóðasamstarf skáta.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leik-
fimi. kl. 11.45–12.45 hádegisverður. kl.
13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffi-
veitingar.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | TTT–starf kl. 15–16.
Bústaðakirkja | Fundur í Kvenfélagi
Bústaðasóknar kl. 20. Sýndar verða
blómaskreytingar. Spilabingó.
Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf
6.–7. bekkur. Alla mánudaga kl.
16.30–17.30. Æskulýðsstarf f. 8.–10.
bekk, alla mánudaga kl. 20.00–
22.00.
Grafarvogskirkja | KFUK í Graf-
arvogskirkju kl. 17:30–18:30 fyrir
stúlkur 9–12 ára. KKK – Kirkjukrakkar
í Engjaskóla kl. 17:30–18:30 fyrir 7–9
ára.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía |
Skráning á kvennamótið hafin í síma
535 4700. Kvennamótið verður dag-
ana 22.–24. apríl. Nánari uppl. á
www.gospel.is.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK
þriðjudagskvöld kl. 20 að Holtavegi
28. Biblíulestur í umsjón Höllu Jóns-
dóttur. Allar konur velkomnar. Af-
mælisfundurinn verður 26. apríl kl.
19.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut
58–60, miðvikudagskvöld kl. 20.
„Fjársjóðurinn“. Ræðumaður er
Benedikt Jasonarson. Vitnisburð-
ir.Kaffi. Allir eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 18:00 Opinn 12
sporafundur í safnaðarheimilinu. Vin-
ir í bata. Sjá: laugarneskirkja.is.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
NÝVERIÐ hófst í Ráðhúsi Reykja-
víkur sýningin „Dropar af regni:
Amnesty International á Íslandi í 30
ár“. Sýningin gefur dálítið ágrip af
þeim fjölda einstaklinga sem félagar
Íslandsdeildar Amnesty Inter-
national hafa átt þátt í að frelsa síð-
ustu 30 árin. Þessir einstaklingar
voru fangelsaðir fyrir þær sakir ein-
ar að tjá trú sína eða skoðanir, eða
vegna kyns síns og uppruna. Þessa
einstaklinga kallar Amnesty Int-
ernational samviskufanga.
Heiti sýningarinnar er tekið úr
þakkarbréfi samviskufangans
Mohamed El Boukili frá Marokkó,
sem lét svo um mælt árið 1994: „Á
dimmustu tímum fangavistar minn-
ar komu orð ykkar og bréf sem
dropar af regni, sem lengi hefur ver-
ið beðið eftir í endalausri eyðimörk.
Frelsi mitt í dag er ávöxtur þols
ykkar og þreks, vinnu og hug-
rekkis.“
Amnesty-félagar vinna að því að
fá leysta úr haldi þær hundruð þús-
unda fanga, sem sitja í fangelsum
um heim allan vegna friðsamlegrar
tjáningar skoðana sinna eða trúar-
bragða. Þeir skrifa bréf til valdhafa
og þrýsta á stjórnvöld, sem ábyrgð
bera á slíkum mannréttindabrotum,
og til fanganna sjálfra, til að glæða
vonir þeirra og trú á framtíðina, þó
að þeir dvelji iðulega við hræðilegar
aðstæður og megi þola pyndingar og
illa meðferð. Í texta þessarar sýn-
ingar má sjá tilvitnanir í nokkur
þeirra þakkarbréfa, sem fangarnir
hafa skrifað til Amnesty-félaga.
Sýningin verður í Ráðhúsi
Reykjavíkur til 18. apríl. Fyrirhugað
er að sýningin verði síðan sett upp
sem víðast.
Dropar af regni
í Ráðhúsinu
FRÍÐA Rögnvaldsdóttir hefur opn-
að sýningu á lágmyndum í Listsýn-
ingarsal Saltfiskseturs Íslands
Hafnargötu 12a, Grindavík. Allar
myndirnar eru unnar með steypu á
striga.
Sýninguna nefnir hún Fiskar og
fólk og stendur hún til 25. apríl.
Saltfisksetrið er opið alla daga kl.
11–18.
Lágmyndir í
Saltfisksetrinu
11. apríl
Varðveittu undrun þína, þegar blá hrópin
flæða á land. Þunglynd ströndin liggur lágt.
Tendraðu ekki von í neinum sigri,
eða ótta í ósigri.
Varðveittu undrun þína.
Varðveittu undrun þína. Þegar stjörnur hrapa,
þegar skrift máist,
lýsandi og þó ólesin.
Þá er þér búin hvíld á grænni jörð
með órætt hjarta, djúpt í moldu.
Karl Vennberg (f. 1910) Svíþjóð:
úr Þegar blá hrópin
(ísl.: Hannes Sigfússon)
Árbók bókmenntanna
33. Skáldaspírukvöldið verður haldið næstkomandi
þriðjudagskvöld á Kaffi Reykjavík. Guðbergur
Bergsson les úr verkum sínum, þá koma Gunnar
Dal, Kristján Hreinsson og Benedikt S. Lafleur og
lesa allir úr nýútkomnum bókum. Gunnar Dal les
ljóð úr nýútkomnu ljóðasafni: Orð milli vina, Krist-
ján Hreinsson les prósaljóð úr Rökréttu framhaldi
og Benedikt S. Lafleur les úr spunasafni sínu: Sólris
í hringhendingum, m.a. hugleiðingar um Van Gogh.
Loks les Eygló Ida Gunnarsdóttir ljóð. Aðgangur er
ókeypis.
Skáldaspírur lesa upp
Guðbergur
Bergsson
AÐSÓKNIN að ljóðatónleikum
Auðar Gunnarsdóttur og Andrejs
Hovrin á laugardag var í samræmi
við tímasetningu, eða frekar
dræm, en hefði þó fyllt Norræna
húsið eða Sigurjónssafn. Einnig
hefðu íslenzk lög hugsanlega
„trekkt“ betur en eingöngu erlend
verk, hvað þá jafnókunn og Sieben
frühe Lieder eftir Alban Berg
(1885–1935). Austurríski módern-
istinn, kenndur (ásamt Webern og
lærimeistara þeirra Schönberg)
við Seinni Vínarskólann, var sjálf-
menntaður og hafði eingöngu sam-
ið sönglög áður en hann kynntist
frumkvöðli tólftónaaðferðar um
1900. Æskulögin sjö báru að von-
um merki síðrómantíska tímans,
ekki sízt Wesendonk-laga Wagn-
ers, en voru flest stutt, stundum
varla nema lýrískar skizzur. Þó
minna á þverveginn, því rithátt-
urinn var yfirleitt þykkur og and-
rúmsmettaður.
Efnið hentaði hinni stóru,
dimmfránu en þéttingshlýju sópr-
anrödd Auðar að sama skapi vel
til upphitunar undir Sibelius-
arlögin sjö sem á eftir komu.
Flest þeirra voru vel þekkt og vin-
sæl að verðleikum, t.a.m. Var det
en dröm?, Säf, säf, susa, Den
första kyssen, Svarta rosor og
epísk-rómantíska perlan Flickan
kom ifrån sin älsklings möte. Fór
söngkonan frábærlega vel með
sérstaklega hin dramatískari lög,
eins og tvö síðastnefndu, og náði
einnig fram töluverðum blæbrigð-
um á kyrrlátari stöðum, þó að
textinn hefði að vísu stundum
mátt vera skýrari, t.d. í Spånet på
vattnet. Það var þó ekki alltaf
jafnauðvelt, enda talsverður fyr-
irgangur í annars mjög teknískum
píanóleik Hovrins, er fylgdi
sjaldnar lækkandi raddstyrk eftir
en ástæða var til – eins og þegar
sönglínan fór niður fyrir miðsvið.
Það lagaðist þó verulega eftir
hlé. Þýzku lögin hans Edvards
Griegs (Sechs Gesänge Op. 48)
leyndu á sér miðað við Sibelius,
þar eð frumleikinn var meira inn á
við, en buðu ekki síður upp á fjöl-
breytt litbrigði. Þeim skilaði Auð-
ur merkilega vel, án þess þó neins
staðar að skrúfa alveg fyrir titrið.
Hafa þar sem kunnugt fáir ef
nokkrir íslenzkir söngvarar tærn-
ar sem Kristinn Sigmundsson hef-
ur hælana – þó að svigrúm til slíks
sé í rauninni sine qua non þegar
ljóðasöngur er annars vegar, eink-
um í textamálun. En miðað við
dagfarskröfur óperusviðsins var
túlkun Auðar víða skemmtilega
litrík, t.d. í ljúfu „minne“ljóði
Walthers von der Vogelweide, Die
verschwiegene Nachtigall; hlið-
stæðu miðalda við Einu sinni á
ágústkvöldi. Og dramatísku
toppnóturnar voru einfaldlega af
því tagi er vekur hlustandanum
ósjálfrátt gæsahúð – glampa-
glæstar og hjartayljandi í senn.
Þrjú lög eftir Rakhmaninoff
mynduðu eftirminnilegt niðurlag á
þegar frábærum tónleikum.
„Syngdu ekki, fagra“ (Púsjkin)
náði, eftir ægifagurt forspil á org-
elpunkti, borodínskum hæðum í
melódískri dýrð. Tók þar samt
nokkuð á, þó að söngkonan færi
létt með bæði hæðar- og úthalds-
kröfur, sem eftir leyndu dóma
nætur í næsta lagi náðu hámarki
með ólgandi tillífunargleði Vor-
leysinganna. Né heldur vafðist
fingratæknin fyrir sallaörugga
píanistanum, og rúnnuðu flytj-
endur af með glæsilegu aukalagi,
Jeg elsker dig (Grieg/H. C. And-
ersen) og loks Vor hinzti dagur er
hniginn eftir Jórunni Viðar.
Dimmfrán en þéttingshlý
TÓNLIST
Salurinn
Sönglög eftir Berg, Sibelius, Grieg og
Rakhmaninoff. Auður Gunnarsdóttir
sópran; Andrej Hovrin píanó. Laugardag-
inn 9. apríl kl. 16.
Einsöngstónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Auður Gunnarsdóttir í Salnum: Þrjú lög eftir Rakhmaninoff mynduðu
eftirminnilegt niðurlag á þegar frábærum tónleikum.
Á ÁRINU minnast menn þess að
sextíu ár eru liðin síðan útrýming-
arbúðir Þjóðverja í Auschwitz
voru hernumdar
af Sovétmönn-
um. Tímamót-
anna er minnst á
marga vegu,
meðal annars
með endur-
útgáfu á verkum
þeirra sem lifðu
helförina af, til
að mynda hefur
Vintage hafið endurútgáfu á verk-
um Imre Kertész og Schocken
hefur gefið út ýmsar bækur, þar á
meðal þá sem hér er gerð að um-
talsefni eftir Ahron Appelfeld, The
Story of a Life.
Appelfeld er prófessor í hebr-
eskum bókmenntum við háskólann
í Jerúsalem, en hann er líka mik-
ilvirkur rithöfundur og hefur
skrifað tugi bóka. The Story of a
Life kom út á hebresku fyrir sex
árum en á ensku sl. haust.
Appelfeld var átta ára gamall
þegar hann var sendur í útrým-
ingarbúðir en komst undan þegar
á leiðarenda var komið og bjó
næstu þrjú árin á flótta í skógum
Úkraínu. Þegar rússneski herinn
rak flótta Þjóðverja slóst Appel-
feld í för með Rússunum og komst
síðan til Ítalíu og þaðan til Palest-
ínu. Bókin segir frá þessum árum
og síðan fyrstu árunum eftir að
hann komst til Palestínu og hóf
þar nýtt líf.
Bók Appelfelds er ekki mikil að
vöxtum, eins og fram kemur í inn-
gangi, aðeins rétt súmar 200 síður,
en innihaldið er mikið, lýsingarnar
eru svo áreynslulausar og stíllinn
svo tær að í henni felst miklu
meira en það sem stendur á síðum
bókarinnar. Getur nærri að margt
er átakanlegt í frásögninni, ekki
síst það hvernig Applefeld og
milljónir annarra gyðinga glötuðu
ekki aðeins veraldlegum eigum og
sínum nánustu, heldur líka menn-
ingu sinni og sögu; þegar hann
stóð dasaður á strönd Palestínu
var ekkert eftir. Meira að segja
tungumálin týndust: þýska, sem
var móðurmál hans, úkraínska,
sem hann lærði af fóstru sinni,
rúþenska, sem töluð var í þorpinu
sem hann ólst upp í, og jiddíska,
sem hann lærði af afa sínum og
ömmu, öllu þessu glataði hann því
þegar hann tók að læra hebresku,
tungumál hins nýja ríkis, fann
hann að öll hin tungumálin týnd-
ust, gleymdust, og með þeim
æskuár hans.
Eins er fróðlegt að lesa um deil-
urnar sem fyrstu bækur hans
vöktu – ísraelskir rithöfundar áttu
að skrifa um helförina, annað
skipti ekki máli, og gilti þá einu
þó að hann hafi verið svo ungur að
hann vissi ekkert af helförinni,
skildi ekki hvað var á seyði fyrr
en löngu síðar.
Öllu glatað
BÓKMENNTIR
Erlendar bækur
The Story of a Life eftir Ahron Appelfeld.
Schocken gefur út. 208 bls. innb. Fæst í
bókaverslun Máls og menningar.
The Story of a Life – Ahron Appelfeld
Árni Matthíasson
MENNING