Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 38
38 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.003
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 6 m. ísl. tali,
Sýnd kl. 6 m. ensku tali
K&F X-FM
ÓÖH DV
WWW.BORGARBIO.IS
ÓÖH DV
ÓÖH DV
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Í fjölskyldu þar
sem enginn skilur
neinn mun hún
smellpassa í hópinn
Every family could use a little translation
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.45.
kl. 5.30, 8 og 10.30.
F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS
Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali
Sýnd kl. 4 og 6. m. ensku tali
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mblWill Smith er
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 8.
S.K. DV
Frá leikstjóra American Pie
& About a Boy kemur
frábær ný gamanmynd.
Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem
dóttir hans fellur auk þess fyrir
B.B. Sjáðu Popptíví
Frá leikstjóra American Pie & About a Boy
kemur frábær ný gamanmynd.
Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir
B.B. Sjáðu Popptíví
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Sýnd kl. 8 og 10.10.
SVO til fullt hús var í Stóra
sal Háskólabíós á Spurt og
svarað-sýningu á Mótorhjóla-
dagbókunum (Diarios de
Motocicleta) í Háskólabíói á
laugardagskvöld. Þessi opn-
unarmynd kvikmyndahátíðar-
innar IIFF 2005 hefur fengið
lofsamlega dóma en í þetta
skiptið var aðdráttaraflið ekki
síst það að aðalleikari mynd-
arinnar, Gael García Bernal,
svaraði spurningum áhorf-
enda að sýningu lokinni.
Áhorfendur, sem margir
hverjir voru vel klæddar
yngri konur, fögnuðu Gael
eftir myndina og svaraði
þessi myndarlegi leikari
spurningum á skilmerkilegan
hátt í meira en stundarfjórð-
ung. Fyrr um daginn fékk
blaðamaður Morgunblaðsins
tækifæri til að ræða við hann
og verður birt ítarlegt viðtal
við hann í þriðjudagsblaði.
Gael, sem er frá Mexíkó,
segir að hann hefði aldrei
getað ímyndað sér að hann
færi einhvern tímann til Ís-
lands en er glaður með að
hafa fengið þetta boð. Hann
segir ástandið í Suður-Amer-
íku nú því miður ekki hafa
breyst mjög mikið frá lang-
ferð Ernestos Guevara og Al-
bertos Granado, sem myndin
segir frá, en hvetur Íslend-
inga til að heimsækja heima-
land sitt.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bernal lét vel af fyrstu Ís-
landsheimsókn sinni.
Bernal
vel fagn-
að í Há-
skólabíói
GLANNI glæpur kom fram á verð-
launahátíðinni Kids Choice Awards
sem haldin var í 18. sinn í í Los
Angeles á dögunum. Það er sjón-
varpsstöðin Nickelodeon sem stend-
ur fyrir hátíðinni en hún framleiðir
og sýnir Latabæjarþættina. Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir var á há-
tíðinni ásamt Stefáni Karli Stef-
ánssyni sem leikur Glanna og lýsti
hún upplifuninni á eftirfarandi hátt:
„Hér eru það börnin sem mæta til
leiks og velja sínar eftirlætis-
stjörnur og eru veitt verðlaun í
alls15 flokkum. Börnin kjósa ýmist
símleiðis eða í gegnum veraldarvef-
inn og í fyrra kusu t.d. 22 milljónir
barna sitt uppáhaldsfólk. Talið er að
um 150 milljónir heimila í veröldinni
horfi á beina útsendingu frá hátíð-
inni, og er þá ótalinn allur sá fjöldi
sem horfir innan Bandaríkjanna.
Þessi hátíðahöld ganga manna á
milli undir nafninu „Barnaósk-
arinn“, þó eru öll formlegheit sem
Óskarnum fylgja víðs fjarri. Rauði
dregillinn er hér appelsínugulur og
ýmsar persónur úr teiknimyndum
og kvikmyndum ganga þar um inn-
an um stjörnurnar. Þar mátti t.d.
sjá Svarthöfða og R2D2 úr Star
Wars og sjálfan Svamp Sveinsson.
Í opnunaratriði hátíðarinnar steig
rapparinn og leikarinn Will Smith á
svið og söng lagið ,,Switch“ með
hópi breikdansara og tugum fjað-
urklæddra dansmeyja. Leikarinn
Ben Stiller var kynnir kvöldsins og
mætti til leiks í slímheldum silfurlit-
uðum galla. Aðrir kynnar kvöldsins
voru meðal annarra fegurðardís-
irnar og leikkonurnar Cameron
Diaz og Hally Berry.
Á hátíðinni er siður að hella
grænu slími yfir stjörnurnar og að
þessu sinni voru það leikararnir
Johnny Depp og Will Ferrell sem
hlutu þann vafasama heiður að vera
slímstjörnur árið 2005. Þar voru líka
veitt „Wannabe“-verðlaunin, verð-
laun sem eru veitt þeirri stjörnu
sem börnin vilja helst líkjast. Þau
féllu að þessu sinni í skaut leik-
konunni og söngkonunni Queen
Latifah.
Þetta er tryllingslega ærslafengin
hátíð og ekki fór á milli mála að
börnin skemmtu sér konunglega og
létu skoðanir sínar ákaft í ljós með
tilheyrandi látum. Simon Cowell
sem Íslendingar þekkja sem skoð-
anaglaða dómarann úr American
Idol var ákaft púaður niður þegar
hann steig á svið. Aðrar stjörnur
voru hylltar en ekki með kurt-
eislegu lófataki heldur öskrum þús-
unda barna.
Við Stefán Karl gengum nær
heyrnarlaus út með fangið fullt af
leikföngum og snyrtivörum sem
gestum Nickelodeon var gefið á leið
út eftir heljarinnar partí sem haldið
var eftir hátíðina. Í bílageymslunni
var verið að hlaða leikföngum í stór-
an svartan jeppa. DVD-spilarari,
sjónvörp, leikjatölvur. Ég gekk að
nærstöddum svartklæddum lífverði
og spurði hver fengi þetta dót:
„Krakkarnir hans Wills Smiths,“
var þá svarað.“
Fólk | Börnin áttu valið á verðlaunahátíðinni Kids Choice Awards í Los Angeles
Glanni glæpur á barnaóskarnum
Reuters
Börnin hans Wills Smiths voru leyst út með veglegum gjöfum.
Reuters
Johnny Depp fékk yfir sig væna gusu af grænu slími.
Morgunblaðið/Kristinn
Glanni glæpur kom við sögu á barnaóskarnum.
Vinsælasta kvikmyndin: The Incredibles.
Besta talsetning: Will Smith í kvikmyndinni Hákarlasaga.
Vinsælasti leikari í bíómynd: Adam Sandler fyrir kvikmyndina
50 First Dates.
Vinsælasta leikkona í kvikmynd: Hilary Duff fyrir kvikmyndina
A Cinderella Story.
Vinsælasta hljómsveitin: Green Day.
Vinsælasti söngvarinn: Usher.
Vinsælasta söngkonan: Avril Lavigne.
Vinsælasti sjónvarpsþáttur: American Idol.
Vinsælasti teiknimyndaþátturinn: Svampur Sveinsson.
Vinsælasti leikari í sjónvarpi: Rómeó úr samnefndum þáttum.
Vinsælasta leikkona í sjónvarpi: Raven Symone (Litla stelpan úr Cosby
show) í þáttunum That’s so Raven!
Vinsælasti íþróttamaður: Tony Hawk.
Vinsælasti leikurinn: Shrek 2.
Vinsælasta bókin: Lemony Snicket’s A Series of Unfortunate events.