Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 1
DREGIÐ hefur úr hækkun á vísitölu fasteignaverðs íbúðar- húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Hækkunin í marsmánuði nam 2,4% frá fyrri mánuði, en 13% ef litið er til síðustu 3 mánaða, 21,7% síðustu 6 mánuði og 32,2% síðustu 12 mánuði, skv. tölum frá Fasteignamati ríkis- ins. Framboð eigna eykst Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir að fasteignamarkaðurinn sé byrjaður að leita jafnvægis á nýjan leik, þótt enn sé mikil hreyfing á markaðnum. Eignir staldri lengur við en áður. „Þetta sést vel ef skoðaðar eru fasteignaauglýsingar. Framboðið hefur verið að aukast mikið, þótt það sé enn mjög mikil sala eins og tölurnar gefa til kynna,“ segir hann. Þó ber að hafa í huga að ástandið á fasteignamarkaði undanfarin misseri er langt í frá að vera eðlilegt. „Það er auðvitað mjög merkilegt þegar eign fer í sölu að hún sé seld innan viku og oft innan 2–3 daga. Á sama tíma má fólk reikna með að það taki 2–3 mánuði að selja bílinn sinn,“ segir Björn Þorri. Mikill samdráttur í kaupsamningum „Ástandið síðustu misseri er búið að vera mjög sérstakt og maður man satt að segja ekki annað eins. Ég held að markað- urinn eigi þó ennþá eitthvað inni. 2,4% hækkun milli mánaða er feikilega mikil hækkun og það má ekki gera lítið úr því,“ segir Björn Þorri Viktorsson. Þess má geta að samdráttur í kaupsamningum nam 24,3% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs borið saman við 4. ársfjórðung 2004 og samdráttur í veltu var 17,7%. Dregur úr hækkunum á vísitölu fasteigna- verðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Markaðurinn að leita jafnvægis                                                                                 Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is STOFNAÐ 1913 107 . TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Engin fortíðarþrá Robert Plant aftur í landi miðnæt- ursólar í nýjum félagsskap | 7 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Nissan Murano – einn með öllu  Gríðarleg aukning á innflutningi Íþróttir | Hermann Hreiðarsson meiddist á hné gegn Aston Villa  Haukar í úrslit en oddaleikur ÍR og Vals Minsk, Vilníus. AP. | Embættismenn í Hvíta- Rússlandi brugðust í gær hart við þeirri áeggjan Condoleezzu Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að skipt yrði um stjórn í landinu. „Hér er verið að fara fram á að steypt verði af stóli löglega kosinni stjórn Hvíta- Rússlands,“ sagði m.a. Nikolaj Cherginets, áhrifamaður á hvít- rússneska þinginu. Rice var stödd í Vil- níus í Litháen í gær en þar var haldinn utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO). Í ræðu sem hún flutti kallaði hún Hvíta-Rússland „síðasta einræðisríkið í miðri Evrópu“ og sagði tíma kominn á breytingar. Hitti Rice einnig hvít-rússneska andófsmenn og bauð þeim stuðning í baráttunni fyrir lýðræði í heimalandi þeirra. Forsetakosningar fara fram í Hvít- Rússlandi á næsta ári og sagði Rice að þá myndi þarlendum bjóðast „ágætt tæki- færi“ til að lýsa yfir vilja sínum. Hún réð stjórn Alexanders Lúkasjenkós forseta frá því að reyna að hafa áhrif á niðurstöðuna, grannt yrði fylgst með kosningunum, rétt eins og fylgst hefði verið með forsetakosn- ingunum í Úkraínu á síðasta ári. Úkraína á leið inn í NATO? Samið var um aukna samvinnu NATO og Rússlands í hernaðarmálum á fundin- um í Vilníus. Þá urðu utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna sammála um að efla sam- starf og samvinnu við nýja ríkisstjórn í Úkraínu. Hjá NATO munu menn þó telja það óraunhæft markmið stjórnvalda í Kíev að Úkraína verði undir það búin að ganga í NATO að einungis þremur árum liðnum. Hvít-Rússar æfir vegna ummæla Rice Condoleezza Rice „VIÐ TELJUM að við munum ná saman við breiðan hóp fjárfesta fyrir miðjan maí,“ sagði Agnes Bragadóttir, formaður Al- mennings ehf., í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld, en Agnes átti ásamt Orra Vig- fússyni athafnamanni fundi með bæði er- lendum og innlendum fjárfestum í London í gær. Voru þau að sögn afar ánægð með niðurstöðu fundanna og sögðu greinilegt að fjárfestar hefðu mikinn áhuga á Al- menningi ehf. Á þessu stigi málsins eru engir samningar komnir á borðið, en að sögn Agnesar gera þau Orri sér í hug- arlund að þau nái að mynda öflugan hóp fjárfesta á allra næstu vikum. Aðspurð segir Agnes um stóra fjárfesta að ræða, en sagðist á þessu stigi málsins ekki geta gefið upp hverja væri um að ræða þar sem hún væri bundin trúnaði. Gat hún þó upplýst að um væri að ræða mjög stór fyrirtæki. „Fyrirtæki sem hafa mikla reynslu af einkavæðingu síma bæði á evrópska og alþjóðlega vísu. Það er alveg ótrúlega mikil hreyfing með okkur og mik- ill vilji þessara fjárfesta að fá okkur til liðs við sig,“ segir Agnes. Agnes segir íslenska símann greinilega höfða til erlendra fjárfesta, sem sæju möguleika á samlegðaráhrifum með sam- starfi við önnur erlend símafyrirtæki og uppbyggingu á ákveðnum sviðum. Í viðræðum við fjárfesta í London Almenningur ehf. Dublin. AFP. | Ríkisstjórn Írlands hefur samþykkt nýjar reglur sem eiga að tryggja að a.m.k. 40% þeirra sem sitja í opinberum nefndum og ráðum ríkisins verði konur. Það hefur verið markmið írsku stjórn- arinnar að fjölga konum í nefndum og ráð- um ríkisins í a.m.k. 40%. Ný skýrsla sýnir að hvað varðar útnefningar ráðuneytanna sjálfra hefur markmiðinu verið náð en aðr- ir aðilar, sem tilnefna fólk í opinberar nefndir og ráð, hafa verið langt frá því að uppfylla þennan kvóta. Hefur hlutfall kvenna þar aðeins verið 19%. Frank Fahey, undirráðherra í dóms- málaráðuneytinu írska, sagði að ástæða væri til að bregðast sérstaklega við þess- um niðurstöðum, enda skipuðu aðrir aðilar en ríkið sjálft meirihluta nefndarmanna, eða um 60%. Gera nýjar reglur ráð fyrir að þeir sem tilnefna í nefndir og stofnanir rík- isins verði að skila inn nafni bæði konu og karls. Mun ríkisstjórnin síðan ákveða hvaða aðili er skipaður, með hliðsjón af því hvernig 40% markinu er best náð. Konur verði 40% fulltrúa í nefndum REYKVÍKINGAR og landsmenn allir fögn- uðu í gær komu sumars með pompi og prakt. Margt var sér til gamans gert sum- ardaginn fyrsta og fjölmargir viðburðir í boði. Veðrið hélst líka réttum megin við vonskuna og var milt víða um land. Sem fyrr skipa skátar mikilvægan sess í hátíðarhöldunum og þrömmuðu þeir í skrúðgöngum með fánaborgir víða um land. Sumri fagnað með fánafjöld Morgunblaðið/Sverrir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.