Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR CARMINA SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Þorgeir J. Andrésson - Drengjakór Kársnesskóla - slagverkssveit Píanóleikarar: Guðríður St. Sigurðardóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir BURANA sunnudag 24. apríl kl. 20 þriðjudag 26. apríl kl. 20 CARL ORFF Miðar fást við innganginn, í versluninni 12 tónum, Skólavörðustíg 15 og hjá kórfélögum. Frekari upplýsingar á www.filharmonia.mi.is Stjórnandi: Óliver Kentish Tónleikar í Langholtskirkju ÞRÍTUGUSTU Andrésar andar leikarnir á skíðum voru settir við há- tíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri sl. miðvikudagskvöld, eftir að þátttakendur, þjálfarar, farar- stjórar, foreldrar og systkini, höfðu gengið fylktu liði frá KA-heimilinu. Alls taka um 650 börn, á aldrinum 6– 14 ára, þátt í leikunum að þessu sinni og eru þeir heldur færri en undanfarin ár. Lítill snjór er í Hlíð- arfjalli, þar sem keppni í alpagrein- um og göngu fer fram en með sam- stilltu átaki fjölmargra Akureyringa hefur verið hægt að bæta svo að- stæður í skíðabrekkunum að keppni gat hafist samkvæmt áætlun í gær- morgun. Veðrið lék við fólk í Hlíð- arfjalli í gær og var ekki annað að sjá en allir skemmtu sér vel. En það er ekki aðeins líflegt í Hlíðarfjalli þessa dagana, því á Ak- ureyri fer nú einnig fram Öld- ungamót Blaksambands Íslands þar sem um 800 keppendur, 30 ára og eldri og víðs vegar af landinu, etja kappi í þremur íþróttahúsum bæj- arins. Mótið hófst í gærmorgun og stendur til morguns, líkt og Andésar andar leikarnir. Öldungamótið er nú einnig haldið í 30. sinn en hér er um að ræða tvö af stærstu íþróttamót- um landsins ár hvert. Það hefur því fjölgað um nokkur þúsund manns í bænum þessa daga. Um 650 börn á Andrésar andar leikunum Morgunblaðið/Kristján Aníta Gunnarsdóttir úr ÍR fær hvatningu við rásmarkið í svigkeppni 8 ára á vel sóttum þrítugustu Andrésar andar leikunum á skíðum. Hlýindin í seinni hluta vik-unnar freistuðu margraveiðimanna. Sjá máttihátt í tuttugu kasta samtímis í Vífilstaðavatn á þriðju- dagskvöldið og ekki mikið færri í gærmorgun. Þrátt fyrir að vatnið hafi hlýnað talsvert, var takan treg. Veiðimaður sem stóð vaktina í gær hafði tvo urriða upp úr krafsinu og sagði fáa hafa verið að setja í fisk í kringum sig. Á þriðjudag var svip- uð saga, takan treg en ein og ein bleikja að gefa sig; einn veiðimaður hafði þó náð sex og tóku þær Pea- cock með bláu glitvafi og Watson Fancy með kúlu. Hinsvegar ræddi Morgunblaðsmaður við einn veiði- manninn sem kvaðst hafa náð „slatta“ af fiski kvöldið áður; tók hann Vífó og Engjaflugu. „Veiðin hefur verið mjög góð í vor, hollin hafa verið að fá 30 til 40 fiska og þeir sem hættu um hádegi í dag náðu 48,“ sagði Ragnar John- sen í Hörgslandi um veiðina í Vatnamótunum.„Það er fiskur á öllu svæðinu og mikið veitt á bökk- unum; menn vaða minna þegar hann er svona nálægt. Það hefur verið að veiðast vel seinnipartinn – takan hefur fylgt kvöldaðfallinu.“ Samið um Lónsá „Þegar hlýnaði um daginn kom skot í Litluá,“ sagði Pálmi Gunn- arsson, annar leigutaki árinnar. „Ég frétti af strákum sem tóku þar einhverja tíu fiska um leið og hlýn- aði. Þetta hefur verið barningur í kuldanum og menn hafa þurft að hafa sig virkilega við.“ Af Pálma er það annars að frétta að hann hefur ásamt þremur fé- lögum endurnýjað leigusamning um Lónsá í Þistilfirði, þá „stór- skemmtilegu silungssprænu“. Samningurinn er til fimm ára. Veiðimenn hafa aflað ágætlega í Varmá í apríl og nokkrir vænir fiskað hafa veiðst. Einum þeirra náði Ríkarður Hjálmarsson í vik- unni, 80 cm hrygnu, sem veiddist í Neðri-Stöðvarhyl og tók Black Ghost. Þetta kemur fram á frétta- vef votnogveidi.is. Þar kemur einn- ig fram að fimm punda regnboga- silungur, feitur og pattaralegur, hafi veiðst fyrir skemmtu í Hlíð- arvatni í Selvogi. Spurt er hvort fleira fari að fást í vatninu, en stað- bundnu bleikjurnar sem það er frægt fyrir. Vefur til minningar um Kristján Gíslason Ný heimasíða og netverslun með flugur, krafla.is, er helguð minn- ingu Kristjáns Gíslasonar. Kristján var landskunnur fluguhnýt- ingamaður, flugnahöfundur og veiðimaður, og höfundur bóka um stangveiði. Nafn vefjarins er sótt til einnar kunnustu flugu Kristjáns, Kröflu, sem er afar veiðin laxa- fluga. Á vefnum má fræðast um flugur Kristjáns, en meðal þeirra þekktustu eru Kröflurnar, Rækju- flugan, Gríma, Elliði og Grænfrið- ungur. Margar þeirra eru veiði- mönnum vel kunnar. Að vefnum stendur Skrautás ehf., félag í eigu Stefáns sonar Kristjáns og Sól- veigar Ögmundsdóttur. „Tilgangurinn er að koma þess- um flugum aftur á markaðinn, þær hafa ekki fengist í sex ár, eða síðan Kristján dó,“ segir Stefán. „Við höf- um verið að þróa flugurnar með framleiðandanum í á annað ár og erum í skýjunum með árangurinn.“ Stefán segir að enn sem komið er séu flugurnar til sölu á skrifstof- unni en netverslunin opni um miðj- an maí. „Við verðum þar með nokkrar af flugum Kristjáns sem hitstúpur; þær hafa ekki verið til þannig áður og eru mjög fallegar. Við verðum með laxaflugur alveg niður í stærð 16, en Kröflurnar hafa aldrei feng- ist svo litlar áður.“ Auk flugna eftir Kristján verða til sölu á krafla.is flugur eftir annan son hans, Gylfa, sem er kunnur meðal fluguveiði- manna fyrir aflasælar silungaflugur eins og Krókinn og Mýsluna. En skyldi Stefán, sem sjálfur er kappsamur veiðimaður, eiga sér eftirlætisflugur? „Já, ég verð að nefna Kröflurnar, appelsínugula og rauða. Þær hafa reynst mér mjög vel. Og svo Gríma blá á gullkrók í silunginn. Það er eitruð fluga. Hún er alltaf fyrst á og eiginlega síðust af.“ STANGVEIÐI Veiðin glæðist í hlýindunum Ljósmynd/Tyrfingur Birgir Örn Arnarson með fjórar fallegar bleikjur úr Köldukvísl. veidar@mbl.is ÞAÐ er ekki á ábyrgð samgönguyf- irvalda að liðka fyrir aðgengi ís- lensks rannsóknasamfélags að Farice-strengnum. Ekki hefur stað- ið til að afskrifa eignina af hálfu ríkisins, en ætlast er til að streng- urinn beri sig sem fyrirtæki. Þetta er mat Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra. Einungis brot af flutningsgetu strengsins er nú nýtt, en gríðarlegur kostnaður kemur í veg fyrir að íslenskt rannsóknarsam- félag geti nýtt sér möguleika til víð- tæks samstarfs við stærri alþjóðleg rannsóknarverkefni. Sturla segir ráðuneytið hafa átt frumkvæði að því að koma verkefn- inu af stað á sínum tíma, en síðan hafi það verið samstarf milli símafyr- irtækjanna á Íslandi og í Færeyjum. „Hugmyndin var sú að tryggja sem best öryggi til viðbótar við Cantat- strenginn og síðan að auka afkasta- getuna, flutningshraðann og mögu- leika á að flytja mikið magn gagna til og frá landinu,“ segir Sturla. „Þessi strengur verður að reka sig á for- sendum þess viðskiptamódels sem sett var upp.“ Ættu að reyna að ná samningum við Farice Sturla segir að fyrsta skref rann- sóknarsamfélagsins ætti að vera að reyna að ná samningi við Farice áður en það gerir kröfur um að ríkissjóð- ur afskrifi einhvern hluta af eign sinni til að lækka gjaldskrána. „Það er ljóst að á meðan rannsóknasam- félagið nýtir ekki þennan afkasta- mikla streng er ekki líklegt að gjald- skráin breytist,“ segir Sturla en bætir jafnframt við að framkvæmda- stjóri og stjórn Farice verði að gæta þess að bjóða fram viðráðanlega gjaldskrá og afkastagetu sem er í takt við þarfir markaðarins. Varðandi það að líkja Farice- strengnum við jarðgöng sem gegna hlutverki þjóðbrautar eins og Héð- insfjarðargöng segir Sturla slíkt al- gerlega ósambærilegt. „Þessi strengur var settur upp og litið á hann sem góða fjárfestingu og mik- ilvæga viðbót við Cantat-strenginn. Símafyrirtækin sem þarna eru að selja þjónustu inn á strenginn hljóta að hafa mikla hagsmuni af því að ná viðskiptum og ég tel ekki eðlilegt að ríkið komi að þessu að öðru leyti en búið er að gera. Fjárþörf rannsókn- arstofnana á ekki að blandast saman við rekstur hlutafélagsins Farice.“ Samgönguráðherra segir niðurgreiðslu Farice óæskilega Strengurinn á að bera sig Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.