Morgunblaðið - 22.04.2005, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.04.2005, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 7 FRÉTTIR Dregi› 52 sinnum á ári um 705 skattfrjálsar milljónir! Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 -dregi› í hverri viku bifreiðar í vinninga Ford Mustang 10 Opið um helg ina í aðalumboði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 27 49 9 4 /2 00 5 ERU einhverjar spurningar áður en við förum?“ voru upphafsorð Roberts Plants, söngvara sveit- arinnar Strange Sensation, á blaðamannafundi á Fjörukránni í Hafnarfirði í gær. Plant var þó fljótur að leiðrétta grínið og átti dágott spjall við blaðamenn þar sem hann bæði hann og hljóm- sveitin slógu á létta strengi og ræddu tónlist sína. „Það er frá- bært að vera kominn aftur til Ís- lands, landsins sem gaf mér svo margt og blés mér í brjóst einu af mínum bestu lögum.“ Á fundinum rifjaði Plant m.a. upp komu sína til Íslands með Led Zeppelin árið 1970 og sagði sögur af þeirri upplifun sem sú ferð var. „Ég get varla ímyndað mér hvern- ig þessi þrjátíu og fimm ár gátu liðið svona hratt,“ sagði Plant. „Það verður að hafa það í huga að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á keltneskri menningu og sögu. Það að koma hingað var nokkurs konar hliðstæð reynsla þess sem hafði áhrif á mig sem ungan mann. Það er dálítið kaldhæðnislegt að þegar við Jimmy Page sömdum Immigr- ant song höfðum við aldrei áður séð miðnætursólina og við vorum bergnumdir af þessu öllu saman. Við vorum engilsaxar að þykjast vera keltar.“ Plant segir reynsluna af því að semja Immigrant song hafa verið frábæra, en lagið er eins og marg- ir vita innblásið af Íslandi. „Ég kom hingað sem lítill strákur, átti æðislegt samband við fólkið hér og samdi æðislegt lag. Það er ekki slæm helgi. En ef ég hefði bara vitað um skaðann sem það átti eft- ir að valda í rokkheiminum. Allar rokksveitir fóru í víkingagírinn og söngvarar fóru að klæða sig í þröngar buxur þannig að tólin stóðu út. Ég er alveg miður mín yfir því,“ sagði Plant kíminn. Of gamall fyrir óþarfa Að sögn hljómsveitarmeðlima hafa viðtökur við sveitinni verið af- ar góðar, en þeir hófu tónleika- ferðalag sitt í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Sveitin hefur m.a. leikið í London, St. Pétursborg og Prag. „Það sem við erum að gera með þessari plötu, Mighty Rearr- anger, og hljómsveitinni Strange Sensation er að skapa eitthvað raunverulegt,“ segir Clive Deamer trommuleikari. „Þessi hljómsveit snýst ekki um neina fortíðarþrá, heldur erum við að taka okkar eig- in stefnur og draga frá alls kyns áhrifavöldum eins og marokkóskri tónlist og blús frá 1920, villtum og furðulegum hlutum.“ Aðspurðir hvort fortíð Plants flækist fyrir sveitinni segja þeir alls ekki laust við það að blaða- menn reyni að bera þá saman við Led Zeppelin og áhorfendur vilji sjá gamla daga á ný. „En við erum Strange Sensation og erum að gera nýja hluti, okkar hluti. Við leikum auðvitað líka gömul lög sem Plant samdi með Page,“ sagði Skin Tyson gítarleikari. Undir þetta tekur Plant. „Ég finn fyrir söknuði fólks eftir þessum tíma og auðvitað finn ég fyrir honum líka. En aðalatriðið er að þessi lög snúast um mínar, okk- ar, væntingar, einskis annars. Við erum að fara í okkar eigin átt núna. Það er líka frábært að ég er ekki lengur miðpunkt- urinn. Ég get hreinlega labbað af sviðinu í smástund og það breytir engu, tónlistin keyrir alveg. Það er heldur ekki til neins að vera að keppa við hljómsveitir frá þess- um tíma sem eru enn að spila sömu gömlu lögin. Það er óttalega innantómt.“ Hæðir og lægðir Plant segir það skipta sig miklu máli að hafa unnið við að gera góða tónlist á lífsleiðinni. „Ég hef átt bæði lægðir og hæðir í mínu lífi, þar sem ég hélt að ég væri að gera rétta hlutinn, en ein- hvern veginn var ég að reyna of mikið,“ sagði Plant. „Það hefði verið einfalt að hlaupa alltaf aftur til móðurskips- ins, en það hefði verið tilgangs- laust, því móðurskipið lagðist að bryggju fyrir mörgum árum. Það að skapa svona góða tónlist sparar mér líka mikla tímasóun. Ég myndi ekki þrífast í ein- hverri endurminningahljómsveit því ég er orðinn of gamall til að gera hluti sem gefa ekkert af sér.“ Engin fortíðarþrá Morgunblaðið/Sverrir Robert Plant og Charlie Jones bassaleikari hrifust af víkingastyttum fyrir utan Fjöru- krána og smelltu af nokkrum myndum af listaverkunum. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Robert Plant og Strange Sensation halda tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann í 22 mánaða fangelsi, þar af 19 mánuði skilorðsbundið, fyrir tvö þjófnaðarbrot. Hæsti- réttur mildaði refsingu Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 8. nóv- ember 2004 sem dæmt hafði ákærða til jafnlangrar fangels- isrefsingar en þó án skilorðs. Hæstiréttur mat málið svo að í ljósi þess að ákærði sýndist nú vera að takast á við áfengis- og vímuefnavandamál sín af fullri festu væri rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta. Ingibjörg Benediktsdóttir hæstaréttardómari skilaði séráliti og sagði að í fyrri dómum yfir ákærða hefði fjórum sinnum áður verið vísað til þess að hann hafi gengist undir meðferð vegna áfengis- og vímuefnanotkunar og væri að vinna bug á þeim vanda. Taldi hún ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna þegar litið væri til brota ákærða, saka- ferils hans og endurtekinna skil- orðsrofa. Meirihluta dómsins skipuðu hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason og Árni Kolbeinsson. Verjandi var Hilmar Ingimund- arson hrl. og sækjandi Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari. Fékk skilorð út á áfengis- meðferð LÖGREGLAN á Akureyri hefur handtekið fjórða manninn vegna fíkniefnamáls, sem kom upp á Blönduósi í síðustu viku þegar stöðvaðir voru þrír menn á bíl með 300 grömm af hassi. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan á Akureyri segir að rannsókn málsins sé allumfangs- mikil. Tveir menn sem hand- teknir voru í síðustu viku sitja enn í gæsluvarðhaldi en þriðja manninum hefur verið sleppt. Lögreglan lagði hald á um 12 gr. af amfetamíni í heimahúsi sl. sunnudag í tengslum við rann- sóknina. Handtekinn vegna fíkniefnamáls

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.