Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 14
 Rætt við Birgi Sigurðsson leikskáld Geggjun Íslendinga og gerviveröld leikhúsanna 14 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞÓRÐUR Már Jóhannesson, for- stjóri Straums fjárfestingarbanka, segir það vekja furðu að Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslands- banka, skuli halda því fram að Þáttur eignarhaldsfélag ehf. hafi verið heppi- legri kaupandi en Straumur eða ein- hver annar kaupandi að 66,6% hlut í Sjóvá, sem seldur var á þriðjudag. ,,Ummæli stjórnarformanns Ís- landsbanka um að Straumur sé ekki heppilegur meðeigandi þar sem félag- ið sé ekki í einstaklingsþjónustu og hafi enga reynslu á því sviði vekur upp furðu svo ekki sé meira sagt,“ segir hann. „Straumur rekur bæði markaðsviðskipti og lánastarfsemi og hefur því augljóslega miklu meiri reynslu af einstaklingsþjónustu en Þáttur eignarhaldsfélag ehf. sem hef- ur nákvæmlega enga slíka reynslu enda nýstofnað fyrirtæki. Þáttur og eigendur þess stunda auk þess fjárfestingarfélagsstarfsemi og er því að því leyti til jafnframt í samkeppni við Íslandsbanka.“ Þórður segir þá tilvísun Einars til þess að Landsbankinn eigi fulltrúa í stjórn Straums einkennilega þar sem Straumi sé ekki kunnugt um að neinn fulltrúi Landsbankans sitji í stjórn bankans. Gat ekki metið aðra kaupendur Þórður segir að stjórn Íslands- banka hafi ekki hafið viðræður við neina aðra fjárfesta og gat því ekki metið hvort aðrir kaupendur kynnu að vera reiðubúnir til að greiða hærra verð. „Þetta gerði stjórnin þótt hún sannanlega vissi um að aðrir fjár- festar vildu kom- ast að samnings- borðinu,“ segir Þórður. „Af hálfu Straums hefur því aldrei verið haldið fram að bankinn eigi sem hluthafi að njóta forkaups- réttar eða betri stöðu en aðrir fjárfestar við sölu eigna Íslandsbanka. Þvert á móti höldum við því fram að hluthafar og stjórn- armenn eigi ekki að njóta betri stöðu en aðrir fjárfestar og því hafi stjórn bankans ekki mátt setjast niður með einum hluthafa og stjórnarmanni bankans og selja eignina á sama tíma og aðrir aðilar lýstu yfir áhuga á því að kaupa hana.“ Þórður segist þá eiga erfitt með að trúa orðum Einars í Morgunblaðinu í gær þess efnis að Morgan Stanley hafi ráðlagt stjórninni að selja svo stóra eignarhluta í Sjóvá án þess að tala við aðra fjárfesta. „Ég á mjög erf- itt með að trúa því að eins virtur fjár- festingarbanki og Morgan Stanley er hafi ráðlagt stjórninni að selja 2⁄3 eign- arhluta í Sjóvá án þess að láta á það reyna hvort aðrir fjárfestar hefðu áhuga,“ segir Þórður. Hann segir það mikla einföldun að halda því fram að verðið hafi verið gott miðað við verð- mat Morgan Stanley og útreikninga greiningardeilda bankanna. ,,Stað- reyndin er sú að oft eru fjárfestar til- búnir að greiða mun hærra verð en einfalt verðmat sem byggist á helstu kennitölum gefur til kynna,“ segir Þórður. ,,Einmitt af þeirri ástæðu bar stjórn Íslandsbanka skylda til að láta reyna á það hvort unnt væri að fá hærra verð en Þáttur eignarhalds- félag var reiðubúið til að greiða miðað við sömu skilyrði. Það hefði ekki kost- að stjórn Íslandsbanka neitt að ræða við áhugasama aðila og kanna afstöðu þeirra til þeirra skilyrða sem stjórn bankans vildi setja fyrir sölunni. Sú ákvörðun að gera það ekki kann að mati Straums að fela í sér brot á starfs- og trúnaðarskyldu stjórnar- manna með þeim afleiðingum að fé- lagið og hluthafar þess hafi orðið fyrir umtalsverðu tjóni.“ Óeðlilegir viðskiptahættir Þórður bendir á að samkvæmt lög- um beri fjármálafyrirtækjum að starfa í samræmi við eðlilega og heil- brigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði, með trúverðugleika markaðarins og hagsmuni hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi. ,,Það er skylda stjórnarmanna að haga störfum sínum með þeim hætti að traust og trúverðugleiki ríki um þær ákvarðanir sem teknar eru hverju sinni og er sérstaklega mik- ilvægt að standa vel að málum þegar um viðskipti er að ræða við aðila sem er tengdur félaginu og gæta þess að viðskiptin veki ekki upp tortryggni og skaði þar með trúverðugleika þess,“ segir Þórður. Hann segir ljóst að við- skipti innherja rétt fyrir birtingu upp- gjöra séu ávallt óheppileg. ,,Straumur hefur engar upplýsing- ar um það hvaða gögnum umræddur stjórnarmaður bjó yfir þegar hann bauð í eignarhlut Íslandsbanka í Sjóvá. Staðreyndin er hins vegar sú að reglum um innherjaviðskipti er m.a. ætlað að vernda trúverðugleika verðbréfamarkaðarins og stuðla að því að almennir fjárfestar beri traust til þeirra aðila sem þar eru skráðir. Það að selja eina af stærstu eignum bankans á svo viðkvæmum tíma- punkti til innherja er til þess fallin að vekja upp tortryggni fjárfesta og vinna þannig gegn þeim hagsmunum sem reglum um innherjaviðskipti er ætlað að vernda.“ Þórður bendir á að stjórn Íslands- banka hafi sett sér verklagsreglur um verðbréfaviðskipti sem hafi verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu og byggjast á ákvæðum laga, eins og öll- um bönkum er skylt að gera. Í þess- um reglum stjórnar Íslandsbanka segir Þórður að m.a. sé fjallað efn- islega um það hvernig standa skuli að verðbréfaviðskiptum við stjórnar- menn og tengda aðila en sala á hluta- bréfum í Sjóvá fól í sér slík viðskipti þar sem kaupandi er bæði stjórnar- maður og eigandi að virkum eignar- hlut í bankanum. Í reglunum segir m.a.: ,,Bankinn skal gæta þess í við- skiptum við bankaráðsmenn og aðila sem eiga virkan eignarhlut í bankan- um að þau séu ekki á nokkurn hátt tortryggileg eða til þess fallin að kasta rýrð á trúverðugleika og orðstír bankans.“ Þórður telur ljóst að sú að- ferðarfræði sem stjórn bankann kaus að nota við sölu Sjóvá stangist aug- ljóslega á við tilvitnuð ummæli. Þórður vísar því þá á bug að sam- keppnissjónarmið hafi staðið í vegi fyrir því að Íslandsbanki hefði getað selt Straumi verulegan eignarhlut í Sjóvá. ,,Samkeppni þessara tveggja banka lýtur því eingöngu að þeim hluta starfsemi Íslandsbanka sem snýr að fjárfestingarbankaþjónustu. Sala vátrygginga hefur ekkert með slík viðskipti að gera og er hér því um augljósan fyrirslátt að ræða af hálfu stjórnarformanns Íslandsbanka.“ Forstjóri Straums gagnrýnir stjórn Íslandsbanka fyrir framgöngu við sölu Sjóvárhlutarins „Vissi að aðrir fjár- festar vildu komast að samningsborðinu“ Þórður Már Jóhannesson á morgun „ÉG legg áherslu á að fjármagn til safnaráðs verði aukið en að sama skapi að þetta verði gegnsærra og skilvirkara og menn átti sig á heild- armyndinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra aðspurð hvort nægir fjármunir hafi verið lagðir í safnastarf. Forstöðu- menn safna gagnrýndu nýlega harð- lega úthlutun safnaráðs á styrkjum. Einnig gagnrýndu þeir stjórnvöld fyrir að verja of litlu fé til safnaráðs. Þorgerður Katrín segir safnaráð hafa staðið sig með ágætum í sinni út- hlutun. Hún bendir á að í ár og í fyrra hafi ráðið haft óbreytta fjárhæð til umráða, um 66 milljónir kr. „Á hinn bóginn má benda á að til hliðar leggur fjárlaganefndin um 210–220 milljónir í safnastarfið, og einmitt til þessara aðila sem eru að gagnrýna hvað mest,“ segir Þorgerður Katrín og bætir því við að þessir aðilar fari bæði í gegnum safnaráð og aðrar óhefð- bundnar leiðir til hliðar við ráðið. Hún segir heildarfjármagn til safn- anna vera sæmilegt í dag en bendir á að sér þætti skynsamlegra að fjár- laganefnd notaði safnaráð og safna- sjóð til þess að útdeila fjármunum en að nefndin gerði það sjálf. Slíkt myndi bæði auka skilvirkni og fagmennsku í úthlutunum enda fagmennskan fyrir hendi hjá safnaráði. Leggur áherslu á aukið fjármagn til safnaráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.