Morgunblaðið - 22.04.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.04.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 15 ERLENT Washington. AP, AFP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði í gær hart að þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings að staðfesta skip- an Johns Bolton, varautanríkisráð- herra, í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. At- kvæðagreiðslu um útnefningu Boltons hafði ver- ið frestað í utanríkismálanefnd öld- ungadeildarinnar á þriðjudag eftir að það var skyndilega og mjög óvænt orðið tvísýnt hvort meirihluti væri fyrir því að staðfesta Bolton. Talið er að Bush hafi tjáð sig um málið í gær í því skyni að taka af öll tvímæli um það að Hvíta húsið stæði enn þétt við bak Boltons. Höfðu farið af stað vangaveltur um það hvert framhald málsins yrði eftir atburði þriðjudagsins og m.a. sagði blaðið Los Angeles Times í leiðara að Bolt- on ætti að gera forsetanum þann greiða að draga sig í hlé. Bush kenndi þrætugjörnum stjórnmálamönnum í Washington um stöðuna, sagði þá tilhneigingu manna að fella pólitískar keilur oft koma í veg fyrir að hagsmunum al- mennings væri sinnt. En ljóst þykir að málið er vandræðalegt fyrir Bush. Fyrirfram hafði verið vitað að einn þingmaður Repúblikanaflokksins í utanríkismálanefndinni, Lincoln Chafee, væri efins um útnefningu Boltons en hann hafði þó látið hafa eftir sér fyrir yfirheyrslur yfir Bolt- on að hann myndi líklega greiða at- kvæði með staðfestingu hans. Á þriðjudag kom hins vegar á dag- inn að annar repúblikani, George Voinovich frá Ohio, var orðinn fullur efasemda um valið á hinum umdeilda Bolton. Sagði hann þá að demókrat- ar í nefndinni hefðu vakið máls á at- riðum varðandi Bolton sem kanna þyrfti nánar. Tók formaður nefnd- arinnar, repúblikaninn Richard Lug- ar, þá þann kost að fresta atkvæða- greiðslu um skipanina, enda orðið óvíst um niðurstöðu í ljósi þess að meirihluti repúblikana í nefndinni er aðeins 10-8. Er nú talið að það muni líða a.m.k. tvær vikur þar til nefndin greiðir atkvæði um Bolton. Framkoma við undirmenn til skammar Í yfirheyrslum yfir Bolton höfðu nefndarmenn hlýtt á vitnisburð nokkurra undirmanna Boltons í ut- anríkisráðuneytinu, þar sem því var haldið fram að framkoma Boltons við samstarfsfólk sitt, einkum þá, sem undir hann hefðu verið settir, hefði verið til skammar. Útnefning Bolt- ons hefur raunar sætt harðri gagn- rýni víða um heim, ekki aðeins í Bandaríkjunum, en Bolton þykir í gegnum tíðina hafa látið ýmis um- mæli falla um SÞ sem ekki þykja benda til að hann hafi hagsmuni samtakanna mjög í fyrirrúmi. Þá er hann sakaður um að reyna gjarnan að laga upplýsingar að hugmynda- fræðilegum línum. Bush leggur að þinginu að staðfesta Bolton Vaxandi andstaða í utanríkismála- nefnd öldunga- deildar þingsins John Bolton STJÓRNVÖLD í Brasilíu hafa ákveðið að veita Lucio Gutierrez, sem þjóðþing Ekvador setti af sem forseta í atkvæðagreiðslu á miðvikudag, pólitískt hæli. Var gert ráð fyrir því að hann flygi til Brasilíu síðdegis í gær. Gutierrez er þriðji forsetinn í Ekvador sem settur er af á síð- ustu átta árunum og alls hafa setið sjö forsetar í landinu frá árinu 1996. Gutierrez hugðist fljúga á brott frá Ekvador á miðvikudagskvöld, eftir að þing landsins hafði sett hann af og stjórnarherinn tilkynnt að hann væri hættur stuðningi við forsetann. Múgur reiðs fólks mun hins vegar hafa komið í veg fyrir að einkaþota Gutierrez gæti haft sig á loft frá flugvellinum í Quito, höfuðborg Ekvador. Fréttir hermdu fyrst að hann hefði í fram- haldinu verið handtekinn en hið rétta var að Gutierrez leitaði skjóls í sendiráði Brasilíu og hafðist hann þar við í gær. Mikil spenna hefur verið í Ekvador alla vik- una og til mótmæla hafði komið gegn Gutierrez forseta í höfuðborginni Quito, sakaði múgurinn hann um að hafa misnotað vald sitt. Eiga þær ásakanir rætur að rekja til þeirrar ákvörðunar Gutierrez að setja allan hæstarétt landsins af fyrir nokkrum mánuðum. Létust a.m.k. tveir í þessum mótmælum og um það bil 100 slösuðust. Gutierrez á sér þó marga stuðningsmenn einnig og var óttast að til harðra átaka kæmi milli andstæðra fylkinga. Vildi að mótmælin gegn honum yrðu barin niður Upp úr sauð í fyrradag eftir að Gutierrez skipaði her landsins og lögreglu að brjóta mót- mælin gegn honum á bak aftur, með valdi ef þurfa þætti. Þing landsins samþykkti með 62 atkvæðum gegn engu að setja hann af og var varaforsetinn, Alfredo Palacio, þegar skipaður forseti í stað- inn. Her landsins sneri einnig baki við Gutier- rez, sem hafði verið forseti frá því í ársbyrjun 2003. Hann var áður foringi í her Ekvador og kom einmitt að því er Jamil Mahuad var settur af sem forseti fyrir fimm árum. Í kjölfarið sat Gutierrez í fangelsi í fjóra mánuði, fyrir aðild sína að valdaráni, en náði síðan kjöri sem forseti í nóvember 2002 eftir að hafa heitið að ráða nið- urlögum spillingar og vinna að umbótum. Vinsældir hans tóku hins vegar fljótt að dala er hann greip til harðra aðhaldsaðgerða. Það jók heldur ekki vinsældir hans hversu mikla pólitíska samleið hann var talinn eiga með George W. Bush Bandaríkjaforseta. Dagur sæmdar, dagur vonar Nýr forseti, Palacio, hefur heitið því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu hið fyrsta og kalla saman stjórnlagaþing í því skyni að skapa land- inu nýtt stjórnarfyrirkomulag; en sem fyrr seg- ir hafa nú þrír forsetar Ekvador verið settir af á aðeins átta árum. „Í dag er veldi hrokans og ótt- ans lokið. Í dag gengur þjóðin aftur veg sæmdar og vonar,“ sagði Palacio á fundi með frétta- mönnum. Stuðningsmenn Gutierrez stóðu hins vegar fyrir mótmælum fyrir framan þinghúsið, eftir að þingið hafði sett forsetann af, og fór fólkið fram á að þegar yrði boðað til kosninga í land- inu. Gutierrez fær póli- tískt hæli í Brasilíu Nýr forseti Ekvador lofar breytingum Reuters Alfredo Palacio varð fyrir aðkasti stuðningsmanna Lucios Gutierrez eftir að hann sór embætt- iseið forseta Ekvador í fyrrakvöld. Allt bendir nú til að Palacio ljúki kjörtímabili Gutierrez. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is AÐ minnsta kosti sautján manns biðu í gær bana og 150 slösuðust í árekstri tveggja lesta nálægt bæn- um Samaliya í Baroda-héraði, vest- arlega á Indlandi; um 380 km norð- ur af borginni Bombay. Um var að ræða farþegalest og flutningalest og má á myndinni sjá hvar er verið að bjarga slösuðum manni úr far- þegalestinni í gær. Ráðherra lest- amála í Indlandi, Laloo Prasad Yadav, mætti á vettvang snemma í gær en lestarkerfið á Indlandi þyk- ir afar óáreiðanlegt og óöruggt. Skeytti mannfjöldinn skapi sínu á ráðherranum, kastaði að honum steinum og reyndi að kveikja í bíl hans. Reuters Sautján fórust í árekstri tveggja lesta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.