Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
TIL SÖLU
EINSTAKT TÆKIFÆRI
Á Akureyri er nú til sölu húseignin Hafnarstræti 94 á
Akureyri „HAMBORG“. Hér er um að ræða íbúðar-
og verslunarhúsnæði á besta stað í miðbæ Akureyrar
(á horni Hafnarstrætis og Kaupangsstrætis).
Húseignin er 400 fm að stærð skv. Fasteignamati rík-
isins. Á efri hæð er 4ra-5 herb. íbúð, á aðalhæð er
verslunarrými og í kjallara lagerrými.
Upplýsingar veittar hjá Eignakjöri ehf.,
Akureyri, sími 455 1400
Siglufjörður | Eftirfarandi ályktun
var samþykkt á aðalfundi Verkalýðs-
félagsins Vöku 16. apríl sl.:
„Aðalfundur Verkalýðsfélagsins
Vöku haldinn laugardaginn 16. apríl
2005 í fundarsal félagsins á Suður-
götu 10, fagnar því að Héðinsfjarð-
argöng skuli aftur vera komin á dag-
skrá.
Bættar samgöngur munu opna
fjölmörg tækifæri til samstarfs og/
eða samruna sveitarfélaga, stéttar-
félaga og ýmissa annarra félaga og
fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu.
Verkalýðsfélagið Vaka telur þó að
rétt sé að hafa í huga að bættar sam-
göngur einar og sér eru ekki allra
meina bót og telur því brýnt að þeg-
ar í stað verði komið á fót starfshópi,
skipuðum hagsmunaaðilum af svæð-
inu, sem hafi það hlutverk að móta
framtíðarsýn fyrir a.m.k. 30 þúsund
manna byggðarlag við Eyjafjörð.
Þar þarf m.a. að horfa til þess hver á
að verða atvinnustefna svæðisins og
hvaða þjónustu og menntun íbúarnir
eiga að hafa kost á og hvert hún skuli
sótt. Hér með er skorað á sveitar-
félögin á svæðinu að hafa forgöngu
um þetta mál.
Verkalýðsfélagið Vaka varar við
því að menn festist í úreltum hug-
myndum um eðli stóriðju og einblíni
um of á staðarval, orkuþörf og upp-
runa orkunnar og vegalengdir innan
svæðisins. Félagið hvetur til þess að
reynt verði að meta hlutina út frá
hagsmunum heildarinnar og ekki
hikað við að hugsa út frá öllu Norð-
urlandi.
Verkalýðsfélagið Vaka telur að
einungis með afnámi hrepparígs,
opnu hugarfari, bjartsýni og fram-
sýni verði hægt að skapa raunhæfan
valkost við höfuðborgarsvæðið, með
blómstrandi menningar- og mannlífi,
þar sem eftirsóknarvert verði að
festa rætur.“
Vaka segir bættar
samgöngur ekki
allra meina bót
Mývatnssveit | Nokkur umræða
hefur verið um veg að Dettifossi að
undanförnu. Ferðaþjónustuaðilar
hafa lengi bundið miklar vonir við að
þangað verði lagður heilsársvegur,
enda mun gert ráð fyrir því á nýrri
vegaáætlun.Eftir er þó að ákveða
veglínu og er það mál allt í matsferli.
Nú er ófært að fossinum nema á
snjósleðum og tekur slík ferð 3 til 4
tíma hið minnsta úr Mývatnssveit.
Þegar vorleysing hefst svo fyrir al-
vöru lokast allar leiðir að fossinum í
mánuð að minnsta kosti.
Fáir komast að Dettifossi
Ljósmynd/Birkir Fanndal
Seyðisfjörður | Jónas Hall-
grímsson, framkvæmdastjóri Aust-
fars og bæjarstjóri Seyðisfjarðar
1974–1984, hélt upp á sextugs-
afmælið 19. apríl sl. Tryggvi Harð-
arson, bæjarstjóri á Seyðisfirði,
færði Jónasi blóm og frumsamda
vísu af þessu tilefni frá Seyðisfjarð-
arkaupstað og Seyðisfjarðarhöfn.
Vísan, sem ber heitið Jónas á Ferj-
unni sextugur, hljóðar svo: Lávarður
Jónas af listanum B / Loksins er
kominn til manns. / Farsæll í starfi
þótt falsaður sé / fæðingardagurinn
hans. / Starfsbróðir Karons með
Ferjunni fer / framsóknarmaðurinn
snjall. / Árnaðar færum við óskirnar
þér, / ellina hefjum á stall!
Þess má geta að Jónas á fleiri af-
mælisdaga en 19. apríl því í þjóðskrá
er fæðingardagur hans skráður 17.
apríl og erfiðlega hefur gengið að fá
þetta leiðrétt. Ástæðan mun vera sú
að læknirinn sem skrifaði fæðing-
arvottorðið var eitthvað utan við sig
og skrifaði ranga dagsetningu á fæð-
ingarvottorðið.
Ljósmynd/sfk
Orð í eyra Tryggvi Harðarson flyt-
ur Jónasi Hallgrímssyni vísukorn í
tilefni sextugsafmælisins.
Jónas á Ferjunni sextugur
Húsavík | Það var handagangur í
öskjunni þegar unnið var við upp-
skipun á áburði í Húsavíkurhöfn fyr-
ir skömmu. Flutningaskipið Nept-
une, sem skráð er á Gíbraltar, var
þar á vegum Áburðarverksmiðj-
unnar og áttu eitt þúsund tonn að
fara á land á Húsavík.
Það er skemmst frá því að segja
að verkið sem unnið var á vegum
Skipaafgreiðslu Húsavíkur tók inn-
an við þrjár klukkustundir. „ Þetta
tókst mjög vel hjá okkur enda sam-
spil manna og tækja gott og flæðið
eftir því,“ sagði Erling Þorgrímsson
einn uppskipunarmanna og bætti
við, „þetta hlýtur að vera a.m.k. Ís-
landsmet.“
Við verkið unnu um tuttugu
manns og við það notaðir fimm skot-
bómulyftarar, tveir litlir rafmagns-
lyftarar ásamt beltagröfu og gáma-
lyftara sem sáu um að hífa áburðinn
á land. Morgunblaðið/Hafþór
Hraðar hendur við uppskipun