Morgunblaðið - 22.04.2005, Page 22

Morgunblaðið - 22.04.2005, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. PENINGAR OG PÓLITÍK Framsóknarflokkurinn hefur tekiðmikilvægt frumkvæði í að komiðverði á gagnsæi í fjármálum og hagsmunatengslum stjórnmálaflokka- og manna. Greint var frá því á Alþingi á miðvikudag að þingmenn Framsóknar- flokks hygðust taka saman og birta op- inberlega upplýsingar um eignir sínar og hlutabréfaeign, ásamt upplýsingum um önnur launuð störf og aðild að hags- munasamtökum. Einnig kom fram að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefði ritað formönnum allra stjórnmála- flokka bréf og óskað eftir tilnefningum í nefnd til að fjalla um lagaramma stjórn- málastarfsemi. Á nefndin að fjalla um hvernig eftirliti með peningamálum stjórnmálaflokka verði háttað. Einnig sendi Jónína Bjartmarz, þing- maður Framsóknarflokksins, forseta Alþingis bréf þar sem óskað var eftir því við forsætisnefnd þingsins að settar yrðu reglur um opinbera upplýsinga- gjöf um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna. Tillögur um að sett verði lög um fjár- mál stjórnmálaflokka hafa komið fram áður án þess að það hafi náð lengra. Með þessu útspili Framsóknarflokksins má hins vegar segja að stigið hafi verið það afgerandi skref að erfitt verði að standa gegn því að þessar upplýsingar verði veittar. Það er tímabært að sett verði lög og reglur um fjármál stjórnmálaflokka og -manna. Áhrif viðskiptalífsins hafa auk- ist mjög hér á landi. Allt í kringum okk- ur eru settar reglur um fjáröflun flokka og upplýsingagjöf. Í Bandaríkjunum er kerfið mjög opið og auðvelt að sjá hvað- an fé til stjórnmálaflokka kemur, en hins vegar hefur gengið erfiðlega að takmarka fjárframlög til stjórnmála- baráttu þar í landi. Full ástæða er til þess að tengsl ráð- andi afla í viðskiptalífi og stjórnmálum séu gagnsæ og opin hinum almenna kjósanda og raunar sjálfsagður réttur. Oft er nóg að upplýsingar séu ekki látn- ar af hendi til að skapist tortryggni og á það ekki síst við í pólitík. Það hlýtur því að vera hagsmunamál bæði stjórnmála- manna og viðskiptalífsins að eyða slíkri tortryggni með því að öll tengsl séu uppi á borðinu. Athyglisvert verður að fylgjast með því hvaða leiðir nefnd sú, sem forsætis- ráðherra hyggst skipa, mun fara þegar hún fjallar um lagalega umgjörð stjórn- málastarfsemi og verður forvitnilegt að sjá hvort þar verður tekin upp sú hug- mynd, sem Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað vak- ið máls á, að fyrirtækjum verði einfald- lega bannað að leggja fé til stjórnmála- flokka. Formenn annarra þingflokka taka vel í upplýsingaskyldu um eignir þing- manna í samtölum í Morgunblaðinu í gær og bendir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, á að allt bókhald flokksins hafi til þessa verið opið og hverjum sem er heimilt að afla upplýsinga um það hjá þingflokkn- um. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að skoða hvort rétt sé að setja reglur sem skyldi þingmenn til að veita upplýsingar, en bendir á að þetta geti verið flóknara en virðist við fyrstu sýn, ekki síst hvað varði persónubundin rétt- indi maka, sem hljóti að hafa sinn sjálf- stæða rétt. Þessi orð minna á mál, sem valdið hefur fjaðrafoki í dönskum stjórnmál- um. Connie Hedegaard umhverfisráð- herra ákvað af grundvallarástæðum að leggja ekki fram upplýsingar um fjár- reiður maka síns, þótt þess væri krafist og þar við situr. Atriði á borð við þetta munu án efa verða til umræðu og valda deilum í því starfi, sem framundan er. Lýðræðið felur í sér að almenningur ráði, ekki hinir fáu, sem skapað hafa sér mest olnbogarými í þjóðfélaginu. Ein af forsendum þess að tryggja lýðræðið er að tryggja gagnsæi í fjármálum stjórn- málaflokka og stjórnmálamanna. Með útspili sínu hafa framsóknarmenn stigið mikilvægt skref í þá átt að það verði gert. EINKASKÓLARNIR FÁ AÐ LIFA Reykjavíkurlistinn er hættur viðað ganga af einkareknum skólum í borginni dauðum. Það virðist a.m.k. mega lesa út úr tillögu meirihlutans í menntaráði Reykjavíkur um að fram- lög borgarinnar til einkaskóla verði hækkuð um u.þ.b. fjórðung. Stefna Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs, og fleiri borgarfulltrúa var farin að mæta svo mikilli and- stöðu innan þeirra eigin raða, a.m.k. bæði í Samfylkingunni og Framsókn- arflokknum, að ljóst var að leiðrétt- ing af þessu tagi var óhjákvæmileg. Þá virðist það ekki lengur gert að skilyrði fyrir að Landakotsskóli fái hærra framlag frá borginni að honum verði breytt í hverfisskóla og þannig dregið úr valfrelsi foreldra. Það er sömuleiðis jákvætt. Framlag borgarinnar til einkarek- inna skóla mun samkvæmt tillögunni miðast við meðaltalsframlag hennar með hverjum nemanda í fimm hag- kvæmustu skólum borgarinnar. Með öðrum orðum er framlagið talsvert lægra en það, sem borgin leggur að meðaltali með hverju barni í eigin skólum. Til þess að brúa bilið þarf áfram það sem Stefán Jón Hafstein kallar í blaðinu í gær hófleg skóla- gjöld. Foreldrar barna í einkareknum skólum hljóta því að spyrja áfram hvort þeir séu svo lélegir útsvars- greiðendur að þeirra börn eigi ekki að fá sama framlag að meðaltali og börn, sem sækja skóla borgarinnar. Þá er ljóst að með því að viðhalda þörfinni fyrir skólagjöld stuðlar Reykjavíkurlistinn að því að einka- skólarnir verði aðallega fyrir for- eldra, sem eru aflögufærir um vel á annað hundrað þúsund króna á ári til að borga fyrir menntun barnanna sinna. Það eru auðvitað ekki allir for- eldrar sem eiga þann afgang. Þannig stuðlar Reykjavíkurlistinn að þeirri stéttaskiptingu í skólamálum, sem hann talar alla jafna fjálglega um að hann vilji alls ekki búa til. Enn á Reykjavíkurlistinn eftir að takast í alvöru á við þá spurningu, hvort hann vilji fylgja dæmi ýmissa nágrannalanda okkar og hvetja til samkeppni í grunnskólakerfinu með því að ýtt verði undir rekstur sjálf- stæðra skóla og framlög sveitarfé- lagsins fylgi nemendum. Dæmin frá t.d. Svíþjóð sýna að slíkt skilar góð- um árangri – og af hverju ætti þá ekki að reyna það í Reykjavík, þar sem yfirlýst stefna er að bjóða upp á skóla í fremstu röð? A kstur utan vega á Íslandi er bannaður. Er það samkvæmt ákvæði 17. greinar í náttúruvernd- arlögum nr. 44/1999. Hins vegar er akstur utan vega á há- lendi landsins vaxandi og viðvarandi vandamál, samkvæmt skýrslu starfs- hóps umhverfisráðherra sem nýlega lauk störfum. Þar er lagt til að ráðist verði í ýmsar aðgerðir til að sporna við slíkum akstri, m.a. að skilgreina betur slóða og vegi, kortleggja þá og merkja, endurskoða reglugerð um akstur utan vega til að styrkja mál- sókn vegna kærumála, skýra betur heimildir til að loka vegum eða tak- marka umferð og auka upplýsinga- gjöf um akstur á hálendinu. Talið er að kostnaður við kortlagningu og merkingar gæti orðið um 20 milljónir sem dreifa mætti á tvö ár. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi um- hverfisráðherra, skipaði í fyrrahaust starfshóp til að móta tillögur um hvaða vegir og slóðar í óbyggðum skyldu teljast til vega með hliðsjón af ákvæðum í náttúruverndarlögum um bann við akstri utan vega. Hann skip- uðu Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndar og náttúrusviðs hjá Umhverfisstofnun, og var hann for- maður hópsins, Eydís Líndal Finn- bogadóttir, forstöðumaður kortasviðs hjá Landmælingum Íslands, og Ey- mundur Runólfsson, forstöðumaður áætlana- og umhverfisdeildar hjá Vegagerðinni. Hópurinn skilaði ný- verið skýrslu sinni og hefur Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra hana nú til athugunar. Segir hún ýmsar tillögurnar til aðgerða at- hyglisverðar. Um 20 þúsund km vegakerfi Vegakerfi landsins er alls um 20 þúsund km langt samkvæmt kort- lagningu Landmælinga Íslands og Vegagerðarinnar. Á hálendinu eru vegir og slóðar nokkur þúsund km að lengd en talið er að um 4.000 km af þeim séu enn ómældir. Aðeins hluti vega á hálendinu er í umsjón Vega- gerðarinnar og á það einkum við helstu leiðir. Viðhald þeirra er yfir- leitt með ágætum en í skýrslunni kemur fram að oft sé mönnum vandi á höndum þar sem ábyrgðarsviði Vega- gerðarinnar sleppir og aðrir aðilar sjái um slíka vegi. Merkingar séu oft óskýrar eða ekki fyrir hendi og stund- um geti jafnvel ógreinileg hjólför tal- ist vegur. Víða sé einnig að finna slóða sem lagðir hafi verið í óþökk sveitarfé- laga og án sjáanlegs tilgangs. Þess vegna sé brýnt að kortleggja vel alla vegi en það séu einmitt hálendisslóðar sem enn eru ómældir, ekki síst þeir sem fáir viti um og enginn hafi umsjón með. Ástæður fyrir vaxandi vanda vegna utanvegaaksturs eru taldar fjölgun farartækja sem fara um hálendið, litl- ar merkingar á vegum og slóðum og misgóð kort. Þá virðast erlendir ferðamenn oftlega haldnir ranghug- myndum eftir auglýsingar ferðaþjón- ustunnar eða upplýsingar frá öðrum aðilum og telja að hérlendis megi aka eins og fara gerir um fjöll og firnindi. „Aðalorsökin er þó að öllum líkindum hugsunarleysi ferðalanga,“ segir í skýrslunni og trúlegast á það ekki síð- ur við um landann. Þá segir að stjórn- völd og aðrir aðilar hafi spornað tals- vert við akstri utan vega en árangur ekki orðið sem skyldi. „Breytt viðhorf allra aðila er lykilatriði ásamt mark- vissri fræðslu og upplýsingamiðlun,“ segir einnig. Undanþágur flækja málið Önnur ástæða fyrir utanvegaakstri eru þær undanþágur sem lögin heim- ila. Það er sem sé heimilt að aka vél- knúnum ökutækjum á jöklum og á snjó utan vega utan þéttbýlis. Í lögum er umhverfisráðherra gefin heimild til að kveða nánar á um undanþágur í reglugerð og geta þær snert störf manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir. Ekki er amast við utanvegaakstri vegna björgunarstarfa en því hefur verið varpað fram að björgunarsveitir tilkynni um slíkan akstur eftir á til að huga megi að hugsanlegum lagfær- ingum. Áðurnefnd reglugerð er nú í endurskoðun. Vandinn snýst líka um skilgreining- ar þar sem vegir eru ekki skilgreindir í náttúruverndarlögum en þeir eru það í umferðarlögum. Því hefur vinnu- hópur á vegum Umhverfisstofnunar lagt til að slík skilgreining verði sett í náttúruverndarlögin. Einnig að þar standi líka að til vega teljist ekki slóð- ar utan almennra akstursleiða sem myndast hafi við ólögmætan akstur utan vega. Torfæruhjól og fjórhjól auka vandann Í skýrslu starfshópsins kemur fram að aukin notkun torfærubíla og tor- færuhjóla hafi aukið á vandann vegna utanvegaaksturs. Nýskráningu tor- færuhjóla hafi fjölgað úr 13–15 á miðjum síðasta áratug í 450 í fyrra. Einnig hefur fjórhjólum fjölgað. Skýrsluhöfundar segja að fjölmörg dæmi séu um skemmdir af völdum ökumanna torfæruhjóla sem farið hafi óvarlega og þótt ekki megi dæma alla eigendur slíkra hjóla sé ljóst að spjöll af völdum torfæruhjóla séu hlutfalls- lega mikil. Segir einnig að sú skoðun hafi verið ríkjandi hjá hluta þessara ökumanna að þeim sé heimilt að aka hjólunum um fjárgötur, á hefðbundn- um reiðleiðum og jafnvel gönguleið- Akstur utan v og viðvarand Akstur utan vega veldur víða spjöllum og verður reglugerð um Þúsundir kílómetra vegaslóða eru ómældar á hálendinu og oftlega fara menn um vegi sem eru ekki vegir. Slíkur ut- anvegaakstur er bann- aður í náttúruvernd- arlögum. Jóhannes Tómasson rýndi í nýja skýrslu um vegi og slóða í óbyggðum. „ÉG skoðu ardót á tillö vinna ar at Um lengi ir slík ur, le eftir þ um og sambandi séu t.d. tillög framkvæmd. Regluger neytinu og þá segir hú ferðamenn sem noti bí Tillögurn í ráðuney Sigríður Anna Þórðardóttir Skýrsluhöfundar telja m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.