Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn Bjarmanfæddist á Akur- eyri 23. september 1923. Hann lést á Landspítalanum 19. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sveins Árnasonar Bjarman, f. á Reykjum í Tungusveit 5.6. 1890, d. 22.9. 1952, og Guð- bjargar Björnsdóttur Bjarman, f. á Mik- labæ í Blönduhlíð 13.5. 1895, d. 29.9. 1991. Systkini Björns eru Anna Pála, f. 20.10. 1925, Ragnheiður, f. 26.5. 1927, Stein- unn, f. 7.10. 1928, Sigurlaug, f. 27.12. 1929, Jón, f. 13.1. 1933, Árni, f. 7.1. 1935, og Guðbjörg, f. 6.7. 1936. Björn kvæntist 4.6. 1949 Unni Gröndal, f. í Reykjavík 12.2. 1927. Þau skildu 1958. Björn kvæntist 20.6. 1959 Sveinbjörgu Stefáns- dóttur, f. í Neskaupstað 23.7. 1916. Börn Björns og Unnar eru: 1) Benedikt arkitekt, f. 25.10. 1950. 2) Guðbjörg kennari í Reykjavík, f. 14.9. 1954, d. 14.12. 1991, var gift Teiti Gunnarssyni efnaverkfræðingi, f. 30.3. 1954. Börn þeirra eru Björn háskóla- nemi, f. 21.5. 1981, Ásthildur nemi, f. 4.2. 1985, og Baldur nemi, f. 13.12. 1990. Stjúpdóttir Björns, dóttir Sveinbjargar, er Sesselja G. Ingjaldsdóttir hár- greiðslumeistari, f. 22.9. 1950, gift Sveinbirni Kristjáns- syni öryggisverði, f. 19.3. 1951. Dætur þeirra eru: a) Svein- björg Birna lögfræð- ingur, f. 29.1. 1973, gift Hauki Eyjólfs- syni, starfsmanni Flugfélagsins Atl- anta, f. 18.8. 1973. Börn þeirra eru Stefanía Þórhildur, f. 12.9. 1998, Sesselja Katrín, f. 11.7. 2001, og Eyjólfur Örn, f. 18.5. 2004. b) Guðbjörg Gerður viðskiptafræði- nemi, f. 23.2. 1976, sambýlismað- ur Birgir Árnason bifvélavirki, f. 13.5. 1973. Dóttir þeirra er Hlín Birna, f. 30.12. 2003. c) Kristbjörg hjúkrunarfræðinemi, f. 9.12. 1980. Björn lauk lögfræðiprófi 1949 og prófi í uppeldis- og kennslu- fræði 1971. Hann vann við lög- fræðistörf 1949–58. Hann var framhaldsskólakennari frá 1956 og stundaði jafnframt ritstörf og blaðamennsku. Björn sinnti einn- ig félags- og trúnaðarstörfum fyr- ir rithöfunda, framhaldsskóla- kennara og hjartasjúklinga og vann að hagsmunamálum þeirra. Útför Björns verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Björn faðir minn var elstur átta systkina. Alinn upp við mikla vernd foreldra, enda var þá barnadauði, sökum aðskiljanlegra pesta og kvilla, landlægur. Foreldrarnir; Guðbjörg og Sveinn Bjarman, ólu börnin upp á Akureyri. Þarna héldu þau heimili þar sem bókmenntir og tónlist gegndu ríkulegu hlutverki. Til þeirra sóttu iðulega máttarstólpar í menn- ingarlífi þjóðarinnar sem þá var að mótast. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri var haldið á vit nýrra ævintýra. Hann hóf nám við Háskóla Íslands í við- skiptum og lögfræði. Á þessum árum var mikil gerjun í þjóðlífinu, menn voru róttækir og opnir fyrir ýmsum tiltækjum. Slegist var um hersetu og fleiri grundvallarmál voru í deiglu umræðunnar. Ýmist rættust vonir manna eða hrutu af björgum. Lögfræði, sem hann lauk frá há- skólanum, heillaði hann ekki sér- staklega sem starfsvettvangur, né heldur það nám er hann lauk í við- skiptafræði. Þetta reyndist honum samt gott veganesti til starfa. En síð- ar lauk hann námi til fullgildingar kennara eins og þá var krafist. Á starfsævi sinni kom Björn víða við, meginstarf hans varð kennsla, hann skrifaði nokkrar skáldsögur sem og smásögur. Hann fékkst einn- ig nokkuð við blaðamennsku og dag- skrárgerð í útvarpi og eitt sjón- varpsleikrit var gert eftir handriti hans. Hann starfaði talsvert á sviði fé- lagsmála á tímabili og smávægileg afskipti hafði hann af stjórnmálum, aðallega á sviði bæjarmála. Meðfram þessu hafði hann jafnan nokkur íhlaup að lögfræðistörfum. Líklegt má telja að Birni hafi þótt kennsla ungmenna mikilvægast hlutverk sitt í lífinu. Hann kenndi miklum fjölda einstaklinga sem komu oft upp í huga hans, ekki síst ef þeir síðar meir höfðu sig að ein- hverju í frammi í þjóðlífinu. Eitt sinn setti Björn fram hug- mynd um eigið framboð til Alþingis þar sem hann lagði fram tilboðslista sem hvaða stjórnmálaflokki sem var gafst færi á að bjóða í. Þetta gerði hann í útvarpserindi sem var í grí- naktugum stíl. Almennt tel ég að Birni hafi þótt stjórnmálabarátta á Íslandi fremur ómerkilegt fyrirbæri og einkum til þess fallin að vera mat- arholur fyrir stjórnmálamennina sjálfa. Líkast til tíðkast þetta ennþá. Nokkuð var samgangur okkar feðga strjáll meðan ég var ungur, enda skildu þau Unnur móðir mín. Oft bjuggum við því hvor í sínum landshlutanum og samgöngur voru þyngri upp úr miðbiki síðustu aldar en nú gegnir. Ég dvaldi þó vetur og hálfum betur í Hafnarfirði hjá þeim Sveinbjörgu konu hans og stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnar- firði. Alltof ungur varð Björn hjartaveill og var hann meðal hinna fyrstu til að leggjast undir kransæðaristu og svo- kallað „bæpass“ í Englandi. Hann náði sæmilegum bata af meini þessu og varð í framhaldi af því mjög áhugasamur um málefni þeirra sem í kjölfarið þurftu að leita þessarrar holristu. Í spaugi nefndi hann þessi ár þegnskylduna í „hjartavinafélag- inu“. Síðustu árin gátu verið erfið við- fangs, heilsu hafði hrakað og hún gaf ekki mikið rými. Þó háttaði svo til að gleðistundir átti hann. Þetta var einkum þegar einhver af hans nán- asta fólki hafði sigrast á verkefnum sem mikilvæg voru. Megi faðir minn hvíla í friði og sátt við guð sinn. Benedikt. Það er staðreynd, en ekki Akur- eyrarrómantík, að snögg suðvesta- nátt getur orðið viðsjál fyrir norðan á vorin þegar strengurinn stendur ofan Glerárdal og framan úr Firði. Hitt er jafnvíst að í haustblíðunni skáka fáir staðir bænum við Pollinn ef staðviðri ríkir og laufvindar blása úr sömu eða svipaðri átt. Það var á slíku septemberkvöldi á Syðri Brekkunni fyrir mörgum áratugum sem Björn Bjarman, sem ég hafði kynnst nokkrum mánuðum fyrr, kynnti mig fyrir systur sinni. Það varð henni og mér býsna örlagaríkt, þó að ástir tækjust ekki með okkur fyrr en þremur árum seinna og kvöldið það grunaði mig ekki að hann ætti eftir að verða mágur minn. Nú hefur hann kvatt fyrstur og elst- ur systkina sinna. Það var lausn úr fjötrum eins og komið var, en á kveðjustund hvarflar hugurinn til hans og vekur gamlar minningar. Þegar ég kynntist Birni fyrstum Bjarmansfólks á menntaskólaárum mínum fyrir norðan lék um hann dá- lítill framandleikablær í augum okk- ar stráka sem hann blandaði gjarnan geði við. Hann var þá nýkominn aft- ur á heimsalóðir eftir áralanga vist fyrir sunnan. Þaðan lá leiðin austur á Firði, þar sem saman bar fundum hans og Sveinbjargar, seinni konu hans. Svo aftur norður og loks til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, en á öllum þessum stöðum var kennsla aðalstarf hans frá því áður en ég kynntist honum. Hann gerði ekkert til þess að draga úr þessum dularblæ sem laðaði okkur að honum því að hann hafði frá mörgu að segja, virtist þekkja hálft landið og miðin, margt hafa lifað og kunni vel að segja frá. Björn var hávaxinn og beinvaxinn, fríður maður og glæsilegur á velli svo að fólk hlaut að taka eftir honum, en það sem einkenndi hann öðru fremur, þegar hann var upp á sitt besta, fyrir utan nokkurn heims- mannssvip og höfðingsfas, voru brúnu augun og dökka yfirbragðið, áberandi ættarfylgja margra skyld- menna hans. Hann bar nafn afa síns, séra Björns á Miklabæ, sem ættaður var af Ströndum og kvæntur vest- firskri heiðurskonu, en í föðurætt hans runnu saman þekktir þingeysk- ir og skagfirskir stofnar með býsna sterk ættareinkenni og hneigðir sem fróðlegt getur verið að velta fyrir sér. Björn var runninn af þessu ættablandi, en foreldrar hans komn- ir til Akureyrar af æskuslóðum sín- um í Skagafirði. Í foreldrahúsum kynntist Björn glaðværð og gestrisni og ólst upp í hópi margra systkina. Hann var prýðilegum gáfum gæddur og gekk menntaveginn allt til embættisprófs. Foreldrar hans voru hins vegar bæði listhneigðir og bókelskir og höfðu ævilangt þörf fyrir staðbetra vega- nesti en það sem mölur og ryð fá grandað. Tónlist og bókmenntir skipuðu öndvegið hjá þeim, enda músík- og ritlistarhæfileikar erfða- góss hjá mörgu af fólki Björns fyrr og síðar. Það sannaðist líka á honum sjálfum, því að hann hafði mikið yndi af músík, söng í kórum á yngri árum og skilur eftir sig bækur og ritverk sem bera rithöfundinum vitni. Skáld- sagan Tröllin og smásagnasafnið Í heiðinni eru t.d. býsna sérstakur vitnisburður í íslenskum bókmennt- um um samskipti hersins og Íslend- inga og áhrif hersetunnar í miðju kalda stríðinu, byggður að nokkru leyti á reynslu þess sem kynntist líf- inu í heiðinni, en var fæddur inn í þá fullveldistíð sem gert hafði hlutleysi í hernaðarátökum að hugsjón og hef- ur síðan séð endaskipti höfð á mörgu sem fyrr var trúað með réttu eða röngu. Björn Bjarman lifði margvísleg átök og storma sinnar tíðar. Á yngri árum hneigðist hann til róttækra viðhorfa í félags- og stjórnmálum, en sú afstaða hygg ég að hafi alltaf átt rætur í samúð og róttækni hjartans, en ekki pólitískum trúar- og kenni- setningum, enda var skapgerð hans allt of sveigjanleg til þess að gera hann að bókstafsþræl. Og síðari ára- tugina var pólitík a.m.k. ekki helsta áhugamál hans. Meðan heilsan leyfði hafði hann hins vegar áhuga á að fylgjast með æðaslætti samtímans og var forvitinn um fólkið og lífið, jafnt innan sem utan síns eigin garðs. Það kom fram í mörgu. Ritstörf hans og blaðamennska í ígripum voru til marks um það, og hann vildi fylgjast með hverju fram vatt hjá unga fólkinu sem næst honum stóð í námi, leik og starfi. Í áratuga kennslustarfi hans endurspeglaðist þetta líka, enda kunni hann kennsl- unni vel og nemendurnir slíkt hið sama eftir því sem ég veit best. Mér er kunnugt um að sumum þeirra dugði ekki aðeins einnar kvöldstund- ar kennsla í meginatriðum bókhalds til þess að starfa við það síðan, held- ur gerði hann þeim það að skemmti- legum leik. Sérkennsla þeirra sem einhverra hluta vegna þurftu á stuðningi að halda lét Birni líka vel, enda hafði hann ekki minni áhuga á þeim nemendum sínum en öðrum og margir þeirra urðu vinir hans og góðkunningjar. Í tengslum við lög- fræðistörf þótti Birni skemmtilegast að kynnast fólki. Og lögfræði, sem hann sinnti nokkuð um ævina án þess að hún yrði aðalstarf hans til lengdar, fannst honum að væri til vegna fólks, en ekki öfugt, og hefði þá mest gildi þegar hún yki rétt þess og reisn. Það var áreiðanlega engin tilviljun að hann kynnti sér á tímabili höfundarrétt betur en margir aðrir á þeim tíma og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum í því sambandi. Félags- mála- og trúnaðarstörf hans voru fleiri, fyrir rithöfunda, kennara og fleiri opinbera starfsmenn – og ekki síst hjartasjúklinga. Á unglingsárum tók Björn nokk- urn þátt í íþróttum, sem minnir á að hann var að mörgu leyti fæddur keppnismaður, tilbúinn að taka áhættu og hafði gaman af því. Það kom líka fram í frásögnum hans af gömlum prófum. Öfugt við marga aðra hafði hann gaman af spennunni sem fylgdi því að taka próf. Spila- maður var hann líka og átti sína gömlu spilafélaga úr skóla. Þegar Björn var upp á sitt besta, heilsan í bærilegu lagi og vel lá á honum gat hann verið með skemmti- legri samkvæmismönnum, hafði löngun til lífsnautnar og gaman af að gleðjast eftir því sem föng voru á, sagði skemmtilega frá og var ör og kátur. Þá mynd eiga þeir af honum sem þekktu hann náið. En þó að honum væri flest vel gef- ið og hann nyti margs eins og nú hef- ur verið lýst sóttu skuggarnir oft fast að honum. Ungur varð hann fyr- ir höfuðhöggi sem varð honum ör- lagaríkt og hann hefur líklega aldrei náð sér af til fulls. Sveiflurnar í geði hans voru stundum býsna stórar. Hjartað byrjaði á besta aldri að gera honum lífið leitt og þegar lengra leið bættist fleira við. Mörg síðustu árin var hann líkamlega þjáður og fór ekki hjá að það hefði sín áhrif á skap hans og skipti við aðra. Mér fannst stundum eins og lífslöngunin sjálf hefði beðið hnekki og þótti dapurlegt til þess að vita. Mesta persónulega áfallið sem hann varð fyrir er þó enn ótalið; hörmulegt og óvænt andlát Guðbjargar dóttur hans á jólaföst- unni 1991 frá manni, ungum börnum og öðrum úr hennar nánustu fjöl- skyldu. Ég minnist þess hins vegar og dáðist að því hve vel hann bar sig út á við þegar það dundi yfir. Bjarmansfólk er margt og frænd- garður þess stór, enda hefur það löngum verið því mikill styrkur sem tengdafólk þess hefur einnig notið. Þótt Björn og fyrri kona hans, Unn- ur Gröndal, væru nýlega skilin að skiptum þegar ég hitti hann fyrst, kynntist ég henni seinna vegna fyrr- greindra fjölskyldutengsla og hef átt með henni ánægjulegar stundir. En nær alla tíð frá því að fundum mínum og Björns bar saman hefur Sveina staðið við hlið hans eins og klettur af meðfæddum dugnaði og myndar- skap. Má nærri geta hver áraun veikindi hans hafa verið fyrir hana síðari árin. Fyrir það hvert heimili hún bjó honum, hver hún hefur verið honum og hvernig hún hefur rækt kærleiksþjónustu sína hljóta allir sem til þekkja að votta henni þökk og aðdáun um leið og þeir senda henni samúðarkveðjur. Barnabörnin, Benedikt sonur hans, Sesselja stjúp- dóttir hans og afkomendur hennar, systkini og venslafólk Björns og aðr- ir hans nánustu eiga þar skylt mál. Þessu fólki öllu sendi ég samúðar- kveðjur mínar við fráfall hans. Í upphafi þessara orða rifjaði ég upp liðið atvik sem í minninu er bundið veðri og vindum. Nú eru sumarmál. Þegar Björn Bjarman kvaddi var runninn upp hlýjasti vor- morgunn þessa árs í Reykjavík. Næsti dagur var kaldari og þung- búnari og skýin á hraðferð fyrir vindum geimsins. Var það ekki tákn- rænt fyrir ævi mágs míns og skin og skúrir lífsins? Þegar ættjörðin tekur hann í fang sér og andinn er laus úr viðjum er gott að minnast þess að komið er sumar og við getum í ljósi minninganna rifjað upp gömul orð: „Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði.“ Hjörtur Pálsson. Hin máttuga vellíðunarkennd mælandans umfaðmar okkur strax með fyrstu tónum raddar hans; líkt og þegar við göngum inn í stórskóg, drögum djúpt andann og finn- um samstundis til vellíðunar. (Nietzsche. Þýð. Róbert H. Haraldsson.) Mikið á þetta vel við um afa minn. Samræðum okkar í stofunni í Fells- múlanum mun ég aldrei gleyma. Þó að síðustu ár hafi verið erfið þá mun ég alltaf muna eftir afa mínum sem sönnu séntilmenni, sannarlega einn besti viðmælandi sem ég hef kynnst – þótt víðar væri leitað. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka henni Sveinbjörgu fyrir ótrú- legt baráttuþrek á þessum erfiðu ár- um, hún á heiður skilinn. Björn Teitsson. Björn Bjarman líktist hinum ensk- ættaða leikara Cary Grant. Cary Grant var alltaf jafn glæsilegur, hvort sem hann klifraði um risam- yndir forseta Bandaríkjanna eða hljóp undan flugvél á rykmettuðum akri, í frægri bíómynd. Ekki hagg- aðist hár á höfði hans né fóru brot úr buxum. Þannig var Björn Bjarman ætíð glæsilegur og heimsmannsleg- ur. Það var reyndar eins og að koma til útlanda að hitta Björn. Hann kunni skil á ótrúlegustu málum og greindi frá þeim í fáguðum samtals- stíl sem agaður var af lögfræðilegri stúdíu. En listræna æð var þar líka að finna rétt eins og hjá Tómasi. Björn bar það með sér að koma frá menningarfjölskyldu að norðan. Hann var vel lesinn að hætti norð- anmanna en samt eins og hann væri úr öðru umhverfi. Þessum ögn fram- andi heimi sem lýst var hér áðan og Cary Grant mótaði í hugum bíógesta heimsins. Gæti hugsast að togstreita milli: listamannsins, lögfræðingsins, norðanmannsins og hins óræða heimsmanns hafi reynt á sálarlíf jafn viðkvæms manns og Björn var? Samband Björns og Steingríms heitins Sigurðssonar, listmálara, var fagurt. Steingrímur skaust á fjöll og fór niður í djúpa dali. Hann hafði gjarnan samband við Björn þegar skuggar fjallanna urðu fulldökkir. Og Björn brást ekki þessum vini sín- um. Þetta trygglyndi reyndi sá er hér ritar og fær aldrei fullþakkað. En Björn stóð ekki einn og óstuddur. Sveinbjörg Stefánsdóttir, föðursystir undirritaðs, stóð við hlið hans í erfiðum veikindum. Hennar umhyggja var einstök. Hún var lífs- akkerið jafnt í ólgusjó og rjómalogni. Blessuð sé minning góðs og trausts vinar. Ólafur M. Jóhannesson. Björn Bjarman giftist móðursyst- ur minni, Sveinbjörgu Stefánsdóttur frá Svalbarða í Neskaupstað, 1959. Hann lést á Landspítalanum 19. apríl síðastliðinn eftir erfið veikindi. Björn var lögfræðingur að mennt en starfaði lengst af ævinni við BJÖRN BJARMAN Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.