Morgunblaðið - 22.04.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björg Antoníus-dóttir fæddist á
Hlíð í Lóni 5. febrúar
1917. Hún lést á
hjúkrunardeild Heil-
brigðisstofnunar
Suðausturlands á
Höfn 13. apríl síðast-
liðinn. Björg ólst upp
á Núpshjáleigu á
Berufjarðarströnd
hjá foreldrum sínum
Jóhönnu Vilhjálms-
dóttur, f. 5. okt. 1892,
d. 30. ágúst 1973, og
Antoníusi Jónssyni, f.
17. ágúst 1890, d. 21.
apríl 1956. Systkini Bjargar eru:
Jón, f. 1918, d. 1998, Sigurður, f.
1919, d. 1999, Ingibjörg, f. 1921,
Herdís, f. 1923, Herborg, f. 1925,
Kristveig, f. 1928, dó á barnsaldri,
og Vilhjálmur, f. 1929.
Eiginmaður Bjargar var Jón
Björnsson frá Dilksnesi í Nesjum,
f. 6. apríl 1900, d. 11.
júlí 1991. Börn
þeirra eru: Jóhanna,
f. 1941, gift Ingólfi
Dan Gíslasyni, Björn
Lúðvík, f. 1942,
kvæntur Bryndísi
Hólm, Kristján Ant-
oníus, f. 1944, kvænt-
ur Ingunni Ólafs-
dóttur, Ásdís Birna,
f. 1948, sambýlis-
maður Vignir Hjalta-
son, og Agnes Olga,
f. 1951. Barnabörnin
eru 15 og barna-
barnabörnin eru 19.
Björg og Jón bjuggu í Dilksnesi
og voru með búskap til ársins
1990. Þá fluttu þau á Dvalarheim-
ilið Skjólgarð og þar eyddu þau
sínum síðustu æviárum.
Útför Bjargar verður gerð frá
Hafnarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku mamma, það getur verið erf-
itt að koma öllum hugsununum á blað
því margs er að minnast, bæði með
söknuði og gleði. Efst í huga mér er
öll sú hjálp og stuðningur sem ég fékk
frá þér með uppeldi dóttur minnar á
hverju sumri. Frá því hún var eins árs
átti hún samastað í Dilksnesi hjá
ömmu og afa og naut þar ástar og um-
hyggju. Þar fékk hún að njóta þess að
vera í sveitinni og kynnast þér elsku
mamma mín. Síðustu árin sem þið
hjónin bjugguð í Dilksnesi eru mér of-
arlega í huga núna. Ég man til dæmis
jólin sem við Guðrún Björg vorum hjá
ykkur og nutum návistar ykkar og
væntumþykju. Alltaf var okkur vel
tekið þegar við heimsóttum ykkur og
margar góðar minningar ylja okkur
núna.
Nú vorar og fannst mér það alltaf
yndislegasti tíminn í sveitinni, þegar
litlu lömbin fóru að fæðast. Natni
ykkar við þau störf eins og önnur var
aðdáunarverð og dásamlegast var að
taka þátt í því með ykkur og vera að-
njótandi gleði ykkar þegar sauðburð-
urinn gekk vel. Ég veit elsku mamma
mín að líf þitt var ekki alltaf dans á
rósum en þú náðir að höndla það með
kjarki og æðruleysi sem sannri
hvunndagshetju sæmir. Ég þakka
fyrir að hafa getað komið austur til
þín með Guðrúnu Björgu og tveimur
af hennar börnum þegar þú varst orð-
in veik. Þá gat ég kvatt þig með örfá-
um orðum, sem urðu ekki mörg því
rödd mín brast. Þá vissi ég að þú varst
tilbúin í ferðalagið, sátt við að kveðja
þessa jarðvist og hitta pabba og alla
þá sem þú hefur saknað. Ég kveð þig
elsku mamma með lítilli bæn sem oft
hefur hjálpað mér og ekki síst á þess-
ari stundu:
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Ástarþakkir fyrir allt.
Birna Jónsdóttir frá Dilksnesi.
Tengdamóðir mín, Björg Antoníus-
ardóttir frá Dilksnesi, andaðist á
Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 13.
apríl sl., 88 ára að aldri.
Björg hafði dvalið á Skjólgarði tæp
15 ár, en þangað flutti hún með manni
sínum Jóni Björnssyni frá Dilksnesi á
haustdögum árið 1990. Ekki átti það
fyrir þeim að liggja að dvelja lengi
saman á Skjólgarði, því Jón andaðist í
júlí 1991.
Fyrir margt löngu, þegar ég kynn-
ist þeim hjónum, Jóni og Björgu í
Dilksnesi, var ég farinn að gera hosur
mínar grænar fyrir elstu dóttur
þeirra, Jóhönnu. Höfðum við kynnst í
Reykjavík þar sem Hanna hafði verið
í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Man ég enn hve vel þau tóku mér
þessum drengstaula og buðu mig vel-
kominn.
Þegar ég kynnist Dilksnesheim-
ilinu var þar mannmargt að mér
fannst. Það voru þau hjónin Jón og
Björg og börnin þeirra fimm í þessari
aldursröð, þau: Jóhanna, Björn Lúð-
vík, Kristján, Birna og Agnes Olga.
Móðir Jóns, Lovísa Eymundsdóttir,
var þarna einnig, þá orðin gömul
kona, og Benedikt, sem einnig var
orðinn gamall maður.
Þarna var níu manns í heimili, en
þótti nú ekki mikið miðað við það sem
áður hafði verið á þeim bæ, þegar
flestöll systkini Jóns byrjuðu sinn bú-
skap þarna heima með maka og börn.
Þessu svo til viðbótar var algengt
að Björg tæki krakka til sumardvalar,
svo að húsmóðirin á bænum hafði jú í
nógu að snúast.
Björg prjónaði sokka og vettlinga
og sendi börnum okkar Hönnu, þeim
Ernu, Dóru og Edda, þegar þau voru
lítil.
Eldri dóttir okkar, Erna, var ein af
þessum krökkum sem komu til ömmu
sinnar og afa til sumardvalar í nokkur
sumur, og var alsæl með veruna í
sveitinni í hvert sinn, er hún kom til
baka.
Alltaf man ég þegar Jón fór fyrst
að ræða við mig um veðrið, hvort
þessi lægðin væri þarna eða annars
staðar, og þá mætti búast við rigningu
eða roki eða einhvers konar veðra-
brigðum, eða þá hvort hæð væri yfir
Grænlandi, þá gerðist eitthvað allt
annað.
Undraðist ég oft hve hann gat
endalaust spáð og spekúlerað í veðr-
inu.
En þetta var jú eitt af hans áhuga-
málum, veðrið. Hann hlustaði mikið á
útvarp og var hinn fróðasti maður, og
kunni frá mörgu að segja. Þegar við
Björg ræddum saman bárust oft í tal
hjá henni eilífðarmálin. Þar gátum við
nú aldrei verið sammála. Alltaf voru
þó umræðurnar í góðu.
Hún sá fyrir sér hlutina þegar yfir
móðuna miklu væri komið á allt öðr-
um nótum en ég. Trúði með öðrum
orðum á framhaldslíf, þegar þessu
jarðneska lífi lyki, þar sem skyldfólk,
vinir og vandamenn hittust að nýju.
Ég maldaði í móinn og sagðist ekki
sjá að hún vissi neitt meira um slíkt en
ég. Þetta væri bara það sem hún ósk-
aði sér að myndi verða, sem væri auð-
vitað allt í lagi, en hvorugt okkar vissi
neitt um þessa hluti. Og alltaf var ég
tengdasonurinn jafn þversum.
Annað umræðuefni gat líka verið
Berufjörðurinn og þar með Djúpivog-
ur. Þreyttist hún aldrei á að dásama
þessa staði, og var nú Berufjarðar-
ströndin eitthvert fallegasta svæði
sem um gat á jarðríki. Eðlilega var
það ekki sjálfgefið að ég væri sam-
mála því.
Án þess að hafa nokkuð hið
minnsta út á þessa uppáhaldsstaði
hennar að setja, þá varð ég að láta
hana vita, að mér þætti Hornafjörður
langtum fallegri. Tók sem dæmi út-
sýnið af Almannaskarði og hve fagurt
væri að líta þaðan yfir Höfn, Nesja-
sveitina, sveitina hennar, en – mín rök
voru alls ekki tekin gild.
Taldi ég að þar sem hún hefði næst-
um alla sína ævi, eða vel yfir 65 ár,
dvalið í Nesjum í Hornafirði hlyti hún
að vera búin að sjá hve falleg þessi
sveit væri. Svona gátum við karpað
fram og til baka og haft gaman af.
Einnig sagðist hún aldrei verða
annað en Björg Antoníusardóttir frá
Núpshjáleigu á Berufjarðarströnd
hversu gömul sem hún yrði. Ég hafði
auðvitað aðra skoðum á þessu og
sagði að þegar einhver hefði næstum
alið allan sinn aldur á einum og sama
staðnum, eignast þar maka, mörg
börn og alið þau upp þar, þá fyndist
mér að sá staður hlyti að vera
„heima“. Eðlilegt og sjálfsagt væri að
fólk kenndi sig við þann stað, þótt
fæðingarsveitin hefði verið önnur.
Þess vegna yrði hún alla tíð fyrir mér
Björg Antoníusardóttir frá Dilksnesi í
Nesjum á Hornafirði.
Björg var með það allt á hreinu
hvenær fjölskyldumeðlimir ættu af-
mæli og mundi alltaf eftir slíku.
Stundum mundi ég ekkert hvaða af-
mæli væri nú í gangi þegar sú gamla
hringdi og sagði: „Sæll Ingólfur minn,
og til hamingju með daginn!“ Reynd-
ist það þá vera eitthvert barnanna eða
bara við sjálf, annað hvort okkar
hjóna, sem áttum afmæli.
Björg var dugleg að hafa samband
og hringdi oft. Stundum fannst manni
eins og lægi ekkert sérlega vel á
henni, en áður en varði hafði mér tek-
ist að létta lund hennar og fá hana til
að hlæja, enda talaði ég alltaf við hana
á léttu nótunum.
Björgu leið vel á Skjólgarði og bar
öllum þar vel söguna. Þar vildu allir
allt fyrir hana gera og það kunni hún
að meta.
Fyrir þá umönnun alla vil ég og
fjölskylda mín þakka öllum þeim sem
hlut áttu að máli.
Það var mér mjög dýrmætt að fá að
kynnast þessum úrvalsmanneskjum
Björgu og Jóni í Dilksnesi, tengdafor-
eldrum mínum, og eignast vináttu
þeirra. Fyrir það þakka ég.
Þeir sem ná háum aldri eru eðlilega
búnir að sjá á bak miklum fjölda ætt-
ingja og vina. Björg var fyrir löngu
tilbúin að fara í ferðina miklu. Til að
hitta Nonna sinn, vini og ættingja
sem gengnir eru, enda trúði hún stað-
fastlega að svo yrði.
Vona ég svo sannarlega að þar hafi
hún haft rétt fyrir sér eins og í svo
mörgu áður.
Ingólfur Dan Gíslason.
Elsku besta amma mín.
Núna er kominn sá tími sem þú
hefur haldið á vit ævintýrana og
ferðalagana og hefur hitt hann afa og
mömmu þína og allt það góða fólk sem
farið hefur.
Ég veit að þér líður vel og ert loks-
ins komin á þann stað sem þú ert búin
að tala um svo lengi.
Elsku amma, þú hefur kennt mér
svo mikið og ég á þér svo mikið að
þakka, ég var svo heppin að fá að vera
í sveit hjá ykkur afa frá því að ég var
ungbarn og fengið að njóta þess að
alast upp öll sumur frá eins árs til
fimmtán ára aldurs í Dilksnesi. Þú
varst alltaf tilbúin til þess að taka á
móti mér og öðrum þótt þú værir með
stórt heimili, og aldrei kvartaðir þú.
Ég man hvað þú sagði mér margar
sögur af álfum og huldufólki ásamt
því að maður fékk að heyra mikið um
bernskuheimili þitt, Núpshjáleigu,
sem var þér svo kært. Ég fór fyrir
nokkrum árum í Berufjörðinn og
skoðaði það sem eftir var af Núpshjá-
leigu. Ég skoðaði umhverfið þar í
kring, sem er svo fallegt, svo tíndi ég
blóm handa þér á túninu þar og færði
þér á elliheimilið og þú varst svo
þakklát og ég man að þú svafst með
blómin undir koddanum í langan tíma
eftir það.
Við krakkarnir brölluðum ýmislegt
í sveitinni hjá ykkur afa, við fengum
að kynnast því að vera í kringum dýr,
sjá þau fæðast og stækka, fara með
ykkur afa í fjárhúsin að gefa og vera í
heyskap og drullumalla og hlaupa
skítug upp fyrir haus út um allar
trissur, og það var bara aukaatriði.
Kannski maður hafi farið í bað svona
tvisvar á sumri en það skipti ekki
neinu máli, frjálsari geta börn ekki
verið og að hafa fengið að vera í sveit
hjá ykkur og kynnast öllu því sem því
fylgir eru forréttindi fyrir hvert barn.
Amma mín þú hefur snert hjartaræt-
urnar á svo mörgum, ég held að þú
hafir kannski aldrei áttað þig á því
sjálf hversu mikils virði þú ert búin að
vera mörgum, það eru svo margir
sem hafa fengið að njóta þess að
kynnast þér í gegnum tíðina og þú
hefur gefið svo mörgum eitthvað til
þess að minnast með hlýju í hjarta.
Ég og mamma bjuggum einar og það
eru mín forréttindi að hafa átt þig að í
gegnum súrt og sætt í lífi mínu, ef
eitthvað var að gat ég alltaf farið til
þín og afa en ykkur var mikið í mun að
öllum liði vel.
Ég er svo heppin að hafa komið til
þín fyrir rúmri viku þar sem þú lást á
sjúkrahúsinu á Höfn, við mamma vor-
um búnar að ákveða fyrir löngu að
fara til þín, heilsu þinni hrakaði
skyndilega síðustu tvær vikurnar svo
þú varst komin á sjúkradeildina þeg-
ar við komum. Ég vissi það þegar ég
sá þig að tíminn væri að verða búinn
hjá þér á þessum stað, maður skynj-
aði það einhvern veginn. Þú hélst í
höndina á mér og mömmu og börnin
gátu hitt þig. Þessa stund mun ég
geyma í hjarta mínu og hlýja mér við,
ég er svo þakklát að ég fékk að kveðja
þig með kossi.
Elsku amma, ég mun aldrei gleyma
þér og ég mun halda nafni þínu á lofti
með öllum góðu sögunum úr sveitinni.
Ég mun deila þessum sögum með
börnunum mínum eins og ég hef alltaf
gert, ég er hjá þér í huganum. Takk
elsku amma mín fyrir allt og að gera
mig að þeirri manneskju sem ég er í
dag, þú ert hversdagshetjan mín.
Hvíl þú í friði, fallegasti engillinn
minn.
Þín
Guðrún Björg (Gunna).
Elsku amma.
Þá ert þú farin og minningarnar
hrannast upp, ég veit ekki hvar ég á
að byrja þegar ég kveð þig sem ert
mér svona kær. Þú bjóst okkur undir
að þú værir að fara en samt var það
svo sárt þegar að því kom.
Efst í huga mér er þakklæti fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig og
með mér. Fyrstu 15 árin mín bjugg-
um við í sama húsi og það var alltaf
gott að vita af ykkur afa svona nálægt
okkur og geta trítlað niður til ykkar
hvort sem það var til að spjalla, leika,
spila eða hvað sem var. Svo var ég nú
ekki lengi að koma þegar bökunar-
lyktin frá þér barst upp. Ég sótti líka
mikið í að fá að kúra á milli hjá ykkur.
Mynd af þér sitjandi í eldhúsinu
þínu reykjandi pípustubbinn þinn
kemur oft upp í huga mér, þarna sast
þú, alltaf til staðar fyrir okkur börnin
sem sóttu svo í þig.
Fjárhúsferðirnar voru margar með
ykkur og mikið spekúlerað, þið voruð
alltaf svo góð við dýrin og ég var
sannfærð um að þið skilduð þau og
þau ykkur.
Mér verður alltaf hugsað til þín
þegar ég sé lítil spor í snjónum, þú
gerðir mig svo stolta af litlu stígvéla-
sporunum mínum þegar þú sagðir að
þetta væri eitt af því fallegasta sem
hægt væri að hugsa sér, svo pössuð-
um við að stíga ekki í slóðina mína til
að skemma hana ekki.
Þeir eru ófáir sokkarnir og vett-
lingarnir sem þú hefur prjónað í
gegnum tíðina og margir hafa notið
góðs af. Takk fyrir umhyggju þína um
velferð stelpnanna okkar og allar
stundirnar sem við höfum átt í gegn-
um árin, símtölin þar sem þú hringdir
til að athuga hvort ekki væri allt með
felldu og alla þá væntumþykju sem þú
hefur sýnt okkur. Allar góðu stund-
irnar lifa í huga okkar hvort sem þær
voru um hátíðar eða í hversdagsleik-
anum.
Þú barst alltaf hag annarra fyrir
brjósti og þú vildir öllum vel.
Minningarnar um ykkur, ömmu og
afa í Dilksnesi eru margar og góðar
og ég mun varðveita þær í hjarta
mínu og njóta með fjölskyldu minni,
þið voruð einstök.
Elsku amma, við kveðjum að sinni
með þökk fyrir allt alltaf.
Þín
Anna Björg og fjölskylda.
Elsku amma
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Þín
Erna.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Þegar ég var lítil baðst þú mig
stundum um að syngja þetta lag í
jarðarförinni þinni. En eins og oft er
sagt, þá þykir hverjum sinn fugl fagur
og ég efast um að þú hefðir viljað
heyra mig syngja með eyrum þeirra
sem hefðu þurft að hlusta á mig í dag.
Það var ýmislegt brallað í kjallar-
anum hjá ömmu og afa inni í Dilks-
nesi. Amma keypti til dæmis drullu-
kökur af okkur krökkunum, leyfði
okkur að baka og búa til hús í stof-
unni.
Amma var líka svo óheppin að ég
skyldi eignast myndina um Nonna og
Manna. Þá þurfti hún að horfa á hana
með mér á hverjum einasta degi í
nokkra mánuði og alltaf hló hún jafn-
mikið þegar ég lék alla myndina á
meðan við horfðum.
Mér þótti alltaf voða gaman að
hreinsa pípuna þeirra ömmu og afa og
það gerði ég eins oft og mér sjálfri
þótti ástæða til. Ég vissi ekki fyrr en
15 árum seinna að pípurnar þættu
bestar ef það væri búið að safnast tób-
ak og tjara fyrir í þeim í langan tíma.
Það var líka mikið sport að fara í
reykkofann með ömmu. Mér þótti
lyktin af hangikjötinu svo góð en
amma vildi helst ekki leyfa mér að
vera þar inni. Ég fékk nú samt alltaf
að kíkja inn í smástund. Það var líka
algjör lúxus að geta fengið að skríða
uppí hjá ömmu og afa þegar maður
vildi og fá að gista þar af og til.
Krakkarnir kölluðu ömmu Guggu
og ég veit að hún átti ekki bara góðar
minningar með sínum afkomendum
heldur líka vinum okkar því við vorum
öll velkomin inn til þeirra afa að leika
hvenær sem var og allir gátu verið
vissir um að fá pönnukökur hjá ömmu
á sunnudögum. Það er yndislegt að
eiga svona góðar æskuminningar og
þær á ég ömmu og afa að miklu leyti
að þakka.
En nú er komið að kveðjustund. Þú
varst búin að bíða lengi eftir þessu,
elsku amma. Núna situr þú í faðmi afa
og þið horfið á stóra hópinn ykkar. Ég
kveð með miklum söknuði og þökkum
fyrir allar stundirnar okkar.
Þín
Jóna Benný.
Elsku amma.
Mig langar til að minnast ykkar
beggja, þín og afa, það er ómetanlegt
að hafa alist upp í sama húsi og þið og
verið alltaf með ykkur í öllu sem þið
tókuð ykkur fyrir hendur.
Að koma niður til ykkar áður en
haldið var í skólann eða vinnuna og fá
heitt kakó og ostabrauð, að ég tali nú
ekki um þegar þú, amma, varst búin
að baka eggjaköku sem var sú besta í
heimi.
Þar sem þú varst alltaf með prjóna
í höndunum, leyfðir þú mér að fylgj-
ast með þér og þegar var ég aðeins 4
ára gat ég stolt prjónað eins og amma.
Ég átti eitt hólf í ísskápnum hjá þér
fyrir nammi sem afi keypti þegar
hann fór í kaupstað á traktornum, það
var ekki sjaldan sem hann dró upp
BJÖRG
ANTONÍUSDÓTTIR
Elsku amma.
Mér fannst gaman að vera
hjá þér.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái að spilla.
(Páll Jónsson.)
Þín langömmustelpa,
Inga Kristín.
HINSTA KVEÐJA