Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 110. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Þúsund ára Íslendingur Hátíðardagskrá um Halldór Laxness í Stokkhólmi | Miðopna Fasteignir og Íþróttir Fasteignir | Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuð  Sumarið er tíminn til viðgerða Íþróttir | Chelsea með níu fingur á bikarnum  Pétur og Sólveig vörðu glímutitlana Blönduósi. Morgunblaðið. | Það fer ekki mikið fyrir frystitogaranum Arnari HU 1 þar sem hann skríður meðfram borgarísjaka af stærstu gerð. Ísjakinn var að lóna við Óðinsboða á Húnaflóa þegar Arnar var að koma inn til löndunar með aflaverðmæti upp á 115 m.kr. á laugardag. „Við settum út tuðruna að gamni og strákarnir fóru upp að jakanum. Þetta var eins og eyja að stærð – minnti mann á þegar maður sér Grímsey úr fjarska,“ sagði Árni Sigurðsson skipstjóri. „Það var svo mikil bráðnun á jakanum í sólinni að á nokkrum stöðum voru fossar fram af brúninni á honum. Það eru nokkrir stórir jakar þarna að þvæl- ast en þessi var langstærstur.“ Ljósmynd/Arnar Ólafur Viggósson Fossaði af borgarísjaka við Húnaflóa Beirut. AFP, AP. | Sýrlendingar luku í reynd brottflutningi herliðs síns frá Líbanon í gær en sýrlenskur her hefur verið í Líb- anon í nærri þrjá áratugi. Hafa Sýrlend- ingar með aðstoð hernámsliðsins og sveita öryggis- og leyniþjónustumanna ráðið lög- um og lofum í landinu og margir æðstu ráðamenn Líbanons verið taldir leppar þeirra. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa síð- ustu mánuði þrýst mjög á Sýrlendinga um að þeir hyrfu með her sinn á brott en sam- þykkt var í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna ályktun þess efnis í september. Langar lestir yfir landamærin „Langar lestir farartækja hersins, stundum voru í þeim allt að 400 farartæki, þ.á m. skriðdrekar, stórskotaliðsvagnar og liðsflutningabílar, fóru síðdegis yfir landa- mærin við Masnaa,“ sagði í skeyti líbönsku fréttastofunnar ANI. Aðeins er eftir fá- mennur herflokkur sem á að taka þátt í táknrænni athöfn í Rayak-flugstöðinni í austanverðu landinu á morgun. Von er á nefnd frá SÞ til Líbanons í dag til að stað- festa að Sýrlendingar séu farnir með lið sitt frá Líbanon. Sýrlend- ingar á brott Hernámsliðið kveður Líbanon á morgun BENEDIKT XVI tók í gær- morgun formlega við embætti páfa í messu sem hann söng í Róm og er hann 265. maðurinn sem fetar í fótspor Péturs postula, fyrsta páfans. Páfi hvatti ákaft til einingar krist- inna manna og endurtók í inn- setningarræðu sinni orðin sem Jóhannes Páll II mælti í sinni ræðu 1978: „Verið óhræddir.“ Sagði Benedikt páfi að kirkjan vísaði heiminum veginn til framtíðar og með því að treysta Guði færu menn einsk- is á mis „af því sem veitir frelsi og fegurð í lífinu og gerir það stórkostlegt“. Páfi tók við táknum valda sinna, Hring fiskimannsins [Péturs], sem fyrrum var not- aður til að innsigla postula- bréf, og mjóu sjali úr hvítri lambsull sem lagt var um herðar hans og minnir á hlut- verk páfa sem hirðis kristinna manna. Að einu leyti var brugðið út frá aldagömlum hefðum: kardínálarnir krupu ekki frammi fyrir hinum nýja páfa til að heita honum hlýðni og kyssa hönd hans. Var helgi- siðurinn þess í stað í höndum 12 manna hóps, þ.á m. kaþ- ólskra hjóna, sem átti að tákna fjölbreytilegt samfélag kirkj- unnar. „Ein hjörð, einn fjárhirðir“ Páfi hvatti í predikun sinni til einingar kristinna manna og sagði að það ætti að vera „ein hjörð, einn fjárhirðir“ fyrir allt kristið fólk. Talið er að allt að hálf milljón manna Róm hafi fylgst með athöfninni, sem fór fram á Péturstorginu, auk milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim. Fór páfi fram á að sín yrði minnst í bænum og veittur styrkur til að takast á við verkefnið. Að messu lokinni var páfa ekið í opnum bíl um Péturs- torgið þar sem hundruð þús- unda manna, sem margir komu frá heimalandi páfa, Þýskalandi, fögnuðu honum. Brosti hann glaðlega til fólks- ins og veifaði. „Mér fannst hann vera geðþekkur,“ sagði 11 ára stúlka, Andrea Schilone, í mannþrönginni. En mörgum þótti páfi þreytulegur er hann flutti predikun sína og hóstaði hann öðru hverju í vasaklút. Páfi bauð fulltrúa annarra kirkjudeilda velkomna, einnig fulltrúa gyðinga sem hann sagði eiga með kristnum „sam- eiginlega andlega arfleifð sem á sér rætur í órjúfanlegum fyr- irheitum Guðs“. Þá sagði hann hug sinn dvelja hjá öllum kon- um og körlum, trúuðum sem trúlausum. AP Prestur krýpur við fótskör Benedikts páfa á Péturstorginu í gær og kyssir hring hans sem merki um hlýðni við páfa. Hvetur til einingar kristinna manna Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍRAR vilja að kaþólska kirkj- an slaki á reglum varðandi getnaðarvarnir, samkyn- hneigð, skilnaði, rétt kvenna til að gegna prestsembættum og kynlíf fyrir hjónaband. Kemur þetta fram í könnun sem Sunday Tribune birti í gær. Fram kom að 34% Íra sækja minnst vikulega kirkju. Alls sögðu 87% aðspurðra í könnuninni að kirkjan ætti að slaka á banni við notkun smokka til að berjast gegn út- breiðslu alnæmis í Afríku og 75% vildu að konur gætu orð- ið prestar. Þrír af hverjum fjórum vilja að kirkjan slaki á banni við hjónaskilnuðum og kynlífi fyrir hjónaband. Kirkjan slaki á reglum MINNA er um að hold- ugt fólk deyi fyrir tímann en gerist hjá fólki í kjör- þyngd, dánartíðnin hjá þeim sem eru óvenju grannir eða þjást af offitu er hins vegar há, segir á vefsíðu Jyllandsposten í gær. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn sem gerð hefur verið í Bandaríkj- unum. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu The Journal of the American Medical Association. Ganga þær í berhögg við þá skoðun að allir sem eru yfir kjörþyngd ógni með því heilsu sinni. Thorkild I. A. Sørensen, prófessor við stofnun sjúkdómavarna í Kaup- mannahöfn, segir nið- urstöðurnar athyglis- verðar. „Ég veit að rannsókn- arhópurinn hefur haft áhyggjur af viðbrögðum við niðurstöðunum vegna þess að í Bandaríkjunum gengur allt út á að berjast gegn fitu,“ segir Søren- sen. Hann segir ástæðu- laust að rengja niðurstöð- urnar enda um hæfa vísindamenn að ræða. Kjör- þyngdin varasöm?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.