Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR fyrir systur mína heldur einnig verið opið fyrir mína fjölskyldu og þá ekki síst börnin mín tvö, en þau eru á sama aldri og systrasynir mínir. Fengu þau meira segja leyfi til að kalla hana ömmu Heiði, því þau áttu bara eina ömmu, og var það auðsótt mál. Það eru ófáar brúnkökurnar og pitsunar sem búið er að borða í eldhúsinu hjá ömmu Heiði. Tel ég það mikið lán fyr- ir okkur fjölskylduna að hafa kynnst þessu fólki. Einnig höfum við í gegn- um árin átt skemmtilegar stundir með þeim hjónum á Laugarvöllum í Reykholtsdal, en þar eiga þau sann- kallaða paradís. Á Laugarvöllum er Heiður búin að planta mörg þúsund trjáplöntum og er ótrúlegt yfir að líta. Í fyrrasumar gekk ég um með henni og var hún þá að segja mér að hún hefði ákveðið að taka þátt í átakinu Vesturlandsskógar. Átti hún ekki til orð yfir það átak, vegna þess að þeir þjónustuðu hana algjörlega. Þeir komu með trén og það eina sem hún þurfti að gera var að setja þau niður. Hún hlakkaði mikið til að fylgjast með þessu átaki, en þetta var eitt af hennar áhugamálum. Það má eiginlega segja að Heiður hafi verið ókrýndur heimsmeistari í baráttu sinni við hið hræðilega krabbamein. Baráttu sem hún ætlaði svo sannarlega að vinna eins og allt annað. Hef ég aldrei kynnst konu með annað eins keppnisskap. Hún reyndi allt og gerði allt sem í mann- legu valdi var til að sigra, baráttan var ansi löng og ansi ströng. Í þessari keppnisgrein stóð hún aldeilis ekki ein, frekar en aðrir keppendur, sem ætla sér að ná langt, hún hafði dug- legt stuðningslið með sér sem var fjölskyldan. Fjölskyldan er ekki stór, en það skiptir ekki máli heldur skiptir máli hvernig hún vinnur saman. Við hér í Steinahlíð viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð og vonumst til þess að tíminn mildi sorgina. Jóna Dís Bragadóttir. Okkur setur hljóð við að heyra um lát vinkonu okkar Heiðar Sveinsdótt- ur sem eftir áralanga og oft erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm hefur nú kvatt. Sjúkdóm sem engu eirir og bú- inn var að herja á hana í tuttugu ár með mislöngum hléum. Á hugann sækja minningar liðinna ára en margs er að minnast eftir löng kynni og nána vináttu við þau hjón Heiði og Ragnar. Minningar frá ferðalögum innanlands og utan, hátíðar- og sorg- arstundum í lífi okkar og barna okkar og ekki síst samverustundum á heim- ilum okkar. Fyrst kemur þó upp í huga okkar styrkurinn og baráttu- þrekið sem hún hafði til hinstu stund- ar. Heiður var ljúf kona sem naut sín vel í góðra vina hópi, hún unni gróðri jarðar eins og verk hennar við rækt- um sýna, listræn var hún, einkum unni hún málaralistinni en teiknari og málari var hún góður. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Nú þegar Heiður er horfin sjónum okkar þökkum við henni samfylgdina. Minningar um góða vinkonu munum við ávallt geyma í hjörtum okkar. Elsku Ragnar, Sveinn, Berglind og fjölskyldur, þið eigið okkar innleg- ustu samúð. Hvíl í friði, kæra vinkona. Jóhanna og Skúli. Ég kynntist Heiði í Myndlistaskóla Kópavogs fyrir nokkrum árum. Þar náðum við nokkrar konur vel saman og úr því varð góður vinahópur. Heið- ur var hæglát og prúð svo að af bar, og ekki var hún að kasta til hendinni í myndlistinni. Myndirnar hennar eru eins og hún, blíðar og fallegar enda gaf hún mikið af sjálfri sér í þær. Hennar eigin orð voru: „Ég vil gera fáar en góðar myndir.“ Oft vorum við heilu dagana saman að mála, fórum svo á kaffihúsið á horninu og spjöll- uðum um lífið og tilveruna. Heiður var ólöt að bjóða okkur í litla, fallega húsið sitt sem var fullt af smáum og fallegum hlutum sem báru þess merki hversu smekkleg hún var. Það var alltaf mjög ánægjulegt að heim- sækja Heiði, hún tók alltaf svo vel á móti okkur. Er faðir barna og blóma gaf hverju blómi nafn þau gengu glöð í burtu í Guðs síns mikla safn. Til baka kom ein bláeyg svo blíð og feimnisleg og sagði, ó, Guð, ég gleymdi, ó, Guð, hvað heiti ég? Þú brostir faðir blóma sem barn í sumarljóma og sagði: „Gleym mér ei.“ (Ronald Kristj.) Fjölskyldu hennar sendi ég sam- úðarkveðjur. Hrefna Víglundsdóttir. Um árabil hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér. Kynni okkar voru sérstök að því leyt- inu til að þau voru eingöngu við- skiptalegs eðlis. Þar sá maður svo vel hve yndislegur persónuleiki þú varst. Þú varst öllum stundum að hugsa um aðra en sjálfa þig og aldrei hafðir þú orð á þínum langvarandi veikindum. Stundum velti ég því fyrir mér hvort móðurhlutverkið gæti raunverulega verið svona sterkt. Fjölskyldan þín, Heiður, er svo sérstök að því leytinu til að hún er saman í öllu. Við mér blasti það eitt að það sem aðhafst var var sameiginlegt átak ykkar allra. Svona eru hlutirnir ekki alltaf og það sem meira er maður áttar sig ekki á þessu fyrr en eftirá. Samskipti mín við fjölskylduna þína, Heiður, hafa alltaf verið mér góð fyrirmynd. Auð- vitað þarf meira til en eina mömmu eins og þig til að halda utan um hlut- ina. Það þarf vilja annarra fjölskyldu- meðlima til að hafa aðstæðurnar svona en ekki hinsegin. Fyrirtækið ykkar í Kópavogi og Laugavellir eru myndin mín af samhentri fjölskyldu. Nú er komið að þeirri stundu, Heiður mín, sem á fyrir okkur öllum að liggja. Minning mín um þig mun lifa. Sporin þín, Heiður, liggja eftir þig í faðmi yndislegrar fjölskyldu sem þú hefur svo sannarlega haft mikil áhrif á. Sigurþór Charles Guðmundsson. Er þú hefur kvatt okkur hér reikar hugur, minningar skapast og þá minnist ég þín, Heiður, fyrir hetjudáð þína í baráttu við harðan sjúkdóm sem áreitti þig nánast stöðugt í tugi ára. Æðruleysi þitt, ósérhlífni þín, kraftur og dugnaður þinn kom mér sífellt á óvart í þessari langvarandi baráttu þinni við sjúkdóminn. Það hafa vafalaust verið margar stundir sem við eyddum saman sem þú hefur verið þjáð en aldrei var það mér sýnilegt og aldrei þurfti ég að upplifa þetta með þér, svo mikill var sjálfsagi þinn og styrkur. Ég lýt höfði fyrir þér sem hetju, Heiður. Ég þakka þér allar samverustund- irnar sem valda ætíð hughrifum í minningunni og einnig hjartahlýjuna í minn garð og minna samferðamanna fyrr og síðar. Má ferð þín héðan, um okkur óþekkta leið, verða þér farsæl og megi verðleikar þínir vera virtir á allri þinni leið. Ég hugsa til þín, Heið- ur. Kæru vinir, Ragnar, Svenni og Berglind, við sendum ykkur og ykkar nánustu innilegustu samúðarkveðjur okkar. Ingólfur Guðlaugsson og fjölskylda. HEIÐUR SVEINSDÓTTIR ✝ Árni Þór Jónssonfæddist í Garði í Kelduhverfi 25. apríl 1920. Hann lést á Landspítalanum Landakoti 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björg Grímsdóttir, f. á Vík- ingavatni 13. júní 1877, d. 9. apríl 1950 og Jón Stefánsson, f. á Skógum í Reykja- hverfi 16. júlí 1880, d. 12. mars 1970. Systir Árna, sammæðra, var Sigurveig Einarsdóttir, f. 17. júní 1903, d. 11. apríl 1979 og uppeld- issystir Þorbjörg Halldóra Páls- dóttir, f. 2. desember 1915, d. 9. júlí 2002. Hinn 30. júní 1951 kvæntist Árni Jóhönnu Þorvaldsdóttur Kolbeins húsfreyju, f. 24. febrúar 1930, d. 14. september 1991 og bjuggu þau lengst af á Fjölnisvegi 13 í Reykja- vík. Börn þeirra eru: 1) Björg, f. 28. nóvember 1951, gift Vernharði Gunnarssyni, dóttir þeirra er Jó- hanna, gift Bjarna Má Gylfasyni, börn þeirra Bergdís og Steinar. 2) Jón Stefán, f. 31. mars 1953, kvænt- ur Ingibjörgu Á. Hjálmarsdóttur, börn þeirra eru Árni Þór, sambýlis- kona Nenty Sardjawati, Eiríkur kvæntur Kristínu Amelíu Þuríðar- dóttur, börn þeirra Bergur, Arnar og Bryndís. 3) Hildur, f. 21. júní 1954, gift Magnúsi Halldórssyni, börn þeirra Halldór, sambýliskona Arna Björg Bjarnadóttir, eiga þau óskírðan son, Sigrún Pálína og Magnús. 4) Þorvaldur Kolbeins, f. 4. júlí 1958, d. 10. desember 2003, kvæntur Guð- finnu Emmu Sveins- dóttur, synir þeirra Ágúst og Emil. 5) Sveinn Víkingur, f. 10. október 1959, kvænt- ur Lilju Sigrúnu Jóns- dóttur, börn þeirra Jónatan Atli, Hildur Inga og Berg- ljót Hanna. 6) Sigrún, f. 24. ágúst 1964, sambýlismaður Einar Birgir Haraldsson, synir þeirra Helgi og Jóhann. Ástvinur Árna og ferðafélagi til margra ára er Þóra (Dídí) Krist- jánsdóttir húsfreyja. Foreldrar Árna brugðu búi árið 1928 og fluttu að Dvergasteini við Seyðisfjörð. Þar starfaði Árni við Kaupfélagið. Árni flutti ásamt for- eldrum sínum til Reykjavíkur 1943 og starfaði fyrst hjá Slippnum og frá 1946 á Póststofunni í Reykjavík. Þar starfaði hann til 1987, síðast sem yfirdeildarstjóri. Hann stofn- aði einnig Efnagerðina Val ásamt Friðþjófi Þorsteinssyni og starfaði þar samhliða öðru um árabil. Útför Árna fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Valdimar Briem.) Kær ástvinur er kvaddur í dag. Leiðir okkar hafa legið saman sl. 13 ár. Bæði höfðum við átt um sárt að binda vegna makamissis og var það mín gæfa að hitta hann Árna. Við höf- um átt saman skemmtilegar og ljúfar stundir, ferðast oft til Spánar, þar sem við undum okkur svo vel. Á þess- um tíma kynntist ég góðvild og hjartagæsku mæts manns. Hann var mér, börnum mínum og ekki síst barnabörnum svo undur góður og mátu þau hann mikils. Söknuðurinn er sár, en minningarnar ylja. Hann háði erfiða baráttu sl. 7 mánuði og ég veit að hann varð hvíldinni feginn. Nú þegar leiðir skilja um sinn vil ég þakka honum samfylgdina. Enn fremur vil ég þakka börnum hans og tengdabörnum alla ástúð og um- hyggjusemi í minn garð sem hefur verið mér ómetanleg. Ég bið algóðan Guð að geyma hann Árna minn og styrkja börnin hans og aðra ástvini í sorginni. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Þóra. Einn traustasti maður sem ég hef kynnst á ævinni er Árni Þór. Hann var alltaf til staðar til að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Fjöl- skyldan var honum hjartans mál og lagði hann mikla áherslu á að halda henni saman. Hann hafði erindi sem erindi. Hópurinn hans er með ein- dæmum samhentur og ekki hægt að hafa betra fólk umhverfis sig þegar erfiðleikar berja að dyrum. Þegar ég giftist syni hans, Þorvaldi varð ég ein af þessari samhentu fjöl- skyldu. Þegar við Þorvaldur vorum við nám í Karlsruhe hringdi Árni Þór alltaf reglulega til okkur og þegar Þorvaldur fór í vettvangsnám til Íraks í 10 vikur árið 1984 og ekki var hægt að hafa símasamband við hann, hringdi Árni Þór reglulega til mín til að kanna hvort ekki væri allt í lagi. Sama gilti eftir að við og drengirnir komum heim frá Afríku en Þorvaldur var þar ári lengur við störf. Þegar sorgin barði að dyrum fyrir einu og hálfu ári var Árni orðinn mikill sjúk- lingur en ekki hindraði það hann í að vaka yfir tengdadóttur sinni og son- arsonum. Síðast mánudaginn fyrir andlát hans tók hann stöðuna hjá mér eins og til að athuga hvort það væri í lagi að skilja okkur eftir. Hann lét mig vita hversu vænt honum þætti um okkur og eins að hann vissi að end- irinn væri í nánd. Honum féll illa að vera á sjúkrahúsi, sagði það ekki eiga við sig að búa í nokkrum skúffum. Eins var það honum þung raun að missa bílinn en hann hafði verið van- ur að skutla öllum þeim sem voru bíl- lausir. Árni Þór hafði það fyrir sið und- anfarin ár að dvelja á Benidorm á af- mælinu sínu. Fyrir ári bauð hann til kaffisamsætis á Lindargötunni sum- ardaginn fyrsta þar sem hann kvaddi okkur áður en hann fór til Benidorm. Þetta varð síðasta ferð hans til sólar- stranda. Í þetta sinn kvaddi hann 15. apríl og lagði upp í aðra og lengri ferð. Vertu sæll, Árni Þór, og góða ferð. Guðfinna Emma. Það væri ekki slæmt að búa í henni veröld ef allir væru eins og hann Árni Þór. Okkar fyrstu kynni voru þannig að hann mældi mig út yfir gleraugun þegar ég og Hildur dóttir hans þurft- um að bregða okkur af balli vegna skóvandamála. Þar sem hjörtu okkar Hildar slógu í takt fór viðvera mín á Fjölnisveginum að verða samfelld. Þá sá ég hvað hann Árni var mikill sóma- maður og skemmdi það ekki fyrir að hafa hana Jóhönnu Kolbeins sér við hlið. Árni og Jóhanna höfðu fyrir mörg- um munnum að sjá og vildu koma börnunum til mennta enda vakin og sofin yfir velferð fjölskyldunnar. Hann taldi það ekki eftir sér að vinna langan vinnudag frá því snemma á morgnana á Póstinum og svo á kvöld- ÁRNI ÞÓR JÓNSSON ✝ Sigríður Árna-dóttir, ævinlega nefnd Didda, fæddist í Reykjavík 27. maí 1929. Hún lést á heim- ili sínu í Nixa í Missouri í Bandaríkj- unum 30. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ragn- hildur Jósafatsdóttir húsmóðir og iðn- verkakona í Reykja- vík, f. 1. júlí 1909, d. 29. maí 1973, og Arne Kristinius Danielsen (Árni Daníelsson) bygginga- verkfræðingur í Reykjavík, f. í Stavanger í Noregi 26. mars 1904, d. 18. ágúst 1948. Hálfsystkini Diddu, sammæðra, eru Hilmar Sig- urðsson viðskiptafræðingur, f. 1947, og Esther Sigurðardóttir, f. 1948, gift Erni Guðmundssyni við- skipta- og kerfisfræðingi, f. 1947. Leiðir foreldra Diddu lágu ekki sam- an, en Didda ólst upp á meðal sex móður- systkina sinna, er bjuggu lengst af á Grundarstíg 2 í Reykjavík. Diddu var því afar tamt að nefna þessi frændsystkini sín systur og bræður. Didda giftist Jack A. McClintock, þau eiga tvö börn, Tom, f. á Íslandi 1949, og Sus- an, f. í Bandaríkjun- um 1957, gift Philippe MacKelvie, dætur þeirra eru Kristine og Erika. Didda lést eftir 4–5 ára harðvít- uga baráttu við illkynja sjúkdóma, Alzheimer og Parkinson. Útför Diddu fór fram í Nixa í Missouri en minningarathöfn verð- ur um hana í Fossvogskapellu í dag og hefst hún klukkan 15. Við fráfall ástkærrar systur minn- ar langar mig til að setja örfáa punkta á blað til að minnast hennar. Didda kynntist eiginmanni sínum Jack þegar hann kom til Íslands sem borgaralegur starfsmaður varnarliðs- ins í Keflavík, og höguðu örlögin því svo að þau fluttust til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þar bjó Didda síðan alla sína ævi í góðu yfirlæti á nokkrum stöðum, t.d. hvað lengst í Harrisburg í Pennsylv- aníu og nú síðustu árin í Nixa í Missouri. Um nokkurra ára skeið bjuggu þau hjónin í Sádi-Arabíu í tengslum við starf eiginmanns hennar á vegum bandarísks verktakafyrirtækis. Hugur Diddu var þó alltaf heima á Íslandi og saknaði hún sífellt stækk- andi hóps fjölskyldunnar. Didda hélt íslenskukunnáttu sinni afar vel við, með einum eða öðrum hætti, því ekki umgekkst hún Íslendinga að nokkru marki. Kom það sífellt á óvart í heim- sóknum hennar til Íslands hversu vel hún talaði, þó svo á stundum hafi brugðið við beinum þýðingum úr ensku. Þegar skilaboð bárust frá Jack um andlát hennar lýsti hann nákvæmlega þeirri persónu, sem Didda hafði að geyma: falleg, yndisleg og ástkær. Hún var hvers manns hugljúfi, bar af í hópi fólks fyrir fagra framkomu, smekklegan klæðaburð, reisn með beinu baki og hökuna upp, og fallega brosið allt um kring. Hún heillaði hvern þann er á vegi hennar varð, og stundum gat það komið fyrir, þá er hún brá sér af bæ, að samferðamenn spurðu oftar en ekki: þekktirðu þennan mann eða þessa konu? Nei, nei svaraði hún. Það var brosið og fasið allt, sem fékk blá- ókunnugt fólk til þess að brosa á móti henni. Didda var þó afar viðkvæm og til- finningarík. Sum símtölin gátu verið hvort tveggja í senn hlátur og grátur. Þegar hún kom í heimsóknir til Ís- lands mátti kveðjustundin í lokin ekki vera löng því þá varð ekki við grát DIDDA MCCLINTOCK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.