Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÁValerie-kaffihúsinu íhjarta Soho í Lundúnumröltir myndarlegur Ind-verji inn. Hann er ein-
staklega töff til fara með svört
spangargleraugu, í grá-svörtum
flauelsbuxum, svörtum jakka með
litríkan röndóttan trefil um hálsinn
og risastóra svarta leðurhlið-
artösku. Þegar hann fer svo úr
jakkanum blasir við bleik peysa
með kanínum að leika sér í snjó.
Þetta er Ashish Gupta einn af nýju
og upprennandi fatahönnuðunum í
London mættur í sinni eigin hönn-
un.
Ashish er þekktur fyrir leik við
hönnun sína. Hann leikur sér við
að setja saman mismunandi efni
eins og ull og siffon. Hann blandar
líka saman mismunandi stílum eins
og hnésíðum glimmerpilsum við
háskólapeysur með prentuðum
myndum eins og af Mínu mús.
Hönnun hans einkennist af skraut-
legu prenti og tekur hann hug-
myndir hvaðanæva að og meðal
prenta hjá honum eru kjólar með
litríkum skærum. Þetta prent var
einkennandi á tískuvikunni í Lond-
on í september 2004 þegar Ashish
sýndi hönnun sína í fyrsta sinn á
henni. Ashish fékk þar styrk frá
Topshop sem kallast Nýja kyn-
slóðin (e. New Generation) og fá að
jafnaði fjórir til fimm hönnuðir
hann. Hann felst í því að Topshop
styrkir þessa hönnuði við að setja
upp tískusýningar á tískuvikunni í
London. Í febrúar fékk Ashish
styrkinn í annað sinn og hélt hann
þá áfram leik sínum að prenti á
þeirri tískusýningu. Hann notaðist
meðal annars við slönguspil-
arprent, nótnaprent og sígar-
ettuprent. Einnig voru þar áber-
andi svört hnésíð tjullpils sem búið
var að festa á marglita ullarstrimla
og ýmiskonar dúllur þvers og
kruss. Þetta gerði það að verkum
að pilsin voru skemmtilega skraut-
leg og lifandi.
Tískudraumar í Delhi
Ashish fæddist í Nýju Delhi á
Indlandi árið 1974. Hann fékk
strax sem krakki gríðarlegan
áhuga á tísku og hafði mamma
hans þar mikil áhrif á. „Mamma
var alveg heilluð af tísku og þegar
hún fór eitthvað út með pabba
klæddist hún oftast glæsilegum
vestrænum fötum. Þetta var ekki
beint vaninn á Indlandi í þá daga
og er alveg ótrúlegt hvað hún var
framúrskarandi í þessum efnum.“
Amma hans hafði einnig mikil
áhrif á hann, prjónaði alls kyns
marglitar peysur sem hann naut
þess að klæðast. Hann á peysurnar
meira að segja enn þann dag í dag
og eru þær snyrtilega brotnar
saman ofan í skúffu þar sem hann
passar ekki lengur í þær. „Mamma
pantaði allskyns tískublöð og
mynsturblöð frá Evrópu þar sem
þau fengust ekki á Indlandi á þess-
um tíma. Þau voru að vísu oft orð-
in gömul, jafnvel alveg hálfsárs
gömul, þegar þau bárust loksins til
okkar en það skipti engu máli.“
Myndirnar og auglýsingarnar úr
þessum blöðum notaði Ashish til að
skreyta herbergið sitt með. „Eins
og flestir voru með poppstjörnur
og annað því um líkt á veggjunum
sínum voru mínir þaktir myndum
úr tískublöðum og auglýsingum á
borð við Yves Saint Laurent og
Moschino.“ Ashish fékk líka tæki-
færi á að fara á tískusýningu með
móður sinni þegar hann var ungur,
hjá uppáhaldshönnuði hennar,
Zöndru Rhodes og segist hafa
heillast uppúr skónum.
Þrátt fyrir þennan gríðarlega
tískuáhuga fór Ashish samt ekki í
tískunám eftir menntaskóla enda
ekki hægt að nema það í Indlandi.
Hann fetaði heldur ekki í fótspor
foreldra sinna og gerðist læknir
heldur fór hann í BA nám við listir
með áherslu á auglýsingagerð.
Hugurinn leitaði samt til tísku-
hönnunar og fékk hann því leyfi
foreldra sinna til að fara til Eng-
lands þar sem hann sótti eins árs
námskeið í tískuhönnum við
Middlesex háskólann. Hann ílengd-
ist í London og tók annað nám-
skeið við London College of Fash-
ion. Á meðan á þessu stóð fór hann
í læri hjá Zöndru Rhodes hönn-
uðinum sem hafði haft svo mikil
áhrif á hann þegar hann var barn.
Á meðan á námskeiðunum og lær-
inu hjá Rhodes stóð sótti Ashish
um að komast í mastersnám við
einn viðurkenndasta tískuskóla í
heimi, Central Saint Martins og
fékk inn í þriðju tilraun.
Aftur á byrjunarreit
Eftir útskriftarsýninguna 2000
komst Ashish í sambönd við tísku-
hús í París og hélt þangað fullur
eftirvæntingar, með allt sitt; vega-
bréfið, kortin og portfólíuna. En
um leið og Ashish kom á braut-
arstöðina í París var öllu dótinu
hans stolið. Það er nær vonlaust
fyrir ungan hönnuð að reyna að
selja sig án þess að geta sýnt neitt
og því hafði Parísarævintýrið ekk-
ert uppásig. Ashish hélt heim til
Indlands.
„Ég kom heim og vissi ekkert
hvað ég átti að gera en ákvað þó
að láta ekki einhver þjófafífl eyði-
leggja líf mitt og fór því að hanna
og búa til föt.“ Ashish fór svo með
hönnun sína til London, tókst ekki
að fanga athygli fjölmiðla en seldi
þó sína fyrstu flík, ritstjóra Tank
tímaritsins. „Londonferðin hafði
því í raun ekkert upp á sig og ég
fór aftur heim með skottið á milli
lappanna. En tveimur vikum síðar
fékk ég símtal sem breytti lífi
mínu.“ Ritstjórinn hafði farið í flík-
inni hans Ashish inní tískubúðina
Browns á South Moulton Street í
London. Browns kaupir inn vörur
frá alls lags hönnuðum og akkúrat
þennan dag var kaupmaðurinn
sjálfur í búðinni. Hann sá flíkina
og vildi endilega fá að vita hver
hafði gert hana. „Þau vildu svo
kaupa allt sem ég var búinn að
hanna og hjólin fóru að snúast. Ef
þjófarnir hefðu ekki stolið port-
fólíunni minni hefði ég sennilega
farið að vinna fyrir eitthvað stórt
tískuhús í París án þess að fá tæki-
færi á að vinna að minni eigin
hönnun. Það má því segja að þjóf-
arnir breyttu lífi mínu til góðs en
ekki ills eins og mér leið fyrst.“
Hannaði fyrir Beðmálin
En það er erfitt fyrir Indverja
sem er ekki með vegabréfsáritun
að stunda vinnu sína í London eða
einhvers staðar annars staðar.
Ashish tók þátt í hóptískusýningu í
New York og þar fékk hann styrk
til að fara til Kanada. „Á tímabili
var ég að flakka á milli London,
Toronto í Kanada og Indlands. Ég
var kannski fjóra mánuði í Kanada,
fjóra í London og svo fjóra á Ind-
landi. Þetta er svakalega lýjandi
og hefur áhrif á að maður á ekkert
persónulegt líf.“ Flökkudagar Ash-
ish ættu þó að fara að taka enda
fljótlega þar sem hann er að sækja
um vinnuvegabréfsáritun á Eng-
landi. Hingað til hefur það reynst
tiltölulega erfitt þar sem Ashish
vinnur sjálfstætt. En öll fjölmiðla-
athyglin undanfarið og orðsporið í
tískusenunni í London ætti að
greiða leið hans.
Frægar konur á borð við Sharon
Stone og Söruh Jessicu Parker
hafa klæðst flíkum eftir Ashish.
„Ég sendi 10 sýnishorn til Patriciu
Field hjá Sex and the City og von-
aðist til að hún myndi notast við
Tíska | Ashish Gupta er einn af upprennandi fatahönnuðunum í London. Laila Sæunn Pétursdóttir
Upprennandi
og leikur sér
Indverjinn Ashish er orðinn einn áhrifamesti tískuhönnuðurinn í London og selst hönnun hans jafnharðan upp.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Heimsfrumsýnd 29. apríl Heimsfrumsýnd 29. apríl
Miðasala opnar kl. 15.003 3
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SCREAM MYNDIRNAR!
Hún fær þig til að öskra!
Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven!
f r i til r !
a a r r llv kj tryllir frá s rav !
WWW.BORGARBIO.IS
Sýnd kl. 8 og 10. 30
Sýnd kl. 5.50
Sýnd kl. 5.30
Magnaður spennutryllir
T H E INTERPRETER
Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina
sem getur fundið morðingjann
Sýnd kl. 6
JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS
A FILM BY LOIS LETERRIER
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ
SÖMU OG GERÐU LÉON OG
LA FEMME NIKITA
Hann var alinn upp sem
skepna og þjálfaður til að
berjast. Nú þarf hann að
berjast fyrir lífi sínu!
Sýnd kl. 10
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SCREAM MYNDIRNAR!I
Hún fær þig til að öskra!
Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven!
Sýnd kl. 8
Sýnd kl. 8 og 10.15. bi. 16 ára
Nýjasta meistaraverk Woody Allen
Gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé hans
besta mynd í mörg ár. Mynd sem engin sannur
kvikmyndaáhugamaður má missa af!
Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali
Sýnd kl. 4 og 6. m. ensku tali
Will Smith er
Sýnd kl. 8 og 10.30.
ÓÖH DV
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
kl. 5.45, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15