Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 31
DAGBÓK
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur
byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa
lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir
sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina.
Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega
hafið samband og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14
vinnustofa og leikfimi kl. 9, boccia kl.
10 hár- og fótsnyrtistofan opin alla
daga til kl. 16.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, söngstund kl.
10.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30,
félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, bútasaumur, samverustund,
fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 10–13.45 leikfimi, kl. 11.15–
12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 13–16
samverustund með Guðnýju, kl.
14.30–15.30 kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin í
dag kl 10–11.30. Félagsvist spiluð í
kvöld í Gullsmára 13, kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl 13, kaffi kl 13.30, línudans-
kennsla fyrir byrjendur kl. 18, dans-
kennsla í samkvæmisdönsum, framh.
kl. 19 og byrjendur kl. 20.
Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilar
tvímenning mánudaga og fimmtu-
daga, skráning kl. 12.45.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10 og kl. 11,
postulín kl. 13, pílukast og spilað í
Garðabergi kl. 12.30. Ferð í Perluna á
sögusafnið kl. 13.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl. 10.30 sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, frá
hádegi vinnustofur opnar, kóræfing
fellur niður, kl. 18 ,,Vorvaka“ í Fella- og
Hólakirkju. Kvöldverður, fjölbreytt
dagskrá, m.a. tekur Gerðubergskór-
inn lagið, Drengjakór Reykjavíkur,
Þorvaldur Halldórsson o.fl. Allir vel-
komnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns-
málun, keramik, perlusaumur, korta-
gerð og nýtt t.d. dúkasaumur, dúka-
málun, að sauma í plast, kl. 10
fótaaðgerð og bænastund, kl. 12 há-
degismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl.
15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl.
9, ganga frá Hraunseli kl. 9.30, pútt
kl. 10 og félagsvist kl. 13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–16 glermálun o.fl. hjá Sigrúnu,
jóga kl. 9–11, frjáls spilamennska kl.
13–16, böðun virka daga fyrir hádegi,
fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Félagstarfið er öll-
um opið. Betri stofa og Listasmiðja.
Handverk, framsögn og listþæfing.
Félagsvist 13.30. Hárgreiðslustofa
568–3139. Miðasala á Sumargleðina
föstudag 29. apríl. Takmarkaður mið-
afjöldi. Hjördís Geirs, skemmtiatriði.
Upplýsingar í síma 568–3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Vatnsleikfimi
í Grafarvogslaug á morgun kl. 9.30.
Norðurbrún 1, | Ganga kl. 10, smiði kl.
9, opin vinnustofa kl. 13 og fótaað-
gerðastofa opin kl. 9.
SÁÁ, félagsstarf | Tveggja kvölda
dansnámskeið verður 25. og 26. apríl
kl. 20 í sal IOGT í Stangarhyl 4. Kennt
verður salsa bæði kvöldin.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu | félagsheimilið Há-
túni, brids í kvöld kl. 19.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leik-
fimi. kl. 11.45–12.45 hádegisverður. kl.
13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffi-
veitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, bókband, myndlist og hár-
greiðsla kl. 9, morgunstund og fóta-
aðgerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, hand-
mennt, glerbræðsla og frjáls spil kl.
13.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | TTT-starf (5.–7.
bekkur) kl. 15–16.
Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf,
6–7. bekkur. Alla mánudaga kl. 16.30–
17.30. Æskulýðsstarf f. 8.–10. bekk,
alla mánudaga kl. 20–22.
Grafarvogskirkja | KFUK í Graf-
arvogskirkju kl. 17.30–18.30 fyrir
stúlkur 9–12 ára. KKK – Kirkjukrakkar
í Engjaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9
ára.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Í
kvöld er hjóna-alfa kl. 19. www.-
gospel.is.
KFUM og KFUK | Afmælisfundur AD
KFUK verður þriðjudagskvöld á
Holtavegi 28. Borðhald hefst kl. 19.
Formleg inntaka nýrra félagskvenna.
Tónlistaratriði í umsjón Ástríðar Har-
aldsdóttur, tónlistarkennara. Kjartan
Jónsson framkvæmdastjóri KFUM og
KFUK flytur hugvekju. Skráning í s.
588 8899 í síðasta lagi á mánudag.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut
58–60, miðvikudagskvöld kl. 20.
„Þegar húsbóndinn kemur.“ Ræðu-
maður er Friðrik Hilmarsson. Kristín
Bjarnadóttir sér um kristniboðsþátt.
Kaffi. Allir eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 18 opinn 12-
sporafundur í safnaðarheimilinu. Vin-
ir í bata. Sjá laugarneskirkja.is.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Stefnulaus R-listi
í skipulags- og
byggingarmálum
Reykjavíkurborgar
ÉG sem eigandi og íbúi í Graf-
arvogi er sammála Sturlu Böðv-
arssyni samgönguráðherra að
fresta lagningu Sundabrautar
vegna illa ígrundaðar tillögur sem
R-listinn hagræðir og gerir breyt-
ingar á aðalskipulagi Reykjavíkur
upp á sitt einsdæmi og eftir sem
þeim hentar.
Ætla sér að leggja þjóðveg 1
inn í skipulagt íbúðarhverfi með
100 þúsund bíla á sólahring fyrir
framan nálæg hús í Hamrahverfi
með mengun, svifryki (PM 10)
mælingarstaðall sem mun fara yfir
heilsuverndarmörk þar sem þekkt
er að svifryk er sá þáttur loft-
mengunar sem hvað oftast fer yfir
viðmiðunarmörk á höfuðborg-
arsvæðinu sem gæti valdið
krabbameini, lungnakrabbameini
og hjartasjúkdómum enda stað-
festi prófessorinn Högni Hansson
þetta í fréttaskýringarþætti í Rík-
isútvarpinu að fleiri deyja úr svif-
ryki í Svíþjóð en í umferðar-
slysum. Enda eru ekki til reglur
um svifryk hjá Reykjavíkurborg
heldur byggir hún rök sín á lík-
indaútreikningi á gatnamótum
Miklubrautar og Grensás. Enda er
það ámælisvert að Umhverfisstofa
og heilbrigðisstofa Reykjavíkur
skuli ekki gera athugasemdir við
framkvæmdaraðila á grundvelli
þeirrar staðreyndar að svifryk fari
oftar yfir lengri tímabil yfir
heilsuverndarmörk. Því árið 2010
taka ný lög um umhverfismörk
gildi sem almenningur er ekkert
upplýstur um.
Það eru fleiri atriði sem íbúar
eru ósáttir við, nú á að fara að
hreyfa við gömlum öskuhaugum
þar sem voru urðuð stjórnlaust
alls konar spilliefni, PCB, spenn-
ar, rafgeymar, þungmálmar, rið-
pyttar, rotnandi kjöt, jafnvel smit-
að kjöt. Hugsanlega gæti borist
miltisbrandur út með ófyrirséðum
afleiðingum, gasútstreymi sem
gæti orsakað metangasspreng-
ingu, vegna rotnandi úrgangs.
Nýlega sagði Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra að svona
svæði ætti að setja fána á og friða
staðina, í því er ég sammála hon-
um. Síðan á að reisa 2 metra
hljóðveggi á lóðamörkum húsa til
að draga úr hávaða því hávaði fer
úr 50db í 60 sem dæmi. Hvað með
efri hæðir húsa því hljóðið end-
urkastast í allar áttir.
Framkvæmdaraðilar kynna
ákveðnar lausnir á þeim umferð-
arhávaða sem af framkvæmd muni
leiða niður fyrir það viðmið-
unargildi að bæta varnir fyrir
hljóðstig sem er 50 db og eftir því
sem hljóðstig hækkar fjórfaldast
hávaðinn. Þessi málatilbúnaður
framkvæmdaraðila er mjög handa-
hófskenndur og ótraustvekjandi
og efast íbúar um að fram-
kvæmdaraðilar geti í raun uppfyllt
skilyrði um hljóðvist í Hamra-
hverfi. Sundabraut á ekki að
liggja í gegnum skipulagt íbúðar-
hverfi enda sagði Steinunn Valdís
Óskarsdóttir borgarstjóri að
Hallsvegur verði með einfaldri ak-
rein til næstu 25 ára sem er í and-
stöðu við Vegagerð ríkisins sem
segir að gert sé ráð fyrir Halls-
vegi sem fjögurra akreina götu í
framtíðinni enda sýna umferð-
arspár að full þörf sé fyrir þeim
afköstum á þessum kafla Halls-
vegar.
Það er mín skoðun að R-listinn
eigi að byggja háhýsi á þessum
vannýttu eyjum í kringum Reykja-
vík eins og Viðey og færa Sunda-
braut niður á Sæbraut í göng und-
ir Viðey síðan út í Geldingarnes
þaðan áfram upp á Kjalarnes í
sátt við íbúa Grafarvogs. Enda er
þetta mál varðandi Sundabraut
komið í hendur lögmanns míns
fyrir mína hönd til að krefjast
þess að umhverfisráðherra felli úr
gildi hinn kærða útskurð Skipu-
lagsstofnunar um mat á umhverf-
isáhrifum 1. áfanga Sundabrautar
í Reykjavík.
Jóhann Páll Símonarson.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Úrval svíninga.
Norður
♠DG532
♥Á2
♦43
♣ÁG109
Suður
♠Á10864
♥KG3
♦ÁG10
♣K3
Suður verður sagnhafi í sex spöðum
og fær út tígulkóng. Hvernig er best að
spila?
Þrjár svíningar standa til boða, en
rétt er að hafna tveimur þeirra, að
minnsta kosti. Best er að leggja niður
spaðaásinn í öðrum slag – kóngurinn er
blankur í 26% tilfella og ef hann kemur
fljúgandi eru vandamál sagnhafa úr
sögunni. Ef kóngurinn lætur ekki sjá
sig er best að taka hjartaás og svína
gosanum. Þessi leið skilar vinningi í
63% tilfella, en á slæmum degi á vestur
hjartadrottningu og austur spaðakóng-
inn. En þá er bara að taka því.
Laufið er tálsýn. Jafnvel þótt sagn-
hafi taki ÁK og felli drottninguna, þarf
að henda tveimur tíglum niður heima
og þá verður sá mótherji sem byrjaði
með Dx að eiga einn spaða – sem er
mjög á móti líkum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4
5. Dc2 Bxc3 6. Dxc3 De7 7. a3 d5 8.
cxd5 Rxd5 9. Db3 Rb6 10. d3 O-O 11.
Be2 a5 12. Bd2 Be6 13. Dc2 a4 14. Hc1
Bb3 15. Dc5 Df6 16. e4 Rd7 17. Db5
Hfb8 18. Bc3 Ha6 19. d4 exd4 20. Bd2
Hb6 21. Dh5 Be6 22. Hc2 Hb3 23. Bg5
Dg6 24. Dxg6 hxg6 25. Rd2 d3 26. Rxb3
dxc2 27. Ra1 Rd4 28. Bd3 Bb3 29. Kd2
Rc5 30. Rxc2 Rde6 31. Be7
Staðan kom upp á milli Peter
Svidlers (2735), hvítt, og Loek Van
Wely (2679) á Amber mótinu sem lauk
fyrir skömmu í Mónakó. Stundum þarf
að undirbúa mátstef nokkrum leikjum
áður en þau koma upp. Þessi staða er
ekki beint dæmi um slíkt en lokaleik-
urinn er fallegur þar eð óvenjulegt er
að hvíti kóngurinn verður óverjandi
mát á c3 með svo fáum mönnum á
borðinu. 31... Rxd3! 32. Kxd3 He8! 33.
Bb4 c5 34. Bd2 Hd8+ 35. Kc3 Rc7!
Óvæntur leikur sem hótar óverjandi
máti á b5 og sá hvítur því sig sig knú-
inn til að gefast upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
80 ÁRA afmæli. Í dag, 25. apríl, eráttræður Guðmundur Sigurðs-
son, húsasmíðameistari, Kópavogs-
braut 1A. Hann dvelur, ásamt Ólöfu
Jóhannsdóttur, konu sinni, á Spáni á
afmælinu.
85 ÁRA og 50 ÁRA afmæli. Feðg-
arnir Ólafur Guðmundsson og Benóný
Ólafsson verða 85 ára og 50 ára um
þessar mundir og ætla af því tilefni að
slá upp fagnaði laugardaginn 30. apríl
kl. 19 á Grand hóteli í Reykjavík. Von-
ast þeir eftir að vinir, ættingjar og
vinnufélagar samfagni með þeim.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
ÍSLENSKI Kvennakórinn í Kaup-
mannahöfn er kominn í tónleikaferð
til landsins og mun taka þátt í kóra-
móti íslenskra kvennakóra sem fer
fram í Hafnarfirði helgina 29. apríl –
1. maí.
Fyrstu tónleikar kórsins verða
annað kvöld kl. 20 á vegum Tónlist-
arskóla Akraness í Vinaminni, Safn-
aðarheimili Akraneskirkju. Aðrir
tónleikar kórsins verða á fimmtu-
daginn kl. 20 í Seltjarnarneskirkju.
Kórinn mun þá syngja nokkur lög á
sameiginlegum tónleikum íslenskra
kvennakóra laugardaginn 30. apríl
kl. 17 í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði,
jafnframt því sem hann tekur þátt í
sameiginlegum flutningi á nýju kór-
verki eftir Tryggva M. Baldvinsson
með öðrum íslenskum kvennakór-
um, sem fram fer sunnudaginn 1.
maí kl. 14 í Íþróttahúsinu við
Strandgötu, Hafnarfirði.
Tónleikadagskrá kórsins að þessu
sinni verður mjög fjölbreytt og mun
kórinn syngja íslensk og önnur nor-
ræn lög, ásamt lögum frá Austur-
Evrópu og Suður-Ameríku. Kórinn
hefur fengið danska tónlistarmann-
inn Poul Pock-Steen til liðs við sig,
en hann mun leika á orgel, flautu og
trommu á tónleikunum.
Íslenski Kvennakórinn í Kaup-
mannahöfn var stofnaður á haust-
mánuðum 1997 af Ingibjörgu Guð-
jónsdóttur óperusöngkonu,
stofnanda og núverandi stjórnanda
Kvennakórs Garðabæjar. Íslenska
Kvennakórinn í Kaupmannahöfn
skipa 24 íslenskar konur, búsettar á
Kaupmannahafnarsvæðinu um
lengri eða skemmri tíma.
Stjórnandi kórsins síðastliðin 6 ár
er Sigríður Eyþórsdóttir cand.phil.í
tónlistarfræðum frá Háskólanum í
Álaborg.
Kaupmanna-
hafnarkonur
syngja
Ingibjörg
Guðjónsdóttir
Tryggvi M.
Baldvinsson