Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 19 UMRÆÐAN Nýjar tilskipanir Evrópusambandsins um opinber innkaup Ráðstefna um breytingar í lagaumhverfi opinberra innkaupa Grand Hótel Reykjavík 28.apríl 2005 Á ráðstefnunni, sem ætluð er forstöðumönnum og ábyrgðarmönnum innkaupa í ráðuneytum, stofnunum og sveitarfélögum, lögfræðingum og ráðgjafarverkfræðingum, verður farið yfir þær fjölmörgu og veigamiklu breytingar sem eru í nýjum tilskipunum Evrópusambandsins um opinber innkaup. Megin áherslan í umfjölluninni verður á: Innleiðingu og gildistöku tilskipananna á Íslandi, megin breytingar í útboðsferlinu, ábyrgð vegna brota á útboðsreglum, samningskaup og samningskaupaferlið, kærunefnd útboðsmála og samræmd innkaup, s.s. rammasamninga. Allir fyrirlesarar eru meðal fremstu sérfræðinga í lögum um opinber innkaup. Aðal ræðumaður verður prófessor við háskólann í Nottingham, Sue Arrowsmith. Einnig prófessor Steen Treumer, Ph D, við Copenhagen Business School og íslenskir lögmenn með sérþekkingu á þessu sviði þeir Skúli Magnússon héraðsdómari og Othar Örn Petersen hrl. frá LOGOS, en þeir munu skoða málið frá íslensku sjónarhorni. Ráðstefnan er alþjóðleg og fara fyrirlestarnir fram á ensku. Þátttökugjald er kr. 27.000, innifalið kaffi og hádegisverður. Sjá einnig nánar um efni fyrirlestra og feril fyrirlesara á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is . Dagskrá: 9.20 Introduction and opening of the conference Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 9.30 Implementation of the new EU directives in Iceland Skúli Magnússon, héraðsdómari 10.00 Key changes affecting award procedures Professor Sue Arrowsmith 10.45 Discussion and questions 10.55 Coffee break 11.10 On liability for violation of procurement rules Assistant professor Steen Treumer 11.55 Discussion and questions 12.05 Lunch 13.00 Competitive dialogue and negotiated procedures Professor Sue Arrowsmith 13.45 Discussion and questions 14.00 Complaints committee for public procurement- lessons learned Othar Örn Petersen hrl. 14.30 Discussion and questions 14.40 Coffee break 15.00 Framework agreements Professor Sue Arrowsmith 15.40 Discussion and questions 15.50 Close of conference Hægt er að skrá sig rafrænt: http://www2.hi.is/page/eu-procurementdirectives eða í síma 530 1400. Háskóli Íslands Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála Fjármálaráðuneytið UM ALLLANGT skeið hefur maður fylgst með því hvernig stjórnmálamennirnir og stjórn- málaumræðan hefur fjarlægst al- menning í landinu. Þetta er samt ekkert séríslenskt ástand, hið sama hefur gerst víðar og þar hef- ur þátttaka í kosningum verið að dragast saman og stjórnmála- umræðan lokast inni í fámennum flokksklíkum. Stjórnmálamenn almennt virðast ekki hafa miklar áhyggjur af þessu ástandi, enda er mun þægilegra að fá að vinna í friði fyrir eilífu nuddi í kjósendum. Það er orðin lenska hér á landi að stjórnmálahreyfing- arnar loka á kjósendur sína daginn eftir kosningar, telja sig þá komn- ar með e.k. allsherjarumboð sem gildir til næstu kosninga. Ástandið sem tekur við að kosn- ingum loknum er nokkurn veginn svona: Ráðherrar taka til starfa og reyna að einangra sig frá þinginu eins og kostur er; ráða sér aðstoð- armenn og spunameistara sem slá um þá skjaldborg. Ráðandi aðilar í ríkisstjórninni hafa fjarlægst um- bjóðendur sína svo rækilega að þeir telja að mestur mannsbragur sé af því að taka óvinsælar ákvarð- anir og þá helst án þess að ráð- færa sig við nokkurn mann, þannig birtist karlmennska stjórnmála- mannsins í tærastri mynd. Þing- menn úr stjórnarliði skipta með sér nefndum og verja sína ráð- herra þegar á þarf að halda, eru að öðru leyti nánast úr leik. Þing- menn stjórnarandstöðunnar stunda e.k. viðbragðapólitík; hafa sig lítt í frammi að fyrra bragði en stökkva til þegar færi gefast og veikleikar finnast í málflutningi stjórnarherr- anna. Sjaldan örlar á rishárri hugsun og hugmyndafræði sem er stærri en hvunndagurinn í þinginu. Þingheimur sameinast svo iðu- lega þvert á flokkslínur í sérkenni- legustu málum og á stundum í al- veg dæmalausu kjördæmapoti, eins og afar nýleg dæmi sýna. Til að fjarlægja stjórnmálavettvanginn enn frá almenningi í landinu hafa ýmis málefni sem áður lifðu þokka- legu lífi í grasrótinni verið færð inn í stofnanir eða undir fræðasvið sem ekki eru opin hverjum sem er. Þetta ástand hefur að mínu viti orðið til að firra kjósendur frá stjórnmálamönnunum í landinu og hindra þá í að taka virkan þátt í stjórnmálastarfi. Þetta gerist á sama tíma og ljóst er að ferskar lýðræðishugmyndir hafa búið um sig hjá almenningi og fólk lætur vel í sér heyra þegar því er mis- boðið, eins og sannast af um- ræðum um fiskveiðistefnuna og kvótamálin, veru Íslands á lista hinna viljugu í Íraksstríðinu, virkj- anirnar á hálendinu, öryrkjamálin, fjölmiðlafrumvörpin og blessað eft- irlaunamálið. Þessi dæmi sanna fyrir mér að Íslendingar eru fúsir til vitrænna skoðanaskipta við stjórnmálamenn sína og láta ekki lengur bjóða sér hvað sem er. Fólk vill að hlustað sé á skoðanir þess og það vill einnig að þannig sé stjórnað að ekki þurf sífellt að knýja málin í gegn með því að beita aflsmunum. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir fór að kynna Íslendingum hugmyndir um um- ræðustjórnmál eða samráðstjórnmál sem hafa rutt sér til rúms í stjórnmálaumræð- unni á Vesturlöndum síðasta áratuginn eða svo kveikti hún ræki- lega í mér, og ég átti ekki von á öðru en að þessar hugmyndir fengju afar fljótt vængi innan Sam- fylkingarinnar. Kjarn- inn í þessari hug- myndafræði er ekki flókinn og Ingibjörg Sólrún lýsti honum prýðilega í blaða- grein: … þær byggja í grundvallaratriðum á því viðhorfi að stjórn- málamenn eigi ekki öðru fremur að stjórna fólki heldur stjórna með fólki. Þó að kjósendur feli fulltrúum sínum til- tekið vald þá hafa þeir ekki skuldbundið sig til aðgerðarleysis á milli kosninga. Í lýðræðissamfélagi á allt vald uppruna sinn hjá fólkinu og þess vegna þarf í stjórnskipan þess, lögum og vinnulagi að finna jafnvægi milli kjörinna fulltrúa og svo þess almennings sem eðlilega hefur skoðanir á sínu nánasta um- hverfi. Hún bendir jafnframt á mikilvægi þess að hugmyndir okk- ar um lýðræðið taki mið af sam- félagi 21. aldarinnar þar sem bæði einstaklingar og samtök hafa for- sendur og áhuga á að koma að til- teknum málum án þess þó að hafa stjórnmál að atvinnu. Þetta er eins og talað úr mínu hjarta. Þess vegna ætla ég að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu í for- mannskjöri Samfylkingarinnar. Þess vegna á ég enga ósk heitari en að Samfylkingin velji sér leið samráðsstjórnmála í stað átaka- stjórnmála og verði sú breiðfylking jafnaðarmanna sem að var stefnt og mótað getur stjórnmálin á Ís- landi til framtíðar. Um hvað hverfast stjórnmál? Sigurður Svavarsson fjallar um stjórnmál og ræðir hvers vegna fólk vill ekki taka þátt í stjórnmálum ’Þingheimur sameinastsvo iðulega þvert á flokkslínur í sérkenni- legustu málum og á stundum í alveg dæma- lausu kjördæmapoti, eins og afar nýleg dæmi sýna.‘Sigurður Svavarsson Höfundur er útgáfustjóri. ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Þar sem konurnar versla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.