Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 33 Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning Ath. Aðgangur ókeypis www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „verulega vönduð... og ég táraðist líka“ H.Ó. Mbl Pakkið á móti Eftir Henry Adams Fim. 21.4 kl 20 3. kortas. UPPSELT Fös. 22.4 kl 20 4. kortas. UPPSELT Lau. 23.4 kl 20 5. kortas. UPPSELT Fös. 29.4 kl 20 6. kortas. Örfá sæti laus Lau. 30.4 kl 20 7. kortas. Örfá sæti laus HINIR leikglöðu nemendur Fjöl- brautaskóla Suðurlands koma nokk- uð á óvart með því að velja sér Músagildruna eftir Agöthu Christie til að sýna þetta árið. Nógu er nú leikritið frægt og vinsælt en það var sýnt árum og áratug- um saman í London þar til nýlega og alltaf uppselt. Hins vegar voru leiksýningar í breska raunsæis- stílnum gríðarlega vin- sælar hér á landi um miðja síðustu öld og upp úr því. Leikfélag NFSu hefur sett upp stórsýningar með tón- list annað árið og sýn- ingar sem eru minni umfangs hitt árið. Sýningin nú er prýðilega unnin hjá Ólafi Jens leik- stjóra og leikhópnum en hennar stærsti kostur er nostursamlegur natúralismi í sviðsmynd, búningum og leikstíl og svo skemmtilega unnin að áhorfendur eru leiddir marga áratugi aftur í tímann, aftur fyrir miðja síðustu öld. Frumsýningin bar nokkur merki frumsýningarskrekks sem birtist einna helst í hægum innkomum og hægum ljósabreytingum en það var þó smávægilegt miðað við fyrr- greinda kosti. Leikstjórinn hafði unnið vel með persónusköpun og tæknileg smáatriði í leik en dýptin í þeirri vinnu átti mestan þátt í hve vel tókst að halda spennu og óvænt atvik í raunsæislegri atburðarásinni hittu alltaf beint í mark. Leikritið fjallar um það hvernig fyrsta helgin sem ung hjón á landsbyggðinni selja gestum herbergi og mat snýst upp í martröð morða og hefnda þegar allt er ófært vegna snjókomu. Ungu Ralstonhjónin léku þau Anna Hansen og Baldvin Karel Magn- ússon afskaplega vel, sýndu kær- leika sinn hvort til annars, áhyggjur af gestunum og tortryggni þegar at- burðarásin náði hámarki. Baldvin var flinkur í alls kyns kækjum og dálitlum sauðshætti húsbóndans og Anna var skemmtilega ákveðin í að allt ætti að ganga upp svo gest- unum liði vel. Óðinn Davíðsson Löve lék Trotter undirforingja sem ekki virtist allur þar sem hann var séð- ur og tókst prýðilega að sýna hinar tvær ólíku hliðar persón- unnar. Kristín Gests- dóttir var fyndin sem útlendingurinn tor- tryggilegi Paravicini og Dóra Haraldsdóttir fáguð sem Metcalf majór. Herdís Ólöf Kjartansdóttir léði hinni þöglu og sorgmæddu ungfrú Casewell nokkra dýpt og Hugrún Geirsdóttir virtist þroskuð og reynslumikil sem hin neikvæða og aðfinnslusama frú Boyle. Ólafur Hannesson var afskaplega fyndinn í hlutverki hins sérkennilega og taugaveiklaða Kristófers Wren. Leikfélag Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi má mjög vel við una að hafa innan- borðs svo færa leikara sem vita hvernig þau eiga að nýta sér færni leikstjórans við persónusköpun. Unnendur sakamálasagna ættu sannarlega að hafa ánægju af því að horfa á krakkana í leikhúsinu við Sigtún. LEIKLIST Leikfélag NFSu Höfundur: Agatha Christie. Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson. Sviðsmynd: Árni Magnússon og fleiri. Búningar: Anna Hansen. Ljósahönnun: Sævar Logi Ólafs- son og Dagur Hilmarsson. Frumsýning í Litla leikhúsinu við Sigtún, 14. apríl 2005 Músagildran Hrund Ólafsdóttir Agatha Christie Á SUMARHÁTÍÐ Borgarbókasafnsins á sumardaginn fyrsta voru m.a. afhent Bókaverðlaun barnanna sem börnin hafa sjálf valið í atkvæðagreiðslu. Í flokki íslenskra frumsaminna barnabóka hlaut Guðrún Helgadóttir verðlaunin fyrir Öðruvísi fjöl- skyldu sem Edda gaf út. Þá hlaut bókin 100% Nylon einnig verðlaun. Marta María Jónasdóttir ritstýrði og Edda gaf út. Í flokki þýddra barnabóka varð Kafteinn Ofurbrók og brjálaða brókarskassið í þýðingu Bjarna Frímanns Karlssonar fyrir valinu, útgefandi þeirrar bókar er JPV-útgáfa. Bókaverðlaun barnanna SÝNING Ransu í Gallerí Plús á Ak- ureyri er annar hluti í sýningarröð- inni Virðingarvottur til staðgengils- ins, sem vísar, samkvæmt texta sem fylgir sýningunni, í röð verka eftir Joseph Albers, Virðingarvottur til ferningsins (Homage to the square) einskonar holdgervingu svokall- aðrar „Gestalt gagnhverfu“ sem er upplifun á litum og formum sem skynrænni heild. Fyrsti hlutinn var í Slunkaríki á Ísafirði og er nýlokið, undirtitill þeirrar sýningar var Kenning um skynjun og var athygl- inni sérstaklega beint að svokallaðri „gagnhverfu“ ákveðinni sjónblekk- ingu þegar eftirsýn formanna birtist manni í andstæðum litum. Á sýningunni á Akureyri sem ber undirtitilinn Lögmál um skynjun leggur listamaðurinn áherslu á skynheild í rými. Innsetningin sam- anstendur af litlum ferningslaga málvekum á mdf-plötum og stærri flötum máluðum beint á vegginn í mismunandi litum þar sem línu- teiknað hringform er endurtekið í sömu stærð oftast í andstæðum lit- um. Þessari innsetningu fylgir stutt endurtekið myndbrot úr myndinni The Hudsucker Proxy þar sem lítill drengur leikur með rauðan húla hopp-hring. Það sem Paul Klee kallar mis- skilning milli listamanns og leik- manns, það að tengja hrein form við aðrar sjónrænar upplifanir sem minna á eitthvað úr náttúrunni, er sá þáttur sem Ransu leggur áherslu á sem mikilvægan þátt í verkunum, sem óumflýjanlegt skapandi hlut- verk áhorfandans og part af heild- arskynjun hans. Að sama skapi sé listamaðurinn aldrei óháður slíkum tengingum, en jafnvel Klee sem trúði á hið „hreina í forminu“ við- urkennir að fyrr eða síðar elti teng- ingar ýmiss konar listamanninn uppi án íhlutunar leikmanna. Jos- eph Albers lagði áherslu á sálræn áhrif lita og ákvarðaði þá markvisst í samræmi við rannsóknir á sjón- blekkingum, sem aftur tengist lit- beitingu Bliklistar, eða Op-listar, og má segja að hér sé Ransu að votta þessari aðferða- og hugmyndafræði virðingu með beinum hætti. Sem dæmi um tengsl í sambandi við skynheildarupplifun, þá minnti innsetningin undirritaða á ólympíu- hringina sem síðan leiddu til ákveð- ins samanburðarleiks á milli verka. Svartur veggur með gulum hring minnir á sólmyrkva við fyrstu sýn, en við stíft horf á gula hringinn birt- ist andstæður glóandi blár hringur utan og innan við þann gula sem lit- ar miðju verksins fjólubláa og setur hina staðbundnu upplifun í uppnám. Svipaðir effektar framkallast í öllum verkunum á mismunandi hátt. Þeg- ar grunnurinn og hringurinn hafa svipað litígildi eins og í ljósbrúnum og bleikum, þá fer ljósgrænn hring- ur að birtast á skilum litanna og vegna blinda punktsins í auganu hverfur hringurinn sjónum áhorf- andans að hluta eða alveg um stund áður en hann birtist aftur. Þessi leikur með gagnhverfuna verður ákaflega spennandi þegar maður á annað borð er farinn að eltast við hann. Sýningin vísar til mismunandi hugmynda um abstraktmálverkið á síðustu öld en er þó fyrst og fremst einstök sjónræn upplifun áhorfand- ans sem takmarkast þó af þeim áhuga og forvitni sem hann leggur í áhorfið. Það má því ætla að sýningin geti verið hvort heldur áhugaverð og skemmtileg eða einhæf og leið- inleg, allt eftir því hvað gerist í aug- um áhorfandans og hvernig það tengist hugarheimi hans. Leikur með skynjun „Sýningin vísar til mismunandi hugmynda um abstraktmálverkið á síðustu öld en er þó fyrst og fremst einstök sjónræn upplifun áhorfandans sem takmarkast þó af þeim áhuga og forvitni sem hann leggur í áhorfið.“ MYNDLIST Gallerí + Brekkugötu 35, Akureyri Sýningu lokið. JBK Ransu Virðingarvottur til staðgengilsins Þóra Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.