Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SKEIFUDAGUR Landbúnaðarháskóla Íslands fór fram síðastliðinn laugardag. Nafnið á deginum er dregið af veglegum verðlaunagrip sem Morgunblaðið hefur gefið allt síðan 1957, Morgunblaðsskeifunni. Þessi viðburður hefur orðið að stærsta hestatengdu uppákomunni innan skólans sem haldin er árlega. Hestamennskan á sér langa sögu á Hvanneyri. Þar stofnaði til dæmis Gunnar Bjarnason fyrsta reiðskóla Ís- lands og má segja að hann sé enn starfræktur undir þaki Landbúnaðarháskólans. Þetta árið varð sú nýbreytni á að keppnin fór fram á Mið-Fossum við Hvanneyri. Þar hefur að undanförnu verið í gangi mikil uppbygging á aðstöðu til hesta- mennsku og sýningarhalds. Síðastliðinn vetur hefur öll kennsla í hestamennsku hjá Landbúnaðarháskólanum farið þar fram en aðstaðan á Mið-Fossum er eins og best verður á kosið til kennslu og hestamennsku. Nú síðast var þar byggður upp hringvöllur sem keppnin fór fram á og er verið að vinna við að byggja nýja skeið- og kyn- bótabraut sem á að taka í notkun von bráðar. Ljóst er að þessi aðstaða á Mið-Fossum á eftir að vera mikil lyfti- stöng fyrir hestamennskuna á Hvanneyri og nágrenni. Hallveig sópaði að sér verðlaunum Að þessu sinni var það Hallveig Guðmundsdóttir sem hlaut Morgunblaðsskeifuna. Sá sem hlýtur skeifuna hef- ur náð bestum samanlögðum árangri í verklegu tamn- ingaprófi, verklegu gangtegundaprófi, í bóklegu prófi í tamningum og reiðmennsku og svo gildir árangur í keppninni á Skeifudaginn einnig. Hallveig stóð einnig uppi sem sigurvegari í Skeifukeppninni og fékk að laun- um Bændasamtakabikarinn. Það var ekki nóg með það því hún fékk einnig ásetuverðlaun Félags tamninga- manna, FT. Sú verðlaun hafa verið veitt frá því 1971 þeim nemanda sem þykir hafa fallegustu og bestu áset- una. Hallveig fékk einnig að launum fyrir efsta sætið folatoll undir stóðhestinn Fák frá Auðsholtshjáleigu og 15.000 kr. inneign í MR-búðinni. Hallveig var vel að þessum verðlaunum komin og ljóst að þar fór góður knapi. Kristín María Birgisdóttir hlaut Eiðfaxabikarinn að þessu sinni fyrir hirðingu og snyrtimennsku að mati samnemanda, kennara og starfsfólks í kennsluhúsi. Samhliða Skeifudeginum var haldin opið töltmót, Skeifutölt Grana. Skeifutöltið vann Hrafnhildur Guð- mundsdóttir á Mósarti frá Leysingjastöðum. Hrafnhild- ur kom efst inn í úrslit og hélt fyrsta sætinu allt til loka með glæsibrag. Mósart er glæsilegur hestur sem gæti hugsanlega gert það gott á keppnisvellinum í sumar. Jakob Sigurðsson, sigurvegari síðasta árs, sem reið að þessu sinni Von frá Eyri endaði annar eftir að hafa unnið sig upp um eitt sæti frá forkeppninni. Önnur úrslit voru eftirfarandi: Úrslit í Skeifutölti 1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Faxi, Mósart frá Leysingjastöðum, grár, 8v. 7,6//7,6 2. Jakob Sigurðsson, Dreyri, Von frá Eyri, bleik, 7 v. 6,0/7,0 3. Helga Una Björnsdóttir, Þytur, Orða frá Gauksmýri, jörp, 8 v. 6,3/ 6,6 4. Helgi Gissurarson, Faxi, Hermann frá Kúskerpi, jarpur, 9 v. 6,2/6,2 5. Haukur Bjarnason, Faxi, Bliki frá Skáney, rauðblesóttur, 12 v. 6,3/6,0 Úrslit í Skeifukeppni 1. Hallveig Guðmundsdóttir frá Reykjavík 2. Sig- tryggur Veigar Herbertsson frá Dalvík 3. Eyþór Dal- mann Sigurðsson frá Sólheimum Hallveig Guðmundsdóttir hlaut Morgunblaðsskeifuna, fyrir hæstu lokaeinkunn í áfanganum hrossarækt, Ásetuverðlaun FT, fyrir bestu ásetu og stjórnun meðal keppenda í Skeifukeppni, Bændasamtakabikarinn, fyrir að standa efst í úrslitum gangtegundaprófs. Kristín María Birgisdóttir hlaut Eiðfaxabikarinn, fyrir hirðingu og snyrtimennsku í verki. Eyþór Dalmann Sigurðsson hlaut Töltbikar Grana fyrir hæstu einkunn keppenda frá hestamannafélaginu Grana í Skeifutölti. Keppt um Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri Morgunblaðið/Eyþór Árnason Meistari Hallveig Guðmundsdóttir með skeifuna. Hallveig Guð- mundsdóttir hlaut skeifuna Eftir Eyþór Árnason eythor@mbl.is Akranes | Björgunarfélag Akraness hefur tekið í notkun öflugan jeppa sem félagið keypti frá Bandaríkjun- um, af Ford Excursion gerð, og hefur jeppanum verið breytt hjá Icecool- fyrirtækinu á Selfossi. Sigurður Axel Axelsson, einn af meðlimum Björgunarfélags Akraness og félagi í undanfarasveit félagsins, segir að jeppinn verði mikilvægur hlekkur í starfi félagsins enda eigi hann að komast flestallar ófærur eftir breytingarnar. Vélin er 6 lítra dísilvél, 325 hestöfl, sjálfskiptingin er með skriðgír og á 44 tommu dekkjum eru okkur flestir vegir færir. Sú nýjung verður í jeppanum að hægt verður að vera í þráðlausu net- sambandi nánast hvar sem er í ná- grenni við senda Emax-fyrirtækisins sem er í eigu Þekkingar ehf. á Ak- ureyri. Ásgeir Kristinsson, formaður Björgunarfélags Akraness, segir að upplýsingaflæði sé einn mikilvægasti hlutinn í björgunarleiðöngrum og með aukinni útbreiðslu Netsins í gegnum þráðlaust kerfi sé nú hægt að vera með tölvu í jeppanum og hafa samband við björgunarmiðstöðvar með þeim hætti. „Við vinnum mikið í gegnum miðlægar skrár og það flýtir fyrir öllu ferlinu ef við getum verið með jeppann í stöðugu netsambandi í björgunarleiðöngrum. Við erum, að ég held, fyrsta Björgunarfélagið sem fær slíkan útbúnað til umráða og það verður spennandi að sjá hvernig þessi tækni nýtist okkur. Enda er þetta tækni sem á eftir að vera ráðandi á þessu sviði í framtíðinni,“ sagði Ás- geir. Hann bætti því við að í jeppan- um yrði útbúnaður frá fyrirtækinu Sögu sem sendir upplýsingar á 5 sek- úndna fresti um staðsetningu jepp- ans. „Í gegnum heimasíðu með okkar lykilorði getum við séð ferðir bílsins í rauntíma. Þetta er sérstaklega mik- ilvægt þegar við erum að sinna óveð- ursaðstoð,“ sagði Ásgeir. Öruggt netsamband Sverrir Guðmundsson, „tölvu- bóndi“ frá Hvammi í Norðurárdal og starfsmaður Þekkingar, segir að fyr- irtækið hafi ákveðið að útvega félag- inu búnað sem til þarf við móttöku á þráðlausu Internettengingunni. Hef- ur verið búið svo um hnútana að Björgunarfélagið þarf ekki að greiða fyrir afnot af þráðlausa kerfinu sem er nú víðsvegar á landinu. Sverrir sagði að hann hefði gert ýmsar til- raunir í starfi sínu að undanförnu og nú væri svo komið að hægt væri að vera í netsambandi á þjóðvegi 1 frá mynni Hvalfjarðarganga að norðan- verðu og alla leið upp í Norðurárdal. „Við teljum að björgunarfélagið geti verið í netsambandi í allt að 20–30 km fjarlægð frá þeim sendum sem nú eru til staðar. En þeim fjölgar jafnt og þétt,“ sagði Sverrir. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Nýr bíll Sverrir Guðmundsson frá Þekkingu ehf., Ásgeir Kristinsson, for- maður Björgunarfélagsins, og Sigurður Axel Axelsson við hlið jeppans. Þráðlaus netteng- ing í öflugum jeppa Stykkishólmur | Það var hátíðleg og fjölmenn stund er fyrsta skóflu- stunga að nýjum leikskóla í Stykk- ishólmi var tekin föstudaginn 22. apríl. Leikskólanemendurnir komu í skrúðgöngu frá núverandi leik- skóla í fylgd foreldra og starfs- fólks. Það var ekki bara fyrsta skóflustungan sem var tekin held- ur reyndust þær fleiri. Leik- skólabörnin sjálf mættu með skófl- ur og fengu það verkefni að hefja framkvæmdir. Þau sýndu mikinn vilja að koma verkinu af stað og létu skófluhendurnar standa fram úr ermum. Ákafi barnanna er tákn- rænn fyrir þann hraða sem fram- kvæmdin á að taka. Áætlað er að flytja inn í nýja leikskóla innan árs. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri sagði frá fyrirhuguðum fram- kvæmdum. Leikskólinn er í Tjarn- armýri við innkomuna í bæinn. Hann verður þriggja deilda leik- skóli, 522 fermetrar að stærð með stækkunarmöguleika upp á 72 fer- metra fyrir fjórðu deildina. Guðrún Ingvadóttir hjá Arkís er arkitekt hússins en burðarvirki og lagnir er unnið af VST og Landhönnun á Selfossi sér um lóðarhönnun. Leikskólastarf í Stykkishólmi á sér langa sögu. Systurnar á St. Fransiskusspítalanum hófu rekstur leikskóla fyrir bæjarbörn árið 1957. Þá var leikskólinn aðeins starfandi á veturna og sumardval- arheimili á sumrin. Árið 1997 tók Stykkishólmsbær alfarið við rekstri skólans. Systurnar settu sitt jákvæða mark á uppeldi barnanna á þessum árum og eru Hólmarar þakklátir þeim fyrir þeirra fórn- fúsa starf. Í leikskólanum er tekið á móti börnum frá 18 mánaða aldri til 6 ára. Núna eru um 70 nemendur í skólanum og starfsmenn 17. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Margar skóflur Óli Jón Gunnarsson fylgist ánægður með dugnaði ungu Hólmaranna við fyrstu handtökin að nýjum leikskóla í Stykkishólmi. Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.