Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjörtur MagnúsGuðmundsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1924. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 18. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðmundur R. Magnússon bakari, f. 1897, d. 1968, og Lilja Hjartardóttir, f. 1895, d. 1925. Alsyst- ur Hjartar voru Val- gerður, f. 1919, d. 1996, og Margrét, f. 1920, d. 2001. Seinni kona Guð- mundar var Svanhildur Gissurar- dóttir, f. 1901, d. 1984. Þau eign- uðust Gissur Karl, f. 1931, d. 1999, Elsu Unni, f. 1934, og Braga Krist- in, f. 1942. Fyrri kona Hjartar var Bryndís Karlsdóttir, f. 1929. Sonur þeirra er Karl, lögregluþjónn, f. 1948. Kona hans er Ragnheiður Hrefna Gunn- arsdóttir, f. 1950. Börn þeirra eru 1961. Dóttir Stefaníu er Guðrún Rósa Björnsdóttir, synir Helga eru Hrafn, Sigmundur og Hans, fóstur- dóttir þeirra er Anna Vilborg Óm- arsdóttir. Gunnhildur, f. 1957, fyrr- verandi maki Gunnar Friðjónsson, fósturdóttir þeirra er Katrín Birna Viðarsdóttir, f. 1986. Ingibjörg, f. 1962, synir hennar eru Stefán Þór Bjarnason, f. 1986, og Ingólfur Kol- beinn Bjarnason, f. 1998. Skarphéð- inn Þór, tónmenntakennari, f. 1963. Kona hans er Guðrún Sigríður Loftsdóttir, f. 1966. Þeirra börn eru Anna Sigríður, f. 1988, og Hjörtur Ingi, f. 1996. Fyrir átti Guðrún Sig- ríður Valdimar Þór, f. 1982. Sonur Guðrúnar Rósu, fóstursonur Hjart- ar, var Kjartan Baldursson, f. 1951, d. 1999. Kona hans var Ásdís Emilía Björgvinsdóttir, f. 1960. Dóttir þeirra er Guðrún Edda, f. 1999. Hjörtur ólst upp í Reykjavík, fór í Verzlunarskóla Íslands og vann ýmis verkamanna- og verslunar- störf þar til hann stofnaði versl- unina Hjartarkjör sem hann rak til ársins 1984. Síðustu starfsárin vann hann hjá Raftækjaverslun Sigurðar Guðjónssonar. Hann bjó í Kópavogi frá 1954 til dauðadags. Útför Hjartar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jón Þór, f. 1969, maki María Gunnarsdóttir, f. 1970. Dóttir þeirra er Þorbjörg Birta, f. 2001. Gunnar Kristó- fer, f. 1973, Bryndís, f. 1980, og Hjördís, f. 1994. Seinni kona Hjartar er Guðrún Rósa Sigurðardóttir, f. í Hælavík 9. sept. 1930. Þeirra börn eru: Lilja, f. 1953, félagsliði, fyrr- verandi maki Magnús S. Aðalsteinsson, börn: Helga, f. 1975, og Hjörtur, f. 1980. Sig- rún, sérkennari, f. 1954, börn: Magnús Þór Hallgrímsson, f. 1971, og Jóhann Gunnar Jónsson, f. 1981, maki Unnur Stella Guðmundsdótt- ir, f. 1980, sonur þeirra er Gunnar Máni, f. 2004. Guðmundur skipa- smiður, f. 1955. Kona hans er Þór- halla Jónsdóttir, f. 1958. Sonur þeirra er Kjartan Arnar, f. 2001. Stefanía, hjúkrunarfræðingur, f. 1956, maki Helgi Hrafnsson, f. Fyrir hartnær þrjátíu árum gekk ég ásamt afa mínum upp tröppurnar á Löngubrekku 47. Afi hringdi bjöll- unni og sagði við mig: Hérna býr hann pabbi þinn. Mér brá því vegna skilnaðar for- eldra minna er ég var smábarn hafði ekki verið neitt samband þar á milli. En ótti minn var ástæðulaus því ég fékk yndislegar móttökur eins og alla tíð síðan. Ég eignaðist ekki bara pabba, heldur líka aðra mömmu og stóran systkinahóp. Og ég var ekki einn, börnin mín eignuðust afa og ömmu og konan mín tengdaforeldra sem hún hafði ekki átt þá. Fljótlega fann ég að pabbi var bjargið í fjöl- skyldunni sem allt mæddi á. Hann stóð alltaf upp úr, sama á hverju gekk hjá okkur hinum. Á þessum árum rak pabbi ásamt Guðrúnu mömmu verslunina Hjart- arkjör á Kaplaskjólsveginum og þangað var gott að koma. En svo dró ský fyrir sólu, því pabbi fékk hjarta- áfall og fór í framhaldi af því í aðgerð úti í London. Upp úr því seldu þau búðina og pabbi fór að vinna hjá Sigga í Auðbrekkunni. Á þessum ár- um lærði ég að baka því ég hafði kom- ið til pabba og hann var að baka. Hafði ég á orði að þetta væri enginn vandi. Hann stríddi mér lítillega en skoraði síðan á mig að reyna og það tókst og hef ég bakað mikið síðan. Eitt áttum við feðgar sameiginlegt og það var áhugi okkar á gömlum flugvélum og oft hringdi hann í mig ef hann sá einhverja flugvél sem við höfðum ekki séð áður. En nú er bjargið fallið og við feðg- arnir förum ekki flugferðina sem átti að fara nú í vor. En hún verður farin og þá í minningu þína. Þín er sárt saknað. Karl Hjartarson. Hann pabbi minn er farinn. Mér fannst að ég og hann ættum að fylgj- ast að og að hann yrði hér jafn lengi og ég. Hann ólst upp í gömlu Reykja- vík, í Vesturbænum, fór í Verzlunar- skólann og giftist henni Bryndísi og átti hann Kalla bróður minn, skildi, kynntist henni mömmu, sem átti hann Kjartan. Hann vann mikið á þessum árum, meðan börnunum fjölgaði ört, eitt á hverju ári, það veitti víst ekki af. Ég man að í mörg ár tók hann ,,sumarfrí“ í desember og vann þá við að setja upp jólaljósin í Fossvogskirkjugarði. Þau mamma og pabbi byggðu sér hús fyrir allan þennan stóra hóp og við vorum þátt- takendur í því. Fórum með þeim hverja stund sem þau voru þar og hjálpuðum til. Það var kannski ekki alltaf mikil hjálp en við vorum þarna og fengum að vera með. Þannig var þetta, hópurinn var alltaf samtaka. Hann var mikill barnakarl, stríddi og lék og kenndi, gerði aldrei lítið úr barninu. Það var svolítið merkilegt að án þess að það kæmi niður á nokkru hinna barnanna þá stóð Kjartan bróðir honum alla tíð næst, þeir voru alveg ótrúlegir félagar, frá fyrstu tíð. Pabbi gat allt, byggt hús, gert við það sem bilaði, hvort sem það var innan dyra eða utan, bíll eða önn- ur tæki. Hann hafði alltaf mjög gam- an af alls konar handverki og þegar tími fór að vera til saumaði hann út ásamt því að læra bókband og svo púslaði hann, safnaði ýmsu eins og pennum. Hann var heilli kynslóð á undan sinni samtíð, tók þátt í heim- ilisstörfum, hann bakaði alveg fanta- góðar kökur. Þegar veislur voru haldnar í kringum okkur var hann beðinn að baka pönnukökur, það gat enginn bakað pönnukökur eins og hann. Þegar pabbi varð áttræður hélt hann upp á afmælið með því að halda sýningu á handverkinu, stór sýning sem haldin var í Gjábakka, félags- heimili eldri borgara í Kópavogi. Að sjálfsögðu átti hann sjálfur stóran hluta af bakkelsinu sem boðið var upp á. Að afmælinu loknu fór hann í aðgerð sem var að vísu stór en okkur var sagt að ef hann lifði að- gerðina af ætti honum að vera batinn vís, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Hann náði sér aldrei, þó að á tímabili liti vel út. Hann dvaldi á sjúkrahúsum það sem eftir var. Að lokum fékk hann þá ósk sína uppfyllta, að fá að vera í Sunnuhlíð hjá mömmu, að vísu alltof stutt en samt, hann var mjög ánægður þar og það er huggun að honum leið vel þar. Mamma var hjá honum og allar þessar frábæru konur sem hugsuðu svo vel um hann. Ég vil færa starfsfólki gjörgæsludeildar og deild 6B á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi, Grensás, hug- heilar þakkir fyrir frábæra umönnun og svo að sjálfsögðu öllu starfsfólki í Sunnuhlíð. Lilja Hjartardóttir. Elskulegur faðir minn er látinn. Það var í febrúar 2004 sem hann lagðist inn á spítala til að fara í stóra aðgerð. Hann hafði varla tíma til að fara, var nýbúinn að halda þessa líka fínu sýningu á handavinnunni sinni og margt annað á döfinni. Hann var búinn að kaupa sér þrjár myndir til að sauma meðan hann væri að ná sér og sanka að sér myndum til að horfa á í rólegheitum. Svo hafði hann tölv- una, krossgátur, tónlistina og svo ótalmörg önnur áhugamál. Nú ári seinna er hann allur. Þrátt fyrir erfið veikindi hélt hann góða skapinu, glaðværðinni og gleðinni yfir því að vera til og lifa. Eitt sinn þegar hann var mikið veikur var ég að vorkenna honum og spurði hann hvort það væri ekki erfitt að lifa svona. Hann svaraði því til að auðvitað væri stundum erf- itt, en það væri svo skrítið að það væri samt alltaf gaman. Áhyggjur hans fyrir aðgerðina voru aðallega þær hvort við myndum ekki örugg- lega heimsækja mömmu á hverjum degi. Að sjálfsögðu lofuðum við því og gerum áfram þótt hann sé dáinn. Umhyggja hans fyrir mömmu var stórkostleg og eins umhyggja mömmu fyrir honum. Hún hafði allt- af áhyggjur af því hvort honum væri kalt, hann væri svangur eða þreyttur. Allar okkar minningar, allt sem hann gaf okkur í uppvextinum er ómetan- legt og lifir áfram í okkur, börnum okkar og þeim verkum sem við vinnum af samviskusemi og lífsgleði. Þakka þér fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir Stefanía. Nú er elsku pabbi minn dáinn. Það hefur verið erfitt síðasta árið að sjá besta mann í heimi, yngsta og hress- asta mann í heimi verða gamlan og veikan. Enginn hefur átt eins góðan, göf- ugan, lífsglaðan, lífsþyrstan og ást- ríkan pabba. Enginn hefur átt eins skemmtilegan, verklaginn, námfúsan og umfram allt besta pabba í heimi. Pabbi sem var alltaf til staðar. Pabbi sem vildi vera með í öllu. Pabbi sem umvafði allt og alla með góð- mennsku sinni, gleði og ástríki. Svo ég þakka fyrir að hafa átt besta, albesta og bestasta pabba í heimi. Nú er rótin á trénu mínu horfin og það tekur langan tíma að rækta nýja. Nú eru þjáningarnar á enda og hann er kominn á betri stað og ég kveð hann með söknuð í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þín dóttir Ingibjörg. Ég kynntist tengdapabba um leið og maðurinn minn kynntist honum. Tengdapabbi og fjölskylda hans tóku mjög vel á móti mér. Þar eignaðist ég langþráða tengdafjölskyldu sem ekki var fyrir hendi á þessum tíma þótt það breyttist á seinni tímum er ég eignaðist aðra tengdaforeldra. Mín nánustu kynni af tengdapabba voru er ég var í sérnámi í öldrun fyrir sjúkraliða og þurfti að skrifa ritgerð um fullorðið fólk og styrk þess. Ég leitaði því til tengdapabba og spurði hann nokkurra spurninga um lífs- HJÖRTUR MAGNÚS GUÐMUNDSSON ✝ Oddný HansínaRunólfsdóttir fæddist á Seyðisfirði 21. júní 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum fimmtu- daginn 14. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir og Runólfur Sigfússon. Systkini Oddnýjar eru Einar, Sigfríður, Gúst- af, látinn, Dagmar og Sævaldur. Oddný eignaðist einn son, Frið- rik Jósepsson, f. 30. júlí 1949, maki: Kristín Árdal, f. 25. apríl 1955. Dætur þeirra eru: Oddný, f. 8. ágúst 1987, og María, f. 18. desem- ber 1989. Búsett í Reykjavík. Oddný ólst upp á Seyðisfirði til sjö ára aldurs en þá flutti fjöl- skylda hennar til Vest- mannaeyja. Fjórtán ára gömul fór hún í vist til Reykjavíkur en örlögin höguðu því þannig, að tuttugu ár- um síðar fluttist hún aftur til Eyja, þar sem hún starfaði m.a. í 17 ár sem matráðskona á sjúkrahúsinu. Við Eldgosið í Heimaey 23. janúar 1973 fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar síð- an. Oddný verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Leiddu, mamma, litla drenginn, í leik og gleði öllu snú. Þegar græt ég, getur enginn glatt og huggað mig sem þú. Beindu mér á brautir réttar, barnið heimtar leik og starf. – Móðurást og alúð fléttar öll þau höft, er bernskan þarf. Þegar mínu höfði ég halla hljótt til svefns á koddann minn, biddu góða engla alla annast litla drenginn þinn. (Páll J. Árdal.) Takk fyrir allt. Þinn sonur Friðrik. Elsku amma mín, þegar þú áttir heima á Kleppsveginum þá var svo notalegt að koma í heimsókn til þín. Þegar ég kom þá áttir þú alltaf eitt- hvað í gogginn handa okkur systrun- um. Á sumrin fórum við þrjár á bak- við húsið að tína blóm sem heitir baldursbrá. Við lékum okkur að tína blöðin af og segja um leið: „Hann elskar mig, hann elskar mig ekki.“ Svo fluttir þú í Gaukshólana. Þegar þar var komið áttir þú tvo göngustafi. Við fórum í keppni úti á svölum, ef gott var veður og lékum okkur að rugga göngustöfunum. Sú sem rugg- aði hraðar vann. Það var svo gaman. Þú varst mikill kokkur og alltaf þegar við fjölskyldan komum í heimsókn þá var alltaf til veislumatur úr engu, nammi, nammi gott. En nú ertu farin til englanna sem hugsa vel um þig. Minning þín lifir hjá mér og ég mun aldrei, aldrei gleyma þér. Ég átti ekki von á því að þú myndir fara svona fljótt. Nú skalt þú bara hvíla í friði og ég veit að þú verður hjá mér. Mér þykir ofsalega vænt um þig. Takk fyrir allt sem þú, amma mín, gerðir fyrir mig. Kveðja, þín ruggustafa- og ömmustelpa María. Elsku Oddný föðursystir mín er fallin frá. Hún var orðin langþreytt og alveg tilbúin í ferðina. Elsku Oddný mín, þakka þér allar okkar stundir saman. Það var alltaf gaman að hitta þig og spjalla um lífið og tilveruna. Þú fylgdist svo vel með öllu sem var að gerast. Oddný var mikill dugnaðarforkur, sagði meiningu sína og stóð við það, var hnyttin í svörum og sagði skemmtilega frá. Ekki nefnir maður Oddnýju án þess að nefna ömmu. Oddný bjó svo langt sem ég man með ömmu minni, Friðrikku mömmu sinni, og Friðriki syni sínum. Þau bjuggu í mörg ár á neðri hæðinni í húsi foreldra minna. Seinna fluttu þau í blokkina við Há- steinsveg og bjuggu þar fram að eld- gosi. Þá komu þau aftur á heimili pabba og mömmu, sem voru flutt í Kópavog. Oddný keypti svo íbúð fyrir sig, Friðrikku ömmu og Friðrik og bjó þeim fallegt heimili. Oddný hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Hún vann ýmis störf, en lengst af var hún matráðskona á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, í ein átján ár. Ég vann hjá Oddnýju í eldhúsinu í tvö ár. Eitt sinn sagði hún við mig að hún þyrfti að fara í burtu í hálfan mánuð og spurði hvort ég gæti leyst sig af. Ég varð skelfingu lostin, en þótti þetta mikið traust og heiður sem hún sýndi mér. Oddný var þannig að maður bar virðingu fyrir henni, hún vildi láta vinna vel, ekki með hangandi hendi. Eitt sinn setti hún rúsínur í hornin, því henni fannst við ekki fara nógu vel í þau. Við vorum fimm ungar konur sem unnum saman í eldhúsinu, fyrir utan Oddnýju. Við fengum alltaf að heyra það ef við gerðum ekki nógu vel og fengum líka hrós fyrir það sem vel var gert. Við lærðum að bera virðingu fyrir vinnunni og umhverfinu. Ég er þakklát frænku minni fyrir að hafa mig í vinnu, því það gaf mér mikið og ég lærði margt. Elsku Oddný, þú lést þig hafa það að mæta í jarðarför mömmu í janúar þótt þú værir lasin. Þú mættir í hjóla- stól, ekkert mál. Takk fyrir allt. Elsku Friðrik frændi, Kristín, Oddný og María, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Blessuð sé minning Oddnýjar. Eygló Einarsdóttir (Systa). Elsku Oddný amma mín. Ekki ór- aði mig fyrir því að þú myndir fara svona fljótt. Þú varst alltaf svo góð og kát og vildir öllum svo vel. Þú áttir alltaf litabækur og liti og við vorum alltaf að lita saman og ég lærði mikið af þér. Þegar þú áttir heima á Kleppsvegi fórum við oft í heimsókn til þín og fengum svo góðan mat, sem þú gerðir svo frábærlega. Þú varst algjör snill- ingur í að búa til mat. Þegar þú fluttir upp í Gaukshóla löbbuðum við oft til þín. Þá fengum við epli sem þú skarst í bita og stráðir sykri yfir og það var algjört nammi. En nú þegar þú ert búin að fá hvíld- ina er eins og það hafi hluti af sjálfri mér horfið. Það sem ég geri núna er að hugsa um allt það góða sem við höfum gert og átt saman í rúm 17 yndislega góð ár. Ég þakka þér fyrir að hafa verið amma mín og til halds og trausts svona lengi sem er mér ógleymanlegt og mér þykir svo vænt um það. Allar mínar góðu minningar um þig, amma mín, varðveitast og hjálpa mér í gegnum sorgina. Mér þykir svo vænt um þig, elsku amma mín. Þín ömmustelpa Oddný. Komið er að kveðjustund, Oddný Run hefur sagt skilið við þetta til- veruskeið, 88 ára að aldri. Minningar streyma fram um þessa indælu konu. Í mínum minningum er hún alltaf kímin, með ákveðnar skoð- anir og með veisluföng í kringum sig, en hún var algjör snillingur í matar- gerð. Það var alltaf ljúft að koma í heimsókn til hennar og spjalla við hana um lífið og tilveruna. Að hryggjast og gleðjast hér um fá daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Mig langar að leiðarlokum að þakka Oddnýju þær góðu samveru- stundir sem við höfum átt á lífsins leið. Elsku Frikki, Kristín, Oddný og María, ég og börnin sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um yndislega konu lifir áfram. Álfheiður Árdal. ODDNÝ HANSÍNA RUNÓLFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.