Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÆSTKOMANDI þriðjudag verður haldin ráðstefna á vegum IMG um aðferðafræði í stjórnun sem nefnd hefur verið „Spiral Dynamics“, þar sem einn af frum- kvöðlum þessarar kenningar, dr. Don Edward Beck, mun halda að- alerindi. „Spiral Dynamics“ fjallar um það hvernig mismunandi gildi og gildismat fólks hefur áhrif á flókið samspil þess innbyrðis hvort sem er innan hópa, fyrirtækja eða samfélagsins í heild. Dr. Beck hef- ur haldið fyrirlestra um þessa að- ferðafræði um allan heim og í Kaupmannahöfn var nýlega stofn- uð rannsóknarstofa á hans vegum sem einbeitir sér að rannsóknum á þessu sviði. Hann hefur ritað fjölda greina um málefni fyr- irtækja og þjóðfélaga og gaf m.a. út bókina: „Spiral Dynamics, mast- ering values leadership and change“, ásamt Christopher Cowan. Aðferðafræðin og greiningar- tæki Spiral Dynamics auka skiln- ing á menningu og innviðum hópa, fyrirtækja og sam- félaga og gefa því mikilvægar vísbend- ingar um nálgun og lausnir vandamála sem eru til þess falln- ar að skila okkur ár- angri í framtíðinni. Spiral Dynamics er aðferðafræði sem hef- ur verið beitt til þess að fást við flókin vandamál, allt frá af- námi aðskiln- aðarstefnunnar í Suð- ur-Afríku, til endurreisnar fá- tækrahverfa í suðurhluta Chicago- borgar og umbreytingar alþjóða- fyrirtækja svo dæmi séu tekin. Íslenskar aðstæður Það sem er sérstakt við þessa kenningu er að hún á við ein- staklinga jafnt sem fyrirtæki og þjóðfélög svo eitthvað sé nefnt af þeim lífrænu kerfum sem við höf- um byggt upp í umgjörð okkar. Hún getur til dæmis varpað ljósi á strauma og stefnur í íslensku samfélagi, sem óneitanlega er í mikilli gerjun um þessar mundir. Skiln- ingur á þeim að- stæðum hlýtur að vera afar mikilvægur þann- ig að stjórnvöld grípi ekki til aðgerða, sem óafvitandi gætu reynst þjóðinni dýrkeypt í framtíðinni; mistök sem voru gerð vegna þess að ekki ríkti nægilegur skilningur á samspili ólíkra þátta innbyrðis, heldur einungis litið á skammtímaafleiðingar og fengist við þær. Í gegnum tíðina hafa birst margskonar lausnir sem hafa virk- að vel og illa eftir aðstæðum, en hafa gjarnan ómaklega fengið á sig stimpilinn „patentlausnir“. Þannig hafa þessar lausnir, s.s. endur- högun ferla, altæk gæðastjórnun o.fl. verið í upphafi einskonar Lilja sem allir vildu kveða, en endað með því að vera afgreiddar út af borðinu eftir því sem dæmum um „gagnsleysi“ hefur fjölgað. Passar lausnin hér? Ástæðurnar fyrir því að lausn- irnar gagnast misjafnlega liggja ekki í þeim sjálfum. Ástæðurnar liggja í þeim aðstæðum sem þeim er ætlað að fást við. Við erum oft að beita aðferðum við lausn vanda- mála í fyrirtækjum og sam- félögum, vegna þess að þær hafa virkað annars staðar, en gerum okkur hins vegar enga grein fyrir því hópar, fyrirtæki og samfélög eru ólík innbyrðis og með mismun- andi eiginleika og getu til þess að tileinka sér mismunandi lausnir og aðferðir. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram í því augnamiði að greina stöðu og innri virkni fyr- irtækja og samfélaga. Margar þeirra hafa sprottið úr þeim jarð- vegi að um sé að ræða lífræn kerfi, raunar mannleg kerfi, sem lúta sömu lögmálum og ein- staklingarnir, þ.e. fæðast, vaxa, hrörna og deyja, eru hugsandi og hafa tilfinningar svo eitthvað sé nefnt. Skilningur á því hvernig flókið samspil ólíkra einstaklinga og sjónarmiða mótar samfélög þeirra veitir mikilvægt innsæi í aðstæður og segir í raun fyrir um hversu vel mismunandi aðferðir munu gagnast við úrlausn eða breytingar. Spiral Dynamics er grein af þessum meiði, og er til þess ætluð að veita okkur innsýn í undirliggj- andi strauma og auka þannig skilning á aðstæðum og innviðum þess kerfis sem fengist er við að stjórna. Það er því fengur að því að fá dr. Beck til landsins og veita og fá um leið umfjöllun um hvern- ig greina megi aðstæður hér á landi í ljósi þessarar aðferðafræði til þess að átta sig betur á þeim öflum sem eru að móta sam- félagið, stofnanir þess og fyr- irtæki í nútíð og framtíð. Ný sýn á öflin sem móta fyrirtæki og samfélög Bjarni Snæbjörn Jónsson fjallar um „Spiral Dynamics“ ’Skilningur á aðstæðumhlýtur að vera afar mik- ilvægur þannig að stjórnvöld grípi ekki til aðgerða sem óafvitandi gætu reynst þjóðinni dýrkeypt í framtíð- inni …‘ Bjarni Snæbjörn Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri IMG Ráðgjafar. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: „Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggj- um þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel.“ Svava Björnsdóttir: „Til þess að minnka kynferðisof- beldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu almennings.“ Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyr- irmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmunds- son: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefn- ar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleig- urnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuð- staður framhalds- og háskóla- náms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undan- tekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédik- unum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.