Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN DAGUR umhverfisins í ár er helgaður náttúruvernd. Þá er full ástæða til að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í orðinu nátt- úruvernd. Staðreyndin er sú að náttúruvernd á ekki aðeins við um ósnortin svæði. Það eru einnig ýmis náttúruvætti í þéttbýlinu sem full ástæða er til að vernda enda má segja að náttúran geri borgarsam- félagið að enn betri stað til að búa á. Í Reykjavíkurborg eru nokkur friðuð svæði sem teljast nátt- úruvætti. Má þar nefna Háubakka við Elliðaárvog, Eldborg í Bláfjöllum, Laugarás í Reykjavík og Foss- vogsbakka. Enn- fremur eru nokkur svæði í Reykjavík á náttúruminjaskrá og teljast þannig hafa sérstakt gildi. Sem dæmi má nefna Öskjuhlíðina en þar eru minjar um hæstu sjávarstöðu frá ísald- arlokum. Einnig má nefna Tjörnina og Vatnsmýrina en þar er fuglalíf mik- ið og einstakt varpland í miðri borg. Mikilvægt er að uppbygging í Vatnsmýri verði í eins mikilli sátt við varplandið og mögulegt er. Þá má nefna fjöruna í Laugarnesi, en hún er að mestu óröskuð strand- lengja, Elliðaárdalinn, þar sem nátt- úrufar er mjög fjölbreytt, Viðey, Engey, Þerney, Akurey og Lundey, en þær eru merkilegar sökum fuglalífs en að auki eru merkar sögulegar minjar í Viðey. Einnig mætti nefna leirurnar í Grafarvogi og fleiri staði. Allt eru þetta vinsæl útivistar- svæði og það hlýtur að teljast einn af kostum Reykjavíkur að þótt mað- ur búi í borg er aðgengi að nátt- úrunni tiltölulega gott. Öflugar rannsóknir Það er metnaðarmál allra nátt- úruverndarsinna að standa vörð um náttúruna í Reykjavík og hlúa sem best að þeim svæðum sem hafa óvenjulegt gildi. Hluti af því er að afla þekkingar um svæðin en hjá umhverfissviði Reykjavíkur hefur verið lögð sívaxandi áhersla á náttúrurann- sóknir á merkum svæð- um í borginni. Fuglalíf á Tjörninni og í Vatns- mýri hefur verið vaktað árum saman en heldur hefur verið bætt í rann- sóknirnar. Nú sér fyrir endann á náttúrurann- sóknum á eyjunum á Sundunum, gerðar hafa verið náttúrufarsrann- sóknir á Vatnsmýri og Elliðaárdal og nú er verið að vinna að slíkri rannsókn á Grafarvogi. Hefur Jó- hann Pálsson náttúrufræðingur veitt flestum þessara rannsókna forystu. Þekking sem aflað er í slíkum rannsóknum verður seint ofmetin enda undirstaða þess að hægt sé að reka skynsamlega stefnu um nátt- úruvernd í miðju borgarlandinu. Það er kúnst að flétta saman þétt- býli og náttúru en um leið nauðsyn. Íslendingar sækja mikið út í náttúr- una og um allan ársins hring má sjá fólk að njóta útivistar á öllum þeim svæðum sem hér hafa verið nefnd eða þá á einhverjum þeirra fólk- vanga sem Reykjavík á aðild að, s.s. á Reykjanesi eða í Bláfjöllum. Nátt- úran er auðlind í sjálfri sér sem má ekki þurrausa. Mikilvægt er að tryggja áfram skynsamlega upp- byggingu borgarsamfélags með þéttri byggð í sátt við náttúruna til að tryggja borgarbúum mestu mögulegu lífsgæði. Náttúruvernd í þéttbýli Katrín Jakobsdóttir fjallar um náttúruvernd Katrín Jakobsdóttir ’Þekking sem aflað er íslíkum rannsóknum verður seint ofmetin enda undirstaða þess að hægt sé að reka skyn- samlega stefnu um nátt- úruvernd í miðju borg- arlandinu.‘ Höfundur er formaður umhverfisráðs Reykjavíkur og varaformaður VG. EINKAVÆÐING ríkisfyrirtækja í samkeppnisrekstri hefur reynst skynsamleg. Þá þróun hefur und- irritaður stutt, enda mikilvægt að virkja kraft einstaklinganna í fyrir- tækjarekstri. Það er mikilvægt að yfirfærsla á eignarhaldi ríkisins á fyrirtækjum til einstaklinga sé gegnsæ og trúverðug. Trúverð- ugleiki er mikilvægasti þátturinn í ferlinu. Fyrir dyrum stendur sala á Símanum sem verður stærsta einka- væðing Íslandssögunnar og því er stjórnvöldum nauðsyn að skapa tiltrú almennings á söluferlinu. Því miður hafa þeim verið mislagðar hendur í þessum efnum. Leikreglur hafa verið óskýrar og ógegnsæjar. Reglur um mat á tilboðum óljósar og í veigamiklum atriðum ákveðnar eft- ir að tilboð hafa borist. Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæð- ingarnefnd á haustdögum 2002. Í viðtali við Mbl. 12. okt. 2002, for- dæmdi hann vinnubrögð einkavæð- ingarnefndar við sölu á bréfum rík- isins í Lands- og Búnaðarbanka með þessum orðum: „Ég legg áherslu á að fyrir einkavæðinguna og einka- væðingarstefnuna skiptir gríðarlega miklu máli að menn vinni eftir skýr- um reglum og á hlutlægan og gagn- sæjan hátt. Tilgangurinn helgar ekki tækið og í þá gryfju vildi ég ekki falla. Í þessu tilviki tel ég að til- gangurinn geri það ekki einu sinni með tilliti til þess viðfangsefnis sem við vorum að kljást við og þeim mun síður þegar á heildarmyndina er lit- ið.“ Tortryggni almennings gagn- vart vinnubrögðum stjórnvalda og einkavæðingu þarf því ekki að koma á óvart. Einkavæðing ríkisbankanna Þegar ráðandi hlutir ríkisins í bönkunum voru seldir haustið 2002, voru þeir ekki seldir hæstbjóð- endum, skv. skýrslu ríkisendurskoð- enda. Þrátt fyrir þá staðreynd að hæstbjóðendum voru ekki boðnir hlutirnir til kaups var talsverður munur eftir það á framkvæmd á sölu á bréfum í Landsbankanum annars vegar borið saman við sölu á bréfum í Búnaðarbankanum hins vegar. Eftir að ákvörðun var tekin að selja Samson hf. ráð- andi hlut ríkisins í Landsbankanum var það söluferli gegnsætt. Viðræður hófust og þeim lauk. Samson hópurinn breyttist aldrei. Enginn efaðist um kaupgetu Samsons. Framtíðaráform þeirra um rekstur bankans hafa staðist. Allt þetta liggur fyrir um sölu á bréfum í Landsbank- anum. Þetta á ekki við um einkavæðingu Bún- aðarbankans. Svo virð- ist sem félög tengd Framsóknarflokknum, svokallaður S-hópur, hafi átt að fá þann banka frá upphafi, enda hafði þeim verið seld bréf Landsbank- ans í VÍS tveimur mán- uðum áður en ákveðið var að hefja viðræður við hópinn. Einkavæðing Búnaðarbankans Nýverið fór viðskiptaráðherra mikinn á heimasíðu sinni í tilraunum til að réttlæta aðferðir stjórnvalda við sölu á hlutabréfum ríkisins – einkum Búnaðarbankanum. Hún lýsti yfir því að salan á bréfunum hafi átt sér stað í hennar stjórnartíð – hún sitji í ráðherranefnd um einka- væðingu – og beri því ábyrgð. Í ljósi þessa leyfi ég mér að leggja fram eftirfarandi spurningar í sex liðum til ráðherra. Svör við þeim gætu slegið á þá tortryggni sem ríkir í samfélaginu um að réttlátum aðferð- um sé beitt við sölu á ríkiseignum og þá fullyrðingu að salan á bréfum í Búnaðarbankanum hafi verið þjóð- arrán. Von mín er sú að svör yðar muni birtist á sama vettvangi og eft- ir þeim er leitað. Spurningar til viðskiptaráðherra 1. Allt fram á mitt sumar 2002 voru áform stjórnvalda að selja ríkisbankana tvo í sitt hvoru lagi, enda áhætt- an mikil að selja báða bankana á sama tíma. Hvers vegna skipti við- skiptaráðherra um skoðun? – og sótti það fast 8. júlí 2002, tveim- ur dögum áður en aug- lýsa átti bréfin í Landsbanka Íslands, að auglýsa bréfin í Búnaðarbankanum á sama tíma? 2. Hver voru fram- tíðaráform S-hópsins um rekstur bankans þegar viðræður hófust við stjórnvöld um kaup á bréfum ríkisins í Búnaðarbanknaum? Kaupþing yfirtók Búnaðarbankann þremur mánuðum eftir einkavæð- ingu. Hafi ætlun stjórnvalda verið að fækka og sameina bankastofnanir, er undarlegt að Íslandsbanki hafi verið útilokaður frá viðræðum um kaup á bréfum bankanna strax í upphafi. Þó úrskurður Samkeppn- isstofnunar hafi legið fyrir um að hafna sameiningu Lands- og Bún- aðarbanka sagði hann ekkert um hvort sameining Íslandsbanka við þessa banka gæti gengið. 3. Er mögulegt að ráðgjafaskýrsla breska bankans HSBC, sem var ráð- gjafi stjórnvalda við sölu á bréfum ríkisins í Lands- og Búnaðarbanka verði birt opinberlega? – eða hún sýnd alþingismönnum? Upplýsti HSBC stjórnvöld um hvaða erlendi banki vann með hópnum? 4. Samkvæmt desemberhefti Frjálsrar verslunar árið 2002, var Hesteyri hf. leiðandi aðili innan S-hópsins á þessum tíma. Sam- kvæmt tilkynningu Kauphallar 16. ágúst. 2002, keypti Hesteyri hf. (Kaupfélag Skagfirðinga 50% og Skinney/Þinganes 50%) 22% hlut Fjárfestingafélagsins Straums í Keri hf. fyrir rúma 2,7 milljarða króna. Samkvæmt tilkynningu Kauphallar 19 nóv. 2002 var þessi hlutur seldur með framvirkum kaupsamningi dags. 12 nóv. 2002, eða fjórum dögum áður en tilkynnt var um að samningar hefðu tekist milli ríkisins og S-hópsins, fyrir 3,4 milljarða króna – eða með 700 millj- óna króna hagnaði. Það verður að telja góða ávöxtun á þremur mán- uðum. Samningurinn tók gildi þrem- ur dögum eftir að tilkynnt var um að samkomulag hafi náðst um sölu bréfanna til S-hópsins. Lýsti Halldór Ásgrímsson vara- formaður ráðherranefndar um einkavæðingu, hluthafi í Skinney- Þinganesi og nátengdur ráðandi að- ilum í félaginu sig einhvern tíma vanhæfan til umfjöllunar um sölu á bréfum ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins? Hvaða einstaklingar fóru fyrir S-hópnum í viðræðum við stjórnvöld? Þótti aldrei neitt at- hugavert við það að frá því að til- kynnt var um að hafnar yrðu við- ræður við S- hópinn, sem þá samanstóð af sjö fyrirtækjum, en þegar tilkynnt var um sam- komulagið fjórum vikum síðar hafði fyrirtækjunum fækkað um helming og nýtt fyrirtæki, VÍS, komið inn? 5. Eftir hverju var leitað við at- hugun á áreiðanleika hins erlenda þátttakanda Society General? Var aldrei kallað eftir skuldbindandi viljayfirlýsingu Society General? Í ljósi yfirlýsinga viðskiptaráðherra og fleiri um sérstaka ánægju þeirra vegna þátttöku erlendra aðila í kaupunum sem birtust í fjölmiðlum 16 nóv. 2002, vaknar spurningin um hvort ríkisstjórnin hafi verið blekkt, því á þeim tímapunkti virðist enginn erlendur banki hafa verið búinn að skuldbinda sig til þátttöku? 6. Eftir hverju var leitað í áreið- anleikakönnun á þýska bankanum Hauck & Aufhauser en þátttaka hans var fyrst kynnt sama dag og ráðherrar skrifuðu undir sölusamn- inginn eða 16. janúar 2003? Þessi banki var að kaupa 16% í Bún- aðarbankanum. Hvaða athugun hafði átt sér stað á þessum banka og tengslum hans við aðra í fjár- festahópnum? Var salan á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbankanum þjóðarrán? Lúðvík Bergvinsson óskar eftir svörum í opnu bréfi til viðskiptaráðherra Lúðvík Bergvinsson ’Svör við þeimgætu slegið á þá tortryggni sem ríkir í samfélag- inu um að rétt- látum aðferðum sé beitt við sölu á ríkiseigum.‘ Höfundur er alþingismaður. HVER eru öll lífsins gæði? Felast þau í aukinni menntun, mannauði og almennri velferð íbúa? Eða felast þau í góðu veðurfari og því að hér fæst Brynjuís, besti ís í heimi? Þessu velti ég upp um leið og ég kveð eftir að hafa unnið á Akureyri undanfarið ár sem iðjuþjálfi. Árið 2001 var gerður kjarasamningur milli Launanefndar sveitar- félaga (LN) og Iðju- þjálfafélags Íslands (IÞÍ). Þá unnu þrír iðju- þjálfar hjá sveit- arfélögum sem fengu greidda fasta yfirvinnu, 30–33 tíma á mánuði, ofan á grunnlaun. Iðju- þjálfafélag Íslands vildi selja yfirvinnuna inn í dagvinnulaun líkt og aðrir sambærilegir hóp- ar háskólamanna gerðu á þeim tíma. Fulltrúum IÞÍ stóð það ekki til boða í sínum samningum þrátt fyrir að benda á að samningstíminn væri langur, til nóv- ember 2005. Ákveðið var af stjórn- endum Akureyrarbæjar að loknum samningum að almennir iðjuþjálfar í 100% starfi fengju 22 fasta yfirvinnu- tíma á mánuði en stjórnendur 30 tíma. Þetta var innsiglað með heið- ursmannasamkomulagi. Fordæmi eru fyrir því frá þeim tíma að iðju- þjálfar Akureyrarbæjar fái fasta yf- irvinnutíma og þeir ætíð litið á þá sem hluta af grunnlaunum og í næstu kjarasamningum yrðu þeir seldir inn í dagvinnulaun. Grunnlaun iðjuþjálfa hjá Akureyr- arbæ eru ekki há, 158.485 kr. á mán. miðað við 25 ára aldur. 22 yfirvinnu- tímar þar ofan á gera þau rétt svo við- unandi. Áfallið var því mikið þegar stjórnendur Akureyrarbæjar ákváðu einhliða að skerða laun mín um 36.212 krónur á mánuði þar sem ég hafði tekið á mig fjárhagslegar skuldbind- ingar miðaðar við launakjörin sem mér höfðu verið boðin. Launaskerð- ingin var rökstudd með samþykkt bæjarráðs frá 11.3. 2004 um að ekki yrði samið um fasta yfirvinnu við nýráðna starfsmenn. Ákvörðunin var ekki til- kynnt formlega til IÞÍ og heldur ekki dreift skipulega til millistjórn- enda bæjarins. Ég stóð því uppi ásamt þremur öðrum iðjuþjálfum með töluvert lægri laun en aðrir iðjuþjálfar eða sem nemur 22 yfir- vinnutímum, í mínu til- felli 36.212 kr. á mán. Við tókum þessu ekki þegjandi og hófum bréfaskriftir til stjórnenda Akureyrarbæjar, sendum fyrirspurnir víða, meðal annars um hvort bænum væri stætt á að mis- muna iðjuþjálfum launalega séð og brjóta þar með áður gert heið- ursmannasamkomulag við IÞÍ. Þau svör fengust að segja ætti upp fastri yfirvinnu hjá öllum iðjuþjálfum bæj- arins og fleiri stéttum en jafnframt gefið í skyn að okkar mál yrðu leið- rétt og við myndum fylgja hópnum. Málið hefur nú velkst um innan bæj- arins í tæpt ár og ljóst að engar leið- réttingar verða gerðar. Ætlast er til að ég sem iðjuþjálfi með eins árs starfsreynslu og B.Sc.-gráðu upp á vasann sætti mig við 158.485 kr. á mán. Ég er ekki tilbúin að kyngja þessu og hef sagt starfi mínu lausu. Ég hef búið á Akureyri í fimm ár við nám og störf og það verið ynd- islegur tími en til að bæjarfélagið sé með „öll lífsins gæði“ þarf meira en góðan vilja. Nauðsynlegt er að búa vel að menntuðu fólki og það fái starf sitt metið í samræmi við nám. Erfitt er, eftir að hafa klárað strangt fjög- urra ára háskólanám, að geta ekki náð endum saman þegar komið er til starfa. Mér hefur boðist starf í Reykjavík sem er að mörgu leyti sambærilegt störfum mínum hér. Launin eru aftur á móti nokkru hærri, um 230.000 kr. á mánuði. Mér finnst sárt sem lands- byggðarmanneskju að viðurkenna að Akureyri sé láglaunasvæði en eins og mitt dæmi sýnir er það staðreynd og meðan svo er geta ráðamenn bæj- arins ekki ætlast til að Akureyrarbær sé það mótvægi við höfuðborgar- svæðið sem svo oft er gefið í skyn. Um leið og ég kveð vona ég að lausn fáist á launamálum iðjuþjálfa hjá Akureyrarbæ, því meðan stefnan er þessi mun bærinn missa gott fólk og hvað verður þá um „öll lífsins gæði“? Akureyri – öll lífsins gæði? Hólmdís Freyja Methúsalems- dóttir fjallar um kjaramál iðjuþjálfa ’Málið hefur nú velkstum innan bæjarins í tæpt ár og ljóst að engar leiðréttingar verða gerðar.‘ Hólmdís Methúsalemsdóttir Höfundur er iðjuþjálfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.