Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 13 ERLENT NOBUTAKA Machimura, ut- anríkisráðherra Japans, hóf í gær gagnárás á Kínverja vegna deilnanna um sögukennslu- bækur. Sagði hann að í kín- verskum kennslubókum væri kínverskum nemendum inn- rætt einhliða sýn á söguna. „Hneigð til slíkra hluta finnst í sérhverju landi en kínversku kennslubækurnar eru öfgafull- ar að því leyti að þar er und- antekningalaust gengið út frá því að Kínverjar hafi rétt fyrir sér,“ sagði Machimura í sjónvarpsþætti. Kínverjar hafa fordæmt þá ákvörðun japanskra stjórnvalda að leyfa notkun sögukennslurits þar sem reynt er að gera lítið úr hryðjuverkum jap- anskra hermanna í Kína í seinni heimsstyrjöld. Bókin er notuð í fáeinum grunnskólum en skól- arnir velja sjálfir hvað bækur skuli nota. Dagblöð í Japan hafa að sögn AP-fréttastofunnar sakað Kín- verja um að ala á þjóðernisöfgum í menntakerfinu. Machimura sagði að Tang Jiaxuan, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Kína, hefði lagt til að Japanar færu yfir kínverskar kennslubækur og legðu mat á þær. Sagði Machimura að þegar því verki væri að fullu lokið myndu stjórnvöld í Tókýó tjá Kínverjum álit sitt. Sáttafundur á laugardag Forseti Kína, Hu Jintao, átti sáttafund með Jun- ichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, í Jakarta á laugardag í tengslum við leiðtogafund Afríku- og Asíuríkja. Sagði forsetinn eftir fundinn að Japanar hefðu valdið Asíubúum djúpum sárindum með því að rjúfa gefin fyrirheit í tilteknum „sögulegum málefnum“. Koizumi hafði þó áður í formlegri yf- irlýsingu beðið Kínverja afsökunar á framferði japanska hersins í heimsstyrjöldinni síðari. Báðir sögðu leiðtogarnir fundinn hafa verið gagnlegan og lögðu áherslu á að reynt yrði að jafna ágreining- inn. Fjölmenn mótmæli hafa verið í Kína vegna málsins síðustu vikurnar og hefur verið ráðist á eigur japanskra fyrirtækja. Einnig ríkir reiði yfir því að Japanar skuli eiga samskipti við stjórnvöld á Taívan sem Kínastjórn álítur vera hérað í Kína og deilt er um fleiri ágreiningsmál. Er meðal annars talið að Kínverjar muni beita sér gegn því að Jap- anar fái fastasæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna verði gerðar skipulagsbreytingar á ráðinu. Þá eru Kínverjar einnig reiðir vegna árlegrar heimsóknar Koizumis í Yasukuni-helgidóminn í Tókýó. Þar er minnst 2,5 milljóna Japana sem fall- ið hafa í styrjöldum, þ. á m. sjö manna sem hengdir voru fyrir stríðsglæpi eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Japanar segja Kínverja ala á þjóðernisöfgum Ráðamenn svara ásökunum um að sögukennslubækur þegi um hryðjuverk Japana og telja kínverskar kennslubækur gefa nemendum einhliða mynd UNGIR Togo-menn fagna því að kveikt var í bíl manns sem sagður var hafa stolið kjörkassa í forseta- kjörinu í gær, slökkvistarfið er ný- hafið. Frambjóðandi stjórnarand- stöðunnar sagði að umfangsmikil brögð væru í tafli „og við höfum ekki frétt af einum einasta kjörstað þar sem allt er með felldu“. Haft var eftir íbúum í höfuðborginni Lome að liðsmenn stjórnarflokks- ins væru þar með marga auka- kjörseðla sem færu í kjörkassana. Sjö manns hafa fallið í átökum vegna kosninganna. Herinn setti Faure Gnassingbe, son hins látna forseta Gnassingbea Eyademas, í embættið um hríð eftir að Eyadema lést í febrúar, en Faure sætti alþjóðlegum þrýstingi og féllst á að láta kjósa. Hann er í framboði gegn Emmanuel Bob Akitani, forsetaefni stjórnarand- stæðinga. AP Ásakanir um kosningasvik í forsetakjörinu í Togo ARMENAR minntust þess um all- an heim í gær að níutíu ár voru liðin frá því fjöldamorð voru framin á Armenum í Tyrklandi árið 1915 og næstu ár í tíð soldánsins. Hér kveikja ungir Armenar á kertum við athöfn í Moskvu. Sögðust Armenar stað- ráðnir í því að halda áfram bar- áttu sinni fyrir því að Tyrkir og aðrar þjóðir viðurkenndu að um þjóðarmorð hefði verið að ræða. Þátttakendur í fjöldafundum héldu á blómum við minnismerki í Jerevan, höfuðborg Armeníu, þar sem haldnar voru ræður og bænir beðnar. Armenar halda því fram að alls hafi ein og hálf milljón Armena fallið eða verið myrt á nokkurra ára tímabili í herferð sem miðaði að því að hrekja þá frá austur- hluta Tyrklands. Tyrkir við- urkenna að fjöldi Armena hafi látið lífið, en segja að heildartalan sé ýkt og að mannfallið hafi orðið í átökum er urðu við fall hins gamla heimsveldis Tyrkjasoldána. Fórnarlamba minnst í Jerevan AP Washington. AFP. | Bandaríkjastjórn ætti að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka hugsanlega aðild og ábyrgð Donalds Rumsfelds varn- armálaráðherra á misþyrmingum bandarískra hermanna á íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu, segja mannréttindasamtökin Human Rights Watch. Þá telja samtökin ennfremur að fleiri háttsettir menn í Banda- ríkjunum, eins og til dæmis fyrrverandi yf- irmaður leyni- þjónustunnar, George Tenet, og Ricardo Sanchez, fyrr- verandi yfirmað- ur Bandaríkja- hers í Írak, ættu að sæta rannsókn. Samtökin telja að Rumsfeld kunni að vera sekur um stríðsglæpi samkvæmt ákvæðum um „ábyrgð yfirmanns“, sem er lagabókstafur er kveður á um að yfirmaður sé ábyrgur fyrir gjörðum undirmanna sinna ef hann veit, eða ætti að vita, um glæpsamlegt athæfi og lætur undir höfuð leggjast að stöðva það. Á föstudag komst rannsókn- arnefnd á vegum Bandaríkjahers að þeirri niðurstöðu að fjórir hátt- settir menn í herliðinu í Írak 2003– 2004 hefðu ekki átt sök á misþyrm- ingum á föngunum. Er Ricardo Sanchez meðal fjórmenninganna. Rumsfeld sæti rannsókn Donald Rumsfeld Jerúsalem. AP. | Ísraelska utanríkis- ráðuneytið fordæmdi um helgina samþykkt stærsta stéttarsambands breskra háskólakennara, AUT, um að banna samskipti við tvo háskóla í Ísrael, Haifa og Bar Ilan. AUT, sem er með um 40.000 félagsmenn, seg- ir að umræddir skólar grafi undan réttindum Palestínumanna og aka- demísku frelsi. „Sú staðreynd að AUT kaus að beina spjótum sínum að Ísrael, eina ríkinu í Mið-Austurlöndum sem hef- ur í hávegum fullt akademískt frelsi fyrir alla samfélagshópa og pólitíska strauma, er hneyksl- anleg,“ sagði í yfirlýsingu ráðu- neytisins. Var bent á að ríki á borð við Íran, Sádi-Arabíu og Sýrland legðu hömlur á frelsi í háskólum. AUT segir að umræddir tveir há- skólar hafi orðið fyrir valinu vegna þess að í Haifa hafi verið hótað að reka fræðimann sem vildi rannsaka ásakanir um að ísraelskir hermenn hefðu framið morð. Bar Ilan- skólanum er refsað fyrir meint tengsl hans við Júdeu og Samaríu- háskólann sem er í einni af byggð- um landtökumanna á Vesturbakk- anum, svæði sem margir Ísraelar kalla sínum fornu Biblíunöfnum, Júdeu og Samaríu. Háskólarnir í Haifa og Bar Ilan segja að mörg at- riði í ásökunum AUT séu röng. Refsa ísraelskum háskólum Amsterdam. AP. | Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar hafa leitt í ljós að líklegt er að hollenskir kjósendur hafni nýrri stjórnarskrá Evrópu- sambandsins í þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fer 1. júní. 52% aðspurðra kváðust ætla að segja nei, ef þeir þá myndu mæta á kjör- stað, en 48% kváðust myndu sam- þykkja stjórnarskrána. Hún þarf að hljóta samþykki í öll- um 25 aðildarríkjum sambandsins til að öðlast gildi. Kannanir í Frakklandi hafa undanfarinn mán- uð bent til að meirihluti kjósenda þar muni hafna henni og hefur sá meirihluti jafnvel aukist síðustu dagana. Í hollensku könnuninni, sem birt var á laugardag, kom einnig fram, að einungis um 32% kjósenda segj- ast ætla að greiða atkvæði. Hollendingar gegn stjórnar- skrá ESB Nobutaka Machimura

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.