Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 12

Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 12
12 | 12.6.2005 I Á hótelherbergi gæti maður sem best verið hvar sem er í veröldinni. Sömusápurnar, sama teppið, sömu náttlamparnir. Sama eftirprentun meðal-þekkts málverks yfir rúminu. Hótelherbergi eru hlutlausir staðir, eins kon- ar einskis manns land. Kassi í húsi í borg í útlandi. Þar er sjaldnast að finna nokk- uð sem minnir á menninguna í landinu, þar eru engir geisladiskar með þjóðlegri tónlist, blöð dagsins koma ekki inn um lúguna, engar styttur, stofublóm eða jóla- skraut koma upp um tískustrauma eða árstíð, ekkert er að finna í míníbarnum sem ber matarvenjum þjóðarinnar vitni. Þar eru vasaútgáfur af heimskunnum vodkum og viskíum, gosdrykkjum og fáeinum súkkulaðistykkjum. Toblerone, Coca-Cola, The Famous Grouse, Smirnoff. Ekkert Minonky-súkkulaði þótt hót- elið sé í Slóvakíu, enginn Skugga-lakkrís sé hótelið á Íslandi. Jafnvel sjónvarpið býður víðast hvar upp á svo margar og alþjóðlegar rásir að það er fljótt að gleym- ast – eða brenglast – hvar í veröldinni gesturinn er staddur. Hann liggur í rúm- inu, á kunnuglegri rósóttri ábreiðu, með staðlaða fjarstýringu í hönd og starir á kunnuglegar CNN-fréttir frá öðrum heimshornum. Og það bregst ekki, til þess að hringja í móttökuna er þrýst á töluna 9 á símtækinu – hvort sem símanúmer í landinu eru sjö stafa eins og í Liechtenstein eða tíu stafa eins og í Þýskalandi. II Samt er eitthvað þægilegt við hótelherbergi. Stundum. Því áreiti, efvel tekst til, er haldið í lágmarki; þar má láta þreytu, reiði, ráðvillu,uppnám og upplifanir líða úr huga og skrokki – af þeim sökum að umhverfið er hlutlaust. Á hótelherbergi er allt sem þarf og ekkert meira. Þar er rúm til að hvílast, sími til að hringja heim, vaskur til að bursta tennur, míníbar, klósett, sturta og tómt glas. Gluggi til þess að gá til veðurs, sjónvarp til þess að AÐ BÚA Í EIGIN HÖFÐI Hótelherbergið er uppfullt af þversögnum, draumum og veggfóðri Santo Domingo Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur Ljósmyndir Böðvar Gunnarsson Miami

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.