Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 38
yfir fjörðinn, enn annar vill vera sem lengst frá götum yfir höfuð. Er ekkert erfitt að halda sér vakandi, á nóttunni? Einstaka sinnum. Ég passa samt að dreifa föstu verkefnunum yfir nóttina, svo ég klári ekki allt strax. Svo hef ég sjónvarp og góða bók, ef mjög lítið er að gera. En persónulega finnst mér frekar auðvelt að snúa sólarhringnum við og dagarnir nýtast þá vel. Eftir vinnu sef ég til tæplega þrjú, þá eru börnin á heimilinu að koma úr skóla og leikskóla og ég er útsofinn og tilbúinn í daginn með þeim. Einhverjar eftirminnilegar uppákomur í næt- urvörslunni? Já, á fyrstu næturvaktinni minni tók einn skrautlegur sig til og ók bíl niður kirkjutröpp- urnar – og hafnaði á planinu við hótelið. Þetta gerðist á allra fyrstu næturvaktinni minni og ég hélt auðvitað að ég væri að missa vitið. Ertu aldrei einmana, í vinnunni? Jú, það kemur fyrir, sér í lagi yfir vetrartímann þegar fáir eru á ferli og maður sér kannski ekki lifandi sálu í sex, sjö tíma. Þú hringir þá ekkert í vini eða vandamenn? Um miðja nótt? Nei, ekki ennþá. Það kannski kemur að því … En eru gestirnir aldrei andvaka? Jú, sérstaklega á sumrin – blessaðir útlending- arnir eru ekki vanir því að hafa bjart alla nóttina. Nýlega kom einmitt einn sem var búinn að raka sig og ætlaði í morgunmat, en var steinhissa þegar klukkan var bara þrjú. Ég gaf honum þá kaffisopa og hann sat og spjallaði við mig það sem eftir lifði nætur. Dvelurðu sjálfur mikið á hótelum? Það er helst í þau fáu skipti sem ég bregð mér til útlanda. Mér finnst það alltaf skemmtilegt. Ég er líka farinn að kunna utan að hvað hótelin eiga að geta boðið upp á og nýti mér það auðvitað miskunnarlaust á öðrum hótelum! | sith@mbl.is Stundum eru gestirnir andvaka NÆTURVÖRÐUR EINS OG ÉG | BIRGIR RÚNAR DAVÍÐSSON Á HÓTEL KEA Á AKUREYRI L jó sm yn d: S ka pt i H al lg rí m ss on … og ég hélt auðvitað að ég væri að missa vitið. Hvað eru næturvaktirnar langar? Þetta eru tólf tíma vaktir og ég vinn eina viku í senn, fæ svo næstu viku frí. Hefurðu gert þetta lengi? Í tæpt ár, en ég vann áður á dagvöktum í mót- tökunni. Hvert er starfssviðið? Næturvörður ber í raun ábyrgð á öllu hótelinu eins og það leggur sig, yfir nóttina. Fyrst og fremst aðstoðar hann gestina, svo er að hafa auga með hótelinu og undirbúa verk næsta dags. Er þetta háskalegt starf? Nei, það er það eiginlega ekki. Fólk er reyndar oft öðruvísi á nóttunni en á daginn, og því þarf stundum að taka öðruvísi á málum. Hvernig er fólk öðruvísi að næturlagi? Margir eru afslappaðri á kvöldin, þegar maður hittir það að deginum til er það í vinnunni og á hraðferð. Svo koma helgarnar og þá færist oft fjör í leikinn. Sumir koma hér við á leið sinni í eða úr miðbænum, til þess að hringja á leigubíl eða reka önnur erindi. Dugar einn næturvörður, á stóru hóteli? Það fer alveg eftir bókunarstöðu og því hvað er að gerast. Ferðamennirnir eru til dæmis flestir komnir í háttinn klukkan 23 á sumrin, en svo eru hér stundum meiriháttar skemmtanir og þá veitir oft ekki af tveimur. Skemmtilegustu gestirnir? Mér finnst alltaf rosalega gaman að fá erlenda ferðamenn. Flestum þeirra líkar svo vel við Ís- land. Margt kemur þeim á óvart, þeir bjuggust ekki við svona fallegu landslagi, fallegum bæjum og eru alveg himinsælir. Svo koma hingað reglu- lega fastagestir og alltaf gaman að sjá þá. Þetta eru til dæmis sölumenn, stjórnmálamenn að heimsækja kjördæmið, og fleiri. Og vilja fastagestirnir þá sömu herbergin? Misjafnt, sumir vilja gjarnan tiltekna tegund af herbergi. Einn vill horfa yfir göngugötuna, annar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.