Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 1

Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 1
LÍF var tekið að færast í venjulegar skorður í London í gær og sam- göngur að miklu leyti komnar í samt horf eftir sprengjutilræðin í fyrra- dag. Ættingjar fólks sem enn er saknað biðu þó milli vonar og ótta í gærkvöldi og festu sumir upp mynd- ir af ástvinum sínum á lestar- stöðvum. Vitað var í gær að enn voru lík undir braki í lestargöngum. Erfiðlega gekk að leita að þeim vegna þess að björgunarmenn urðu að fara varlega af ótta við hrun í göngunum. Múslímaklerkurinn Sheikh Omar Bakri Mohammed, sem er sýr- lenskur og leiðtogi hópsins Al-Mu- hajiroun, sem hefur bækistöð í London, varaði við árásum á Lond- on í viðtali við portúgalskt blað, Publico, fyrir 15 mánuðum. Bakri er sjálfur grunaður um tengsl við al-Qaeda-samtökin en sagði að samtökin hefðu alls ekki stjórn á öllum hópunum sem kenndu sig við þau. Hópur af því tagi hefði staðið fyrir tilræðinu í Madríd í fyrra. „Hér í London er vel skipulagður hópur sem kallar sig al-Qaeda í Evrópu,“ sagði Bakri. „Ég veit að þeir eru að leggja lokahönd á mikla aðgerð.“ Breskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa ekki verið á varðbergi og bent á að nýlega var viðbúnaðarstigið fært neðar en það hefur verið síðan eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. „Við tímasetningu árásanna á samgöngukerfi höfuðborgarinnar á fimmtudag, sem líklega hafa verið samræmdar, virðast menn hafa not- fært sér glufu í upplýsingaöflun og stórhættuleg mistök í öryggisvið- búnaði,“ sagði dagblaðið The Fin- ancial Times. Charles Clarke innan- ríkisráðherra sagði að ekki hefðu borist neinar viðvaranir um árás í London þennan dag. „Þetta gerðist fyrirvaralaust,“ sagði Clarke. Hann vísaði því á bug að lögreglan hefði brugðist en farið yrði yfir allar áætl- anir og gögn til að reyna að átta sig á því hvort gera hefði mátt betur. Bresk stjórnvöld leggja nú kapp á að finna vísbendingar sem dugi til að hægt verði að hafa uppi á þeim sem stóðu fyrir tilræðunum en líklegt er að um fjarstýrðar sprengjur hafi verið að ræða. Minnst 50 manns létu lífið í tilræðunum og fórnarlömbin voru frá alls fimm löndum. Nú er ljóst að 13 létust í sprengingunni í strætisvagninum við Tavistock-torg. Heimildarmenn segja að borg- arbúar virðist staðráðnir í að láta til- ræðin ekki hræða sig. Blaðamaður Morgunblaðsins var staddur á Leic- ester Square í gærkvöldi og var þar fjöldi fólks eins og yfirleitt á föstu- dagskvöldum. Var ekki að sjá að fólk léti atburði fimmtudagsins hafa áhrif á sig. En fjöldi lögreglumanna í gulum vestum var á ferli og fylgd- ust þeir vel með öllu. Bresk stjórnvöld gagn- rýnd fyrir andvaraleysi  Lífið er að færast í samt horf í London eftir tilræðin  Múslímaklerkur varaði við árásum fyrir 15 mánuðum STOFNAÐ 1913 183. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Liv Ullmann á fiðrildaslóðum Viðtal við leikkonuna sem undirbýr tökur á kvikmynd hér á landi | 50 Lesbók | Sögusvið síðustu daga Trotskís  Skuggamyndir í svart-hvítri veröld; Sin City  Börn | Keðjusagan  Gátur í gríni Íþróttir | FH til Bakú  Tony Adams til Feyenoord 15-90% Afsláttur ÚTSALA vi› Smáralind í fullum gangi Íþróttir, Lesbók og Börn í dag Sameinuðu þjóðunum, Gleneagles. AFP, AP. | Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagn- aði í gær niðurstöðu leiðtogafundar átta helstu iðn- ríkja heims, G-8, sem ákváðu að fella niður erlendar skuldir 18 ríkja og stórauka aðstoð við þróunarríki, ekki síst í Afríku. „Þetta er góður dag- ur fyrir Afríku og góður dagur fyrir baráttuna gegn fátækt,“ sagði í yfirlýsingu Annans. Fundi G-8 lauk í gær og leiðtogarnir ákváðu að árið 2010 yrði búið að auka árlega aðstoð við þróun- arríki um 50 milljarða dollara á ári. Er talið að helmingurinn af þessu fé renni til Afríku. Einnig var hvatt til þess að útflutningsbætur á landbún- aðarvörur yrðu lagðar niður og dregið úr niður- greiðslum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist hafa viljað ganga lengra. „Ég tel að sum okkar hefðu viljað ganga lengra og ákveða hvenær út- flutningsbæturnar yrðu lagðar af,“ sagði ráð- herrann. Hann sagðist þó vona að slík dagsetning yrði tilgreind á fundi Heimsviðskiptastofnunarinn- ar í desember. Talsmenn ýmissa hjálparstofnana gagnrýndu í gær niðurstöður G-8-fundarins, sögðu framlögin of lág og grípa yrði strax til aðgerða gegn fátækt í Afríku. En tónlistarmennirnir Bob Geldof og Bono, sem beittu sér fyrir samkomum þar sem hvatt var til aukinnar aðstoðar við Afríku, lýstu ánægju sinni þótt ekki hefðu allar væntingar gengið eftir. „Aldrei fyrr hafa jafnmargir átt þátt í að móta stefnuna í heimsmálum. Ef einhver hefði spáð því fyrir þremur vikum, að aðstoðin við Afríku yrði stóraukin og skuldir afskrifaðar, hefði enginn trú- að því,“ sagði Geldof. Og Bono sagði að um góða byrjun væri að ræða á langri fjallgöngu. „Heims- byggðin talaði og stjórnmálamenn hlustuðu,“ sagði Bono. Tvöfalda aðstoðina við Afríku  G-8-ríkin/29 FJÖLMARGIR lögðu leið sína að King’s Cross- lestarstöðinni í gær og vottuðu fórnarlömbum sprengjuárásarinnar sem þar var gerð virðingu sína. Sprengjan, sem sprakk í lest í göngum við stöðina á fimmtudagsmorgun, varð 21 að bana og særði fjöl- marga til viðbótar. Lestarsamgöngur í borginni kom- ust aftur á að mestu leyti í gær eftir að hafa legið niðri um hríð vegna sprengjuárásanna. Reuters Votta fórnarlömbum virðingu sína KONUR verða í meirihluta allra árganga í læknanámi við Háskóla Íslands á komandi vetri. Voru þær um 70% þeirra sem tóku inntökupróf fyrir námið í sumar. Margrét Georgsdóttir, for- maður Félags kvenna í lækna- stétt, segir konur vera 24% starfandi lækna, 33% af 450 ís- lenskum læknanemum erlend- is og nær 50% útskrifaðra lækna í ár. Í umræðunni um breytt kynjahlutfall í stéttinni spá sumir lækkun launa en aðrir fjölgun lækna þar sem konur vinni síður vaktavinnu en karlar. Stefán B. Sigurðsson, deild- arforseti læknadeildar, segir að ekki hafi verið gripið til markvissra aðgerða til að fjölga konum í deildinni held- ur hafi þessi þróun orðið af sjálfu sér. Hann segir að með fleiri konum komi inn ný sjón- armið, til dæmis um að vinnan skuli bitna minna á heimilislíf- inu. Sigrún Perla Böðvarsdóttir, formaður Félags læknanema, segir fjölgun kvenna jákvæða þar sem þær hafi verið í minnihluta. „Skjólstæðingar okkar eru af báðum kynjum og ég tel mjög gott að sjúklingar geti valið sér lækni eftir kyni ef þeir vilja,“ segir Sigrún og bætir við að karlmenn í dag líti öðrum augum á vinnuna en áður. „Þeir eru jafnákveðnir og við í að sinna fjölskyldunni og hafa önnur áhugamál en vinn- una.“ Konur í meirihluta í læknanámi  Kynjahlutföllin | 11 Eftir Kristján Jónsson og Davíð Loga Sigurðsson í London kjon@mbl.is, david@mbl.is Hryðjuverk í London Látið strax vita af ykkur Sendiherra Íslands í London | 10 Láta ódæðið ekki breyta lífi sínu Davíð Logi Sigurðsson í London | 18 Hvenær næst? Fjölmiðlar fordæma voðaverkin | 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.