Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 10
10 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LÍFIÐ í London er farið að ganga
sinn vanagang, jarðlestirnar eru
farnar af stað aftur sem og stræt-
isvagnar. Fólk virðist vera komið í
ró og var það reyndar allan tímann,
að sögn Sverris Hauks Gunnlaugs-
sonar, sendiherra Íslands í London.
„Bretar eru rólegir í slíkri at-
burðarás eins og sagan hefur
margoft sannað. Lífið heldur
áfram.“
Sverrir bendir á að margir hafi
jafnvel búist við enn meiri hörm-
ungum en áttu sér stað í fyrradag.
Almannavarnakerfið hafi allt frá
11. september árið 2001 verið búið
að þaulæfa viðbrögð. „Guði sé lof
að þetta varð ekki meira. Þessu er
hins vegar ekki endilega lokið og
engin vísbending um að það geti
ekki endurtekið sig á morgun eða
hinn.“
Af Íslendingum í London er það
að segja að „það er
allt gott að frétta. Í
hádeginu var lokið
við það af hálfu utan-
ríkisráðuneytisins og
sendiráðsins að finna
þá síðustu sem við
vorum beðnir um að
hafa upp á.“
Að sögn Heiðrún-
ar Pálsdóttur hjá
ráðuneytinu höfðu
um hundrað og
fimmtíu manns sam-
band til að spyrjast
fyrir um tvö eða þrjú
hundruð ástvini. Að
sögn Sverris voru
milli tvö og þrjú þús-
und Íslendingar í London í fyrra-
dag. Flestir hafi líklega komist í
samband við ættingja gegnum far-
síma. Í gær kannaði íslenska sendi-
ráðið hvort Íslendingur
leyndist á einu þeirra
sex sjúkrahúsa sem far-
ið var með slasaða á.
„Miðað við okkar upp-
lýsingar getum við úti-
lokað þann möguleika,“
segir Sverrir.
Hann segir jafnframt
að í nútímanum séu Ís-
lendingar um allan
heim og hlutfallslega
meira en aðrar þjóðir að
því er hann telur. „Það
hjálpar mikið til við
svona aðstæður að
menn sem eru á staðn-
um átti sig á að það
besta sem þeir geti gert
sé að láta strax vita af sér. Það
hjálpar mikið til því þá er hægt að
leita þeirra sem virkilega þarf að
leita að.“
Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra í London
„Látið strax vita af ykkur
við svona aðstæður“
Sverrir Haukur
Gunnlaugsson
AP
Öryggisgæsla á götum Lundúna hefur verið stórlega hert eftir hryðjuverkin á fimmtudag. Lögreglumenn eru hér
gráir fyrir járnum fyrir utan þinghúsið í gær. Nú hefur verið staðfest að enginn Íslendingur varð fyrir líkamstjóni.
HRYÐJUVERKIN í
Lundúnum í fyrradag
kalla ekki á sértækar
öryggisaðgerðir á
sviði flugverndar á
Keflavíkurflugvelli, að
sögn Jóhanns R.
Benediktssonar sýslu-
manns. Hins vegar
hljóti atburðurinn að
leiða til þess að upp-
lýsingaskipti milli
ríkja muni aukast að
mun. „Og afleiðing-
arnar af voðaverkum
sem þessum hljóta að
verða þær að stofn-
anir sem standa í bar-
áttu gegn hryðjuverk-
um munu fá aukið vægi og
fjármagn,“ segir Jóhann.
Hann minnir á að frá hryðju-
verkunum í New York 11. septem-
ber 2001 hafi orðið gífurlegar
breytingar á samskiptum milli
leyniþjónusta, lögreglu og annarra
aðila sem fást við öryggisgæslu
víða um heim. „Þessar miklu
breytingar hafa líka
orðið í samskiptum
milli ríkja,“ segir
hann. „Þá hefur sam-
starf milli ólíkra
deilda og þátta á sviði
öryggismála verið eflt
mikið til að ná heild-
stætt utan um hlutina.
Slík þróun er stöðugt
í gangi og sagan hefur
sýnt að menn draga
ákveðinn lærdóm af
nýjum hryðjuverkum.
Venjulega felst sá
lærdómur í einhvers
konar breytingu í ör-
yggisumhverfinu.
Slíkar breytingar
þurfa hins vegar ekki að birtast al-
menningi í hvert sinn. Þótt al-
menningur verði ekki var við slík-
ar breytingar á Keflavíkurflugvelli
er ekki þar með sagt að það hafi
ekki átt sér stað þróun í því hvern-
ig við verndum borgara og stuðl-
um að bættu öryggi,“ segir Jó-
hann.
Hryðjuverkin í Lundúnum
Kalla ekki á sértæk-
ar aðgerðir á
Keflavíkurflugvelli
Jóhann
Benediktsson
EUROCOP, heildarsamtök 600
þúsund lögreglumanna í Evrópu,
heitir fullum stuðningi við bresk
stjórnvöld við að koma lögum yfir
þá sem bera ábyrgð á hryðjuverk-
unum í Lundúnum á fimmtudag að
því er Heinz Kiefer, forseti Euro-
cop, segir í fréttatilkynningu sem
send var frá Lúxemborg á fimmtu-
dag. Landssamband lögreglu-
manna á Íslandi á aðild að Euro-
cop.
Hanz Kiefer hvetur ennfremur
yfirvöld til yfirvegunar í kjölfar at-
burðanna og að mikilvægt sé að
leyfa öryggisaðilum að vinna sína
vinnu án truflunar frá hugsunar-
lausum pólitískum aðgerðum. Aug-
ljóst sé að hryðjuverkaógnin hafi
ekki minnkað og því þurfi ESB og
aðildarríki að halda áfram að
styrkja innviði sína á öryggissvið-
inu.
Eurocop heitir
stuðningi við Breta
HRYÐJUVERKIN í Lundúnum
virðast ekki hafa haft mikil áhrif á
ferðalög Íslendinga til Lundúna að
því er best verður séð. Nánast eng-
in áhrif eru merkjanleg hjá flug-
félaginu Iceland Express sam-
kvæmt upplýsingum þaðan og
svipaða sögu er að segja frá Ice-
landair og hjá ferðaskrifstofunni
Úrvali-Útsýn.
Sáralítil áhrif
á ferðalög
BÓK fyrir samúðarkveðjur vegna
þeirra sem létu lífið eða særðust í
hryðjuverkaárásunum í Lundúnum
á fimmtudag verður opin í sendiráði
Bretlands, Laufásvegi 33, dagana 11.
til 15. júlí frá klukkan 9 til 12.
Bók fyrir sam-
úðarkveðjur
♦♦♦
UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hef-
ur tekist að hafa upp á öllum þeim Ís-
lendingum í London, sem ráðuneyt-
inu bárust fyrirspurnir um, en þeir
voru á bilinu 200–300.
Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, segir að búið sé að
fá vissu fyrir að allir séu heilir á húfi.
Hann sagði að Sigurður Arnarson,
sendiráðsprestur, hefði farið á sjúkra-
hús Lundúna og spurst fyrir um hvort
Íslendingar hefðu verið fluttir þangað
en svo var ekki. Áfram verður hægt
að hringja í utanríkisráðuneytið,
545 9900, vilji menn koma á framfæri
fyrirspurnum eða upplýsingum um
Íslendinga í Lundúnum.
Illugi sagði að starfsfólk ráðuneyt-
isins vildi koma á framfæri þakklæti
við alla þá sem lögðu ráðuneytinu lið.
Haft upp á
öllum Íslend-
ingum í
Lundúnum
♦♦♦
Tímaritið á
sunnudögum
á morgun