Morgunblaðið - 09.07.2005, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
AUKIN eftirspurn flugferða til
Bandaríkjanna frá Evrópu hefur að
öllum líkindum bætt sætanýtingu
tveggja stærstu flugfélaga Evrópu,
Air France-KLM Group og Luft-
hansa, að því er segir í Vegvísi
greiningardeildar Landsbanka Ís-
lands.
Á sama tíma vaxa lágfargjalda-
flugfélögin mikið innan Evrópu. Hjá
stóru flugfélögunum í Evrópu er
mikill vöxtur á lengri flugleiðunum
eins og til Asíu og Bandaríkjanna
en flugleiðir innan Evrópu ganga
ekki jafn vel vegna mikillar sam-
keppni þar við lágfargjaldaflug-
félögin.
Samtök evrópskra flugfélaga
(The Association of European Air-
lines) spá að raunaukning hjá þeim
30 flugfélögum sem standa að sam-
tökunum verði 6,5% í ár. Gengi
bréfa Air France-KLM hefur aftur
á móti lækkað um 11% frá áramót-
um en gengi easyJet hefur hækkað
um 36% og Ryanair um 23% frá
áramótum.
IATA (International Air Tran-
sport Association) áætlar að tap
flugfélanna nemi um 6 milljörðum
Bandaríkjadala á árinu (um 390
milljörðum íslenskra króna). Hátt
olíuverð á þar stærstan hlut að
máli, en eins og kunnugt er náði ol-
íuverð nýju meti 27. júní síðastlið-
inn, þegar fatið fór í 59,59 dali í
framvirkum samningum og hefur
verðið ekki verið hærra síðan 1988.
Fjölmörg flugfélög hafa því hækkað
miðaverð til að vega upp á móti
þessum aukna kostnaði. Fyrri helm-
ing júní var 8,1% vöxtur í umferð
(sætiskílómetrar) og var sætanýting
hjá félögum innan IATA 76,1%.
Hefur Vegvísirinn það eftir sér-
fræðingi á vegum Bloomberg að
þrátt fyrir samdrátt í Evrópu hafi
fjöldi farþega haldist þokkalega
mikill vegna aukningar á flugleiðum
utan Evrópu, en hætta geti skapast
ef halla fer undan fæti á þeim flug-
leiðum.
Mikill vöxtur lággjalda-
flugfélaga í Evrópu
● VERÐMATSGENGI Actavis er 45
kr./hlut samkvæmt nýju verðmati
Greiningar Íslandsbanka á fyrirtækinu
sem birtist í Morgunkorni Íslands-
banka.
Heildarverðmæti félagsins sam-
kvæmt verðmatinu er 1,9 milljarðar
evra sem samsvarar 150,2 millj-
örðum króna, miðað við evrugengi
78,8.
Við lokun viðskipta í Kauphöll Ís-
lands í gær var gengi Actavis 41,4
kr./hlut og markaðsvirði félagsins var
um 138,7 milljarðar króna. Greining
Íslandsbanka mælir því með kaupum
á bréfum félagsins til lengri tíma litið
og til skemmri tíma litið er mælt með
yfirvogun í eignasöfnum sem miðuð
eru við íslenska markaðinn.
Mælt með kaupum í
Actavis
● KERFI, sem er dótturfélag Opinna
Kerfa í Danmörku, hefur keypt keppi-
nautinn
Work It
sem hef-
ur höf-
uðstöðv-
ar sínar í
Skan-
derborg.
Frá
þessu er greint á vefmiðli dönsku
sjónvarpsstöðvarinnar TV 2.
Kaupin eru liður í stefnu Kerfis
sem gengur út á að vaxa með kaup-
um á öðrum félögum. Velta félagsins
í fyrra var 100 milljónir danskra
króna sem samsvarar 1.055 millj-
ónum íslenskra króna.
Samkvæmt fréttinni einbeitir Work
It sér að HP-markaðnum, líkt og
Kerfi, og var hagnaður fyrirtækisins
um 1,4 milljónir danskra króna, tæp-
lega 15 milljónir íslenskra króna, á
síðasta ári.
Dótturfélag Opinna
kerfa stækkar
GREININGARDEILD Íslands-
banka segir í Morgunkorni sínu að
hryðjuverkin í London hafi haft
mikil áhrif á helstu fjármálamark-
aði heims en sú lækkun sem varð
hafi síðan að mestu gengið til
baka.
Í þessu sambandi megi draga
nokkurn lærdóm af hryðjuverka-
árásunum 11. september 2001 þar
sem fjölmargir hafi farist og eyði-
legging hafi verið mikil. En hin
efnahagslegu áhrif hafi þá verið
mest vegna þess hvernig árásirnar
snertu almenning og breyttu hegð-
un hans. Eins hafi áhrifin orðið
mikil vegna þeirra aðgerða sem
hryðjuverkin hafi kallað fram hjá
stjórnvöldum víða um heim.
Koma illa við fyrirtæki
í ferðaþjónustu og
skemmtanaiðnaði
Hryðjuverkin 11. september hafi
komið illa niður á fyrirtækjum í
ferðaþjónustu og skemmtanaiðnaði
og bréf þeirra hafi fallið í verði.
Flugfélög hafi til dæmis átt sér-
staklega erfitt uppdráttar og mörg
þeirra orðið gjaldþrota í kjölfarið.
Greiningardeild Íslandsbanka telur
líklegt að ódæðisverkin í London
muni hafa áhrif á ferðaþjónustu-
og samgöngufyrirtæki í Bretlandi
og jafnvel víðar. Hert öryggis-
gæsla og aukin barátta gegn
hryðjuverkum styðji aftur á móti
við fyrirtæki í framleiðslu hvers
kyns hergagna. Þá hækki góð-
málmar og hrávörur jafnan í verði
á óvissutímum. „Áhrif sprenging-
anna á fjármálamarkaði munu hins
vegar að lokum ráðast nær alfarið
af viðbrögðum stjórnvalda og al-
mennings við þeim og því er enn
allt óvíst í þessum efnum.“
Mest áhrif á ferðaþjónustuna
Reuters
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís-
lands í gær námu 1,3 milljörðum
króna, þar af voru viðskipti með
hlutabréf fyrir um ríflega 1,1 milljarð.
Mest viðskipti voru með bréf
Bakkavarar, fyrir um 379 milljónir
króna.
Mest hækkun varð á bréfum
Flögu, 3,9%, en mest lækkun varð á
bréfum Atlantic Petroleum, 7,2%.
Úrvalsvísitala aðallista hækkaði
um 0,49% og er nú 4.174 stig.
Gengisvísitala krónunnar var
110,25 við lokun markaða og lækk-
aði hún um 0,09%. Styrktist gengið
sem því nemur.
Dræm viðskipti í
Kauphöllinni
SAMTÖK atvinnulífsins í Svíþjóð,
SN, hafa rannsakað launamun í að-
ildarfyrirtækjum sínum og komist
að þeirri niðurstöðu að konur og
karlar fá jafnmikið borgað fyrir
sams konar störf. Launamunur á
milli kynjanna skýrist af þáttum
sem aldri, starfi, menntun og því
hvaða atvinnuveitanda fólk vinnur
hjá. Þetta kemur fram í frétt á vef
samtakanna.
„Umræða um 15–20% launamun
endurspeglar ekki stöðuna hjá að-
ildarfyrirtækjum okkar,“ segir
Håkan Eriksson, forstöðumaður
jafnréttissviðs SN. Í úttektinni
kemur fram að launamunur hafi á
síðasta ári verið 4,8% að meðaltali
en séu þættir eins og ábyrgð og
starfsaldur starfsmanna tekin með í
reikninginn minnki hann enn frek-
ar.
Alls eru um 3,5% kvenna í stjórn-
endastöðum í aðildarfyrirtækjum
SN.
Launamunur
kynja lítill í
Svíþjóð
ISM framleiðslu-
vísitalan í Bandaríkj-
unum hækkaði í júní
og kemur það sér-
fræðingum á óvart
þar sem vísitalan
hefur lækkað síðast-
liðna sjö mánuði. Frá
þessu er greint í
Wall Street Journal.
Þar segir að vísitölu-
gildi júnímánaðar
hafi verið 53,8 en í
maí var það 51,4.
Bendir þetta sam-
kvæmt WSJ til þess
að eftirspurn eftir
bandarískum framleiðsluvörum sé að aukast.
Samkvæmt könnun sem fréttavefurinn Bloomberg gerði bjuggust sér-
fræðingar við að vísitalan myndi standa í stað. Fjallað er um vísitöluna í
Morgunkorni Íslandsbanka og segir þar meðal annars að vísitölugildi yfir
50 stigum gefi til kynna vöxt í framleiðslu. Þannig má segja að fram-
leiðsluvöxtur hafi aukist eftir að hafa dregist saman síðastliðna sjö mánuði
en vísitalan hefur verið hærri en 50 allt síðan í júní árið 2003. Margt bendir
til þess að bandaríska hagkerfið sé nú að taka verulega við sér þar sem
dregið hefur úr atvinnuleysi og einkaneysla hefur aukist.
Er bandaríska hagkerfið að
taka við sér?
● HLUTABRÉF hækkuðu í kauphöll-
inni í Lundúnum í gær eftir að hafa
lækkað í kjölfar hryðjuverkaárása á
borgina. FTSE 100-hlutabréfa-
vísitalan hækkaði í gær um 1,43%
eða í 5.232 stig sem er hærra gengi
en á miðvikudaginn og hefur FTSE
100 raunar ekki verið hærri frá árinu
2002. DAX-vísitalan í Frankfurt
hækkaði sömuleiðis um 1,50% og er
komin í 4.598 stig. Þá hækkaði
CAC-vísitalan í París um 1,89% og
fór í 4.300 stig.
Sömu sögu var raunar líka að
segja af hlutabréfamörkuðunum
vestur í Bandaríkjunum, Dow Jones
vísitalan hækkaði um 1,43%, Nas-
daq vísitalan um 1,79% og S&P
hækkaði um 1,17%.
Hlutabréf hækkuðu í
Bretlandi
!!"
# $% &$'"
) *
+
,
) *
, -
# $!%%&
$
()* +,-. /01
2 *3, +,-. /01
2-,4,5 /01
67 +,-. /01
8 +,-. /01
92 +, /01
:6; /01
,4;,, /01
-.<7 2 /01
37- /01
8; :6 /01
,6 /01
:
/01
),-=-,
>5,0)7,;1 /01
?-, /01
'( )
), +,-. /01
=, 4-, :6 /01
9=.4> /01
8@0)A >B4-, /01 (
/ /01
C/,> /01
7 0>, .) /01
D
)6)( ),6-=
=/,> /01 36-=4)1 /,40,E)/1 /01
,E777=4)34 /01
F6-)34 /01
*(
+##
-)-,; /01
6 E>0>,4, /01 8@= :6 /01
65)-,0G67 -4-,6 *01
A 0A, /01
+
,
- H
@4)
*4 1*,4
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
2,E)7 0,5
0E,, *4 1*,4
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
J K
J IK
J K
J K
I
I
J K
I
J K
J
K
J
K
I
I
J K
I
J K
I
I
I
J K
I
J
K
J I
K
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
96,*4 .)
7
6;4 @ 6 -. 6
1 1
1 1
1 1 1
1
I
1
1
1
I
I
I
1 I
1 1 I
I
I
I
I
F4 .) @ <M1 ,1
91 N )/-7-,6)
>36
*4 .)
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
91I O* -= 50,=/6 36- /6-)0>5,1
91I
E6 )6 4 677> 0,= E0,)3 -)6;1 /0-, )0)1
91I F7 0E,,*, -= 0>5,=37- 0G6 91I 4 ;4 M)70