Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 26

Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 26
26 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI SUÐURNES FLUGSAFNINU á Akureyri barst höfðingleg gjöf í vikunni, ljós- mynda- og flugmódelasafn Rúnars Bárðar Ólafssonar. Rúnar bjó á Suðurnesjum og starfaði sem mál- ari en hann lést af slysförum árið 1998, langt fyrir aldur fram. Í ljós- myndasafninu eru 30–50 þúsund myndir af flugvélum og sagði Svan- björn Sigurðsson, forstöðumaður Flugsafnsins, sem veitti gjöfinni viðtöku, að um stóra og mikla gjöf væri að ræða. Safn Rúnars væri ekki aðeins stærsta safn mynda af flugvélum hér á landi, heldur líka það langbesta. „Þetta eru bestu heimildir sem hægt er að fá um flugflota Íslands og heimildir um þær vélar sem komu til Keflavík- ur.“ Foreldrar Rúnars, Ólafur Þ. Guð- mundsson og Guðlaug F. Bárð- ardóttir og fleiri aðstandendur af- hentu gjöfina. Ólafur sagði við það tækifæri, að áhugi Rúnars á flug- vélum hefði byrjað mjög snemma og að hann hefði fylgst vel með þeim flugvélum sem flugu yfir heimili fjölskyldunnar í Njarðvík, sem var í aðflugslínu einnar brautar á Keflavíkurflugvelli. Ólafur sagði að áhugamál Rúnars hefði þróast með samsetningu flugmódela og myndatökum og var myndavélin hans fasti fylgifiskur í leik og starfi. Safn Rúnars er vel skráð, það verður varðveitt á Minjasafninu á Akureyri og er þar öllum aðgengi- legt. Morgunblaðið/Kristján Myndasafn Foreldrar Rúnars Bárðar Ólafssonar, Guðlaug F. Bárðardóttir og Ólafur Þ. Guðmundsson, afhentu Svanbirni Sigurðssyni, forstöðumanni Flugsafnsins á Akureyri, mynda- og flugmódelasafn sonar þeirra. Nafni Rúnars, Rúnar Bárður Kjartansson, systursonur hans, tók einnig þátt í athöfninni. Flugsafnið fékk höfðinglega gjöf Listasumar | Heimur ljóðsins 2005. Dansinn fram í dauðann, kvöld með kvæðum eftir T.S. Eliot og Jó- hannes úr Kötlum, Ketilhúsinu í Listagili laugardagskvöldið 9. júlí kl. 21.30. Flytjendur eru Þorsteinn Gylfason, Sif Ragnhildardóttir, Michael Jón Clarke og Richard Simm. Aðgangseyrir kr. 1.000. Sunnudagur 10. júlí Sigurhæðir – hús skáldsins kl. 14–16. Kaffi og vöfflur við ljóðalestur. Minjasafnið á Akureyri – Sögu- ganga um Innbæinn. Lagt af stað frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14. Akureyrarkirkja kl. 17. Sumartón- leikar í Akureyrarkirkju: Frá Sví- þjóð, Matthias Wager, orgel. Yfirstandandi sýningar: Ketilhús- ið: „Í minningu afa.“ Sýning á kín- verskri myndlist og kynning á kín- verskri menningu. Deiglan: Kristján Pétur Sigurðsson sýnir „Tónfræði fyrir að(fram)komna.“ Listasafnið á Akureyri: „SKRÍMSL – Óvættir og afskræmingar.“ Gallerí Svartfugl og Hvítspói: Sýning Sveinbjargar Hall- grímsdóttur á tréristum. Sýningin ber yfirskriftina „Blær“. Jónas Viðar Gallery: „Undir Hannesi.“ Samsýn- ing 10 listakvenna. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: 10 ára afmælissýn- ingar. Gallery Box: Sýning Siggu Bjargar Sigurðardóttur. Café Karól- ína: Sýning Vilhelms Antons Jóns- sonar. Gallerí ash Varmahlíð: Hlyn- ur Hallsson sýnir vegamyndir 9. júlí – 1. ágúst. Opnun laugardaginn 9. júlí klukkan 14. Aftur í bæjarstjórn | Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi, sem verið hefur í tímabundnu leyfi, kemur nú aftur til starfa í bæjarstjórn. Þetta var tilkynnt á fundi bæjarráðs í gær. Jafnframt gerði Vinstrihreyfingin – grænt framboð þá breytingu á skipan fulltrúa í nefndum, að Valgerður tek- ur aftur sæti sem aðalmaður í bæj- arráði, framkvæmdaráði og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og Jón Erlendsson verður varamaður. Laufás | Silfur- og skrautmunir prýða gamla bæinn í Laufási á ís- lenska safnadeginum, sunnudaginn 10. júlí. Tvær konur munu sýna og segja frá silfurgripum og kvennaskrauti íslenska búningsins milli kl. 14.30 og 16. Í stofu gamla bæjarins mun Inga Arnar, nemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands, sýna og spjalla um skúfhólka, sem skreyttu skotthúfur íslenska búningsins. Það er ekki síst sagan sem gerir hlutinn merkilegan. Skúfhólkar er- fast gjarna milli kynslóða eins og annað búningasilfur. Í fallegum skúfhólk er talsverð eign, enda gátu skúfhólkar verið trúlof- unargjafir. Fólk er hvatt til að koma með skúfhólka, peysufatahúf- ur og annað kvensilfur og mun Inga rannsaka það á staðnum. Í skála Gamla bæjarins mun Anja Broch silfursmiður, sýna silf- ursmíði. Kaffi og veitingar eru til sölu í gamla Prestshúsinu. Listmunir Inga Arnar skoðar skúf- hólka í eigu Minjasafnsins. Skúfhólkar og silfursmíði í Laufási Njarðvík | „Markmiðið var að hafa sem mest viðhaldsfría lóð svo við gætum notað tím- ann í annað en að slá gras og hreinsa arfa,“ segir Gunnar Ágúst Halldórsson á Hrauns- vegi 8 í Njarðvík. Hann og kona hans, Linda Helgadótt- ir, fengu umhverfisvið- urkenningu Reykjanesbæjar fyrir afar vel heppnaða end- urbyggingu húss og fallega lóð. Þetta er þriðja árið sem Gunnar og Linda eiga húsið og þau hafa gert það upp jafnt að utan sem innan og útbúið nýjan garð. „Þetta var ljótasta húsið í Njarðvík þeg- ar við komum,“ segir Gunn- ar. Þau hafa unnið endurbæt- urnar að mestu sjálf og ekki þurft að kaupa mörg handtök að, að sögn Gunnars. Hann segir að þau hafi mokað öllu út úr garðinum, nema trjánum, og síðan byggt hann upp hægt og ró- lega að nýju. Í garðinum eru stórir pallar, möl og steinar. Gunnar segir að flestar hug- myndirnar séu komnar frá Lindu og þau hafi unnið að þessu saman um kvöld og helgar, með öðru. Viðurkenningar afhentar Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar voru afhent- ar við athöfn í Duushúsum í fyrradag. Björk Guðjóns- dóttir, forseti bæjarstjórnar, afhenti viðurkenningarnar. Eigendur húsanna Melaveg- ur 17 til 21 í Njarðvík fengu viðurkenningar fyrir snyrti- legan og fallegan frágang á húsi og lóð. Þeir eru Stefán Björnsson, Jóhanna Árna- dóttir, Ingólfur Ingólfsson, Sigrún Valdimarsdóttir, Þór- dís Björg Ingólfsdóttir og Valgeir Freyr Sverr- isson. Helgi Vilhjálms- son, eigandi veitinga- staðarins Kentucky Fried Chicken að Krossmóa 2 í Njarð- vík, fékk viðurkenn- ingu fyrir fallega byggingu og vel frá- gengna lóð. Sorpeyð- ingarstöð Suðurnesja fékk viðurkenningu fyrir góðan frágang á húsi og lóð í iðn- aðarhverfi en Kalka er að Berghólabraut 7 í Helguvík. Þá fékk Fast- eignafélagið Þrek í Keflavík viðurkenningu fyrir frábæran frágang á húsum og lóðum sem félagið hefur byggt und- anfarið. Viljum geta notað tímann í annað Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Endurbætur Gunnar Ágúst Halldórsson og Linda Helgadóttir taka ásamt dóttur sinni, Glódísi Hlíf, við viðurkenningu úr hendi Bjarkar Guðjónsdóttur, forseta bæjarstjórnar. Lítið gras Mölin setur svip á garðinn á Hraunsvegi 8 í Njarðvík. Garður | „Það hefur aldrei verið stefnan að gera þetta að verðlaunagarði,“ segir Guðmundur Jens Knútsson rafvirki, að Lyngbraut 1 í Garði, sem fékk umhverf- isverðlaun fegrunar- og um- hverfisnefndar Sveitarfé- lagsins Garðs í ár. „Við höfum gert þetta af okkar áhuga, þegar tími hefur gef- ist til höfum við bætt einni og einni hríslu við,“ bætir kona hans, Anna Mary Péturs- dóttir sjúkraliði við. Auk verðlaunagarðsins að Lyngbraut 1 veitti nefndin tvær viðurkenningar. Oddný Harðardóttir og Eiríkur Her- mannsson fengu viðurkenn- ingu fyrir skemmtilegt um- hverfi í garðinum við hús sitt, Björk. Þá fengu Sveinbjörg Þóra Gunnarsdóttir og Sæv- ar Leifsson viðurkenningu fyrir fallegan og snyrtilegan garð að Einholti 8. Þegar Anna og Guð- mundur fluttu inn í ófullgert hús sitt 1979 stóð það efst í byggðinni í Garði og ekki mikið skjól til að fást við trjá- rækt eða annan gróður. Þau byrjuðu þó á garðinum tveimur eða þremur árum síðar og fyrsta trjáplantan var gróðursett 1983. Þau gera lítið úr því að mikil vinna sé að byggja upp og halda við fallegum garði. Anna segir að þau ferðist mikið innanlands á sumrin en hugi að garðinum þess á milli. „Þetta snýst bara um að hafa snyrtilegt í kringum sig. Það hefur verið mottóið hér,“ segir Guðmundur. Þau leggja áherslu á að garðurinn þeirra sé ósköp venjulegur og enginn skrúð- garður, enda hafi þau sjálf útbúið hann eftir sínu eigin höfði. Þá sé hann til notkunar fyrir fjölskylduna. Þau nefna að börnin hafi getað leikið sér þar að vild, meðal annars í fótbolta með félögunum. „Maður losnar þá líka við mosann,“ segir Guðmundur. Ánægð með framfarirnar Kristjana, formaður fegr- unarnefndar, er ánægð með framfarir í ræktunarmálum í Garðinum. Segir að margir garðar hafi komið til greina við úthlutun verðlauna og viðurkenninga í ár. Nefndin hefur aldrei valið fegurstu götuna. Hún segir að nú fari að koma að því enda vanti nokkrar götur aðeins herslu- muninn og hann náist von- andi með samstilltu átaki á næstu árum. Hún hælir einnig sveitarfé- laginu fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi í sínum framkvæmdum og nefnir sér- staklega umhverfið á Garð- skaga sem nú hefur verið lag- fært en nefndin hefur kvart- að undan því í mörg ár. Höfum bætt einni og einni hríslu við Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verðlaunagarður Anna Mary Pétursdóttir og Guðmundur Jens Knútsson búa á Lyngbraut 1 í Garði. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.