Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 31

Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 31 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG FDM í Danmörku, systurfélag Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda hefur gefið út vandaða og ítarlega hand- bók um tjaldsvæði í Evrópu; Camp- ingguide Europa 2005/06. Í bókinni eru ítarlegar og tæmandi upplýs- ingar um 3.560 tjaldsvæði í 25 lönd- um álfunnar. Tjaldbúðahandbókin Camp- ingguide Europa 2005/06 fæst hjá FÍB. Þar fá félagsmenn FÍB einnig tjaldbúðaskírteini sem veitir þeim margvíslegan forgang og fríðindi á tjaldsvæðunum. Um 26.000 tjaldsvæði í Evrópu Tjaldsvæði í Evrópu eru talin vera um 26 þúsund talsins, en svæðin sem fjallað er um í bókinni eru þau tjald- svæði sem tekin hafa verið út af sér- fræðingum hins öfluga þýska bif- reiðaeigendafélags, ADAC og sérfræðingum FDM. Um hvert og eitt þeirra er í handbókinni stutt lýs- ing á staðsetningu, aðstöðu og bún- aði og gefnar stjörnur fyrir hvern þátt þeirrar aðstöðu sem í boði er. Auk lýsinga á tjaldsvæðunum sjálfum eru leiðbeiningar um hvað- eina er lýtur að tjaldferðalagi, akstri með tjaldvagn eða hjólhýsi, hraða- takmarkanir, hvar aðstoð er að finna í neyðartilvikum o.m.fl. Frumstætt eða lúxus? Tjaldbúðaferðalög eru sá ferða- máti sem býður upp á hvað mesta fjölbreytni og tjaldsvæði í Evrópu eru allt frá því að vera einföld og frumstæð upp í það að vera ferða- miðstöðvar með öllum þægindum og lúxus sem hugsast getur.  BÆKUR | 3.560 tjaldsvæði tekin fyrir Tjaldbúðaferða- lag um Evrópu í sumarleyfinu Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þó að margir njóti þess að fara í tjald yfir sumartímann hérlendis er líka gaman að ferðast með tjald um meginland Evrópu. Nánari upplýsingar fást hjá FÍB Borgartúni 33, Reykjavík. Sími 414 9999. Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS – Hjónin Einar D.G. Gunnlaugsson og Þóra M. Sigurðardóttir brugðu sér nýlega í borgarferð til Kaup- mannahafnar. Þau gistu á Comfort Hotel Europe, þriggja stjörnu hóteli í miðborginni rétt við brautarstöð- ina, en hafa líka góða reynslu af First Hotel Vesterbrogade. Tilefni ferðarinnar var áttræð- isafmæli móðursystur Einars, Elsu Eklund, sem hélt upp á afmælið með pomp og prakt laugardaginn 18. júní í veislusal Keiluhallarinnar í Tornby í Amager. Skyldmenni komu víða að, m.a. frá Danmörku, Íslandi, Fær- eyjum og Bretlandi. Geirþrúðarklaustur í uppáhaldi „Kaupmannahöfn er uppáhalds- borgin í okkar huga og við förum gjarnan líka til borgarinnar fyrir jól- in til að upplifa jólastemninguna. Fljótlega eftir lendingu er stefnan gjarnan tekin á veitingahúsið Det lille Apotek, þar sem framreiddur er dæmigerður danskur matur. Við pöntum okkur alltaf öl, snafs og „danskan platta“ með ýmsu góðgæti á, m.a. síld, steiktum rauð- sprettuflökum og heitri lifrarkæfu með beikoni. Þetta er svakalega girnilegt og getur maður nánast ver- ið að borða allan daginn í góðri stemningu,“ segir Einar og bætir við að Geirþrúðarklaustur sé líka meðal uppáhalds veitingastaða þeirra í Kaupmannahöfn. Einar og hans frú urðu fyrir ákaf- lega skemmtilegri lífsreynslu á eft- irlætis veitingastaðnum sínum í Kaupmannahöfn að þessu sinni því á meðan þau sátu yfir kræsingunum gafst þeim færi á að hitta annan Ol- senbræðra, sem sungu sig inn í hjörtu Evrópubúa í Evróvisjón- söngkeppninni árið 2000 með laginu „Fly on the wings of love“. Þeim hjónum var vísað til borðs út við opinn glugga, sem sneri að gang- stéttinni þar sem úti voru líka borð og stólar fyrir viðskiptavini stað- arins. Úr hátölurum hljómaði lagið „Talking to you“ með Dananum Jak- obi Sveistrup sem var framlag Dana í Evróvisjón-keppninni í ár. „Þar sem ég er sjálfur mikill Evróvisjón- unnandi, spurði ég þjóninn hvort hægt væri að kaupa diskinn með Jakobi og var mér samstundis bent á búð á Strikinu. Þjónninn fór að ræða um Evróvisjón og í ljós kom að hann vissi nær allt um keppnina, miklu meira en ég, meira að segja hvað varðar framlög okkar Íslendinga. Eftir að hafa setið að snæðingi um stund kom þjónninn til okkar að nýju og bað okkur að líta út um gluggann. Þar sat enginn annar en Jörn nokkur Olsen, sem ásamt bróð- ur sínum sigraði í Evróvisjón árið 2000, og gæddi sér á einum köldum bjór. Við Evróvisjón-aðdáendurnir, þjóninn og ég, drifum okkur auðvit- að út á götu með myndavélina. Myndatökum var vel tekið af hálfu Olsens enda reyndist hann ein- staklega ljúfur í fasi og viðmóti. Hann sagði mér m.a. af vel heppn- uðum tónleikum á Íslandi, en þá var líka kominn tími til að leyfa Jörn að klára bjórinn sinn í rólegheitunum sem hann og gerði og hjólaði síðan heim á leið.“ Þolinmóður í búðum Fyrir utan afmælisveisluhöld, upplifðu þau Strikið og nágrenni þess. Þar sem heimflugið var að kvöldi mánudags og tékka þarf út af hótelum um hádegi, brugðu þau á það ráð að koma farangrinum fyrir í geymslu á flugvellinum. Þau tóku síðan lest inn í Fields-mollið, sem er bæði stór og nýleg verslunarmiðstöð skammt frá Kastrup. „Þar er virki- lega gaman að eyða degi enda er ég ekkert venjulegt eintak af karl- manni því ég hef ákaflega gaman af að fara í búðir. Frúin þarf ekkert að draga mig með sér í búðir, en ég vil bara að verslunareigendur hugsi fyrir því að hafa stóla í búðunum svo að mennirnir geti sest niður á meðan konurnar þeirra athafna sig í búð- unum að vild. Ég vil nefnilega frekar að konan mín kaupi sér föt, sem hana langar í, en kaupi ekki bara eitthvað af því að ég var óþol- inmóður að bíða.“ Í haust verður stefnan sett á Frankfurt-Hahn með Iceland Exr- pess og þá má búast við því að ekið verði um Rínardalinn.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Hitti Olsen í Köben Góður sumarhiti var í borginni og sumarútsölurnar komnar á fullan skrið. Einar ásamt Jörn Olsen fyrir utan veitingastaðinn Apótekið. join@mbl.is Danskur platti og öl á veitingastaðnum Apótekinu er fastur liður hjá hjón- unum Þóru M. Sigurðardóttur og Einari D.G. Gunnlaugssyni. Apótekið www.det-lille-apotek.dk Geirþrúðarklaustur www.sgk.as/ Comfort Hotel Europe www.hotel-denmark.demon.co.uk/ comforteuro.html First Hotel Vesterbrogade www.aok.dk/profile/8305 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Vika í Danmörku www.hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 89 09 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.