Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 32

Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 32
32 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG  9. júlí Eyrarbakki Spunnið, kveðið og þæft í Hús- inu.  9.–10. júlí Akranes Írskir dagar Írskir dagar hófust í gær en standa einnig yfir í dag og á morgun. Fjölskylduskemmtun.  9.–10. júlí Dalir Leifshátíð. Hátíðin að Eiríksstöðum hófst í gær en um er að ræða fjöl- skylduskemmtun.  9.–10. júlí Suðureyri Sæluhelgi. Hátíðin hófst sl. fimmtudag en stendur fram á sunnudag.  9.–10 júlí Siglufjörður Þjóðlagahátíð. Hófst sl. miðvikudag og stend- ur fram á morgundag.  10. júlí Blönduós Íslenski safnadagurinn.  9.–10. júlí Hérað Sumarhátíð. Íþróttahátíð fyrir fjölskylduna  10. júlí Vopnafjörður Burstafellsdagur. Lifandi safnadagur  10. júlí Snæfellsnes Fuglaskoðunarferð. Haldin á vegum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.  11. júlí Egilsstaðir Íslenski safnadagurinn. Uppákomur á Minjasafni Austurlands  15.–17. júlí Þórshöfn Kátir dagar.  15.– 17. júlí Hrísey Fullveldishátíð.  16. júlí Sauðárkrókur Hafnardagur.  15.–17. júlí Blönduós Matur og menning. Fjölskylduhátíð.  14.–17. júlí Ísafjörður Útivistarhátíð. Siglingardagar og mikið um að vera á Ísafirði.  16. júlí Drangsnes Bryggjuhátíð. Fjölskylduskemmtun.  Á FERÐ UM LANDIÐ Bryggju- hátíð og Kátir dagar Morgunblaðið/Sigurður Elvar ÍRSKIR dagar eru á Akranesi um helgina og hefur hátíðin dafnað með hverju árinu. Lissabon var byggð á sjöhæðum á tímum Róm-verja og er í dag höfuð-borg Portúgals. Efst trónir kastalinn Castelo de Sao Jorge þaðan sem gott útsýni er til allra átta. Elsta hverfi borgarinnar, Alfama, hringar sig í kringum kast- alann sem endurspeglast af krækl- óttum og ruglingslegum götum og í því hverfi fæddist fado-söngmenn- ingin. Þarna segir Guðlaug Rún Margeirsdóttir að ríki samkennd meðal íbúanna, sem heilsast af svöl- um yfir þröngar götur og þarna kyrja Portúgalar sína þjóðlaga- tónlist, sem fjallar um trega, ástir og örlög frá liðnum tíma. Flóðbylgja í kjölfar jarðskjálfta árið 1755 sópaði burtu miðborginni í einu vetfangi með miklu mannfalli og þegar markgreifinn af Pombal, sem þá var hægri hönd konungsins, sagði: „Nú skulum við jarða hina látnu og huga að hinum lifandi,“ upphófst mikið endurreisnarstarf. Í stað kræklóttra stíga fékk mið- borgin á sig nýja mynd. Hannaðar voru beinar og breiðar götur, sem fengu nöfn með rentu og Gull- og Silfurgatan urðu meðal helstu versl- unargatna borgarinnar. Götur þessar liggja upp frá versl- unartorginu Praca do Comércio eða Verslunartorginu svonefnda, þar sem verslun og viðskipti voru stund- uð á árum áður enda vísar torgið að höfninni. Þarna stóð konungshöllin sem hrundi svo í fyrrnefndum jarð- skjálfta. Veglegt borgarhlið liggur upp frá Verslunartorginu og að Rua Augusta-götu, sem skilur að Gull- og Silfurgötuna upp að Rossiotorgi og í Baixa-hverfið, sem heillað getur hvern sem er með fjölmörgum kaffi- húsum, veitingastöðum, lifandi mannlífi, hátískuverslunum og síð- ast en ekki síst litlum og sérlega gamaldags vefnaðarvöruverslunum, þar sem gamlar konur með uppsett hár við búðarborð þjóna kúnnunum af lipurð. Breiðgatan Avenida de Liberd- ade liggur síðan upp af Rossio-torgi, þar sem veglegt Þjóðleikhús borg- arbúa blasir við. Við hlið leikhússins er bráðnauðsynlegt að koma við og fá sér kirsuberjasnafs á A Ginjinha sem seldur hefur verið á sama götu- horni allt frá árinu 1840. Við sama torg er upplagt að koma við í „Hinu þjóðlega bakaríi“ til að kaupa kóngakökur, sem eru Portúgölum sérlega hugleiknar yfir jólahátíðina. Einræðið hefti íbúanna Í Portúgal búa um tíu milljónir manna að meðtöldum íbúafjölda Madeira og Azoreyja og er landið rúmlega 92 ferkílómetrar að stærð. Lýðræði hefur ríkt í landinu allt frá hinni friðsamlegu blómabyltingu, sem gerð var árið 1974 þegar ein- ræðisstjórn undir forsæti Salazar var steypt af stóli á einni nóttu án blóðsúthellinga. Ramalho Eanes var á lýðræðislegan hátt kjörinn fyrsti forseti landsins. Einræðisstjórn ríkti í landinu í 48 ár eða frá 1926 til 1974 og var Salazar for- sætisráðherrra frá 1932 til 1968. Márar stjórnuðu landinu allt frá 8. öld og fram til 1249 er konungs- ríki var stofnað. Skaginn, sem Portúgal og Spánn stendur á, er kallaður Íberíuskaginn, sem á ís- lensku þekkist sem Pýreníaskaginn. Á tímum einræðisins voru íbúarnir mjög heftir og máttu þeir hvorki ferðast né tjá skoðanir sínar sem leiddi af sér mikla stöðnun í þjóð- félaginu, en Portúgalar vilja helst gleyma þessum hörmungartímum. Tvær brýr liggja yfir ána Rio Tejo eða Tagus, eins og áin er oft nefnd, til höfuðstaðarins. Eldri brú- in er í daglegu tali nefnd „25. apríl“ sem vísar í daginn sem blómabylt- ingin var gerð árið 1974 þegar Portúgalar fengu lýðræðið. Brúin var byggð á árunum 1962–1966 og var hönnuð af sömu aðilum og gerðu Golden Gate brúna í San Francisco. Brúin var nefnd Ponte de Salazar eftir einræðisherranum Salazar sem þá ríkti, en eftir byltinguna var nafninu breytt og brúin nefnd eftir byltingardeginum. Brúin er 2,3 kíló- metra löng og 70 metra há frá sjó, en áður en brúin kom, voru notaðir bátar til að ferja fólk á milli. Hin brúin og sú nýrri er 19 km löng og telst því vera lengsta brú í Evrópu. Hún er hluti af nýlegri uppbyggingu á svæði því í Lissabon sem í daglegu tali kallast Expo- svæðið eða Parque das Nacoes, Garður þjóðanna. Svæðið var allt byggt upp fyrir Heimssýninguna 1998. Það er steinsnar frá Lissabon- flugvelli og þar er m.a. lestarstöð, verslunarmiðstöð, fjöldi veitinga- staða, kvikmyndahús, leikvellir, heilsuklúbbur og sædýrasafn, þar sem einn íbúinn er lifandi lundi frá Íslandi. Ásýnd Lissabon breyttist stórum með tilkomu Expo- svæðisins, sem nú dregur að sér fjölda gesta. Boðið er upp á skoð- unarferðir um svæðið með litlum lestum og einnig er hægt að skoða það úr kláfum, sem ganga á vírum í loftinu. Þjást fyrir fótboltann Lissabon er full af menningu. Auk hins merka Þjóðleikhúss Teatro Nacional de Dona Maria við Rossio-torg og Óperuhússins Teatro Nacional de Sao Carlos í Chiado-hverfinu er í borginni fjöldi annarra leikhúsa, tónleikahúsa auk listasafna. Hæst bera söfnin Museu Calouste Gullbenkian, Museu Nac- ional de Arte Antiga og Centro de Arte Moderna. Ekki má svo gleyma fótboltabullum því Portúgalar þjást fyrir fótboltann, segir Guðlaug Rún. Langflestir Portúgalar eru áhang- endur Benfica, sem hefur bæki- stöðvar sínar í Lissabon. Luz- knattspyrnuvöllurinn er heimavöll- ur Benfica, en hann tekur 65 þúsund manns í sæti. Til að komast til og frá hverfum í Lissabon er neðanjarðarlestarkerfi borgarbúa til fyrirmyndar. Og þeg- ar því sleppir ganga ofanjarðar- lestir út í helstu úthverfi og aðrar borgir. Séu menn á annað borð komnir til Lissabon er skemmtilegt að heimsækja Caiscais og Estoril, sem eru sér bæjarfélög vestur af Lissabon. Cascais var fyrrum fiski- mannabær og Estoril lítill strand- bær, en eru nú ríkra manna bæir, sem byggst hafa hratt upp og þar hafa gjarnan stórmenni og við- skiptajöfrar hreiðrað um sig. Til að sjá sig um í borginni er upplagt að taka sporvagn eða strætó frá Versl- unartorginu við ána því þaðan er úr fjölmörgum leiðum að velja. Sækist menn eða konur í búðarflakk, má benda á að Lissabonbúar státa af Colombo, stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu þar sem gera má reyf- arakaup.  PORTÚGAL|Höfuðborgin Lissabon er byggð á sjö hæðum Kóngakökur og kirsuberjasnafs Í Lissabon, höfuðborg Portúgala, sameinast bæði gamalt og nýtt. Jó- hanna Ingvarsdóttir bað Guðlaugu Rún Mar- geirsdóttur, íbúa í Portúgal til tuttugu ára, að sýna sér borgina með augum heimamanna. Torg fíkjutrésins, Rossíótorg, í Lissabon og Þjóðleikhúsið sést við enda torgsins. . Gott er að setjast niður og horfa á mannlífið á Rua Augusta-götu. join@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.visitlisboa.com Til að kynnast borginni er góð leið að taka sér far frá Verslunartorginu með sporvögnum eða strætisvögnum sem ganga um borgina. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.