Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 37

Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 37
þeim lá síðan gatan greið í Stóru- Sandvík. Tómas var hár maður og myndar- legur, sló ekki mikið um sig, féll þó merkilega vel inn í þetta margbrotna fjölskyldulíf í Stóru-Sandvík. Honum var það gefið að troða engum um tær, fékk þó allt sitt fram og hélt virðingu sinni á heimilinu. Þá hafði Tómas lokið trésmíðanámi hjá Kristni Vigfússyni bygginga- meistara á Selfossi. Á heimili Kristins og frænku minnar Aldísar Guð- mundsdóttur kynntist ég Tómasi og féll vel við hann. Hann átti þá náð- argáfu að hæna að sér börn. Tómas bjó í Stóru-Sandvík í 55 ár og stundaði mestallan sinn starfstíma trésmíði að heiman. Hann vann hjá Kristni Vigfússyni, Guðmundi Sveins- syni og enn víðar. Hann var líklega fyrsti íbúi Sandvíkurhrepps sem fór daglega og árum saman til vinnu sinnar af bæ. Það sagði hann að sér hefði gefist vel. Að meðaltali hefði hann ekki lent í erfiðleikum með að komast í vinnu oftar en fimm daga á ári. Tómas Magnússon mótaðist fljótt af heimili sínu og varð brátt vel þekkt- ur sem Tommi í Sandvík. Ég heyrði brátt sögur af hagleik hans í trésmíði. Hann fékkst við þau vandasamari verk sem öllum smiðum var ekki hent. Lét hins vegar minna af upp- sláttarsmíði í ákvæðisvinnu. Þegar varanleg gatnagerð hófst á Selfossi milli 1960 og 1970 þótti enginn hæfari en hann að smíða kantana við göturn- ar. Hann tók líka til hendinni heima og ég minnist þess að fjósið mikla í Stóru-Sandvík sem reist var 1959 var bæði snilldarverk hans og lífsfylling. Margt sporið átti hann hingað að Litlu-Sandvík að sinna smákvabbi, sem engum öðrum var trúað fyrir. Lausnirnar urðu stundum snjallar, eins og þegar hann kom fyrir upp- þvottavél með þeim hætti sem enginn annar sá út. Heima fyrir var allt fast í skorðum, hver hlutur á sínum stað, allt aðgengilegt, rétt eins og blindur maður þyrfti að nálgast efni og áhöld. Tommi var ekki einn þeirra manna sem ryðjast áfram á lífsbrautinni. Hann sóttist ekki eftir mannvirðing- um en lét þó eftir okkur að sitja í og stýra bygginganefnd Sandvíkur- hrepps árum saman. Í umgengni við aðra var hann fljótur til viðkynningar, horfði með glettnisglampa í augum á það sem aðrir gerðu að ávirðingum, fyrirgaf og bar í bætifláka það sem aðrir hefðu talið misgert. Hann var vandaður í umtali um aðra, það voru þá helst kímilegar sögur sem hann lét flakka. Þórbergur Þórðarson rithöfundur gefur fyrstu ævisögubók sinni um séra Árna Þórarinsson nafnið „Fag- urt mannlíf“ og á þá við æskuár sín í Hreppum austur. En hafi ég sjálfur haft fagurt mannlíf fyrir augum er það á heimili þeirra Rannveigar Bjarnadóttur og Sigríðar Pálsdóttur. Þar var fjölmenni lengi og segja aðrir vonandi betur frá þeirri stórfjöl- skyldu. En hugurinn dvelur nú með henni Siggu sem fyrir tvítugt gafst Tomma og bjó með honum í ástríku hjónabandi í nær 55 ár. Blessuð sé minning Tómasar Magnússonar og þótt fráfall hans hafi verið snöggt munu góðar minningar frá öllu þessu fagra mannlífi ylja lengi ástvinum hans og niðjum. Páll Lýðsson. Í dag er Tómas Magnússon í Stóru Sandvík til moldar borinn. Mig langar til að minnast Tomma með nokkrum orðum. Ég kynntist Tomma vel þau sex sumur sem ég dvaldi á heimili hans og Sigríðar Kristínar frænku minnar í Stóru Sandvík. Á þessum árum var fjórbýli í Stóru Sandvík og heimilisfólkið oft ansi margt. Rúmlega þrjátíu manns og oft hef ég leitt hugann að því hvernig hægt var að búa í sátt og samlyndi á svo stóru býli sem jafnframt var vinnustaður flestra sem þar bjuggu. Allt heimilishald var í föstum skorð- um og ótrúlega vel skipulagt. Allir á heimilunum fjórum unnu sameigin- lega fyrir búið og öll heimilin fylgdu sömu reglum varðandi vinnu- og mat- málstíma. Tommi var menntaður húsasmiður og sótti sína vinnu til Selfoss ásamt því að vera til staðar og aðstoða þegar á þurfti að halda á búinu. Það sem mér fannst einkenna Tomma helst var óendanleg ljúfmennska hans og umhyggja fyrir fjölskyldu sinni og heimilinu í Stóru Sandvík. Frá dvöl minni í Stóru Sandvík á ég margar dýrmætar endurminningar og eru sunnudagarnir sérstaklega eftirminnilegir, því eftir hádegismat- inn var Tommi vanur að fara með fjöl- skylduna í bíltúr um Flóann og sveit- irnar í kring. Endurminningarnar frá sunnudagsbíltúrunum eru meðal svo margra ógleymanlegra samveru- stunda sem ég átti með Tomma og fjölskyldu hans í Sandvík. Tommi var einstaklega hlýr og skemmtilegur maður. Hann var höfð- ingi heim að sækja og þegar við hjón- in heimsóttum þau hjón síðast í Stóru Sandvík fyrir tveimur árum gekk hann með okkur um húsið og sýndi okkur hvernig hann var að vinna upp tréverkið í húsinu og aðra gamla muni sem hann var að koma í upprunalegt horf. Mér fannst Tommi alltaf alveg ein- stakur maður. Hlýja og virðing ein- kenndi fas hans og framkomu og hin djúpa ást og umhyggja sem hann sýndi ástvinum sínum vakti aðdáun mína frá fyrstu kynnum. Ég vil að lokum þakka fyrir þá hvatningu og þá hlýju sem ég naut á heimili þeirra Sigríðar og Tómasar. Ég votta Sigríði og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Minningin um einstakan mann mun lifa. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir. Okkur langar að minnast með fáum orðum heiðursmannsins Tómasar Magnússonar, Tommans hennar Frænku, eins og börnin okkar nefndu hann gjarnan. Tommi var úr Holtun- um en kvæntist árið 1950 Sigríði Kristínu Pálsdóttur, „Frænku“, móð- ursystur okkar í Stóru-Sandvík. Bjuggu þau þar alla tíð síðan og deildu heimili með ömmu okkar, Rannveigu S. Bjarnadóttur, þar til hún dó 1987. Þegar afi okkar, Ari Páll Hannesson, féll frá fyrir aldur fram árið 1955 tóku Tommi og Frænka að sér að hjálpa ömmu að halda áfram búrekstri, þótt hugur hvorugs þeirra stæði til landbúnaðarstarfa. Tommi stundaði jafnframt vinnu við trésmíð- ar á Selfossi, enda trésmíðameistari að mennt. Við systkinin fjögur nutum þess í uppvexti okkar að dvelja á heimili þeirra mánuðum saman ár- lega. Þegar margir eru samankomnir og fjöldi barna getur orðið æði há- vaðasamt og hefur verið mikið álag fyrir Tomma að koma þreyttur heim úr vinnu af smíðaverkstæðinu á kvöldin inn í það heimilishald. Sem börnum þótti okkur Tommi alltaf afar áhugaverður, ekki síst fyrir tækin og tólin í smíðahúsinu og skúrnum. Við vorum t.d. orðin ansi stálpuð þegar við áttuðum okkur á því að algengt mælitæki trésmiða sem Tommi hafði alltaf í vasanum héti ekki Tomma-stokkur! Hann var þús- undþjalasmiður, vandvirkur og fór af- ar vel með alla hluti og var einstak- lega snyrtilegur í allri umgengni. Hann hélt bílum sínum við af mikilli natni og kunnáttu. Síðasti Saabinn sem er að minnsta kosti 20 ára er enn í notkun og var með mikilli ánægju færður barnabarni í afmælisgjöf á 17 ára afmælisdaginn fyrir réttu ári síð- an. En Saabinn er ekki gamall miðað við Rússann sem enn er gangfær hálfrar aldar gamall, upphaflega blæjubíll en Tommi smíðaði á hann afar vandað hús og málaði blátt og hvítt. Tommi naut ferðalaga og tók vel eftir því sem fyrir augu bar, ekki síst því sem öðrum kannski yfirsást. Alltaf tóku Frænka og Tommi okkur systkinunum eins og sínum eigin börnum og vorum við væntanlega jafn frek til þeirra eins og okkar eigin foreldra. Þetta hafa okkar börn tekið upp eftir okkur og litið á Frænku og Tomma nánast sem annað par af ömmu og afa, enda þau sérstaklega barngóð og umburðarlynd þótt stund- um gangi mikið á eins og hér á árum áður. Eftirlæti við börn kom Tomma þó í koll þegar hann fótbrotnaði eftir túr á hjólabretti 67 ára gamall á hlöð- ugólfinu í Stóru-Sandvík. Hann átti eftir að verða fyrir fleiri áföllum og sjúkrahúslegum en honum tókst allt- af með jákvæðni sinni og glaðlyndi að komast aftur á fætur og njóta dag- anna. Í einni sjúkrahúslegunni varð einhverjum að orði „Tommi rís alltaf upp aftur“, því miður verður það ekki hérna megin í þetta sinn. Margs er að minnast en upp úr stendur kannski umhyggja hans fyrir Frænku og tryggð við Stóru-Sand- víkurheimilið sem hann yfirgaf aldrei. Við systkinin og fjölskyldur okkar kveðjum Tomma með söknuði og þökkum honum fyrir allt og allt. Við samhryggjumst Frænku, Ara, Rann- veigu og Magga og fjölskyldum þeirra innilega á kveðjustundinni. Ari Páll, Kristrún, Sigurður og Jónína Guðrún, Kristinsbörn. Maður verður ekki gamall fyrr en maður hættir að leika sér. Þessi fleygu orð sagði Tommi gamli eitt sinn við mig og finnst mér mikill sannleikur í þeim. Í raun er það rang- nefni að kalla hann Tomma gamla, því að hann var svo ungur í anda – enda hætti hann aldrei að leika sér. Í þessu sambandi er mér mjög minnisstætt atvik sem átti sér stað fyrir einhverj- um árum hérna í sveitinni. Við krakk- arnir vorum að leika okkur á hjóla- bretti úti í hlöðu. Tommi gamli átti leið hjá og fannst þetta heldur spenn- andi sport. Hann vildi endilega prófa, sem hann gerði. Vildi ekki betur til en svo að þegar hann steig á brettið datt hann og fótbrotnaði! Við krakkarnir fengum auðvitað áfall og ætluðum strax að sækja hjálp. En Tommi vildi alls ekki að við næðum í Siggu enda var það ekki beint „töff“ fyrir gamlan mann að fótbrotna á hjólabretti. En okkur krökkunum þótti hann sko al- gjör töffari, það þora sko ekki allir á hjólabretti, hvað þá gamlir menn. Hann Tommi gamli var góður mað- ur og hann hjálpaði pabba t.d. mikið eftir skilnað hans og mömmu. Tommi var alltaf að hvetja pabba til að fara á ball eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Pabbi tók nú eitthvað dræmt í það í byrjun, en Tommi gafst ekki upp fyrr en pabbi lét undan þrýstingi og fór á ball. Þá var Tommi mikið glaður. Tommi hafði líka mik- inn áhuga á garðræktinni hjá pabba og kom iðulega við í rófuhúsinu þegar við pabbi vorum að raga. Tommi var alltaf til í spjall og mér fannst vit í öllu sem hann sagði. Hann hafði miklar skoðanir á hlutunum og fylgdist vel með öllu sem gerðist, hvort sem það var í þjóðfélaginu eða hérna í sveit- inni. Já, Tommi var mikill karakter og verður hans sárt saknað. Mikill er missir Siggu, enda voru hún og Tommi afar samrýnd hjón, alveg fyr- irmyndarhjón. Margs er að minnast, margs er að sakna. Elsku Sigga og fjölskylda, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Guð veiti ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Jóhanna Sigríður Hannesdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 37 MINNINGAR Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar og systur, ÞORBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Hveramörk 2, Hveragerði. Sérstakar þakkir til þeirra Helga Sigurðssonar, krabbameinslæknis og Kristínar Skúladóttur, hjúkrunarfræðings. Guðmundur Guðmundsson, Karl Valur Guðmundsson, Sigurður Hrafn Guðmundsson, Bjarki Þór Guðmundsson, Andri Geir Guðmundsson og systkini hinnar látnu. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN GÍSLASON frá Neskaupstað, síðast til heimilis á Seyðisfirði, lést sunnudaginn 26. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Gísli Kristjánsson, María Valgarðsdóttir, Baldvin Kristjánsson, Halla Júlía Andersen, Páll Kristjánsson, Snjólaug Kristjánsdóttir, Jón Karl Ragnarsson, Finnur Kristjánsson, Þórunn Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, stjúpsonar, bróður og barnabarns, ARENTS PJETURS EGGERTSSONAR, Sindragötu 4, Ísafirði. Berglind Sveinsdóttir, Pálmi Ó. Árnason, Kristrún Sif Gunnarsdóttir, Jóna Sigurlína Pálmadóttir, Sveinn Jóhann Pálmason, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sveinn Jóhannsson, Eggert Hjartarson, Gríma Huld Blængsdóttir, Lára Ósk Eggertsdóttir, Gunnar Smári Eggertsson, Laura Claessen. Innilegar þakkir fyrir samúð, vinarhug og nær- veru við andlát og útför kærs eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar og afa, GUÐMUNDAR BERGSTEINS JÓHANNSSONAR læknis, Birkigrund 2, Selfossi. Jósefína Friðriksdóttir, Helga Salbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður Torfi Guðmundsson, Helga Jónsdóttir Hrafnkell, Bergsteinn og Þórhildur Sif. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR JÓHANNESSON bóndi að Giljalandi, Haukadal, Dalasýslu, lést aðfaranótt fimmtudagsins 6. júlí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Bjarnadóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Pétur Guðsteinsson, Bjarni Kristmundsson, Áshildur Eygló Björnsdóttir, Hallur Kristmundsson, Aðalheiður Hanna Björnsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Fernand Lupion, afabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.