Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 44

Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR! JÁ! LÍMDIR ÞÚ OLNBOGANN Á MÉR VIÐ BORÐIÐ EINA FERÐINA ENN JÁ! LÍMDIRÐU LÍKA BOLLAN? JÁ, OG REYN- DU NÚ BARA AÐ TAKA LÓFANN AF ANDLITINU EF VIÐ VÆRUM GIFT OG ÞÚ STUNDAÐIR GOLF... ... ÞÁ MYNDI ÉG HATA KYLFURNAR ÞÍNAR. EF ÞÚ VÆRIR MEÐ BÍLADELLU ÞÁ MYNDI ÉG HATA BÍLINN ÞINN OG? ÉG HATA PÍANÓIÐ ÞITT! SVONA NÚ ÚT Í LAUGINA! KALVIN, VEISTU HVAÐ ROTTUSKOTT ER? NEI!MÉR ER KALT NÚ ÞEGAR. ÉG FER EKKI! ÞAÐ ER ÞEGAR MAÐUR TEKUR BLAUTT HANDKLÆÐI OG SNÝR UPP Á ÞAÐ. ÞEGAR MAÐUR ER SVO SLEGINN MEÐ ÞVÍ ÞÁ STINGUR ÞAÐ ÉG HÉLT AÐ SUNDLAUGAR- VERÐIR LÆRÐU BARA LÍFGUNARTILRAUNIR OG SVOLEIÐIS EN HANN ER EKKI ALVÖRU STRÁKUR! DÓTTIR YKKAR ER ALLTAF AÐ BJÓÐA MÉR Í MAT. MÉR ER FARIÐ AÐ FINNAST ÞETTA HÁLF VANDRÆÐALEGT HVAÐA VITLEYSA, ÞÚ ER BARA ORÐINN EINN AF FJÖLSKYLDUNNI ... SKALTU EKKI VERA MEÐ OLGNBOGANA UPP Á BORÐI OG ÞAR AF LEIÐANDI... ÉG HEF HEILAN DAG TIL AÐ VINNA Í BÓKINNI MINNI ÞETTA SÝNIR MANNI BARA AÐ MAÐUR GETUR LÁTIÐ DRAUMA SÍNA RÆTAST EF MAÐUR GEFUR SÉR TÍMA SÆL FRÚ ARDEN, ÉG ER HRÆDD UM AÐ DÓTTIR ÞÍN SÉ MEÐ HITA, GETUR ÞÚ KOMIÐ OG SÓTT HANA EINS GOTT AÐ ÉG ER Í FRÍI Í DAG GOTT AÐ ÉG LAGÐI BÍLALEIGUBÍLNUM MÍNUM ÚR AUGSÝN EF HAMARHÖND SÆI KÓNGULÓARMANNINN, ÞÁ GÆTI HANN DREPIÐ FAN- GELSISSTJÓRANN EN HANN MUN EKKI KIPPA SÉR UPP VIÐ AÐ SJÁ PETER PARKER Dagbók Í dag er laugardagur 9. júlí, 190. dagur ársins 2005 Víkverja blöskrar íhvert sinn sem hann hættir sér út fyr- ir borgarmörkin. Þrátt fyrir eilífar pre- dikanir um þá hættu sem fylgir framúr- akstri, öflugar auglýs- ingaherferðir Um- ferðarstofu og fjölda alvarlegra bílslysa á vegum úti virðast sumir ökumenn aldrei láta segjast. Það getur verið að sláandi skilti, sem greina frá fjölda látinna í umferðinni á árinu og illa klesstir bílar, missi marks hjá þeim sem keyra hraðast, þeir sjá varnaðar- orðin hreinlega ekki í æsingnum. Á ferðalagi Víkverja til og frá Stykkishólmi síðastliðna helgi voru ófáir ökumenn sem stunduðu fram- úrakstur grimmt þrátt fyrir að hvorki veðurfar né skilyrði á vegum leyfðu slíkt. Um hvort almenn ánægja með að þenja ökutækið til hins ýtrasta eða tilraun til að stytta sér leið heim var tilgangur þessa glannaskapar þorir Víkverji ekki að fullyrða en hafi markmiðið verið það síðarnefnda er víst að ökumennirnir hafa ekki haft erindi sem erfiði. Hraðakstur borgar sig nefnilega sjaldnast og ótrúlegt í raun hversu lítinn tíma fólk sparar á því að spyrna í. x x x Það helltist sorg yfirVíkverja á dög- unum þegar hann rak augun í opnu í Dag- blaðinu þar sem fjallað var um kvenkyns þátt- takendur á Wimble- donmótinu í tennis. Stórar myndir af glæsilegum íþrótta- konum fylltu síðuna og verandi áhugamaður um tennis ætl- aði Víkverji að lesa textann sem myndunum fylgdi. Var í annars stuttum texta gert svo lítið úr þess- um frábæru afrekskonum, þeim stillt upp sem klæðlitlum kyntákn- um og imprað á því að greinilegt væri hvers vegna karlmenn horfðu á þetta stærsta tennismót ársins, þ.e. klæðlitlar konur! Niðurlægingin á ekki síður við um karlmennina sem um var rætt, íþróttaáhugi karlmanna gerður að einhverju allt öðru sem ég efast um að margir karlmenn kæri sig um. Sorgleg tímaskekkja í fréttaflutn- ingi sem reyndar dæmir sig sjálf. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Akranes | Skagamenn halda hátíðlega írska daga núna um helgina. Systk- inin Donna og Joe McCaul eru á myndinni hér að ofan en þau koma fram á hátíðinni. Þau eru helst þekkt fyrir þátttöku sína í Evróvisjón fyrir Írland í vor. Keppni um rauðhærðasta Íslendinginn verður á morgun og sigurveg- arinn hlýtur ferð til Dublinar. Dagurinn endar á balli með Pöpunum og Sál- inni á Breiðinni þar sem gera má ráð fyrir ekta írskri stemningu. Reuters Donna og Joe á Írskum dögum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jóh. 20.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.