Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 47
MENNING
Frá því að ég fór í myndlistar-nám til Þýskalands árið1990, að loknu námi í MHÍ,
hef ég verið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að geta haft myndlistina að
minni einu atvinnu,“ segir Sigrún
Ólafsdóttir listakona. Hún er búsett
í Þýskalandi og hefur búið þar í 15
ár. Í dag opnar hún sýningu í Gall-
eríi Sævars Karls og er þetta fyrsta
sýningin hennar á Íslandi í átta ár.
„Ég hef haldið einkasýningar í Evr-
ópu og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga.“ Að hennar sögn eru stóru
verkin spennandi en auk þeirra
gerir hún einnig minni skúlptúra
og teikningar. „Ég vinn samhliða
við að gera skúlptúra, stóra og litla
auk þess að teikna. Þessir verk-
þættir tvinnast saman og geta ekki
án hvor annars verið því þeir eru
hluti af heildarferlinu,“ segir Sig-
rún um verk sín. Jafnvægi og and-
stæður eru helstu viðfangsefni Sig-
rúnar. Nýlega var gefin út bók um
hana og verk hennar í tilefni af
þremur stórum einkasýningum í
Þýskalandi. Titill bókarinnar
„Force and Tenderness“ eða kraft-
ur og mýkt og vísar í andstæðurnar
sem Sigrún vinnur gjarnan með.
Þriðja sýningin verður í september
í Wilhelm Hack Museum í Ludwigs-
hafen.
Sigrúnu hefur gengið vel í Þýska-landi en hún hefur verið fengin
til þess að gera stóra skúlptúra fyr-
ir opinberar byggingar og einka-
fyrirtæki. „Styrkur minn liggur
mest í því að gera stór verk og þess
vegna finnst mér skemmtilegast að
fá stór verkefni fyrir stórar bygg-
ingar.“ Sigrún er stórhuga og lista-
verk eins og þau stærstu sem hún
hefur unnið krefjast mikillar vinnu,
útreikninga og hugsunar. Hún
vinnur með stálsmiðum og það er
margra manna verk að þróa lista-
verkið frá því að vera hugmynd á
blaði í það að vera 10 metra hátt
eða breitt listaverk sem á að stand-
ast veður og vinda. Þessi risastóru
verk Sigrúnar hafa oft verið þróuð
í samvinnu við þá arkitekta sem
teikna byggingarnar. Sigrún segir
að það sé sérstaklega skapandi ferli
og næri báða aðila, arkitektinn og
listamanninn.
Listamenn sækja oft kraft oghugmyndir í íslenska náttúru
og Sigrún er engin undantekning.
Þrátt fyrir að hafa búið lengi í
Þýskalandi hefur hún reynt að
koma reglulega til Íslands og von-
ast til að geta unnið meira hér á
landi á næstunni samhliða verk-
efnum sínum úti. „Mér eru tengslin
við Ísland afskaplega mikils virði
og ég vil nú vera lengur hér á ári
hverju en ég hef getað til þessa.
Fjölskylduástæður hafa ráðið því
að ég hef aðallega verið virk í
Þýskalandi en ekki hér á Íslandi.
Sonur minn sem fór með mér utan
tæplega þriggja ára gamall er nú
að verða fullorðinn og þess vegna
er ég ekki lengur bundin yfir hans
skólagöngu. Núna get ég ráðið mín-
um tíma meira sjálf,“ segir Sigrún.
Hún er stödd hérna í fimm vikur
sem er með því lengsta sem hún
hefur verið síðustu ár. Stefnan er
tekin á að ferðast um landið og
hitta vini og ættingja. „Draumurinn
er að vera hér á sumrin.“ segir Sig-
rún og það lifnar yfir henni þegar
hún talar um tjaldútilegur og ís-
lensku sumrin.
Að koma með verk til Íslands frá
Þýskalandi og sýna er æði kostn-
aðarsamt og hún er afar þakklát
fyrir þá aðstoð sem hún hefur feng-
ið og nefnir sérstaklega að Samskip
flutti verkin henni að kostnaðar-
lausu.
Á sýningunni í Galleríi Sævars
Karls verða skúlptúrar og teikn-
ingar, eitt verkið verður á gang-
stéttinni fyrir utan galleríið. Sýn-
ingin verður opnuð í dag kl. 14 í
Galleríi Sævars Karls.
Jafnvægi og andstæður
’„Styrkur minn liggurmest í því að gera stór
verk og þess vegna
finnst mér skemmtileg-
ast að fá stór verkefni
fyrir stórar bygging-
ar.“‘
AF LISTUM
Guðrún Birna Kjartansdóttir
Tíu metra hátt stálskúlptúrverk eftir
Sigrúnu í Rohrbach í Þýskalandi.
gudrunbirna@mbl.is
Krítargrunnur og túss á léreft. 180 x 180 eftir Sigrúnu Ólafsdóttur.
Myndin er á sýningu í Galleríi Sævars Karls sem verður opnuð í dag.
Frekari upplýsingar um Sigrúnu er
að finna á www.sigrun-olafs-
dottir.de.
„MENN hafa verið að velta þessum
möguleika fyrir sér í mörg ár,“ segir
Stefán Jón Hafstein, formaður
menningar- og ferðamálaráðs
Reykjavíkurborgar, um þá hug-
mynd að Reykjavíkur-
borg stofni sérstakan
listskreytingasjóð fyrir
borgina að fyrirmynd
Listskreytingasjóð
ríkisins. Aðspurður
segir Stefán Jón hug-
myndina hins vegar
vera í salti núna. Segir
hann að sér hafi á síð-
asta ári borist tillögur
um útfærslur slíks
sjóðs, en að sér hafi
ekki litist á það hversu
gert var ráð fyrir viða-
miklu batteríi. „Ég
hafði því hugsað mér
að taka þetta mál upp á
breyttum forsendum,
en ætlaði að gefa mér góðan tíma til
að skoða þessi mál í þaula,“ segir
Stefán Jón og tekur fram að hann
hafi ákveðnar efasemdir um að sú
hugmynd að eyrnamerkja ákveðið fé
til listskreytinga í byggingum
Reykjavíkurborgar í gegnum sér-
stakan listskreytingasjóð sé besta
leiðin til þess að efla menningarlífið í
borginni.
Starfslaunum breytt í styrki
Nefnir hann sem dæmi að áður
fyrr hafi Reykjavíkurborg verið með
starfslaun listamanna líkt og ríkið,
en kosið að breyta þeim frekar í
verkefnastyrki þar sem borgaryfir-
völdum hafi ekki fundist
hitt fyrirkomulagið nægilega
eftirsóknarvert. „Það er eins með
þetta. Við veltum fyrir okkur hvort
listskreytingasjóður sé endilega
besta leiðin til að ná til listamanna
og efla þá í borginni. Allt kemur fjár-
magnið á endanum úr
sama sjóðnum. Ég
spyr mig því, ef við ætl-
um að setja einhverja
peninga í aukna menn-
ingarstarfsemi, sem við
erum jú alltaf að gera,
hver er þá besta leiðin?
Því á endanum snýst
þetta um það hvernig
peningum okkar er
best varið,“ segir Stef-
án Jón og nefnir þann
möguleika að borgin
kaupi einfaldlega fleiri
listaverk og komi þeim
fyrir í byggingum sín-
um eða efli list á al-
mannafæri frekar en
að stofna sérstakan listskreytinga-
sjóð.
Fyrir hverja úthlutaða krónu
er beðið um tífalt meira
„Ég hef einfaldlega efasemdir um
að búa til enn eitt batteríið í kring-
um takmarkað styrkjafé, því sann-
leikurinn er sá að fyrir hverja krónu
sem við úthlutum til frjálsrar list-
starfsemi í borginni er beðið um að
minnsta kosti tífalt meira. Er það
raunveruleg ósk listamanna að aukið
fé til menningarmála fari í svona far-
veg frekar en annan?“ spyr Stefán
Jón að síðustu.
Myndlist | Efast um að listskreytinga-
sjóður borgarinnar sé skynsamleg leið
„Snýst um hvernig
peningum okkar
er best varið“
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Stefán Jón Hafstein
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Evan Hunter, sem skrifaði
einnig undir nafninu Ed Mc-
Bain, lést af völdum krabba-
meins á heimili sínu í Connecti-
cut í vikunni,
78 ára að
aldri.
Hunter
fæddist í New
York árið
1926 og fékk
þá nafnið
Salvatore
Lombino.
Hann hóf
skriftir þegar
hann gegndi herþjónustu í
bandaríska flotanum í síðari
heimsstyrjöldinni og árið 1952
breytti hann nafni sínu í Evan
Hunter þar sem hann taldi að
ítalskt ætterni hans yrði honum
fjötur um fót á rithöfundarferl-
inum.
Hunter skrifaði fjölda saka-
málasagna undir ýmsum nöfn-
um en þekktasti bókaflokkur-
inn sem hann skrifaði var um
87. lögreglustöðina í New York.
Fyrsta bókin í flokknum kom út
árið 1956 og vakti athygli fyrir
raunsannar lýsingar á borgar-
glæpum. Bækur Hunters komu
út í yfir 100 milljónum eintaka
um allan heim og hafa margar
þeirra verið þýddar á íslensku.
Hunter skrifaði oft tvær eða
þrjár bækur á ári og sagði eitt
sinn við blaðamann að hann
vissi ekki hvað hann hefði skrif-
að margar bækur og heldur
ekki undir hve mörgum nöfnum
hann hefði skrifað þær. Hunter
skrifaði einnig kvikmynda-
handrit, m.a. handrit mynd-
arinnar Fuglarnir, sem Alfred
Hitchcock leikstýrði árið 1963.
Evan
Hunter
látinn
Evan Hunter