Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Liv Ullmann er stórglæsilegkona með sterkar skoð-anir á mönnum og mál-efnum. Þegar blaðamaður hitti hana á Hótel Borg síðastliðinn fimmtudag var hún eins og allir aðr- ir slegin yfir atburðum dagsins í Lundúnum. „Það er erfitt að tala um eða jafn- vel hugsa um nokkuð annað en það sem er að gerast þar þessa stund- ina,“ byrjar hún en bætir við að sér finnist þó mikilvægt að halda áfram. „Það er lífsnauðsynlegt að halda alltaf áfram að bera út boðskap lista og menningar. Ef við hættum því hafa hryðjuverkamennirnir unnið.“ Ullmann er stödd hér á landi í tvennum erindagjörðum. „Ég kom upphaflega hingað á vegum nefndar sem heitir Hilton Humanitarian Organisation. Við hittumst ár hvert á mismunandi stöðum í heiminum og veljum á milli tólf samtaka sem vinna að góðgerð- armálum í heiminum og verðlaunum ein þeirra með upphæð jafnhárri Nóbelsverðlaununum. Í þetta sinn lá leiðin til Íslands,“ segir hún. „Þegar framleiðendur myndar- innar A Journey Home fréttu af þessari ferð minni var ákveðið að hafa undirbúningsfund í leiðinni. Mér finnst sérstaklega gaman að koma til Íslands núna því þegar ég skrifaði handritið að myndinni hafði ég aldrei komið hingað.“ Kvikmyndin sem um er rætt er byggð á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna, og skrifaði Ullmann sjálf handritið að myndinni og hyggst leikstýra henni eins og greint hefur verið frá. Mynd- in er framleidd af bandarísku fram- leiðslufyrirtæki sem og íslenska fyrirtækinu Saga Film sem mun annast framleiðslu þess hluta sem tekinn verður hér á landi. Áætlað er að tökur hefjist í mars eða apríl á næsta ári og mun rúmur helmingur myndarinnar gerast á Íslandi. „Þegar upphaflega var leitað til mín og ég beðin að leikstýra verkinu var búið að gera handrit eftir bók- inni. Mér fannst það handrit alls ekki trútt bókinni og afréð að skrifa það upp á nýtt. Ég hreifst nefnilega umsvifalaust af bókinni hans Ólafs og vildi gera henni góð skil,“ segir Ullmann. Fangar íslenskan raunveruleika „Bókin hafði alveg geysilega mikil áhrif á mig, allt þetta yfirnáttúru- lega og þeir óútskýranlegu hlutir sem eiga sér stað. Mér finnst heill- andi þeir hlutir sem eru stór hluti af lífi fólks en það talar samt ekki um, þetta óáþreifanlega. Mér finnst Ólafur hafa fangað þetta vel í bók sinni. Fólkið segir eitt en meinar kannski eitthvað annað. Mér fannst mjög freistandi að reyna að fanga þetta í bíómynd. Kvikmyndir geta nefnilega fangað þetta augnablik hjá fólki þegar það brosir þótt það gráti innra með sér.“ Sagan segir frá íslenskri konu sem búsett er á Englandi en snýr aftur upp á Íslandsstrendur til að gera upp fortíð sína, sem bæði hefur góðar og slæmar hliðar. „Þetta er mynd um venjulegt fólk frá Íslandi og hvers vegna það er eins og það er,“ segir Ullmann. „Slíkar myndir hafa ekki áður verið gerðar, að erlendir aðilar komi til Ís- lands til að reyna að fanga íslenskan raunveruleika fyrir stóran markað. Ég held að það sé mikilvægt, gott að beita auga gestsins í þessu tilliti.“ Ullmann segir kvikmyndina eiga að endurspegla íslenskan raunveru- leika og þá eiginleika sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Þetta verður sönnun á því hvers vegna Ísland er í huga allra enn land goðsagnanna. Þótt við sýnum ekki goðsagnirnar sjálfar sýnum við fram á að þær lifa með fólkinu í landinu. Þetta er venjulega óvenjuleg saga um einstakt fólk,“ útskýrir hún. Ullmann segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að taka stóran hluta myndarinnar upp hér á landi. „Ég hef ekki séð mikið af landinu ennþá en það sem ég hef séð og heyrt og lesið um landið er svo sér- stakt. Þessi náttúra, hafið, hraunið og allt þetta sem sést hvergi annars staðar í heiminum. Mér fannst við verða að koma hingað þar sem ræt- ur konunnar í sögunni liggja,“ segir hún. Ullmann ber samstarfinu við Ólaf Jóhann mjög vel söguna. „Ég er búin að vera að vinna að handritinu í hálft annað ár og við Ólafur höfum hist reglulega og rætt saman. Hann hefur reynst mér al- veg ótrúlega vel. Það eru ekki allir höfundar eins og hann þegar maður er að vinna með sköpunarverk þeirra en hann hefur verið alveg einstaklega jákvæður og þægileg- ur,“ segir hún. Kvikmyndir mikilvægar Ekki hefur enn verið upplýst hver muni fara með aðalhlutverk mynd- arinnar en Ullmann segir það vera stórkostlega leikkonu sem unnið hefur til Óskarsverðlauna, og nú geta menn reynt að giska. Hún segir það alveg ákveðið að myndin muni einnig skarta íslenskum leikurum þó svo að hún sé öll á enska tungu. „Þar sem ég er forseti kvik- myndaleikstjóra í Evrópu ætti ég ekki að gera mynd eingöngu á enska tungu heldur helst hafa hana á ensku og íslensku. En þar sem þetta er bandarísk framleiðsla verður þetta að vera svona,“ segir Ullmann. „Ég mun samt láta konuna tala enskuna með íslenskum hreim, þeim Kvikmyndir | Liv Ullmann undirbýr tökur á kvikmynd eftir Slóð fiðrildanna hér á landi Ísland er land goðsagnanna Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Kvikmyndir sem miðla ólíkum menningarheimum til okkar eru mikil- vægar til að við skiljum að við erum hluti af stórri heild.“ Leikkonunni og leikstjóranum Liv Ullmann er margt til lista lagt. Birta Björnsdóttir ræddi við hana um upplifunina á Íslandi, kostina við leikstjórastarfið og mikilvægi kvikmyndanna. MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20 Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8 BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Miðasala opnar kl. 13.30 Sími 564 0000 BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!  „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars“ Þ.Þ. FBL „...í heildina frábær mynd...“ T.V. kvikmyndir.is „...í heildina frábær mynd...“ „...hrein og tær upplifun... gjörsamlega geðveik mynd!“ K&F XFM „...hrein og tær upplifun... gjörsamlega geðveik mynd!“ DÖJ kvikmyndir.com DÖJ kvikmyndir.com Sýnd kl. 3 (400 kr.) 5.30, 8 og 10.30 B.i 16 ára DÖJ kvikmyndir.com „...í heildina frábær mynd...“ T.V. kvikmyndir.is „...hrein og tær upplifun... gjörsamlega geðveik mynd!“ K&F XFM BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Sýnd kl. 2, 5, 6.30, 8, 9.30, 10.50 og 12.15 B.i 16 ÁRA Sýnd kl. 3.30 og 10 B.i 10 ÁRA „Skotheld frá A-Ö Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  Frá leikstjóra Bourne Identity Blaðið  Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! x-fm AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 38.000 gestir T O M C R U I S E I N N R Á S I N E R H A F I N MYND EFTIR Steven spielberg „Innrásin er girnileg Sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2  Sýnd kl. 3 (400 kr.), 8 og 10.20 B.i 14 ára „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV   „Töff, kúl og eiturhörð“ Ó.Ö.H. DV –  „Töff, kúl og eiturhörð“ „. í heildina frábær ynd. “ „. hrein og tær upplifun. gjörsamlega geðveik mynd!“ DÖJ kvikmyndir.com , l i ... i t lif ... j l i ! DÖJ kvikmyndir.com „. í heildina frábær mynd. “ T.V. kvikmyndir.is . . ... i li ... j l i ! . . i i .i i i .  „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars“ Þ.Þ. FBL. .  „Töff, kúl og eiturhörð“ Ó.Ö.H. DV – , l i . . . „ ff, l it r r “ . . .  „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars“ Sýnd kl. 5.30 B.i 14 ára „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  Blaðið  Sýnd kl. 1.45 m. ísl tali „HOLLYWOOD í ESSINU SÍNU“ -Blaðið  VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI - 23.000 GESTIR       RÚVR kl. 3, 5.30, 8 og 10.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.