Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TÍMAMÓT Í BORGARPÓLITÍK
Dagar Reykjavíkurlistans erutaldir. Það er ljóst eftir fé-lagsfund Vinstrihreyfingarinn-
ar – græns framboðs í Reykjavík í fyrra-
kvöld, þar sem samþykkt var að bjóða
fram lista undir eigin merkjum í borg-
arstjórnarkosningunum á næsta ári.
Þetta eru talsverð tímamót í borgar-
pólitíkinni. Með myndun Reykjavíkur-
listans árið 1994 tókst vinstrimönnum í
borginni að vinna sigur á Sjálfstæðis-
flokknum, sem í kosningunum fjórum
árum fyrr hafði unnið sinn stærsta kosn-
ingasigur frá upphafi. Með sigri Reykja-
víkurlistans var bundinn endi á nærri
samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn Reykjavíkur allt frá stofn-
un flokksins.
Ljóst er að með því að flokkarnir, sem
nú mynda Reykjavíkurlistann, bjóði
fram hver í sínu lagi munu atkvæði þeim
greidd nýtast verr og möguleikar Sjálf-
stæðisflokksins á að ná meirihluta í
borgarstjórn á ný aukast enn frekar. Í
endalokum Reykjavíkurlistans felst því
sögulegt tækifæri fyrir sjálfstæðismenn
í borginni.
Það fer ekki framhjá neinum að það er
aðallega – en þó ekki eingöngu – barátta
um stóla og völd, sem veldur því að
Reykjavíkurlistinn leysist upp. Vinstri-
grænir geta ekki sætt sig við kröfur
Samfylkingarinnar um sterkari stöðu
innan samstarfsins í krafti úrslita síð-
ustu þingkosninga og skoðanakannana,
sem sýna að flokkurinn sé mun stærri en
samstarfsflokkarnir.
Jafnframt er ljóst að núverandi borg-
arstjóra hefur ekki tekizt að verða það
sameiningartákn, sem Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir var fyrir Reykjavíkurlist-
ann.
Því er gjarnan haldið fram af þeim,
sem hafa viljað halda Reykjavíkurlista-
samstarfinu áfram, að enginn málefna-
ágreiningur sé á milli flokkanna þriggja.
Hann er þó auðvitað undirliggjandi í
deilunum um stólana. Ein ástæða þess
að vinstri-grænir hafa ekki viljað una því
að vera settir til hliðar í samstarfinu er
að þeir líta svo á að ekki hafi verið hlust-
að á sjónarmið þeirra hvað varðar t.d.
hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun
og hvernig hann er notaður, um orku-
sölu Orkuveitu Reykjavíkur til stóriðju
og fleiri mál, sem tengjast grundvallar-
atriðum í stefnu flokksins. Engin eining
ríkir heldur innan Reykjavíkurlistans
um stefnuna í skipulagsmálum borgar-
innar eða framtíð Reykjavíkurflugvall-
ar, svo dæmi séu nefnd. Það er því frá-
leitt að halda því fram að málefna-
samstaðan sé fullkomin. Sennilegast er
að ágreiningurinn magnist þegar nær
dregur kosningum, enda þurfa flokkar,
sem ætla að bjóða fram hver í sínu lagi,
að sýna fram á sérstöðu sína.
Í ljósi þessa og hins, að R-listaflokk-
arnir geta ekki með nokkru móti komið
sér saman um skiptingu borgarfulltrúa
og embætta, er harla holur hljómur í yf-
irlýsingum um að þeir vilji vinna saman
að kosningum loknum. Í samþykkt fé-
lagsfundar VG í Reykjavík segir: „Fund-
urinn hvetur félagshyggjuflokkana í
borginni til þess að bindast fastmælum
um samstarf og myndun félagshyggju-
stjórnar á næsta kjörtímabili, hvernig
sem framboðsmálum þeirra verður hátt-
að.“
Er líklegt að félagshyggjuflokkarnir
nái saman um embætti og málefni eftir
kosningar fyrst þeir geta ekki náð sam-
an nú? Mun hatrömm kosningabarátta,
þar sem hver um sig mun reyna að ná at-
kvæðum á kostnað hinna, auka á ein-
drægnina í hópnum? Það verður að
draga mjög í efa.
Reykjavíkurlistinn varstofnaður fyrir borgar-stjórnarkosningarnarvorið 1994 af fjórum fé-
lagshyggjuflokkum; Alþýðuflokkn-
um, Alþýðubandalaginu, Fram-
sóknarflokknum og Kvennalistan-
um. R-listinn hafði sigur í
kosningunum, hlaut 53% greiddra
atkvæða, en D-listi sjálfstæðis-
manna 47%. R-listinn fékk því átta
fulltrúa kjörna en D-listinn sjö.
Borgarstjóri varð Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir og tók þá við af Árna
Sigfússyni. Árni hafði þá gegnt
stöðu borgarstjóra frá marsmánuði
1994, er hann tók við af Markúsi
Erni Antonssyni, og leitt lista sjálf-
stæðismanna í kosningunum.
Eftir að skoðanakannanir undir
lok árs 1993 sýndu að sameiginlegt
framboð flokka sem þá voru í minni-
hlutanum í borgarstjórn fengi
meira fylgi en Sjálfstæðisflokkur-
inn fóru í gang þreifingar og við-
ræður um nýtt kosningabandalag.
Fljótlega kom nafn Ingibjargar
Sólrúnar upp sem borgarstjóraefni,
en hún var þá á Alþingi fyrir
Kvennalistann.
Í janúar 1994 var sameiginlegt
framboð R-listaflokkanna stofnað
og um miðjan marsmánuð tilkynnti
Ingibjörg Sólrún að hún hefði fallist
á að verða borgarstjóraefni listans.
Ákvað hún að taka 8. sæti á listan-
um, baráttusætið.
Sem fyrr segir þá sigraði R-list-
inn í kosningunum 28. maí 1994.
Sjálfstæðisflokkurinn missti þá
meirihluta sinn í borgarstjórn, sem
hann hafði haft í rúm 60 ár, ef und-
an er skilið kjörtímabilið 1978-1982.
Kosningabaráttan var hörð og
skoðanakannanir bentu til að mjótt
yrði á munum milli D- og R-lista.
Úrslitin urðu þó nokkuð afgerandi.
Í nýjum meirihluta í borgar-
stjórn voru konur í fyrsta sinn fleiri
en karlar. Frá Kvennalistanum
komu Ingibjörg Sólrún, Guðrún
Ögmundsdóttir og Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, núverandi borgar-
stjóri. Frá Alþýðubandalaginu
komust í borgarstjórn þau Guðrún
Ágústsdóttir og Árni Þór Sigurðs-
son, Alfreð Þorsteinsson og Sigrún
Magnúsdóttir komu frá Framsókn-
arflokki og Pétur Jónsson var
fulltrúi Alþýðuflokksins. Ingibjörg
Sólrún hætti á Alþingi sumarið
1994.
Reykjavíkurlistinn bauð sig aftur
fram í borgarstjórnarkosningunum
þann 23. maí árið 1998 og hlaut end-
urkjör með Ingibjörgu Sólrúnu
áfram í stóli borgarstjóra. R-listinn
fékk 53,6% atkvæða, D-listinn
45,2% og aðrir flokkar samanlagt
1,1%.
Efnt var til sameiginlegs próf-
kjörs Reykjavíkurlistans þar sem
sætum var skipt niður á milli flokk-
anna. Þær breytingar urðu í hópi
borgarfulltrúa R-listans að Helgi
Hjörvar tók sæti Árna Þórs úr röð-
um Alþýðubandalagsins og fyrir Al-
þýðuflokkinn komu inn Helgi Pét-
ursson, sem áður hafði verið
varaborgarfulltrúi framsóknar-
manna, og Hrannar Björn Arnars-
son. Steinunn Valdís kom úr röðum
Kvennalistans en formlega var
Ingibjörg Sólrún komin utan kvóta
R-listaflokkanna sem borgarstjóri.
Alfreð og Sigrún voru áfram
fulltrúar framsóknarmanna.
Enn hélt R-listinn velli í kosning-
unum vorið 2002, fékk þá 52,6%
fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn 40,2%,
F-listinn 6,1% og önnur framboð
alls 1,2%. Fyrir þessar kosningar
höfðu þær breytingar orðið á R-
listaflokkunum að Alþýðuflokkur-
inn, Alþýðubandalagið og Kvenna-
listinn voru ekki lengur til og til
sögunnar voru komin Sam
og Vinstri hreyfingin – græ
boð. Flokkarnir þrír bei
munandi aðferðum við val
fulltrúum, Samfylkingin
prófkjör, framsóknarme
skoðanakönnun á kjördæ
og vinstri-grænir stilltu
fólki á listann.
Úr röðum Samfylkin
hlutu kosningu í meirihlu
arstjórnar þau Ingibjörg
Stefán Jón Hafstein og
Valdís. Frá vinstri-græn
sem kunnugt er verið Árni
urðsson og Björk Vilhel
Dagur B. Eggertsson tók
listanum sem fulltrúi utan
fulltrúar Framsóknarflokk
Alfreð Þorsteinsson og An
insdóttir.
Ingibjörg hvarf ú
stóli borgarstjóra
Skömmu eftir síðustu
stjórnarkosningar fór í g
ræða um að Ingibjörg Sólr
leiðinni í landsmálin. Eig
atburðarás fór í gang og á
þegar R-listinn varð til.
könnun Gallup fyrir vefriti
.is um haustið 2002 sýndi
boð Ingibjargar myndi
Samfylkinguna verulega
kosningunum 2003. Þegar
in var kynnt sagðist Ingibj
R-listinn stofn
far skoðana
Nú stefnir allt í að saga
Reykjavíkurlistans sé
að renna sitt skeið í nú-
verandi mynd. Björn Jó-
hann Björnsson rifjar
upp tilurð R-listans fyr-
ir ellefu árum og helstu
tímamót síðan þá.
C72 "7
;;:59
!%
;;:
9>
(=?J
7>
(:@J
86(*12"
"
4*
="
!%
;;>
9>
(=?< 7>
(:=<9J
A
-+86(*
"
""'A"
'
4*
-+
!%
9 9>
(=9< 7>
(:<9J
%>
( A<9J
& '$$
#(-"*""$'T
,'
#(-!)"12"!
(-"
G"+
. +#'4
,'
($
="
.
ÓVISSA ríkti um framboðsmál Samfylk-
ingarinnar og Framsóknarflokksins í
Reykjavík í gær, eftir að ljóst var orðið að
Vinstrihreyfingin – grænt framboð myndi
bjóða fram undir eigin merkjum í kom-
andi borgarstjórnarkosningum. Meiri lík-
ur en minni eru þó taldar á að flokkarnir
tveir muni einnig ákveða að bjóða fram í
eigin nafni.
Fulltrúaráð Samfylkingarinnar kemur
saman í kvöld, en samkvæmt upplýsingum
blaðamanns er ríkur vilji til þess innan
ráðsins að flokkurinn bjóði fram í eigin
nafni í komandi kosningum og þá með ein-
hvers konar aðkomu óháðra eða óflokks-
bundinna. Ekki er þó víst að endanleg
ákvörðun í þeim efnum verði tekin í kvöld.
Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsókn-
armanna í borgarstjórn, sagði í fjöl-
miðlum í gær að aðilar sem stæðu að R-
listanum væru að kasta á milli sín hug-
myndum um sameiginlegt framboð
Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og
óháðra. Hann vildi ekki segja hvaða aðilar
það væru, en tók fram að þessi mál væru á
byrjunarreit.
Samkvæmt upplýsingum blaðamanns
er þó takmarkaður vilji meðal samfylking-
armanna um að fara í sameiginlegt fram-
boð með framsóknarmönnum einum. Þar
hafi m.a. áhrif staða flokkanna í landsmál-
unum, þ.e. Framsókn sé í stjórn en Sam-
fylking í stjórnarandstöðu.
Almennur félagsfundur framsókn-
armanna í Reykjavík, vegna stöðunnar í
R-listanum, verður haldinn á fimmtudag-
inn í næstu viku, að sögn Þorláks Björns-
sonar, form
framsókna
Þá skýrist
urinn fer e
þessa stun
eigin nafni
Bjarga líf
Tillaga stjó
hafinn verð
flokksins f
ingar var s
félagsfund
í Morgunb
laugsson, v
grænna í R
tvennt hafi
ákvörðun.
lagt ríka áh
flokkanna
Óvissa um framboðsmál S
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
BROTTREKSTUR Á GAZA
Ákvörðun Ariels Sharons, forsætis-ráðherra Ísraels, um að loka gyð-
ingabyggðum á Gaza-svæðinu og fjórum
stöðum á Vesturbakkanum markar tíma-
mót. Íbúum landnemabyggðanna var til-
kynnt á mánudag að þeir hefðu tvo sólar-
hringa til að hafa sig á braut og í
gærkvöldi hóf ísraelski herinn brott-
flutning þeirra. Í gærkvöldi höfðu flestir
þeirra þegar yfirgefið byggðirnar, en
hópur harðlínumanna ákvað að fara
hvergi og hafði fjöldi stuðningsmanna frá
Ísrael bæst í raðir þeirra. Veittu þeir
harða mótspyrnu. Aðgerðir þessar vekja
sterkar tilfinningar í Ísrael og líktu harð-
línumenn þeim í gær jafnvel við ofsóknir
nasista í Þýskalandi á hendur gyðingum
á sínum tíma.
Sharon hefur hins vegar sýnt mikið
hugrekki með ákvörðun sinni og komið
mörgum á óvart, jafnt stuðningsmönnum
sem andstæðingum. Ekki má gleyma því
að Sharon var upphafsmaðurinn að gyð-
ingabyggðunum á hernámssvæðunum í
upphafi áttunda áratugarins. Þá taldi
hann þær nauðsynlegar til að viðhalda
öryggi ísraelska ríkisins og var ætlunin
að skipta byggðum Palestínumanna á
svæðinu niður. Landnemabyggðirnar ná
til um fimmtungs ræktarlands á Gaza og
veita aðgang að mikilvægum vatnsbólum.
Þær hafa verið stöðug uppspretta ill-
deilna.
Sharon hefur verið mjög umdeildur
stjórnmálamaður. Margir líta svo á að för
hans á Musterishæðina í Jerúsalem hafi
verið kveikjan að uppreisn Palestínu-
manna, sem hófst árið 2000. Engu að síð-
ur vann hann afgerandi sigur í kosning-
um 2001 og 2003 á þeirri forsendu að
hann myndi tryggja öryggi Ísraels. Rétt
eins og hann taldi eftir sex daga stríðið
1967 að landnemabyggðirnar væru lykill-
inn að því öryggi, telur hann nú að öryggi
verði ekki tryggt nema þær verði lagðar
niður. Hann hefur uppskorið líflátshót-
anir ísraelskra öfgamanna og nýtur
skyndilega stuðnings ísraelskra friðar-
sinna. Viðbrögð í arabaheiminum eru
blendin, en greinilega má finna vilja til
þess að láta þennan gamla andstæðing
njóta vafans.
Það væri of langt gengið að segja að
með þessum aðgerðum væri lagður
grunnur að því að ísraelskt og palestínskt
ríki þrífist hlið við hlið. Þótt gyðinga-
byggðirnar á Gaza verði nú lagðar niður
er enn langt frá því að Palestínumenn
hafi náð því landsvæði, sem þeim hefði
verið tryggt með friðarferlinu, sem hófst
í Ósló, en Bill Clinton Bandaríkjaforseta
tókst ekki að leiða til lykta. Enn eru gyð-
ingabyggðir á Vesturbakkanum og Shar-
on hefur lýst yfir því að hann muni ekki
láta af hendi Austur-Jerúsalem, sem Pal-
estínumenn gera skýlausa kröfu til. Eftir
stendur múrinn, sem Ísraelar hafa reist
til að afmarka byggðir Palestínumanna
og gengur víða inn á land, sem þeir eiga
heimtingu á. Eftir sem áður er lykilatriði
hvað Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að
leggja hart að sér til að tryggja lausn
deilu Ísraela og Palestínumanna. George
Bush forseti hefur sagt að hann styðji
stofnun Palestínsks ríkis, en hann styður
einnig að þær gyðingabyggðir, sem eftir
eru á Vesturbakkanum, verði þar áfram.
En það má heldur ekki vanmeta brott-
flutninginn og þær vonir, sem hann vekur
um árangur fyrir botni Miðjarðarhafs.