Morgunblaðið - 17.08.2005, Side 25

Morgunblaðið - 17.08.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 25 MINNINGAR Vinur okkar og félagi, Einar Odd- geirsson, er látinn. Það verður vand- fyllt það skarð sem myndast við frá- fall hans í starfsemi Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík. Ekki breytti miklu hvort um var að ræða útkall, æfingu eða bara kaffi; Einar var alla tíð til staðar. Einar hóf störf í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík haustið 1969. Síðan þá hefur Einar starfað ötullega fyrir Flugbjörgunarsveitina. Fyrstu árin var hann í almennum leitar- flokkum og síðan í heimastjórn, þá hefur hann haft umsjón með fjar- skiptamálum sveitarinnar. Starf heimastjórnar er eitt af mikilvægari störfum björgunarsveitar, en Einar mætti allajafnan með fyrstu mönnum til útkalls og sá um að boða menn út sem á þurfti að halda. Þá var hann í stjórnstöð allan tímann sem leitar- flokkar voru úti og fór yfirleitt síð- astur úr húsi. Fyrir um 10 árum var endurvak- inn flokkur fyrir eldri félaga sem er nefndur Lávarðaflokkur, en starf- semi hans hafði legið niðri um tíma. Átti Einar stóran þátt í þeirri end- urvakningu og tók mjög virkan þátt í þeirri starfsemi. Á þessum sama tíma var byrjað að hafa opið hús með kaffiveitingum á laugardagsmorgn- um sem hafa notið mikilla vinsælda félagsmanna. Þar hefur Einar verið fastur punktur alla tíð, og að sjálf- sögðu mætt fyrstur og opnað húsið og hellt upp á. Það verður tómarúm í starfi okkar félagana að Einari gengnum og erfitt að ímynda sér starfið án hans. Þá hafði Einar mikinn áhuga á sögunni og þá sérstaklega sögu Flug- björgunarsveitarinnar, en hann hafði lagt mikla vinnu í að safna gögnum um þá merkilegu sögu, sem vonandi verður hægt að halda áfram með. Hann sá um að gömlum munum, sem sumir kalla drasl en þeir þroskuðu sögulegar minjar, væri ekki hent. Þá var eitt áhugamál hans skáli FBSR í Tindfjöllum, hann átti stóran þátt í að sá skáli er nú í endurbyggingu, því miður auðnaðist honum ekki aldur til að sjá skálann uppkominn. En FBSR kláraði sinn hluta skálabyggingar- innar á dánardegi Einars. Fyrir hönd Lávarða sendi ég Val- gerði og fjölskyldu okkar samúðar- kveðju. Grétar F. Felixson. Félagi okkar hringdi í mig og sagði að hann hefði slæmar fréttir að færa. Einar félagi okkar er látinn. Ég varð orðlaus því ýmsu átti ég von á en ekki þessu. Það var svo stutt síðan ég sá Einar síðast niðri í sveit. Ég náði reyndar ekki að spjalla við hann í það skiptið en Einar stóð fyrir utan og reykti sína pípu eins og hann var van- ur. Við höfðum þó verið saman í húsi þremur dögum áður í útkalli. Und- anfarna tvo áratugi mætti þessi ljúfi drengur niður í hús og var félögum sínum ómetanlegt bakland. Þegar Einar gekk til liðs við sveit- ina árið 1968 var umhverfi björgun- armannsins gjörólíkt því sem það er í dag, en sá tími var Einari mjög hug- leikinn. Hann var einmitt á kafi í und- irbúningi fyrir sýningu á sögu sveit- arinnar, sem halda á í tilefni af 55 ára afmæli hennar. Þrátt fyrir þennan áhuga á sögu sveitarinnar tókst Ein- ari að vera síungum í starfi sínu fyrir sveitina. Vegna starfs síns hjá Sím- anum var hann vel inni í alls kyns hlutum hvað varðar síma- og tækni- búnað og nýttist það sveitinni vel. Einnig hafði Einar óbilandi áhuga á talstöðvum og gerði hann það að sínu starfi að viðhalda og hugsa um þann búnað. Endurnýjun á skála okkar í Tind- fjöllum var Einari mjög hugleikinn. Á vordögum hófst svo bygging nýs skála og ég man hvað þú gladdist þegar þetta verkefni fór af stað. Það er okkur mikið hryggðarefni að geta ekki fagnað nýjum skála með þér, þar sem þú eyddir svo miklum tíma og krafti í að þessi skáli yrði að veru- leika. Einar, þú varst fyrir margar sakir mjög merkilegur maður. Þú varst sérstaklega óeigingjarn í störfum þínum fyrir sveitina, hæglátur og traustur svo leitun er á öðru eins. Það var alltaf gott að leita til þín og það var alltaf hægt að treysta á þig. Fyrir það erum við óendanlega þakk- lát. Við munum sakna þín afskaplega mikið og það skarð sem þú skilur eft- ir verður seint fyllt. Megi góður Guð styrkja fjölskyldu þína. Fyrir hönd félaga í Flugbjörgun- arsveitinni í Reykjavík, Pétur Kristjánsson. Elsku besti Einar. Mér finnst ótrúlega skrítið að sitja hér og skrifa kveðju- og minningaorð til manns sem ég átti síst von á að þurfa að kveðja svona fljótt. Í gegnum árin hef ég alltaf átt mitt annað heimili hjá ykkur Völu, og þeg- ar eitthvað bjátaði á vissi ég alltaf af athvarfinu notalega sem beið mín í Heiðvanginum. Þó það verði auðvitað til staðar áfram verður svolítið skrít- ið að geta ekki sest í sófann inni í stofu og spjallað við þig. Þegar ég hugsa til baka koma upp í hugann margar góðar minningar um þig. Ég man eftir skiptunum sem þú sóttir mig út á BSÍ, þar sem þú stóðst fyrir framan dyrnar eins og alger grallari, voðalega kátur að sjá mig. Við komum oft við í búðinni á leiðinni heim og var alveg sérstaklega skemmtilegt að fara með þér að versla þegar þú varst svangur, þá varstu vís til að kaupa hálfa búðina. Heima beið svo Vala sem tók á móti okkur opnum örmum og mallaði svo eitthvað gott handa okkur í kvöld- mat. Síðustu skiptin sem ég hitti þig skilja öll mikið eftir sig. Við töluðum heilmikið saman um lífið og tilveruna og þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem var að gerast í mínu lífi. Þú varst aldrei spar á hrósið og fékk ég oft að heyra hversu vænt þér þótti um mig. Ég er þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu öll þessi ár, eða reyndar síð- an ég man eftir mér. Þú hafðir trú á mér og trúi ég því að það hafi gert mig að betri manneskju. Þó þú sért farinn frá okkur munt þú alltaf lifa í minningum mínum sem „Einar hennar Völu“, með öllum þeim til- finningum sem það vekur upp hjá mér. Þetta allt saman hefur kennt mér að vanmeta aldrei daginn í dag eða fólkið sem manni þykir vænt um, þar sem ég veit að síðustu stundirnar mínar með þér skipta mig svo miklu máli. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, Einar minn! – Mér þykir líka alltaf mjög vænt um þig. Elsku Vala, Malla og Hlín, ég votta ykkur samúð mína og vona ég af öllu hjarta að þið finnið styrk til að yf- irstíga þennan missi. Supriya Sunneva. Elsku pabbi minn. Mér finnst bæði ótímabært og óréttlátt að þurfa að kveðja þig. En enginn veit hvenær kallið kemur og ég verð að herða upp hugann og segja þér hversu mikið ég kunni að meta þig. Við pabbi vorum góðir vinir og gát- um talað saman um öll málefni. Það var alveg sama hvað bjátaði á, eða hvað ég þurfti að vita, ég gat alltaf vitað fyrir víst að ég kæmi ekki að tómum kofunum hjá pabba mínum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mál- unum, var mikið í mun að sneiða hjá öllum leiðindum og vildi ekki dæma neinn. Hann var mikill húmoristi og gat séð spaugilegu hliðina á öllu, en gerði það samt aldrei á óviðurkvæmi- legan hátt. Hann var einstaklega fróðleiksfús maður, las mikið og fór á bókasafnið oft í mánuði til að viða að sér fróðleik og lesa það sem hann hafði helst áhuga á. Ævisögur voru það sem hann hafði helst dálæti á og sagði hann mér oft frá hinum og þessum mönnum og konum í þjóðfélaginu og einhverju sem hann dáðist að í fari þeirra. Hann hafði mikinn áhuga á námi mínu og var mjög ánægður með að ég væri í bókmenntafræði. Það var líka áhugamál móður hans heitinnar, svo það var eitthvað sem við áttum sam- eiginlegt og gátum rætt um tímunum saman. Pabbi hafði miklar áhyggjur þegar ég flosnaði upp úr námi á sínum tíma. Ég hafði ekki miklar áhyggjur en ég gat séð á pabba að honum þótti þetta afar sárt. Sem betur fer sá ég villu míns vegar og hélt áfram og það gladdi hann ósegjanlega mikið og hann studdi mig mikið. Hann studdi mig reyndar í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, sama hversu óskyn- samlegt sem honum þótti það, sagði hann það aldrei beinum orðum held- ur stóð fast við bakið á mér og dæmdi mig aldrei. Pabbi var sérstaklega ósérhlífinn maður, ég hef aldrei kynnst neinum eins og honum. Hann var alltaf boð- inn og búinn að hjálpa, sama á hvaða tíma sólarhringsins það var, í hvaða aðstæðum sem var, ekki bara með Flugbjörgunarsveitinni sem var í raun hin fjölskylda hans, heldur hjá okkur hinum líka. Hann hjálpaði mér að kaupa fyrsta bílinn minn og þegar hann varð bensínlaus eða bilaði ein- hversstaðar, þess vegna í óbyggðum, stóð aldrei á honum, hann var þotinn af stað til að bjarga dóttur sinni úr vandræðunum. Pabba hafði lengi dreymt um að eignast barnabörn, en sagði það aldr- ei beinum orðum, heldur gerði grín að því þegar ég bað pabba og SJÁ SÍÐU 26 Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÚLÍUSAR EIÐSSONAR, Kirkjuvegi 11, Dalvík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dalbæjar, læknar og heimahjúkrun heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík og lyflækningadeildar FSA. Valgerður Þorbjarnardóttir, Dagný Svava Júlíusdóttir, Eyjólfur Jónsson, Eyrún Kristín Júlíusdóttir, Óskar Haukur Óskarsson, Guðmundur Þorbjörn Júlíusson, Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir, Valur Björgvin Júlíusson, Ester Ottósdóttir, Júlíus Garðar Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞRÁINS ÞÓRISSONAR fyrrverandi skólastjóra, Skútustöðum, Mývatnssveit. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki sjúkra- húsanna á Húsavík og Akureyri og á deild 11-G á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi. Margrét Lárusdóttir, Höskuldur Þráinsson, Sigríður Magnúsdóttir, Brynhildur Þráinsdóttir, Baldvin Kristinn Baldvinsson, Sólveig Þráinsdóttir, Steinþór Þráinsson, Oddný Snorradóttir, Hjörtur Þráinsson og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA ÁRNADÓTTIR, Faxatúni 27, Garðabæ, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði föstudaginn 12. ágúst sl. Jarðsett verður frá Garðakirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 15:00. Atli Örn Jensen, Árni Valur Atlason, Eydís Lúðvíksdóttir, Markús Þór Atlason, Katrín Yngvadóttir, Jens Pétur Atlason, Kristín Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN INGIMUNDARSON bóndi á Haukagili í Hvítársíðu, sem lést á Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli 10. ágúst, verður jarðsunginn frá Reyk- holtskirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl. 14.00. Helgi Jónsson, Hildur Jónsdóttir, Rúnar Gunnarsson, Jón Ingimundur Jónsson, Sigurður Jónsson, Jóhanna Friðriksdóttir, barnabörn og langafabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SIGURÐSSON húsasmíðameistari, lengst af til heimilis í Sólheimum 23, Reykjavík, lést á Hrafnistu Hafnarfirði þriðjudaginn 9. ágúst. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 18. ágúst kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa, kt. 700993-2139, nr. 517-14-100362. Björn Jóhann Björnsson, Alma Guðmundsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Pálmi Freyr Randversson, Erna Kristjánsdóttir, Sigurjón I. Garðarsson, Jóhann Björnsson, Davíð Björnsson, Jakob Emil og Benedikt Pálmasynir. Innilegar þakkir eru færðar þeim sem sýndu okkur samúð og heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR PÁLSDÓTTUR, áður Norðurtúni 2, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Garðvangs í Garði fyrir góða umönnun. Gestur Ágúst Bjarnason, Sigríður Guðrún Birgisdóttir, Páll Valur Bjarnason, Sigríður Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sonur minn, bróðir og föðurbróðir, ÞORSTEINN GYLFASON, prófessor, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 16. ágúst 2005. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Vilmundardóttir, Þorvaldur Gylfason og Anna Karitas Bjarnadóttir, Guðrún Vilmundardóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Baldur Hrafn Vilmundarson, Gylfi Þorsteinn og Eyja Sigríður Gunnlaugsbörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.