Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómsmálaráðherrasagðist umhelgina ætla að fylgja eftir tillögum refsi- réttarnefndar, um breytt hegningarlög, til að hæg- ara yrði að bregðast við heimilisofbeldi. Þetta kom fram í ræðu hans á nor- rænni ráðstefnu um að- gerðir og aðgerðaleysi gegn kynferðisofbeldi, sem haldin var undir yfir- skriftinni: „Norðurlönd – griðland fyrir ofbeldis- menn?“ Tillögur refsiréttar- nefndar, sem Björn segist gera að sínum, felast annars vegar í því að sett verði sérstakt ákvæði þar sem náin tengsl geranda og þol- anda eru metin hinum fyrrnefnda til refsiþyngingar. Ákvæðið kæmi inn í upptalningu á þeim atriðum sem áhrif hafa á refsihæðina, en þau koma fram í 70. gr. hegning- arlaga. Valið er að nefna ekki sér- staklega orðið heimilisofbeldi þar sem náin tengsl séu kjarni máls- ins og af því að annars gæti meðal annars túlkun fyrir dómstólum orðið of matskennd, en slíkt þykir auka á réttaróvissu. Hins vegar leggur nefndin til að 191. gr. hegningarlaganna verði gerð skýrari, svo hún uppfylli ákvæði stjórnarskrár um nauðsyn þess að refsiákvæði séu skýr svo þeim verði beitt. Í 191. gr. felst að „ef nokkur misbýður með stór- felldri vanrækslu eða móðgunum eiginkonu sinni eða eiginmanni, barni sínu eða öðru barni eða ung- ling í hans umsjá,“... varði það fangelsi. Jafnframt kemur fram að sök samkvæmt greininni megi fella niður að ósk þolanda. Í ræðu sinni skýrði Björn að auki frá því að dómsmálaráðu- neytið og refsiréttarnefnd hefðu fjallað um verklagsreglur ríkis- lögreglustjóra um heimilisofbeldi og væru þær nú komnar til fulln- aðarafgreiðslu „.. Með það að markmiði að rannsókn verði skýr og markviss og í samræmi við hversu alvarlegum augum við lít- um þessi brot.“ Hefði viljað sérstakt ákvæði „Ég bara fagna því að það sé loksins komin hreyfing á þetta mál. Ég lagði fram þingmál á síð- astliðnum þingvetri um að farin yrði einmitt þessi leið; að sett yrðu úrræði í lögum sem sniðin væru að heimilisofbeldi. Það er mér mikið gleðiefni að það verði raunin, því að í íslenskum lögum er ekki minnst á heimilisofbeldi eins og staðan er í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmað- ur. „Heimilisofbeldi hefur ýmsa sérstöðu og kallar á sérstakt laga- ákvæði. Hefðbundnu líkamsárás- arákvæðin henta ekki heimilisof- beldi að öllu leyti.“ Aðspurður um útfærslu refsi- réttarnefndar og dómsmálaráð- herra, segir Ágúst: „Ég hefði vilj- að að sett yrði sérstakt laga- ákvæði sem tæki á heimilis- ofbeldi. En það má alveg skoða þessa leið. Og það verður fróðlegt þegar frumvarp ráðherra kemur fram, þá munum við skoða það. Svo ég útiloka ekkert í þeim efn- um og það er gleðiefni að það sé viðurkennt að ákveðinn galli sé á löggjöfinni hvað heimilisofbeldi varðar, það er aðalatriðið.“ Hann segir erfitt að fullyrða um að Norðurlönd séu griðland fyrir ofbeldismenn. „En það er alveg ljóst að við þurfum að nota þá þekkingu sem við höfum á þessum málaflokki og láta endurspeglast í löggjöfinni. Við höfum ekki gert það fyllilega að mínu mati, m.a. þar sem vantar ákvæði um heim- ilisofbeldi. Ég tel einnig að það úr- ræði ætti að vera tækt að dæma menn í meðferð,“ segir Ágúst sem hefur ýmsu öðru að bæta við um löggjöf varðandi kynbundið of- beldi. Þarf að skoða í samhengi „Þessi mál þarf öll að skoða í samhengi þegar fram kemur frumvarp um endurskoðun kyn- ferðisbrotakaflans frá henni Ragnheiði Bragadóttur. Ég hefði kosið að settur yrði á laggirnar breiður sérfræðingahópur til að vinna þetta mál en fyrst og fremst fagna ég því að verkið verði unnið og hlakka til að skoða þær tillögur sem koma fram,“ segir talskona Stígamóta, Guðrún Jónsdóttir, eða Rúna í Stígamótum. „Við erum hins vegar í nánu sambandi við systursamtök okkar á Norðurlöndunum og ýmsa fræðimenn og okkur finnst ekkert nógu gott nema það besta, en við erum mjög meðvitaðar um hvað það er.“ Rúna segir kvennasam- tök líta mjög til Norðurlandanna um það sem best sé gert þar. „Til dæmis er sænska löggjöfin mjög framsækin og á ýmsa vegu sú eft- irsóknarverðasta og sýnir hvað mestan skilning á þessum málum. Þangað er margt að sækja og einnig til dæmis til Noregs varð- andi nauðgunarmál.“ Hún segist fagna því að ekki bara hafi dómsmálaráðherra komið og sett ráðstefnuna „heldur sat hann og hlustaði, á til dæmis ýmis kvennasamtök segja frá framkvæmdaáætlunum í sínum löndum. Þá tók Bjarni Benedikts- son formaður allsherjarnefndar þátt í umræðum. Það vonum við líka að hafi opnað honum nýjar víddir.“ Fréttaskýring | Dómsmálaráðherra boðar hert ákvæði um heimilisofbeldi Hegningar- lögum breytt Ofbeldisbrot gegn nákomnum talin grófari en önnur vegna tengslanna Norrænir ráðstefnugestir bera saman bækur. Endurskoðun kynferðis- brotakaflans í vinnslu  Viðmælendur blaðamanns lögðu áherslu á að löggjöf varð- andi heimilisofbeldi væri skoðuð í heildarsamhengi við löggjöf gegn kynferðisofbeldi. Síðasta vor ákvað Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun kynferðis- brotakafla hegningarlaganna í heild. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í refsirétti, vinnur nú að endurskoðuninni í umboði ráðherra. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is HAUKUR Haraldsson varð sextíu ára 31. ágúst síðast- liðinn en hélt upp á afmælið sitt seinasta laugardag með óvenjulegum hætti. Bauð hann vinum og ætt- ingjum í gönguferð sem endaði á veislu. Gengið var um Sleggjubeinsskarð í Innstadal, sem er lítill og friðsæll fjalladalur í suðurhlíðum Hengils á Hellisheiði. Áttatíu og átta manns tóku þátt í göngunni sem heppnaðist með eindæmum vel. Göngugarparnir enduðu svo í Þrymheimum sem er gamall skátaskáli síðan 1943 og er hann staðsettur í jaðri Skarðsmýrar á Hellisheiði. Bættust þar sextíu og þrír afmælisgestir í hóp göngu- gestanna og blés þá Haukur til veislu. Veður var gott og afmælisveislan hin skemmtilegasta að sögn Hauks enda allir hressir og kátir að lokinni góðri gönguferð. Ljósmynd/Kristján Ingi Einarsson Haukur Haraldsson gengur hér fyrir hópnum sem mætti í afmælisgönguna hans. Þetta er í upphafi göngunnar og er horft yfir virkjunarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur við Kolviðarhólsland. Afmælisganga í friðsælan fjalladal Haukur þenur lúðurinn við skíðaskálann Þrymheim þar sem hann hélt upp á sextugsafmælið. Haukur tekur við heillaóskum frá Jóni Þór Hannessyni. Fyrir aftan þá má sjá Halldór Guðmundsson. TÆPLEGA 39% þjóðarinnar eru ánægður með sölu Símans, um 40% eru óánægð og 21% hvorki né. Þetta kemur fram í viðhorfskönn- un Þjóðarpúls Gallup. Mikill munur er á viðhorfi fólks eftir stjórnmálaskoðun. Rúmlega helmingur, eða 53%, þeirra sem styðja ríkisstjórnina er ánægður með sölu Símans, en einungis tæp- lega 30% þeirra sem styðja hana ekki eru ánægð. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru ánægðastir með söluna, en tæplega 58% þeirra eru ánægð með hana. Kjósendur Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs eru síður ánægðir, en aðeins um 17% þeirra eru ánægð með söluna. Munur reyndist á skoðunum fólks eftir aldri. Eftir því sem fólk er eldra því óánægðara er það með sölu Símans. Í aldurshópnum 18 til 24 ára er tæplega 31% óánægt, en í aldurshópnum 55 til 57 ára er 51% óánægt. Einnig er munur á viðhorfi til sölu Símans eftir búsetu. Lands- byggðarfólk er óánægðara með söluna en íbúar höfuðborgarsvæð- isins. Þannig sögðust 48% íbúa landsbyggðarinnar óánægð með söluna en um 32% ánægð. Á höf- uðborgarsvæðinu eru um 34% óánægð en tæplega 44% ánægð. Þeir sem eru óánægðir með sölu Símans sögðu flestir, eða tæplega 31%, að það væri vegna þess að þeir teldu að Síminn ætti að vera í eign ríkisins eða almennings. Um 21% sagðist vera óánægt vegna þess að þetta yrði tekjumissir fyrir ríkið. Tæplega 12% höfðu áhyggj- ur af því að salan myndi leiða til versnandi þjónustu og þá sérstak- lega á landsbyggðinni. Flestir, eða 37%, telja mikilvæg- ast að verja söluandvirðinu í að borga skuldir. Um 12% finnst mik- ilvægast að verja peningunum í heilbrigðiskerfið og 11% finnst að peningarnir eigi að fara í sam- göngubætur. Mikill munur er á viðhorfum karla og kvenna til þess hvernig á að verja söluandvirði Símans. Tæplega 47% karla telja að það sé mikilvægast að verja peningunum í að borga skuldir, en rúmlega 12% finnst að þeir eigi að fara í heilbrigðiskerfið eða há- tæknisjúkrahús. Um 26% kvenna finnst mikilvægast að borga skuld- ir en tæplega 29% finnst mikil- vægast að verja peningunum í heilbrigðiskerfið eða hátækni- sjúkrahús. Könnunin var gerð dagana 10.– 22. ágúst. Úrtakið var 1.218 manns og var svarhlutfallið um 62%. Skiptar skoðanir á sölu Símans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.