Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 15 DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur  Spurning: Er hettusótt að ganga? Hvað veldur henni ?  Svar: Nei, hettusótt er ekki að ganga en samkvæmt Farsóttafréttum greind- ust nýverið þrír einstaklingar með hettusótt. Þeir voru á aldrinum 19- 25 ára. Vitað er að amk. tveir ein- staklinganna höfðu ekki verið bólu- settir gegn hettusótt og að tveir ein- staklinganna höfðu verið á ferðalagi í Englandi. Þar og víðar hafa far- aldrar brotist út hjá óbólusettu fólki. Hettusótt er veirusýking (sýklalyf duga ekki) sem veldur hita og bólgu í munnvatnskirtlum fyrst og fremst fyrir framan eyru og aft- an og niður á neðri kjálka. Með- göngutími er oftast 2-3 vikur eftir að einstaklingur varð útsettur fyrir smiti. Sumir sem smitast fá engin ein- kenni. Stundum getur þó sýkingin verið alvarleg, einkum hjá ungling- um og fullorðnum. Bólga í eistum á sér stað í um það bil 20% kynþroska karla, heyrnarskerðing í 4% , bris- bólga er ívið sjaldgæfari og heila- og heilahimnubólga er sjaldgæf. Stúlkur geta jafnvel fengið bólgu í eggjastokka sem líkist botn- langabólgu. Ófrískar konur geta misst fóstur. Smithættan er langmest u.þb. þremur dögum áður en einkenni koma fram og fjórum dögum á eftir. Árið 1989 hófst bólusetning gegn hettusótt hér á landi en áður hafði hún verið landlæg. Tilfellin sem greinst hafa nú eru þau fyrstu síðan 1999. Notað er svonefnt MMR bóluefni sem veitir einnig vörn gegn rauðum hundum og mislingum. Mælt er með því að öll börn 18 mánaða og 12 ára fái MMR bólusetningu. Ungu fólki eldra en 18 ára, sem hvorki hefur fengið hettusótt né verið bólusett er ráðlagt að tala við sinn lækni. MMR bóluefnið er öruggt og mjög áhrifaríkt til að koma í veg fyrir að bólusettur einstaklingur sýkist. Stundum fær bólusettur ein- staklingur smá hitavellu, sem geng- ur fljótt yfir. Það eru engin tengsl við heilaskaða eða einhverfu (aut- ism) í kjölfar MMR bólusetningar. Rétt er enn að vekja athygli á að bólusetningar eru mjög áhrifaríkar til að koma í veg fyrir sjúkdóma sem bólusett er gegn. Þar sem bólu- setning er almenn eru litlar líkur á faröldrum. Heilbrigðiskerfi okkar er gott. Þéttriðið net heilsugæslu um allt land sér til þess að til- mælum sóttvarnarlæknis sé fylgt. Það heyrir til undantekninga ef ís- lensk börn og ungmenni eru ekki fullbólusett skv. tilmælum hans. Þannig er því miður ekki raunin í löndum sem við berum okkur sam- an við, svo sem í 2-3 klst. flugtíma héðan. Gríðarlegar framfarir hafa orðið í læknisfræði síðustu 50-60 árin. Meðferð á ýmsum kvillum hefur stórbatnað og tækniframfarir svo sem í rannsóknum eru ævintýra- legar. Þó deyja uþb. 1.000.000 börn í heiminum árlega vegna mislinga! Við skulum því ekki gleyma að ónæmisaðgerðir barna eru trúlega mesta bylting í læknisfræði á allri síðustu öld til að koma í veg fyrir lífshættulega sjúkdóma, sem engin sértæk lyf eru til við.  HVERJU SVARAR LÆKNIRINN?| Björgvin Á. Bjarnason og Kristjana S. Kjartansdóttir læknar svara fyrirspurnum lesenda Er hettusótt að ganga? Morgunblaðið/Ásdís Mælt er með því að öll börn 18 mánaða og 12 ára fái MMR-bólusetningu. Lesendur geta haft samband við Morgunblaðið og komið með fyr- irspurnir til læknanna. Síminn er 5691225. MIKIL neysla á rauðu kjöti get- ur aukið líkur á krabbameini í endaþarmi, að því er ný evr- ópsk rannsókn hefur leitt í ljós og m.a. er greint frá á vef MSNBC. Rannsóknin styður fyrri rannsóknir á þessu sviði. Í ljós kom að þeir sem neyttu rauðs kjöts í mestum mæli áttu 35% frekar á hættu að fá krabbamein í endaþarmi en þeir sem neyttu minnst. Krabbameinsáhættan eykst reyndar með mjög litlu magni af þessari fæðu. Ef neyslan fer yfir u.þ.b. 165 g af rauðu kjöti og unnum kjötvörum á dag lendir fólk í áhættuhópi. Kjötið sem um ræðir er nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt og kálfa- kjöt, auk þess pylsur, beikon og ýmiss konar kjöt álegg. Banda- ríska krabbameinsfélagið mæl- ir með því að fólk takmarki daglega neyslu á rauðu kjöti við 90 g á dag eða minna. Fisk- ur ætti að vera á borðum tvisv- ar í viku og grænmetisneysla mikil.  RANNSÓKN Rautt kjöt og krabba- mein BÖRN sem fæðast eftir of langa meðgöngu, þ.e. meira en 42 vikur, geta verið í meiri hættu en önnur á að fá taugaskaða, að því er sænsk rannsókn leiðir í ljós. Í Göteborgs Posten kem- ur fram að börn sem fæðast eftir 42. viku meðgöngu eru oftar veik á fyrstu vikum ævinnar en börn sem fæðast eftir venjulega meðgöngulengd. Ástæðan getur verið sú að börnin eru stór við fæðingu og að fæðingin hefur oft verið vandkvæðum bundin. Hingað til hefur þessum börnum ekki verið fylgt eftir fram á forskóla- aldur en í rannsókninni sem um ræð- ir var 354 börnum sem fæddust á Huddinge-sjúkrahúsi í Svíþjóð árið 1991 fylgt eftir. Skýrslur frá ung- barnavernd og heilsugæslu voru skoðaðar m.t.t. vitsmuna- og líkams- þroska. Einhvers konar taugaskaði eða vandamál fundust hjá 5,5% barnanna sem fæddust eftir venju- lega meðgöngulengd. Í hópnum sem fæddist eftir 42. viku voru slík vandamál hjá 13%, þ.e. það hlutfall stóðst ekki öll próf sem lögð eru fyr- ir í barnaeftirliti. Hættan á að börn sem fæðast eftir venjulega meðgöngulengd greinist með einhvers konar taugaskaða er því tvöföld miðað við samanburð- arhópinn. „Við höfum fundið sam- band þarna á milli en orsakirnar vit- um við ekki um,“ segir Katarina Lindström barnataugalæknir sem stýrði rannsókninni.  BÖRN Of löng með- ganga eykur líkur á taugaskaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.