Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 27 MINNINGAR kjör og aðbúnað. Þetta varð svo að veruleika 20. júlí 1934. Á þeim fundi var Aðalheiður kosin fyrsti formaður hins nýja félags en því starfi gegndi hún til ársins 1946 þegar hún ákvað að flytja til Hollands þar sem eig- inmaður hennar var hollenskur. Í sögu Sóknar skipar Aðalheiður sérstakan sess, enda saga hennar einstök. Hún var aðeins 18 ára þegar þessir umbrotatímar urðu til þess að hún tók að sér réttindabaráttu fyrir starfsstúlkur á heilbrigðisstofnun- um. Á þeim árum var réttindabar- áttan hörð og nánast engar reglur um vinnutíma og aðbúnað. Margt ávannst á fyrstu árunum og er fróð- legt að lesa um í fundargerðum hvað baráttan snerist um. Fyrstu samningarnir voru gerðir 2. nóvember 1935 en þá var samið um 10 stunda hámarksvinnutíma á dag og 60 stunda vinnuviku. Þá tókst að afstýra launalækkun sem krepp- uráðstafanir Framsóknarstjórnar höfðu komið til framkvæmda og voru laun því færð aftur í 75 krónur á mánuði á sumrum og 50 krónur að vetri. Þá var í fyrsta skipti greidd yf- irvinna á ríkisspítölum. Með þessum samningi styttist vinnuvikan um 25 stundir. En að mati Aðalheiðar var dýr- mætasti hluti þessa samnings að fá inn veikindarétt í einn og hálfan mánuð eftir hálfs árs starf auk lyfja og læknishjálpar. Á þessum tíma höfðu hjúkrunarkonur ekki gert kjarasamninga og komu þær í kjöl- farið enda fylgst náið með athöfnum hins unga félags. Ég var svo lánsöm að hitta Aðal- heiði nokkrum sinnum og einnig að heimsækja hana í Utreckt í Hollandi. Það fór ekki milli mála að þar fór sterk og baráttuglöð kona. Hún hélt baráttunni áfram í Hollandi og tók þar virkan þátt í réttindabaráttu ár- um saman. Þessi merka kona á þakkir okkar fyrir merkilegt brautryðjendastarf. Hún fylgdist með Sókn í gegnum ár- in og kom og heimsótti félagið sitt nokkrum sinnum. Við nutum þess að hlusta á hana segja okkur frá þess- um merkilegu upphafsárum og hvernig hugsjónum var fylgt eftir. Hugsjónum sem lifa áfram í kjara- baráttu nútímans, því baráttunni lýkur aldrei. Við sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur um leið og við kveðjum einstaka konu. Þórunn H. Sveinbjörns- dóttir, fyrrverandi formaður Starfsmannafélagsins Sóknar. ✝ Jón LúðvíkGunnarsson fæddist á Tjörnum í Eyjafjarðarsveit 12. maí 1927. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 17. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar Jóns voru Rósa Halldórs- dóttir, f. á Vöglum í Skagafirði 18.8. 1905, d. 4.12. 1990, og Gunnar Valgeir Jónsson, f. á Ytra- Gili í Eyjafjarðar- sveit 8.7. 1905, d. 26.12. 1972. Systkini Jóns eru Erna, f. 6.3. 1930, búsett í Reykjavík, Hreinn Guðmundsdóttur. Dóttir þeirra er Kristín María, f. 13. september 1946. Jón og Margrét slitu sam- vistum. Jón ólst upp í faðmi foreldra og systkina en hleypti heimdragan- um fljótt, vann þau störf sem til féllu, fór meðal annars á vertíðir til Vestmannaeyja og Raufarhafn- ar. Jón vann á Gefjun á Akureyri og Laxárvirkjun en sneri síðan heim í sveitina og ók mjólkurbíln- um í nokkur ár. Jón fluttist til Ak- ureyrar og vann við útkeyrslu hjá KEA þar til hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests árið 1991. Áhugamál Jóns voru sil- ungs- og rjúpnaveiði og fátt þótti honum skemmtilegra en að fara í þessar ferðir og vera einn úti í náttúrunni. Undanfarið ár dvaldi Jón á Dvalarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri. Útför Jóns fór fram í kyrrþey 29. ágúst sl. bóndi á Halldórsstöð- um í Eyjafjarðar- sveit, f. 29.2. 1932, d. 27.12. 1994, Bryndís, f. 28.10. 1934, búsett í Reykjavík, Hall- dóra, f. 8.12. 1938, búsett í Reykjavík, Drífa, f. 25.2. 1942, búsett á Akureyri, d. 30.12. 2004, Hrafn- kell, f. 5.12. 1943, d. 1951, Hörður, f. 15.9. 1945, búsettur á Ak- ureyri, Ármann, f. 3.1. 1949, búsettur í Mosfellsbæ, og Skúli, f. 17.2. 1952, búsettur á Tjörnum, d. 26.3. 1977. Jón var í sambúð með Margréti Og áin líður lygn og tær, og lindin sefur perluskær. Í dvala hníga djúpin hljóð og dreymir öll sín týndu ljóð. Í hafi speglast himinn blár. Sinn himin á hvert daggartár. Í hverju blómi sefur sál, hvert sandkorn á sitt leyndarmál. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson.) Hvíl í friði Bryndís systir. Bæjarhóllinn á Tjörnum (fram) í Eyjafirði mun kominn með berg- hlaupi úr fjallinu vestan Eyjafjarðar- ár og hefur, í bland með jökulfyllum, flust austur yfir miðjan dal eftir að megin skriðjöklar höfðu hörfað og skilið eftir þennan sérstæða og mynd- arlega bæjarhól. Í bænum á hólnum ólst æskufélagi minn, Jón Lúðvík Gunnarsson upp, við leik og störf. Hann hefur alla tíð verið kallaður Nonni, „Nonni á Tjörnum“. Bæjar- hóllinn hentaði vel til leikja allan árs- ins hring, á vetrum til sleðarennslis og á sumrin til hornabúskapar. Nonni hrærðist í sauðfjárbúskapnum með föður sínum og mat gæði fullorðinna hrúta eftir hornastærð, kollóttir hrút- ar voru ekki á vetur setjandi, þeir skiluðu engum arði í hrútshornasafn- ið. Gunnar á Tjörnum var fjárrækt- armaður og hafði lengst af allstórt fjárbú. Á norðurbrún hólsins voru fjárhús, Hólhúsin, með Hólhúsbrekk- una til norðausturs sem er snarbrött og há. Þótti það mikið gaman að „dúndra“ stórum hrútshornum niður og var keppni í því að láta þau rúlla sem lengst út í móinn fyrir neðan. Eins var það kappleikur að kasta hornum neðanfrá upp í bröttu brekk- una. Þar ultu þau misvel til baka, stóru hornin best sem höfðu náð að vaxa tvo hringi. Stundum varð úr þessu stang og hornaglamur. Nú skulum við líta fram eftir daln- um þar sem áin bugðast með hægum straumi og fagurtær. Við dýpstu hylj- ina, eins og við Tjaldbakkann, þar sem yfirborðið var svo spegilslétt að telja mátti hverja steinvölu á botnin- um og sérhver smáhreyfing á sporði og ugga blasti við, voru fiskarnir styggir og hver smáhreyfing kom þeim til að kvika. Nonni var snillingur með stöngina og margri fallegri bleikjunni var hann búinn að landa við Tjaldbakkann. Hann hafði mikið dá- læti á hylnum við Tjaldbakkann, lygn áin og umhverfið höfðuðu til hans eðal rólyndis. Þó ýmsir aðrir staðir gæfu auðveldari veiði þá voru þeir ekki eins spennandi. Þetta var staður náttúru- barnsins, kyrrðin algjör. Eins og skáldið sagði: „Þar ríkir fegurðin ein.“ En það er sitthvað, sumarið og svalur vetrargarri. Það hagaði svo til, að á tímabili hafði Gunnar hluta fjár- ins á beitarhúsum og eftir góðviðr- iskafla höfðu nokkrar kindur tekið sig út úr hjörðinni og horfið til dalsins. Þetta mun hafa verið í góubyrjun. Þá munum við félagarnir hafa verið á 17. ári og talið okkur menn með mönnum og fullfæra að sækja kindurnar á dal- inn. Það varð úr að við bjuggum okk- ur vel út og að klæðnaði og nesti, veð- urútlit gott og lögðum upp frá Tjörnum kl 6 að morgni. Klukkan 9 vorum við komnir á miðjan dal, gang- færi sæmilegt, aðeins föl og driftir í lægðum sem tafði aðeins förina. Því hafði verið spáð að kindurnar væru varla framar en á Svínastöllum . Það reyndist rétt og eftir meira en fjög- urra tíma göngu hittum við þær hjá stórum steini. Við tókum góðan toll af nestinu og héldum svo heimleiðis með kindurnar og komum heim í Tjarnir í myrkri, dálítið þreyttir en rígmontnir yfir afrekinu. Enn langar mig að rifja upp æv- intýri sem við félagarnir áttum saman en sumt fer öðru vísi en ætlað er. Það var seint á fimmta tug síðustu aldar, þó fyrir fjárskipti sem fram fóru 1949. Gunnar á Tjörnum átti á þeim tíma alltaf eitthvað fé á Fjöllunum, þ.e. Laugarfellsöræfum og heim að Fossá í Austurdal. Þetta umrædda haust, u.þ.b. 1946 sáu Skagfirðingar í seinni göngum fé á Fossár og Hölknárdrög- um, sem leitaði upp í drögin og svar- aði til kinda sem þeir vissu að Gunnar vantaði og létu vita af. Var nú hart brugðið við að safna liði til skyndismölunar á fyrrnefndum slóðum. Gunnar fékk bílstjóra frá Ak- ureyri, Karl Hjaltason smið sem átti ágætan herjeppa sem var hinn besti farkostur. Þá vorum við Nonni einnig fengnir til fararinnar. Lagt var af stað úr byggð kl. 5 um morgun, ekinn Vatnahjallavegur upp að Urðarvötn- um. Hafði þá líklega tveimur árum áður verið lokið við að ryðja bílslóð suður á öræfi og var slóðin vel greið- fær. Skildum við bílinn eftir norðan Urðarvatna, stungum nestisbita í vasa og stefndum skáhallt til suðvest- urs yfir Urðarvatnaásinn. Veður var hið blíðasta, logn og vægt frost. Þegar við komum í Syðra-Fossárdrag skildu leiðir og Gunnar og Karl fóru niður dragið en við Nonni stefndum á Hölknárdragið. Þetta gekk upp sam- kvæmt bestu áætlun. Laust upp úr hádegi vorum við komnir fyrir kind- urnar á báðum dölunum og reyndust þær auðsveipar í rekstri. Þeir félagar fóru næstum sömu leið til baka og urðu fljótari. Eftir hádegið fór að draga upp bakka í suðri sem færðist til norðurs og fyrsta éljagusan skall á okkur við vörðuna Drottningu, líklega um fjögurleytið. Það átti eftir að sækja í sig veðrið og verða nær sam- fellt kóf svo að sá ekki á milli varða, þó sá oft upp í heiðan himininn. Við náð- um til bílsins þegar byrjað var að rökkva og þá höfðu þeir beðið okkar alllanga stund. Tók Gunnar við kind- unum sem virtust vita hvert þær ættu að fara en við Nonni tókum til nest- isins og höfðum góða matarlyst. Við bjuggumst við að ná Gunnari bráð- lega því vegarslóðin var glögg þó að- eins hefði safnast í smádriftir. Við komum að skorningi sem sýndist meinleysislegur en bíllinn beinlínis sökk á kaf í nýsnævið og festist. Þá kom í ljós að við vorum spaðalausir. Við reyndum að losa bílinn með kúst- skafti og höndunum en urðum frá að hverfa og skilja bílinn eftir þó ekki væri það álitlegt og vetur að fara í hönd. Við urðum að bjarga okkur til byggða og fórum stystu leið á fjalls- brúnina. Þegar við komum niður í miðja hlíð var þar besta veður, logn og aðeins súld. Við hóuðum okkur saman við Gunnar sem hafði skilið kindurnar eftir neðarlega í hlíðinni á góðum haga. Vorum við orðnir alls- læptir og drjúg leið til bæja. En þá sannaðist það fornkveðna: Þegar neyðin er stærst … Þá birtust ljós hjá Hólsgerði á bíl sem bjargaði okkur til byggða. Þess skal getið að tíð hélst góð og bíllinn hans Karls bjargaðist farsællega af fjalli. Ég færi þetta til leturs í minningu æskufélaga míns, Nonna á Tjörnum. Farðu vel félagi, hafðu þökk fyrir góða samfylgd. Hvíldu í guðs friði. Sigurður Jósefsson. JÓN LÚÐVÍK GUNNARSSON Moldin er þín. Moldin er góð við börnin sín. Sólin og hún eru systur tvær, en sumum er moldin eins hjartakær, því andinn skynjar hið innra bál, sem eilífðin kveikti í hennar sál, og veit, að hún hefur alltaf átt hinn örláta, skapandi gróðrar mátt og gleður þá, sem gleðina þrá, gefur þeim öll sín blóm og strá, allt sem hún á. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð … (Davíð Stefánsson.) Hvíldu í friði og ró og englar Guðs vaki yfir þér, elsku afi. Hrund, Björg og Guð- mundur Valgeir. Fráfall bróður míns varð allsnöggt. Hann hafði verið heilsuhraustur mið- að við aldur og vakti yfir sínu fyr- irtæki alveg fram á það síðasta. Við Siggi vorum bara tvö, systk- inin, og hann átta árum eldri en ég. Foreldrar okkar gáfu okkur ástríkt og fallegt heimili og voru okkur góð fyrirmynd. Faðir okkar var vélstjóri og fetaði bróðir minn í hans spor. Sigga var margt til lista lagt. Hann fékk snemma mikinn áhuga á ljós- mynda- og kvikmyndagerð. Sem dæmi um það þá er mér mjög minn- isstætt þegar hann á unglingsárum sínum bjó til stuttmynd sem hann dró á sellófan og sýndi gegnum stækkun- argler og lét myndina kastast á lak í stofunni. Hann sagði svo söguna sem tilheyrði. Við vinkonur mínar og frænkurnar á loftinu horfðum á and- aktugar. Seinna meir starfaði hann sem sýningarstjóri í Bæjarbíói sam- hliða námi í vélstjórn og naut ég þess að koma til hans á sunnudögum með matinn hans og að fá þá að sjá þær myndir sem voru til sýningar. Siggi var lánsamur í lífinu. Eign- aðist góða eiginkonu, mannvænleg börn, tengda- og barnabörn. Hann vann í sínu fagi á ýmsum stöðum á landinu en seinni hluta starfsferils síns vann hann á eigin vegum í Hafn- arfirði og undi því vel. Siggi bróðir var blíður og barngóð- ur og hans verður sárt saknað af sinni fjölskyldu. Ég og mín fjölskylda vottum sam- úð okkar. Hvíl í friði, kæri bróðir. Þín systir, Sigrún. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR frá Mýrarhúsum, Akranesi, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Höfða, er látin. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Oddrún Sverrisdóttir, Friðrik Jónsson, Guðrún Sverrisdóttir, Hreinn Vagnsson. Útför eiginmanns míns, föðurs, tengdaföðurs, afa og langafa, SIGURÐAR JÓNSSONAR forstjóra, Jófríðarstaðavegi 13, Hafnarfirði, verður gerð frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag, mánudaginn 5. september kl. 16.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarfélög. Sigríður Jóhannesdóttir, Helga Sigurðardóttir, Ólafur Sverrisson, Jóhannes B. Sigurðsson, Hrönn Ríkarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður í dag vegna útfarar SIGURÐAR JÓNSSONAR, forstjóra, Jófríðarstaðarvegi 13, Hafnarfirði. Verslunin Seyma og Pappír hf., Laugavegi 71, Kaplahrauni 13, Reykjavík. Hafnarfirði. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR, Meðalholti 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 6. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent heimaþjónustu Krabba- meinsfélagsins. Júníus Pálsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Grétar Pálsson, Ásta Sigurðardóttir, Þórdís Pálsdóttir, Erlendur Ragnarsson, Stefanía Pálsdóttir, Valur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.