Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 1
Stuðmenn í Feneyjum Diddú sló í gegn með gömlu félögunum | Fólk Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignir | Íbúðir á efri hæðum við Suðurlandsbraut  Borgin óskar tilboða í Fríkirkjuveg 3 Íþróttir | Danir of stór biti í körfunni  Ísland - Króatía - Vonbrigði eftir fínan fyrri hálfleik STOFNAÐ 1913 239. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Berlín. AFP. | Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata (CDU) og systurflokks þeirra í Bæjaralandi (CSU), þjarmaði að Gerhard Schröder kanslara í gær- kvöldi í einu kappræðum þeirra í sjónvarpi fyrir kosningarnar í Þýskalandi eftir hálfan mánuð. Schröder reyndi að nota þetta tækifæri til að snúa vörn í sókn þar sem skoðanakannanir benda til þess að þýski Jafnaðarmanna- flokkurinn bíði ósigur í kosning- unum. Talið er að um 15 milljónir manna hafi fylgst með kappræð- unum. Skyndikannanir benda til þess að meirihluti áhorfenda, eða um 55%, telji að Schröder hafi staðið sig betur. Merkel virtist hins vegar sjálfs- öruggari fyrir framan myndavél- arnar en margir höfðu spáð og hamraði á því að aðeins hægri- flokkarnir gætu dregið úr atvinnu- leysinu í Þýskalandi. Sigri hægriflokkarnir í kosning- unum verður Angela Merkel fyrsta konan til að gegna kanslaraemb- ættinu. Reuters Angela Merkel og Gerhard Schröd- er í kappræðunum í gærkvöldi. Merkel þjarmaði að Schröder DRENGJUM sem þjást af lystar- stoli fer fjölgandi en öll meðferð er miðuð við stúlkur. Meginmunurinn á drengjum og stúlkum með lystarstol er að drengirnir eru ekki hræddir við að fitna heldur einblína þeir á að missa fitu til að verða sem stæltastir og verða mjög uppteknir af vöðva- byggingu. Það vantar betri úrræði fyrir drengi og það þarf að rannsaka bet- ur ástæður sjúkdómsins hjá þeim og meðhöndlun hans. Þetta kom fram í máli Jean Chambry, barnageðlæknis við át- röskunardeild Fondation Valley- spítalans í Frakklandi, sem hélt er- indi hér á landi fyrir skömmu. Lystarstol herjar á drengi seinna en almennt gerist hjá stúlkum og eru þeir yfirleitt á bilinu 16-19 ára þegar sjúkdómurinn greinist. Drengir fá líka lystarstol  Alvarlegt ef drengir | 14 ÁSA Björk Ólafsdóttir guðfræðingur var sett inn í embætti annars prests Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík í gærkvöldi. Hún hafði hlotið prests- vígslu í Dómkirkjunni fyrr í gær ásamt guðfræðingunum Guðrúnu Eggertsdóttur og Sjöfn Þór. Eftir að Hjörtur Magni Jóhanns- son, forstöðumaður og prestur safn- aðarins, hafði sett séra Ásu Björk í embætti hélt hún sína jóm- frúrpredikun sem prestur safnaðar- ins. Lagði hún út af rósinni sem tákn- mynd lífsins. Eftir ræðuna hvarf séra Ása Björk sjónum kirkjugesta. Skömmu síðar brá ýmsum við- stöddum þegar ómþýtt orgelspil breyttist í dynjandi brúðarmars og ekki var laust við að undrunarkliður færi um kirkjuna. Þegar fólk leit um öxl sá það nýja prestinn leiða brúð- guma sinn, Óskar Þórisson, inn kirkjugólfið. Voru þau síðan vígð í hjónaband af Hirti Magna. Það er því ekki ofmælt að það hafi verið marg- heilagt í Fríkirkjunni í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir prestar verða starfandi við Fríkirkj- una í Reykjavík og Ása Björk er fyrst kvenna fastráðin sem prestur þar. „Þetta var mjög sérstök reynsla og óhefðbundin,“ sagði séra Hjörtur Magni í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var mjög í anda Ásu Bjarkar og aldeilis líka Fríkirkjusafnaðarins. Hvorki Ása Björk né Fríkirkjusöfn- uðurinn eru vön að feta troðnar slóð- ir.“ Í hempu og hjúskap í sömu svipan Morgunblaðið/Ómar Séra Ása Björk Ólafsdóttir lagði út af rósinni sem táknmynd lífsins og giftist svo Óskari Þórissyni. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is STJÓRN Bandaríkjanna þáði í gær boð Sameinuðu þjóðanna um aðstoð vegna fellibylsins Katrínar og flóða við Mexíkóflóa fyrir viku. Stjórnin óskaði einnig eftir hjálpargögnum frá Evrópusambandinu og Atlants- hafsbandalaginu (NATO). Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði að hópur embættismanna sam- takanna væri í Washington til að ráðgast við bandaríska embættis- menn um hvernig þau gætu aðstoð- að. Um 50 ríki hafa boðið Bandaríkj- unum aðstoð við björgunarstarfið, þeirra á meðal bandamenn í NATO á borð við Bretland og Ísland en einnig ríki sem hafa lengi átt í deilum við bandarísk stjórnvöld, svo sem Kúba og Venesúela. Bandaríkjastjórn bað Evrópusam- bandið um teppi, lyf, tankbíla til að flytja drykkjarvatn og hálfa milljón matarskammta. Framkvæmdastjórn ESB sagði sambandið ætla að veita alla þá aðstoð sem það gæti. Talsmaður NATO sagði að banda- lagið hefði verið beðið um matar- skammta handa fólki sem missti heimili sín í náttúruhamförunum. Lokaleit í New Orleans Bandarísk stjórnvöld sögðu að borgin New Orleans væri nú á valdi þjóðvarðliða, sex dögum eftir nátt- úruhamfarirnar. Vopnaðir glæpa- hópar höfðu farið ránshendi um borgina og fregnir hermdu í gær- kvöldi að þjóðvarðliðar hefðu skotið fimm byssumenn til bana. Áður munu byssumennirnir hafa skotið á starfsmenn verktaka hersins. Þjóðvarðliðar hófu lokaleit að fólki í New Orleans og bjuggu sig undir að fjarlægja lík af götunum. Lokið var við að flytja tugi þús- unda manna frá íþróttaleikvangi og ráðstefnuhöll í New Orleans um helgina í einhverjum mestu loftflutn- ingum á flóttafólki í sögu Bandaríkj- anna. Stjórn Bush þiggur hjálp Sameinuðu þjóðanna Reuters New Orleans-búar bíða eftir því að verða fluttir burt. Brottflutningi fólks úr borginni lauk að mestu um helgina. Bandaríkin óska eftir hjálpargögnum frá Evrópusambandinu og NATO LILJA Ólafsdóttir Hans, sem búsett er í Gulfport í Mississippi í Banda- ríkjunum og saknað hefur verið frá því fellibylurinn Katrín gekk yfir Louisiana og nálæg fylki, er óhult og ómeidd. Þetta fékkst staðfest seint í gærkvöld og var fjölskyldu hennar á Íslandi gríðarlega létt. Hús hennar slapp að mestu við skemmdir en þar hafði hún haldið sig allt frá hamförunum. Sam- bandsleysi var hins vegar viðvar- andi og því var allt í óvissu um af- drif hennar. Fjölskyldu hennar tókst að komast í samband við Hall- dór Gunnarsson sem býr í nágrenn- inu og fór hann heim til Lilju og færði gleðifréttirnar til Íslands kl. 23 í gærkvöldi. Hún er vel birg af vistum og kemst að líkindum í sam- band við fjölskyldu sína eftir um tvo daga. Íslensk kona óhult heima hjá sér  Stórveldið vanmáttugt | 13 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.