Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í HJARTA Reykjavíkur er að finna perlu sem flestir vita af en færri heimsækja. Það er Hljóm- skálagarðurinn og hefur sá garður alla burði til að vera stolt höf- uðstaðar Íslands rétt eins og Lúx- emborgargarðurinn er í París eða St. James’s Park í London. Garð- urinn er jafnframt einn af örfáum gamaldags lystigörðum sem við Reykvíkingar eigum, stofnsettur og skipu- lagður út frá viðmiðum fyrir slíka garða á fyrri hluta síðustu aldar. Fyrir utan að vera úti- vistar- og lystisemda- perla er garðurinn því sögulega athygl- isverður. Ég hef átt því láni að fagna að búa við vest- urrönd þessa garðs, nánar tiltekið við Bjarkargötu, í hart- nær 17 ár. Sambúðin við garðinn var ynd- isleg þar til fyrir nokkrum árum þegar ný „garðyrkjustefna“ hélt innreið sína í umönnun garðsins. Undanfarin misseri hefur garð- urinn Bjarkargötumegin drabbast niður og er nú með sóðalegri reitum í miðbæ Reykjavíkur. Að slá eða ekki að slá gras, fífla og njóla Fyrir fáeinum árum var sú ákvörðun tekin einhvers staðar í borgarkerfinu að hætta að slá þann hluta garðsins sem nefnist Bjark- arskógur og sem Bjarkargata dreg- ur nafn sitt af. Þessi skógarreitur hefur áratugum saman verið vel sóttur af borgarbúum og hafa tígu- legar bjarkirnar og reynitrén notið sín vel þar sem stofnar þeirra hafa risið upp af grænum grasflötum. Börn sóttu gjarnan þennan ynd- isreit og fóru í leiki undir trjánum og fólk, sem vinnur í miðborg Reykjavíkur, kom sömuleiðis til að borða nestið sitt í hádeginu og flat- maga á grasflötunum. Flestar helg- ar sumarsins mátti svo sjá hvíta slörið sveiflast í trjálundinum, enda vinsæll staður fyrir brúðarmyndatökur. Þegar hætt var að slá þessa grasflöt tóku völdin njóli, arfi, fíflar og annað sem telst til illgresis í ræktuðum görðum. Jafnframt var fleiri grenitrjám og nýju tré, fjallafuru, plant- að í reitinn. Börnin hættu að koma, sömuleiðis fólkið með nestið og brúðhjón hafa varla sést þar síðan enda vilja fæst- ir eiga brúðarmynd af sér með stæðilegum njóla eða öðru illgresi. Þess í stað má þar gjarnan sjá fólk á hækjum sér, enda gott skjól til að létta á sér í illgresinu. Fjúkandi rusl festist í óræktinni og puntar upp á arfann og svo fjúka illgres- isfræin inn í garðana sem við, sem búum hinum megin við Bjarkargöt- una, reynum að rækta. Heldur dap- urlegt allt saman. Þegar ég grennslaðist fyrir um af hverju þessi reitur væri ekki sleg- inn fékk ég þau svör að sláttur væri andstæður skógarsvæði se Þetta er misskilningur því skógarreitur er ekki skóga eins og til dæmis Öskjuhlíð ur hluti af lystigarði sem fy Þessi misskilningur spegla þjóðvegaborðum af amerís sem hefur verið komið þar fáir nota nema einstaka fer klæddir fyrir fjallaferðir, e gott þar sem betra er að ve um skóm til að komast um r Lystigarðsbekkir eins og fi annars staðar í garðinum h ið betur við hæfi. Einnig va sagt að sláttur væri trjánum legur þar sem orfin geta sle trjástofnana. Ekki lét skóg samt á sjá öll þau ár sem ha sleginn. Seinna var mér be náttúran væri falleg og að f njóli væru tilvalið efni í sala Það kann að vera smekk hvort mönnum finnst njóli fallegir á ræktuðum svæðu borg Reykjavíkur og hvort að láta „náttúruna“ njóta sí En ef svo er til hvers þurfu garðyrkjustjóra og garðyrk Og hvers vegna er þá bæja Laugarnesi sleginn, eins og Gunnlaugsson hefur kvarta á síðum þessa blaðs? Varla bæjarhóll í Laugarnesi hlu ræktuðum garði eða í alfar væntanlega eru fíflarnir þa fallegir og í Hljómaskálaga Ef þetta er „stefna“ í garðy hún í engu innbyrðis samræ því illskiljanleg. Skurðgröfur mæta til le Svo var það um miðjan sí vetur, líklega í febrúar, að B argatan fylltist af stórvirku vinnuvélum. Byrjað var á a Umgengnin við H Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir fjallar um Hljóm- skálagarðinn og umgengni um hann Sigríður Dúna Kristmundsdóttir LÆRDÓMSRÍKUR HARMLEIKUR Afleiðingar fellibylsins Katrínar,einkum í borginni New Orleans,hafa komið Bandaríkjamönnum sjálfum og umheiminum öllum í opna skjöldu. Fólk spyr hvernig það megi vera að í voldugasta ríki heims standi stjórnvöld jafnmagnþrota gagnvart náttúruhamförunum og afleiðingum þeirra og raun ber vitni. Bandaríkin virðast lítið betur í stakk búin að takast á við náttúruhamfarir af þessari stærð- argráðu en fátæku ríkin í Suðaustur- Asíu, sem urðu fyrir miklum búsifjum af völdum flóðbylgjunnar á annan dag jóla í fyrra. Það kemur á óvart hversu langan tíma það hefur tekið fyrir almanna- varnakerfi Bandaríkjanna að bregðast við hamförunum. Þótt enginn velkist í vafa um að Bandaríkjamenn hafa bjarg- ir; björgunarsveitir, her- og lögreglu- menn, flutningatæki, vatn og vistir; til að bregðast við hamförunum, hefur tek- ið óskaplega langan tíma að koma þeim til Louisiana og skriffinnska og tog- streita í hinu flókna stjórnkerfi landsins virðist hafa tafið verulega fyrir. Ennfremur varpa afleiðingar felli- bylsins ljósi á hinn mikla stétta- og efna- mun, sem er í bandarísku samfélagi. Þeir, sem urðu eftir í New Orleans, voru upp til hópa svartir og fátækir. Margir komust ekki burt þegar skipun var gefin um að yfirgefa borgina af því að þeir áttu einfaldlega ekki bíl og ekki heldur peninga til að leigja sér bíl eða kaupa flugmiða. Og margir skildu ef til vill ekki alvöru málsins vegna menntunar- skorts. Yfirvöld í borginni höfðu ekki á að skipa flutningatækjum til að koma íbúunum burt og niðurstaðan varð sú að hinir fátæku og veiku urðu eftir. Margir dóu hreinlega úr hungri og vosbúð á meðan þeir biðu eftir hjálp, sem lét á sér standa dögum saman. Það, sem hefur komið mörgum einna mest á óvart, er það valdatóm sem myndaðist í borginni eftir að fellibyl- urinn gekk yfir. Glæpagengi fóru ráns- hendi um borgina, konum var nauðgað og morð framin. Öflugasta herveldi heims virtist ekki ráða við að halda uppi lögum og reglu við þessar aðstæður. Eftirleikur hamfaranna í Louisiana hefur orðið mörgum tilefni til að spyrja hvernig Bandaríkin væru í stakk búin til að takast á við hryðjuverk, sem hefðu svipaðar afleiðingar, t.d. ef hryðju- verkamönnum tækist að beita gereyð- ingarvopnum á bandarískri grundu. Harmleikurinn í New Orleans hefur sýnt fram á mikla veikleika í starfsemi og skipulagi hins nýja heimavarnaráðu- neytis, sem komið var á fót eftir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 2001. Alríkisstofnanir og yfirvöld í Louis- iana-ríki og New Orleans-borg skiptast á að kenna hver öðrum um ófarirnar. Það er auðvitað fullkomlega ótímabært; það sem nú skiptir máli er að koma hjálp til hinna bágstöddu. Ætla verður að Bandaríkjaþing muni, þegar það versta er yfirstaðið, beita sér fyrir rannsókn á því hvað fór úrskeiðis og leitast við að gera úrbætur á almannavarnakerfinu, sem augljóslega hefur brugðizt. Bandaríkin hafa nú farið fram á að- stoð Evrópusambandsins, Atlantshafs- bandalagsins og annarra ríkja til að tak- ast á við ástandið. Það er eðlileg beiðni. Ekkert ríki í heiminum kemst af án samstarfs við önnur ríki og jafnvel hinir stóru og voldugu þarfnast aðstoðar á ög- urstundu. Við Íslendingar eigum að sjálfsögðu að leggja okkar af mörkum, minnugir þess að Bandaríkin hafa oft komið okkur til hjálpar í neyð. Björg- unarþyrlur varnarliðsins hafa bjargað tugum eða hundruðum mannslífa og Bandaríkjamenn reyndust okkur t.d. vel í Vestmannaeyjagosinu. Þegar horft er til baka, meira en þrjátíu ár, til þeirra atburða, sem voru hlutfallslega enn um- fangsmeiri fyrir okkar litla samfélag en náttúruhamfarirnar í Bandaríkjunum eru nú fyrir bandarísku þjóðina, er ljóst að þar tókst vel til með björgunarað- gerðir og endurreisnarstarf, þar sem margar vinaþjóðir okkar lögðu hönd á plóginn. Ríki heims hljóta að leitast við að læra af ástandinu í Bandaríkjunum nú. Það er full ástæða til þess fyrir íslenzk stjórnvöld, rétt eins og ríkisstjórnir annarra ríkja, að fara rækilega yfir áætlanir um viðbrögð við náttúruham- förum, með hliðsjón af atburðunum vestra. RÖK MEÐ FLÖTUM SKÖTTUM Þær upplýsingar, sem fram komu ífréttaskýringu Önnu G. Ólafsdótt- ur blaðamanns um skattlagningu ein- staklinga og fyrirtækja í Morgun- blaðinu í gær hljóta að vekja marga til umhugsunar um það hvaða réttlæti sé í skattkerfinu eins og það er í dag. Fram kemur í umfjölluninni að ein- staklingar með eigin rekstur geta lækkað skattgreiðslur sínar verulega með því að færa reksturinn í einka- hlutafélag og njóta þess þannig að hluti tekna þeirra ber ekki 37% skatt eins og venjuleg laun, heldur er hagn- aður félagsins skattlagður með 18% fyrirtækjaskatti og arðurinn, sem við- komandi greiðir sjálfum sér, með 10% fjármagnstekjuskatti. Rökin fyrir þessum mismun eru vandséð, enda enginn eðlismunur á þeim tekjum, sem viðkomandi hefur af vinnu sinni þótt rekstrarformið sé annað. Árni Harðarson, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, seg- ist í samtali við blaðið vera þeirrar skoðunar að of mikið ósamræmi sé á milli skattlagningar einstaklings- rekstrar og einkahlutafélagarekstrar. Í fréttaskýringu Morgunblaðsins var svo ekki fjallað um þau dæmi, þar sem einstaklingar hafa mikinn meiri- hluta tekna sinna af fjármagni og greiða þá aðeins 10% skatt. Þar er mismunurinn á skattlagningu ennþá augljósari. Pétur Blöndal alþingismaður bendir réttilega á í Morgunblaðinu að mun- urinn á skattlagningu einstaklinga og fyrirtækja minnki með lækkun tekju- skatts einstaklinga og afnámi hátekju- skatts. Og það er sömuleiðis rétt hjá Pétri að hækki fjármagnstekjuskattur um of, flytji menn peninga sína til út- landa. Engu að síður hljóta þau dæmi, sem tekin eru í Morgunblaðinu í gær, að gefa þeim hugmyndum, sem lagðar hafa verið fram um flatskattakerfi, þar sem allar tekjur eru skattlagðar með sama skatthlutfalli, byr undir báða vængi. Reynsla er að komast á slík kerfi í ýmsum ríkjum og full ástæða til að fylgjast með henni. For- sendan fyrir slíkri samræmingu er auðvitað að tekjuskattar einstaklinga haldi áfram að lækka. F ræðasetrið Eyrarbakki Ice- landic Heritage Centre á bakka Winnipegvatns á Ís- lendingaslóðum í Mið- Kanada er tilkomið fyrir frumkvæði Nelsons S. Gerrards sem er kennari og sagnfræðingur. Hann hefur í þrjá áratugi unnið að margháttuðum rannsóknum, skrifum og upplýs- ingasöfnun um Íslendinga sem fluttu til Vesturheims og afkomendur þeirra, ævi og búsetu. Nýlega var opnuð á Vesturfarasetr- inu á Hofsósi ljósmyndasýningin Þögul leiftur. Þar leiftra um sýningarsal myndir og fróðleikur um íslenska vest- urfara á um 400 myndum sem ljósmynd- arar af íslenskum ættum tóku víðs veg- ar um Norður-Ameríku árin 1870 til 1910. Og Nelson Gerrard er hvergi nærri hættur. „Áhugi minn á íslensku byrjaði snemma en ég ólst upp á kanadískum bóndabæ á sléttum Manitoba, fjarri Ís- lendingabyggðum. Móðir mín, sem er alíslensk að ættum, talaði ekki íslensku, en hins vegar gerði amma mín það, en það voru langalangafar og ömmur í móðurætt sem fluttust vestur árið 1876,“ segir Nelson Gerrard en faðir hans er kominn af Skotum. Nelson og systkin hans eru sex og þegar þau alast upp tíðkast að skrifa í svonefnda barna- bók hvaðeina um uppvöxtinn og einnig ættartré. Nelson segir það aðeins hafa verið gert í sína bók og hvort sem það táknaði eitthvað eða ekki kveðst hann hafa verið um 12 ára þegar hann fékk áhuga á Íslandi. Hann stundaði nám í Manitoba-háskóla, las sagnfræði, list, og varpa ljósi á lan frá. Í þeirri bók síður þar sem m arsögu sína. Þes sjálfur gefið út o en allt upplagið nú uppselt, þrjú hefur Nelson Ge „Ég nefni han verður þriggja b ráð fyrir að vera fimm árin eða sv ur áfram með ve kennslunni eins en sér brátt fram störfum og geta unum. „Þarna er landnámsfólksin kringum Gimli o þeim tíma til okk er ljóst að þar ve irgripsmikið ver að hvert bindi n af íslenskum æt Um 250 þúsun íslenskum ætt Nelson Gerra ættir að rekja ti áratugum dreifs og Bandaríkin. Þ nær alls staðar a úr þessum stóra fræðast um forfe nöfn núlifandi æ geta haft samba heiman eða þega í heimsókn. „Ég Íslendinga í Am kringum 250 þú ákveðnar rætur í hópnum tali ísl mörgum verðmæ landið og fólkið hann og telur að muni ekki detta móti aukast. Nelson Gerra ljósmyndasýning er ein af þremur urfarasetrinu og þrjú ár í salnum ur séð um inniha mikið af myndun sjálfs á Eyrarba hvað er úr söfnu ensku, en sótti einnig tíma í íslensku- deildinni og fékk síðar námstyrk til að stunda nám á Íslandi, lærði íslensku í Háskóla Íslands í þrjú ár. Aðstoðar fólk við að rekja ættir sínar Meðfram starfi sínu sem framhalds- skólakennari hefur Nelson Gerrard sinnt ýmsu ættfræðigrúski, samið ætt- arsögur og byggðarsögur, og aðstoðað fólk af íslenskum ættum við að rekja ættir sínar og afla upplýsinga um upp- runalandið og segir hann leita til sín fólk sem býr víða um Bandaríkin og Kanada, fólk sem á forfeður sem fluttust frá Ís- landi til Vesturheims. Hafa safnast að honum margs konar upplýsingar, ljós- myndir, bækur, skjöl og annað sem fólk hefur talið best geymt í umsjá hans eða í því skyni að hann nýti það til að rækta tengslin við gamla landið. Þá hefur Nelson Gerrard skrifað tvær bækur, annars vegar um Íslend- ingabyggð í Vesturheimi, Icelandic Riv- er Saga, og hins vegar bókina The Ice- landic Heritage sem fjallar um sögu, menningu og lífshætti á Íslandi til að Semur sögur ætta o Nelson S. Gerrard er af ís- lenskum ættum og hefur í þrjá áratugi rannsakað tengsl Vestur-Íslendinga við gamla landið. Jóhann- es Tómasson hleraði brot úr sögu hans og áhuga á íslensku sem byrjaði snemma. Morgunblaðið/jt Nelson S. Gerrard, ættfræðingur og kennari í Kanada, hefur komið til Ís- lands undanfarin ár og stundað rann- sóknir á Vesturfarasetrinu á Hofsósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.