Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 37 BARA HRAÐI. ENGIN TAKMÖRK. JOHNNY KNOXVILLE / SEAN WILLIAM SCOTT / JESSICA SIMPSON DÝRLEGT GRÍN OG GAMAN OG FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA. DÝRIN TALA OG ÞAÐ MEÐ STÆL. SEBRAHESTUR ER ÁKVEÐINN AÐ GERAST VEÐHLAUPA HESTUR HVAÐ SEM TAUTAR SÝND BÆÐI MEÐ ENSKU OG ÍSLENSKU TALI  S.V. / Mbl.. . / l. HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! ... I ! Sýningartímar sambíóunum ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK STRÁKARNIR OKKAR kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 STRÁKARNIR OKKAR VIP kl. 6 - 8 - 10.10 DUKES OF HAZZARD kl. 8.15 - 10.30 RACING STRIPES m/ensku.tali kl. 3.50-6 -8.15-10.30 RACING STRIPES m/ísl.tali kl. 3.50 - 6 SKELETON KEY kl. 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. HERBIE FULLY LOADED kl. 3.50 - 6 THE ISLAND kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára. THE ISLAND VIP kl. 3.30 MADAGASCAR m/ensku.tali kl. 6 MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 4 DUKES OF HAZZARD kl. 6.30 - 8.30 - 10.40 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 6.30 DECK DOGZ kl. 8.30 - 10.30 BATMAN BEGINS kl.10.30 B.i. 12 ára HERBIE FULLY LOADED kl. 8.30 RACING STRIPES kl. 6 DUKES OF HAZZARD kl. 8 - 10 HERBIE FULLY LOADED kl. 6 - 8 SKELETON KEY kl.10 DUKES OF HAZZARD kl. 8 - 10 BÍTLABÆRINN KEFLAVÍK kl. 8 HOSTAGE kl. 10 SÝND MEÐ ENSKU TALI Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík Sími 569 7700 · www.nyherji.is Canon W6400 plotter A1=610 mm Fullkominn teikningaprentari. · Hraðvirkur - A1 ljósmynd á 1.3 mín. · Hágæði - 2400x1200 upplausn, UV blek. · Full blæðandi ljósmyndaprentun. · Lágur rekstrarkostnaður með Single Ink hylkjum. · Netstuðningur við Mac og PC (aukabúnaður). · Standur undir prentara fylgir með. Tilboðsverð 219.900 kr. Listaverð 279.800 kr. Canon iR3100cn ,,Smart Colour” Fjölnota litaprentari/ljósritunarvél fyrir fyrirtæki og stofnanir. · Matari, raðari og skápur. · A4 prenthraði: 31 bls. mín í svarthvítu, 7 bls. í lit. · A3 prenthraði: 16 bls. mín í svarthvítu, 3.5 bls. í lit. · Upplausn: Ljósritun/skönnun: 600x600 dpi. Prentun: 2400x600 dpi. · Nánari upplýsingar á: http://canon.nyherji.is/fjolnotataeki Tilboðsverð 699.900 kr. Canon iR2270 Hagkvæm og sveigjanleg prentlausn fyrir meðalstóra skrifstofuhópa. · Matari, raðari, heftari, skápur og prentkort í einu tæki. · Duplex – sjálfvirk bakritun. · Möguleikar á fullkomnum skjalafrágangi. · Þróaðir öryggismöguleikar fyrir gögn. · A4 prenthraði: 22 bls. á mín. í svarthvítu. · A3 prenthraði: 14 bls. á mín. í svarthvítu. · Sendir, geymir, sækir og deilir gögnum yfir Netið (aukabúnaður). Tilboðsverð 399.900 kr. Hraði og hagkvæmni í fyrirrúmi PRENTLAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI Söluaðilar um land allt. Nánari upplýsingar um Canon eru á www.canon.nyherji.is Aukabúnaður Aukabúnaður FJÓRÐI hluti myndbálksins um uppvakninga Romeros er orðinn að veruleika eftir 20 ára bið og aðdá- endurnir þurfa örugglega ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki fleiri myndir eða að þurfa að bíða jafn- lengi eftir næsta kafla. Undir lok Land of the Dead lýsir Riley (Bak- er), leiðtogi hinna lifandi, því yfir að nú verði stefnan tekin norður til Kanada þaðan sem óljósar fréttir hafa borist um aðra nýlendu mennskra og lífvænlegri. Skömmu áður er myndavélinni beint að Bug Daddy (Clark), hinum risavaxna og heiftúðuga forsprakka náætanna. Tónninn hefur verið gefinn. Þegar myndin hefst eru eftirlif- endur hamfaranna sem komu ósköp- unum af stað (’68) búnir að koma sér bærilega fyrir, miðað við efni og að- stæður, í borginni Pittsburgh, þar sem stórfljót umlykja borgarhlutann og vernda mannfólkið á þrjá vegu fyrir uppvakningunum sem hafa til þessa vafrað um eins og höfuðlaus her og staðnæmst við allar fyr- irstöður. Fjórða hlið borgarnýlend- unnar er síðan varin með rafmagns- girðingu. Yfir mönnunum drottnar einvald- urinn Kaufman (Hopper) í Green Meadows, glæstum skýjakljúfi þar sem auðmennirnir búa. Í borginni ríkir ringulreið þar sem varðflokkar gæta laga og reglna. Einn yfirmaður þeirra er Riley, einn af fáum ærlegum íbúum nýlend- unnar. Cholo (Leguizamo), einn af mönnum hans, hefur verið hægri hönd Kaufmans. Stökkbreytingar verða meðal uppvakninganna, þeir fara að geta tjáð sig og sameinast í árás á mannabyggðina því hungrið sverfur að þeim. Á sama tíma svíkur Kaufman snattstrák sinn Cholo, sem hyggur á grimmilegar hefndir, og upphefst atburðarás sem markar endalok nýlendunnar. Romero fer vel af stað, fyrsti klukkutíminn er hrikalegur á sinn hráslagalega hátt. Almúginn, grár og gugginn, er ófrýnileg sjón því holdið er farið að detta af uppvakn- ingunum, sumir líta út fyrir að hafa verið aðalrétturinn á matseðlinum þegar boðinu lauk í miðjum klíðum. Maður greinir að hægfara breyt- ingar eru að eiga sér stað; einn getur öskrað, annar blæs í trombónu, fleiri tilfinningar gera vart við sig, einkum hatur sem beinist gegn mönnunum í nýlendunni og upplýsta kastalanum Green Meadows, paradísinni sem gnæfir yfir í víti. Romero er enn og aftur að gagn- rýna heimsmyndina, borgin er ver- öldin okkar í hnotskurn. Kaufman er samnefnari fyrir karla eins og Pútín (við semjum ekki við hryðjuverka- menn…) og aðra misvitra ráðamenn og fulltrúi auðmannastéttarinnar sem safnar geðveikislegum auð- æfum á meðan almenningur (upp- vakningarnir) á rétt í sig og á. Stórskáldið beiska frá Bólu orti um dyggðasnauða fanta sem „safna auð með augun rauð/þá aðra brauðið vantar“. Ef einhver efast um að þessi orðsnilli eigi ekki jafnmikinn rétt á sér í dag og á hörmungarárum 19. aldar þá þarf hann að þurrka stírurnar úr augunum. Aðeins hlut- föllin hafa breyst. En Bólu-Hjálmar er beðinn afsökunar á að vera dreg- inn inn í þessa umræðu, hann var á öðru og æðra plani en Romero, sem reyndar er einnig álitinn snillingur af sínum sértrúarflokki. Romero er einstaklega umdeildur kvikmyndagerðarmaður og kemur ekki á óvart. Hann notar viðbjóðsleg meðöl, í orðsins fyllstu merkingu. Í Land of the Dead er hann farinn að endurtaka sig og hefur litlu að bæta við frábært upphaf uppvakn- ingabálksins, hina frumlegu og hníf- beittu Night of the Living Dead, sem virtist segja allt sem karli býr í brjósti. Fjórði hlutinn reynist marg- tuggin saga þegar upp er staðið og þá verður ljótleikinn þreytandi, blóði drifið mannakjötsátið hvimleitt, áhorfandanum bumbult. Persón- urnar eru staðlaðar, leikurinn lit- laus. Maður hefur á tilfinningunni að þessi fyrrum ágæti byltingarmaður hafi að þessu sinni peningavonina og fleiri framhaldsmyndir að leiðarljósi. „Franchise“ er töfraorðið í Holly- wood samtímans. Órói í dauðsmannslandi „Romero er enn og aftur að gagnrýna heimsmyndina, borgin er veröldin okkar í hnotskurn,“ segir m.a. í dómnum. KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Smárabíó Leikstjóri: George A. Romero. Aðalleik- arar: Simon Baker, Dennis Hopper, Asia Argento, Robert Joy, Eugene Clark, John Leguizamo. 95 mín. Bandaríkin. 2005 Land hinna dauðu (Land of the Dead)  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.