Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KJÖR leikskólastarfsmanna hafa verið rædd töluvert upp á síðkastið. Flestir eru sammála um að launin séu lág og ekki samboðin þeirri starfsemi sem rekin er í leikskólunum. Leik- skólarnir eru viðurkenndir sem fyrsta skólastig barnsins. En samkv. aðalnámskrá leikskólanna, upphafs- orðum, segir: „Leikskólinn er fyrsta skólastigið og lengi býr að fyrstu gerð.“ Fram hefur komið að ófremdar- ástand vegna manneklu ríki í leik- skólum um þessar mundir, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Hver spekingurinn eftir annan hef- ur komið fram og tjáð sig um þessa stöðu. Form. menntaráðs Reykjavík- urborgar hefur tjáð sig einnig, en hann hefur haldið því fram að spenn- an á atvinnumarkaði valdi því að fólk fæst ekki í vinnu í leikskólana. Og þegar slaknar á þessari spennu lagist þetta ástand. Þessu ástandi er alveg hárrétt lýst, þannig er þetta bara. En á þetta að vera svona? Er það rétt- lætanlegt að ráða fólk í slík störf, svo ábyrgðarfull störf, fyrir 110 þús. á mánuði í heildarlaun! Ekki veit ég hvort þeir sem verð- leggja þessi störf hafa reynslu af þeim. En dæmigert starf í leikskóla snýst um að sinna u.þ.b. 24 líflegum börnum á deild, þetta 3–4 mann- eskjur. Ekki óalgengt að margar deildir séu mannaðar af illa eða ótal- andi starfsmönnum á íslenska tungu, sem hafa þó það hlutverk að móta fyrstu ár barnanna og stuðla að þroska þeirra. Formaður menntaráðs borg- arinnar hefur sagt opinberlega að ekki komi til greina að bæta kjör þessara starfsmanna nema í gegnum kjarasamninga. Af orðum formanns- ins mátti skilja að kjarasamningar eigi eingöngu að ráða því hvað starfs- menn í leikskólum fá í laun. Til árétt- ingar þessu, þá eru kjarasamningar samningar um lágmarkskjör sem ekki má fara undir, en segja ekkert til um annað. Atvinnurekandanum, þ.e. Reykjavíkurborg, er í sjálfsvald sett hvað hann greiðir. Mér er spurn: Hver er virðingin fyrir börnunum okkar? Hver er virð- ingin fyrir þeim starfsmönnum sem sinna þessum ábyrgðarfullu og vandasömu störfum? Hver er virð- ingin fyrir þeim sem við ætlum að sjái fyrir okkur í ellinni? Er það tilviljun, að í inngangi aðal- námskrár fyrir leikskólana stendur: „… lengi býr að fyrstu gerð?“ Er meðvitað verið að reka fjöl- skyldufjandsamlega pólitík af borg- inni í dag? JÓNA K. BALDURSDÓTTIR, starfsmaður í leikskóla. Hvers virði eru börnin okkar? Frá Jónu K. Baldursdóttur: FYRIR nokkru var viðtal við borg- arstjórann um hús Heilsuvernd- arstöðvarinnar við Barónsstíg. Eitt af því sem borgarstjórinn taldi húsi þessu til tekna var það að höfundur þess væri Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins. Þetta hljómaði ótrúlega. Var því þetta dularfulla mál tekið til rann- sóknar. Rannsóknin tók hálft há- degisverðarhlé, var hýst á Bóka- safni Hafnarfjarðar og kostuð af rannsakandanum sjálfum, þ.e.a.s. undirrituðum. Arkitektatal til- greinir tvo höfunda, þá Einar V. Sveinsson og Ágúst Pálsson. Í bók sinni Reykjavík sögustaður við sund segir Páll Líndal Gunnar H. Ólafs- son arkitekt meðhöfund Einars að byggingunni og er það vafalaust rétt. Svo ekki er nema von að borg- arstjóranum verði hált á öllum þess- um húsameisturum. Svo virðist hafa verið vandað til byggingarinnar að ekki eru sjáanlegar neinar skemmd- ir utanhúss ef undan eru skildir smáryðtaumar á handriðum og öðru járnverki. Nú hefir heyrst að borgin vilji selja Heilsuverndarstöðina og er það auðvitað glapræði. Miklu nær er að selja Hallgrímskirkju því þar eru bara steypuskemmdir og önnur vandræði. Hvað á svo að gera við þetta merkilega hús? Veturliði Gunnarsson listmálari hafði, á efri árum, ódýrt húsnæði hjá borginni niðri á Hverfisgötu. Húsið átti að selja og var auglýst til sýnis ákveð- inn dag. Málarinn hengdi þá skilti utan á húsið þar sem stóð „selt“ . Bragðið dugði í mánuð, þá var Vet- urliði fluttur hálfnauðugur í sum- arbústað upp við Rauðavatn, þar sem sá merkilegi maður mátti eyða ævikvöldinu í kulda og trekk. Væri ekki upplagt að gera Heilsuvernd- arstöðvarhúsið að dvalarheimili fyr- ir eldri listamenn og hafa í húsinu kennsluaðstöðu þar sem þeir geta kennt bæði ungum og gömlum listir sínar? GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur. Heilsuverndarstöðin Frá Gesti Gunnarssyni: ENN Á ný dúkka upp hugmyndir Björns Bjarnasonar og félaga um háeffun Ríkisútvarpsins og nú heitir sauðargæran „því miður er ekki hægt að esseffa RÚV“. Enn á ný skal minnt á afstöðu Framsóknarmanna til Ríkisútvarpsins, hún er að flestu leyti til fyr- irmyndar. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins árið 2002: „Á síðasta flokks- þingi samþykktum við ályktun um að löggjöf um Ríkisútvarpið verði endurskoðuð með það að markmiði að tryggja hlutleysi þess og sjálfstæði og að stofnuninni verði áfram gert kleift að rækta mik- ilvægt menningarhlutverk sitt. Rík- isútvarpinu verði ekki breytt í hlutafélag en í tengslum við endur- skoðun löggjafar um Ríkisútvarpið verði kannað hvort rétt sé að breyta því í sjálfseignarstofnun. Fjárhagur Ríkisútvarpsins verði efldur til að tryggja enn betur útsending- arstyrkleika þess á landsbyggðinni. Þessu var fylgt eftir með öflugri vinnu innan flokksins fyrir mið- stjórnarfund sl. haust um stjórn- skipun og framtíðarhlutverk Rík- isútvarpsins og ég held að óhætt sé að fullyrða að flokksmenn tali einum rómi í þessum efnum. Við framsókn- armenn höfum ítrekað haldið fram rökum um mikilvægi öflugs Rík- isútvarps fyrir almenning í þessu landi, unga og gamla, í dreifbýli sem og þéttbýli. Aðeins þannig getum við staðið vörð um hlutlæga frétta- mennsku, frjáls og öfl- ug skoðanaskipti og eflingu íslenskrar tungu, forsendu ís- lenskrar menningar. Í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á lands- lagi íslenskra fjöl- miðla, og fyr- irsjáanlegt er að verði á þeim vettvangi, tel ég að þessar röksemd- ir eigi við nú sem áður. Og raunar sem aldrei fyrr.“ Stuðningur Fram- sóknarmanna við Ríkisútvarpið er eindreginn og einlægur. Vissulega hefur dregist úr hömlu að bæta fjár- hag þessa mikilvæga fjölmiðils, þá væri hægt að efla dagskrána í sjón- varpi og útvarpi. Eigið fé Rík- isútvarpsins er uppurið, en það nálgaðist 3 milljarða króna fyrir 10 árum. Veltufé er neikvætt um tæpar 700 milljónir króna og stöðugur hallarekstur. Ríkisútvarpið skuldar um þessar mundir rúma 5 milljarða króna. Helstu lánardrottnar eru Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna, ís- lenskir bankar, ríkissjóður og Nor- ræni fjárfestingabankinn. Ef Rík- isútvarpinu yrði breytt í hlutafélag, hljóta þessir aðilar allir að krefjast traustra lánatrygginga í stað núver- andi ríkisábyrgðar. Og auðvitað hljóta vextir að hækka. Eignir sem Ríkisútvarpið gæti lagt að veði eru fyrst og fremst Útvarpshúsið sem er metið á rúma 2 milljarða króna. Óvíst er hvort hægt er að miða við það mat, því hér er um mjög sér- hæfða byggingu að ræða. Viðvíkjandi háeffun Ríkisútvarps- ins er Sjálfstæðisflokkurinn í minni- hluta á Alþingi og einnig meðal þjóðarinnar. Fjárhagsstaðan versn- ar til muna verði Ríkisútvarpið há- effað. Úr ýmsum áttum gagnrýna menn að Ríkisútvarpið sé með aug- lýsingar og háeffun er sterk rök- semd fyrir því að afnema algjörlega auglýsingar í Ríkisútvarpinu. Það lækkar tekjurnar um þriðjung og þá fer nýja einkahlutafélagið líkast til á hausinn. En – sem betur fer getum við treyst Framsóknarmönnum til að stöðva þetta feigðarflan. Treystum á Framsókn Jón Ásgeir Sigurðsson fjallar um framtíð RÚV ’Eignir sem Ríkisút-varpið gæti lagt að veði eru fyrst og fremst Út- varpshúsið sem er metið á rúma 2 milljarða króna.‘ Jón Ásgeir Sigurðsson Höfundur er útvarpsmaður. VIÐ viljum meina að í góðum jarðvegi þurfi að hafa góðan orm. Við vorum á röltinu hjónakornin og rákumst á harmónikkuleikara. Fyrst löbbuðum við framhjá hon- um og þá inn í verslunina IKEA þar sem var margt um manninn. Okkur leist ekki á blikuna svo við snerum við og fórum að spjalla að- eins við harmónikkuleikarann fyr- ir utan. Maður varð strax var við það að þessi maður hefur þurft að púla mikið um ævina. Buðum við honum í veislu um kvöldið til að hann gæti spilað og fengið smá- borgun fyrir gleðina. Svo kom hann í gleðskapinn og viti menn, það var hann sem gerði þetta að gleðskap. Rúmenskur sígauni með tvær hendur galtómar kom í Þjóð- leikhúsið og gaf okkur bros á vör. Hann á bara þetta líf, hann er hérna núna til að nýta hvern dag og hann er þakklátur og jákvæð- ur. Þetta var forleikur að bíósýn- ingu sem mun verða okkur lengi minniskær. Lortur sýndi tvær stuttmyndir eftir Hafstein Steph- ensen og Kristin Loðmfjörð. Þess- ar myndir eru frábærar að okkar mati og viljum við hjónakornin koma á framfæri þakklæti til allra sem að þeim stóðu. Það er gott að vita til þess að ennþá er til eld- móður og frumleiki sem kemur manni í svo opna skjöldu að úr verður sú tegund af húmor sem kitlar hvað mest og kætir á dísæt- an hátt. Súkkulaðidrottningin í túlkun Ragnars Ísleifs Bragasonar er að okkar mati mesti leiksigur á Ís- landi síðan Kalli Guðmunds var upp á sitt besta, þá erum við að tala um leik þar sem hver fruma líkamans tekur þátt. HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR og VALGARÐUR BRAGASON, Njálsgötu 14, 101 Reykjavík. Hvað er í gangi? Frá Huldu Vilhjálmsdóttur og Valgarði Bragasyni listamönnum: ÉG HEF í nokkrum greinum reynt að sýna hversu fráleitt sé að ný- liðun standi í öfugu sambandi við hrygningarstofn fyrir nokkurn fisk- stofn. Í síðustu grein- inni var litið á íslenska þorskstofninn, þ.e. samband sóknar og ný- liðunar. Þar sást mjög greinilegt samband og góðu fréttirnar eru þær að sókninni gætum við breytt strax á morgun ef við viljum auka nýlið- unina. Leiðinlegu frétt- irnar eru þær að fyrir langtíma ágóða þarf oft að færa skammtíma fórnir. Í þessari grein skulum við skoða samband nýliðunar og hrygning- arstofns. Sjáist jákvætt samband þar eru það góðar fréttir því þá þarf að- eins að stækka hrygningarstofninn til að auka nýliðunina og aflann. Og það mundi þýða minni sókn og minni olíu- kostnað. En meiri tekjur og minni kostnaður, það þýðir miklu meiri gróði. Neikvætt samband væri ekki svo góðar fréttir því þótt við gætum minnkað hrygningarstofninn í bili til að auka nýliðunina mundi sú aukna nýliðun fljótlega stækka hrygning- arstofninn aftur og það yrði kostn- aðarsamt kapphlaup að reyna að auka sóknina nógu mikið og nógu hratt til að halda hrygningarstofn- inum niðri þrátt fyrir aukna nýliðun. Á því væri ekkert að græða. Vonandi er því sambandið jákvætt en leiðindafréttirnar eru samt þær að þó að ákveðið væri strax á morgunn að hætta þessari óskyn- samlegu siðleysu sem íslensk fiskveiðistjórn- un er, þá tekur langan tíma að byggja upp hrygningarstofninn og nýliðunina. Síðan ætti ekki að veiða nýliðana fyrr en þeir eru orðnir 5 ára svo að búa verður við þorskleysið í a.m.k. 7 ár enn. Ég hef lengi gagn- rýnt hvernig Hafró reiknar út stofnstærð þorsksins og hrygningarstofninn. Ekki vil ég taka eins djúpt í árinni og sá ágæti maður Kristinn Pétursson að þetta séu allt saman falsaðar tölur og læt nægja að segja að þær séu ekki rétt reiknaðar. En ég er hrædd- ur um að fáir mundu taka mark á þeim agnarlitlu tölum sem ég mundi reikna út svo notum samt tölur Hafró sem hefur á síðustu tveimur árum lagfært talsvert reikninga sína á hrygningarstofninum. Tölur Hafró nægja því nú til að sýna samband hans við nýliðunina þó að ég telji hinn raunverulega hrygningarstofn vera miklu minni og samansettan af miklu eldri fiskum en fiskifræðingar halda. Setjum tölur Hafró upp í dreifirit. Segja má með Kristni Péturssyni að dreifiritið líkist mest skotskífu eft- ir gallaða haglabyssu. Það er nefni- lega ýmislegt annað en hrygning- arstofninn sem ákvarðar hversu stór nýliðunin verður. Mest af því eru at- riði sem við ráðum engu um en getum kallað í stuttu máli ástand sjávar. Fleira kemur þó til, t.d. mæl- inákvæmni og rangt reiknaður hrygningarstofn, ófullkomin sýna- taka úr aflanum og haldleysi lengdar- afla lykla til aldursflokkunar, brott- kast, landanir framhjá vigt og fals- aðar aflaskýrslur. Svo ekki sé nú talað um þorska sem flýja til Færeyja eða Grænlands undan ofveiðinni hér. Svona eru því tölfræðileg sambönd gjarnan, þ.e. meira og minna óreglu- leg, handahófskennd og ómarktæk. En þetta er reyndar mjög sterkt og marktækt samband. Líkurnar á því að það sé fyrir tilviljun eru aðeins 2 á móti milljón. Því er furðu djarft hjá Sigurjóni Þórðarsyni að fullyrða að engar mælingar sýni jákvætt sam- band hrygningarstofns og nýliðunar fyrir íslenskan þorsk og þess vegna eigi að auka sóknina og minnka hrygningarstofninn enn meira. Dreifiritið sýnir að nýliðunin og þar með aflinn er ekki bara í jákvæðu sambandi við hrygningarstofninn heldur í réttu hlutfalli. Væntanlegur framtíðarafli er aðeins lítið eitt stærri en hrygningarstofninn svo það verð- ur engin uppbygging á meðan ársafl- inn er meiri en hrygningarstofninn var. En það hefur hann verið síðan 1964. Samband nýliðunar og hrygningarstofns þorsksins Einar Júlíusson fjallar um samband nýliðunar og hrygningarstofns þosks ’Væntanlegur fram-tíðar afli er aðeins lítið eitt stærri en hrygning- arstofninn svo það verð- ur engin uppbygging á meðan ársaflinn er meiri en hrygning- arstofninn var. ‘ Einar Júlíusson Höfundur er eðlisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.