Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞIGGUR HJÁLP SÞ Ríkisstjórn Bandaríkjanna þáði í gær boð Sameinuðu þjóðanna um aðstoð vegna náttúruhamfaranna við Mexíkóflóa fyrir viku. Stjórnin ósk- aði einnig eftir hjálpargögnum frá Evrópusambandinu og Atlantshafs- bandalaginu (NATO). Lokið var að mestu við að flytja nauðstadda íbúa New Orleans frá borginni um helgina í einum mestu loftflutn- ingum á flóttafólki í sögu Bandaríkj- anna. Þjóðvarðliðar skutu að minnsta kosti fimm byssumenn til bana í New Orleans í gær. Byssu- mennirnir höfðu skotið á starfsmenn verktaka hersins. Merkel þjarmar að Schröder Angela Merkel, kanslaraefni stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi, þjarmaði að Gerhard Schröder kanslara í einu kappræðum þeirra í sjónvarpi fyrir þingkosningarnar eftir hálfan mánuð. Skyndikannanir bentu til þess að meirihluti áhorf- enda, eða um 55% aðspurðra, teldi að Schröder hefði staðið sig betur í kappræðunum. Árdegi sækir til Danmerkur Íslenskir fjárfestar ræða nú kaup á Merlin, sem er stór dönsk raf- tækjaverslanakeðja. Rekur Merlin um 50 verslanir í Danmörku og velt- ir á annan tug milljarða íslenskra króna á ári. Það er íslenska fjárfest- ingafélagið Árdegi sem fer fyrir ís- lensku fjárfestunum. Lambakjötið eftirsótt Mikil aukning hefur orðið í eft- irspurn eftir lambakjöti hér á landi og hefur Kaupfélag Skagafjarðar gripið til þess ráðs að bæta álagn- ingu ofan á afurðaverð næstu tvær vikur til að hvetja bændur til að koma með lömb til slátrunar. Að sögn formanns Félags sláturleyf- ishafa hefur verðþróun á öðrum kjöttegundum og öflug vöruþróun skilað sér í aukinni eftirspurn eftir lambakjöti. Engin brottflutningaáætlun Framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar kveður ham- farirnar í Bandaríkjunum og björg- unaraðgerðir í kjölfar þeirra gefa íslenskum yfirvöldum og viðbragðs- aðilum tilefni til að athuga hvernig brugðist yrði við meiriháttar ham- förum á höfuðborgarsvæðinu. Engin viðbragðsáætlun vegna brottflutn- inga á fólki í tugþúsundatali frá þétt- býlasta byggðarkjarnanum sé fyrir hendi. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 26/28 Viðskipti 11 Dagbók 30/32 Vesturland 12 Víkverji 30 Erlent 13 Staður og stund 30 Daglegt líf 14/15 Leikhús 33 Menning 16, 32/33 Bíó 34/37 Umræðan 17/25 Ljósvakar 38 Forystugrein 20 Veður 39 Bréf 24 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is STEINÞÓR Gestsson, fyrrverandi alþingis- maður, er látinn, níu- tíu og tveggja ára að aldri. Steinþór var mikilvirkur í stjórn- málum, bæði á lands- vísu og sveitarstjórn- arstigi og starfaði einnig ötullega að fé- lagsmálum og ritstörf- um. Þá stofnaði Stein- þór MA-kvartettinn með skólafélögum sín- um. Varð hann vinsæl- asti söngkvartett síns tíma og fyrirmynd þeirra söngkvartetta sem á eftir komu hér á landi. Steinþór fæddist á Hæli í Gnúp- verjahreppi 31. maí 1913, sonur Gests Einarssonar og Margrétar Gísladóttur. Hann lauk gagnfræða- prófi frá MA árið 1933 og var bóndi á Hæli árin 1937–1974. Steinþór sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk sem þingmaður Suðurlandskjördæmis frá 1967–1978 og frá 1979–1983. Þá sat hann í hreppsnefnd Gnúpverja- hrepps 1938–1974 og var oddviti hennar í þrjátíu ár. Einnig sat hann m.a. í sýslunefnd Árnessýslu. Steinþór gegndi embætti formanns Landssambands hestamannafélaga árin 1951–1963 og var for- maður Vélanefndar ríkisins 1963–1972. Þá sat hann í Þingvalla- nefnd 1970–1979 og 1980–1984. Einnig sat hann í fleiri nefndum og veitti m.a. for- mennsku byggingar- nefnd þjóðveldisbæjar 1974. Þá sat hann í stjórn Stóðhestastöðv- ar ríkisins frá 1979 til 1995. Ennfremur sat hann í stjórn Búnaðarfélags Íslands, Fram- kvæmdastofnunar og Áburðarverk- smiðju ríkisins en þar gegndi hann stjórnarformennsku frá 1983. Steinþór var ritstjóri Suðurlands árið 1979 og skrifaði auk þess fjölda rita og greina um sunnlenskar byggðir, landssamtök hestamanna og MA-kvartettinn auk fleiri við- fangsefna. Steinþór var kvæntur Steinunni Matthíasdóttur sem lést árið 1990. Áttu þau saman fimm börn, Jóhönnu, Gest, Aðalstein, Margréti og Sigurð. Andlát STEINÞÓR GESTSSON VALGERÐI Sverrisdóttur við- skiptaráðherra þykir athyglisverð bandarísk lög sem gera fruminnherj- um skylt að eiga verðbréf í a.m.k. sex mánuði. Hún segir að málið verði tek- ið til skoðunar í viðskiptaráðuneyt- inu. Valgerður var innt eftir því hvort henni þætti koma til greina að settar yrðu sambærilegar reglur hér á landi og gilda í Bandaríkjunum um við- skipti fruminnherja með hlutabréf í félögum sem þeir stjórna eða eiga stóran hlut í. Þar er kveðið á um að fruminnherjarnir verði að eiga bréfin í sex mánuði hið minnsta. Selji þeir bréfin fyrr getur félagið, sem í hlut á, gert tilkall til söluhagnaðar sem myndast á skemmri tíma en sex mánuðum. „Við leggjum áherslu á það í okkar löggjöf um fjármálamarkaðinn að hafa hana í samræmi við það sem tíðkast í ná- grannalöndum og á innri markaði Evrópu. Það er reynt að komast hjá því að vera með mik- ið af sérreglum hér,“ sagði Valgerður. Hún benti á að nýlega hefðu verið innleiddar tilskip- anir ESB um innherja- viðskipti. Sagðist Val- gerður telja að þær væru nokkuð strangar. „Auk þess þurfa fjármálafyrirtæk- in sjálf að setja sér reglur varðandi þessi atriði og Fjár- málaeftirlitið þarf að samþykkja þær. Fljótt á litið finnst mér þetta í bærilega góðu lagi varðandi löggjöfina.“ Ekki svona lög í Evrópu Valgerður sagði að sér þætti engu að síður athyglisvert að sjá þær reglur sem gilda í Bandaríkjunum í þess- um efnum. „Við mun- um fara yfir það frekar í ráðuneytinu, en það ég best veit þá eru ekki svona lög í Evrópu.“ Eins og fram hefur komið hefur t.d. Íslandsbanki sett þá reglu að starfsmaður sem eignast verðbréf í samræmi við verklagsreglur bankans skuli eiga þau að lágmarki í þrjá mán- uði frá kaupdegi. Valgerður var spurð hvort stjórnvöldum þætti ekki ástæða til að hafa strangari reglur um þetta atriði hér, eins og t.d. Bandaríkjamenn hafa haft. Valgerður endurtók að hér væri reynt að hafa löggjöf í sem bestu samræmi við evrópska löggjöf. Hún benti á mikilvægi þess í ljósi þess að kauphallirnar í Evrópu væru farnar að starfa mikið saman og æ fleiri fyr- irtæki skráð í fleiri en einu landi. Þess vegna væri augljóst hagræði að því að löggjöfin hér væri með svipuðu sniði og hjá öðrum Evrópuþjóðum. „En mér finnst þetta vera athyglis- vert og við munum skoða þetta frek- ar í ráðuneytinu,“ sagði Valgerður. Ráðherra segir bandarísk lög um lágmarkstímaeign verðbréfa athyglisverð Valgerður Sverrisdóttir Ráðuneytið mun skoða reglur um eignartíma verðbréfa Eftir Guðna Einarsson guðni@mbl.is ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin 2005 verður sett næstkomandi miðvikudag. Undirbúningur stend- ur nú sem hæst í Fífunni og Smár- anum í Kópavogi og þátttakendur í sýningunni eru að setja upp sýn- ingarbása. Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýn- ingarhaldarans Nexus hér á landi, sagði að margir væru komnir vel á veg með sérbyggða bása og ljóst að mikið væri lagt í marga bása. Sumir eru með tveggja hæða bása og ýmislegt gert til að vekja at- hygli sýningargesta. Að sögn Bjarna verður Íslenska sjávarútvegssýningin jafnstór nú og sýningin 2002 var, en hún var sú stærsta fram að því. „Við gerum ráð fyrir um 800 sýnendum frá um 40 þjóðlöndum. Það komu rúmlega 18 þúsund gestir síðast og fjöldi þeirra hefur aukist á milli sýninga. Þetta er fagsýning og á ekki erindi til allra, en við gerum ráð fyrir að það komi ekki færri gestir en síðast,“ sagði Bjarni. Næsta sjávarútvegssýning verð- ur haldin hér á landi 1.-4. október 2008 og sagði Bjarni að margir sýnendur hefðu þegar miðað fram- leiðslu sína við að vera þar með einhverjar nýjungar. Íslenska sjávarútvegssýningin verður opnuð með pomp og pragt kl. 10.00 að morgni miðvikudags- ins 7. september og henni lýkur kl. 16.00 laugardaginn 10. september. Sýningin verður opin daglega til kl. 18.00, nema á laugardag. Að- gangseyrir er 2.000 kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirbúningur stendur nú sem hæst vegna Íslensku sjávarútvegssýning- arinnar sem hefst á miðvikudag. 18 þúsund gestir komu á sýninguna 2002. Um 800 sýnendur frá um 40 löndum Íslenska sjávar- útvegssýningin LENKA Ptacnikova, stórmeistari kvenna og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í skák, varð í gær Norðurlandameistari kvenna þegar hún gerði jafntefli við Túlí Lasson frá Eistlandi. Sigurinn vann Lenka í síðustu umferð Norð- urlandamótsins í skák í Vammala í Finnlandi. Liðin eru 24 ár frá því Íslendingar áttu síðast Norðurlanda- meistara kvenna í skák, en Sigurlaug Friðþjófsdóttir varð Norð- urlandameistari 1981 og Guðlaug Þorsteinsdóttir þar á undan 1975, 1977 og 1979, samkvæmt upplýs- ingum Skáksambands Íslands. Með örugga forystu nær allt skákmótið Flestar öflugustu skákkonur Norðurlandanna tóku þátt í mótinu í Finnlandi nú, auk sterkra skákkvenna frá Eystrasaltsríkj- unum. Lenka hafði örugga forystu nær allt mótið og endaði ein í efsta sæti, var hálfum vinningi á undan eistnesku skákkonunni Viktoríu Baskite og norsku skákkonunni Ellen Hageseter, sem urðu í 2.-3. sæti. Lenka Ptacnikova er hagfræðingur að mennt. Hún fluttist til Íslands árið 2000 frá Tékklandi og fékk íslenskan rík- isborgararétt í fyrra. Hún er fyrrverandi Tékklandsmeistari kvenna í skák og hefur auk þess sigrað þrisvar á Íslandsmótum kvenna í skák undanfarin ár. Lenka hefur undanfarin ár leitt kvennalandslið Íslands í skák á Ólympíumótum og er einn öfl- ugasti þjálfari og kennari við Skákskóla Íslands. Lenka er einnig varaformaður Taflfélagsins Hellis, sem er stærsta taflfélag landsins, og hef- ur hjálpað mikið til við að byggja þar upp öflugt stúlkna- og kvenna- starf á undanförnum árum. Lenka Ptacnikova Norðurlandameist- ari kvenna í skák

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.