Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GARÐABÆR ætlar að niðurgreiða æfingagjöld barna á aldrinum 6–16 ára um 20.000 kr. á ári fyrir hvert barn í bæjarfélaginu, og geta for- eldrar notað vef bæjarins til þess að ráðstafa fénu til þess íþróttafélags eða æskulýðsstarfs sem barn þess stundar. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Kannanir sem gerðar hafa verið fyrir bæjarfélagið sýna að íbúar eru ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðk- unar, staðsetningu íþróttamann- virkja og þjónustu íþróttafélaga, en ekki nægilega ánægðir með kostn- aðinn við íþróttaiðkun barnanna, segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. „Við erum að bregðast við þessu með því að eyrnamerkja 20.000 krónur á ársgrundvelli öllum börn- um 6 til 16 ára í Garðabæ sem nokk- urs konar hvatafé sem þau geta nýtt til íþróttastarfs, sem við teljum hafa mikið forvarnargildi,“ segir Gunnar. Bærinn hefur látið gera kannanir á þátttöku barna í íþróttum og öðru æskulýðsstarfi og tengslum þess við óæskilega hegðun, og er það skýr niðurstaða að börn sem stundi íþróttir eða æskulýðsstarf noti síður tóbak og áfengi. Dugir fyrir öllum gjöldum hjá Skátunum „Það hefur verið okkar stefna að styðja vel við barna- og unglinga- starf, sem við lítum á sem forvarnar- starf. Auk þess ætti það að tryggja betri líkamlega, félagslega og and- lega heilsu barnanna og þar með hag þeirra síðar í lífinu,“ segir Gunnar. Kostnaður heimilanna við íþrótta- iðkun barna er mismunandi eftir því hvaða íþróttagrein er stunduð. Hjá Stjörnunni fengust þær upplýsingar að æfingagjald fyrir börn sem stunda handbolta hjá félaginu sé á bilinu 20–30 þúsund krónur á ári, breytilegt eftir aldri. Æfi börn fim- leika hjá Stjörnunni má búast við því að reikningurinn sé á bilinu 30–80 þúsund krónur á ári, breytilegt eftir aldri og tíðni æfinga. Einnig er niðurgreitt annað frí- stundastarf, svo sem hjá skátafélög- um, en hjá Skátafélaginu Vífli í Garðabæ greiða börnin 16.000 króna árgjald. Gunnar segir að féð sé eyrnamerkt hverju barni, svo jafn- vel ef það stundar íþróttir utan Garðabæjar sé hægt að nota féð til að niðurgreiða æfingagjöld. Kostar allt að 32 milljónir á ári Í dag eru um 1.600 börn á aldr- inum 6–16 ára í Garðabæ, og er því kostnaðurinn, miðað við að allir nýti sér féð, 32 milljónir króna á ári, seg- ir Gunnar. Þar sem árið 2005 er hálfnað fær hvert barn 10.000 krón- ur í ár, sem kostar bæjarfélagið að hámarki 16 milljónir króna. Gunnar segir hér um að ræða hreina viðbót við styrki bæjarins til íþróttastarfs, og ekki gert ráð fyrir að dregið verði úr þeim styrkjum sem nú eru veittir til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Til þess að nálgast féð þurfa for- eldrar eða forráðamenn barnsins að skrá sig á Minn Garðabæ, vef bæjar- ins, og liggur féð á kennitölu hvers barns, tengt kennitölu foreldra. Gunnar segir að langstærstur hluti heimila hafi aðgang að Netinu, og því sé þetta auðveld leið til að deila út fénu, auk þess sem þetta gefi möguleika á því að halda utan um ýmsa tölfræði tengda íþrótta- og æskulýðsstarfinu. Ef einhverjir hafi ekki netaðgang séu starfsmenn bæj- arins boðnir og búnir til að aðstoða. Garðabær niðurgreiðir æfingagjöld allra barna á aldrinum 6 til 16 ára Hvert barn fær 20 þúsund krónur á ári til æfinga Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Stefna okkar að styðja vel við barna- og unglingastarf, segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. MIKILL kippur kom í söfnun í hjálp- arliðasjóð Sjálfsbjargar um það leyti sem Kjartan Hauksson ræðari lauk hringróðri sínum í Reykjavíkurhöfn á laugardag. Í sjóðinn hefur nú safn- ast 5,1 milljón króna eftir að hann hafði verið í rúmum þremur millj- ónum lengi. Róðurinn stóð í 109 daga Kjartan lagði af stað á árabát sín- um Frelsinu frá Bolungarvík 4. júní og lauk róðrinum á 92 dögum. Ef allt er talið tók róðurinn í kringum landið 109 daga, þ.e. ef reiknaður er með sá tími sem það tók Kjartan að róa á árabátnum Rödd hjartans frá Reykjavík til Vestfjarða árið 2003 þar sem báturinn brotnaði. Þegar Kjartan náði landi við Reykjavíkurhöfn á laugardag kl. 14:20 var töluverður fjöldi fólks mættur til að taka á móti honum. Al- freð Þorsteinsson, forseti borg- arstjórnar, batt landfestar bátsins og Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, afhenti fjár- stuðning til verkefnisins. Þá spilaði KK ásamt hljómsveit sinni fyrir gesti og gangandi við höfnina. Fyrir utan þá þrekraun að róa bátnum í misjöfnum sjó einn síns liðs, sem Kjartan hefur augsýnilega staðist, fólust erfiðleikar leiðangurs- ins ekki síður í löngum töfum vegna veðurs. Þannig varð Kjartan að bíða svo dögum skipti á Stokkseyri eftir öruggu veðri fyrir Reykjanesið. Enn má styðja hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar á heimasíðunni sjalfs- bjorg.is. Hringróðri fyrir Sjálfsbjörg lauk í Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kjartan Hauksson kom að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn kl. 14:20 á laugardag og fékk góðar móttökur. Kjartan stóðst þrekraunina RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, varaði í ræðu við setningu skólans í gær við of mikilli Evrópuvæðingu íslenskra háskóla. Hann sagði m.a. miðstýringu, stöðlun og ríkisrekstur einkenna evrópska háskóla þvert á það sem þekkist í löndum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu þar sem háskólakerfið einkennist af sam- keppni, krafti og fjölbreytni. Runólf- ur varaði sérstaklega við lögfestingu hins svokallaða Bologna-ferlis sem hann sagði að myndi skerða fullveldi þjóðarinnar yfir háskólum sínum. „Nú er eðlilegt að spyrja hvort val okkar standi um staðla, ríkisrekstur og miðstýringu annars vegar og um samkeppni, kraft og fjölbreytni hins vegar,“ sagði hann m.a. „Við stönd- um á hliðarlínu Evrópu og skulum, meðan við erum þar, ekki éta upp hráar allar þær reglur og alla þá staðla sem þaðan koma. Slíkt er ekki bara óþarfi, heldur stundum skað- legt og engin aðkallandi þörf er á því að lögleiða Bologna-ferlið hérlendis. Við eigum að nota það sem viðmið þar sem það á við til að tryggja gæði og góða skóla, ekki meir. Þvert á móti eigum við að miða okkar há- skóla við það sem best gerist í heim- inum. Það á að vera okkar markmið. Allt annað er óásættanlegt til fram- tíðar. Við skulum því ekki Evrópu- væða háskólana okkar of mikið,“ sagði hann. Aldrei hafa fleiri stundað nám við skólann en í vetur, en skráðir nem- endur þetta háskólaárið eru um 680, bæði í stað- og fjarnámi, í grunn- og meistaranámi. Nýnemar í staðnámi eru 171. Runólfur Ágústsson rektor á Bifröst Varar við of mikilli Evr- ópuvæðingu háskóla  Daglegt málþing þjóðarinnar á morgun Umræðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.