Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 33 13. sýn. fim. 8/9 kl. 19 nokkur sæti laus 14. sýn. lau. 10/9 kl. 16 nokkur sæti laus 15. sýn. sun. 11/9 kl. 14 nokkur sæti laus Pakkið á móti Örfáar aukasýningar: Fös 9.sept kl. 20 Lau 10. sept kl. 20 Fös 16. sept kl. 20 Lau 17. sept kl. 20 Áskriftar- kortasala stendur yfir Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN Nýja svið / Litla svið KYNNING LEIKÁRSINS Leikur, söngur, dans og léttar veigar Su 11/9 kl 20 Opið hús og allir velkomnir HÖRÐUR TORFA LENGI LIFI Ýmsir listamenn leika lög eftir Hörð í tilefni 60 ára afmælis listamannsins Lau 10/9 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 11/9 kl 14, Su 18/9 kl 14, Lau 24/9 kl. 14, Su 25/9 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 8/9 kl. 20, Fö 9/9 kl 20, Lau 10/9 kl 20, Su 11/9 kl 20 - UPPSELT, Fi 15/9 kl. 20 ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN! Sala nýrra áskriftarkorta hófst laugardaginn 3. september - Það borgar sig að vera áskrifandi - MANNTAFL Su 18/9 kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Su 25/9 kl. 20 STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:00 Klaufar og kóngsdætur sun. 18/9 kl. 14:00, sun. 25/9 kl. 14:00. Edith Piaf sun. 18/9, fim. 22/9, fös. 23/9, lau. 24/9. Kirsuberjagarðurinn – gestasýning fim. 8/9, fös. 9/9. Að eilífu – gestasýning lau. 10/9, sun. 11/9. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20:00 Rambó 7 fös. 11/9, lau. 12/9. LITLA SVIÐIÐ KL. 20:00 Koddamaðurinn fim. 8/9, fös. 9/9, lau. 10/9, sun. 11/9. Miðasalan er opin kl. 12:30-18:00 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl.12:30- 20:00. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. midasala@leikhusid.is. Sími 551-1200. Miðasala á netinu: www.leikhusid.is Klaufar og kóngsdætur Edith PiafRambó 7 NÚ er liðin rúmlega hálf öld frá því útgáfa hófst á Sýslu- og sóknalýsing- um þeim sem Jónas Hallgrímsson og félagar hans hrintu á flot rúmri öld áður en útgáfan hófst. Þessar lýsing- ar áttu að verða heimildagrunnur að mikilli Íslandslýsingu, sem Jónas ætlaði að rita og var raunar byrjaður á. En eins og allir vita féll hann frá skömmu síðar og enginn varð til að taka upp merki hans, nema þá Þor- valdur Thoroddsen löngu síðar, en á öðrum forsendum og með öðru sniði. Þessi síðbúna útgáfustarfsemi hefur verið með ýmsum hætti. Marg- ir útgefendur hafa komið við sögu og misvel hefur tekist til. Ég vil ætla að þá fyrst hafi útgáfumálin komist í gott horf, þegar Sögufélagið og skömmu síðar einnig Örnefnastofn- un Íslands tóku útgáfuna að sér. Sú bók, sem ég hef nú fyrir fram- an mig, geymir Lýsingu Mýra- og Hnappadalssýslu frá 1840 og Lýs- ingu Borgarfjarðarsýslu frá 1854 og Sóknalýsingar Mýrasýslu og Sókna- lýsingu Borgarfjarðarsýslu. Sýslu- maður Mýra- og Hnappadalssýslu var, þegar lýsingin var samin, dansk- ur maður, Morten Frederik Lund, og mun hann hvorki hafa samið né skrifað lýsinguna. Það gerði víst þénari hans, Þórarinn Kristjánsson. Sýslumaður Borgarfjarðarsýslu var sömuleiðis danskur, Niels Valdimar Long, og er rithönd skrifara hans, Þorláks Stefáns Blöndals, á skýrsl- unni. Er hann að líkindum einnig að- alhöfundur hennar að því er útgef- andi hyggur. Báðar eru sýslulýsingarnar stutt- ar og ekki alltaf réttar, enda höfund- ar báðir utansveitarmenn og varla vel kunnugir í sýslunum, vegna stuttrar dvalar sinnar þar. Þó er þar að finna vitneskju, sem betur er geymd en gleymd. Sóknalýsingar Mýrasýslu eru sjö talsins. En tvær lýsingar eru af Borgar- og Álftanessóknum, 1840 og 1873. Er fróðlegt að bera þær sam- an. Einkum tekur maður eftir mis- háu jarðamati. Guðrún Ása Gríms- dóttir hefur búið þessar sóknalýsingar til útgáfu. Hún segir neðanmálsathugasemdir sínar ,, ein- skorðast við tilvísanir í önnur rit, fróðleiksmola um nafngreinda menn og orðskýringar, einkum latneskra orða...“ Sóknalýsingar Borgarfjarðarsýslu eru sex, allar frá 1839-1842. Björk Ingimundardóttir hefur séð um út- gáfu þeirra. Hún hefur verið talsvert örlátari á skýringar og athugasemd- ir neðanmáls. Hefur hún leiðrétt þar sem höfundar hafa farið rangt með eða breytingar hafa orðið að höfðu samráði við heimamenn. Að öðru leyti hafa útgefendur haft sama hátt á. Á undan hverri lýsingu fer stutt æviágrip höfundar (eða höf- unda) og stutt greinargerð er um rit- hátt þeirra. Í inngangsorðum er gerð grein fyrir því hvernig vikið var frá upphaflegri stafsetningu í útgáfunni. Þá er á undan hverri lýsingu gömul kirkjumynd viðeigandi sóknar eða aðrar myndir (bæir, höfundar, upp- drættir). Eins og við mátti búast eru lýsing- arnar nokkuð misjafnar. Sumar eru firna nákvæmar og ítarlegar og auð- séð að höfundar hafa lagt á sig mikla vinnu til að vanda þær sem best. Aðrar eru meira af vanefnum gerðar og gera höfundar stundum grein fyr- ir ástæðum sínum. En allar eru lýs- ingarnar með vissu gagnlegar og auka þekkingu okkar á landshögum um miðja nítjándu öld og bæta drjúgt í sjóð örnefna. Enginn, sem skrifar um þetta tímabil, mun láta hjá líða að fletta upp í þessu merka ritsafni. Útgáfa þessi er til fyrirmyndar og skulu þeim þakkir færðar, sem að henni hafa staðið. Þess eins hefði maður óskað að allar Sýslu- og sóknalýsingarnar hefðu verið út- gefnar á sama hátt. En nú eru allar Lýsingarnar komnar á prent og get- ur maður vissulega glaðst yfir því. Síðustu sýslu- og sóknalýsingarnar BÆKUR Mýra- og Borgarfjarðarsýslur Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1873 Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingi- mundardóttir sáu um útgáfuna. Útg.: Sögufélag og Örnefnastofnun Ís- lands. Reykjavík 2005, 338 bls. Sigurjón Björnsson Í NÝJASTA hefti tímaritsins International Artists er ítarleg grein eftir íslenska myndlist- armanninn Hörð Karlsson um verk hans og vinnuferli en Hörður hefur búið í Washington D.C. í Bandaríkjunum í 51 ár. Þar starfaði hann í 30 ár sem forstöðumaður myndsmíðadeildar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en er nú kominn á eftirlaun og helgar sig alfar- ið listinni. Greinin í International Artists spannar átta síður þar sem myndir af verkum listamannsins fá að njóta sín ásamt því að hann rekur vinnu- ferlið. „Tæknin sem ég nota er svolítið sérstök. Ég mála yfirleitt á gólfinu eða á stóru borði og til að byrja með nota ég vatnsliti sem ég læt renna um strigann,“ útskýrði Hörður í samtali við Morgunblaðið í vikunni. „Ég hleyp svo í kringum borðið eins og brjálaður maður til að stjórna vökvanum. Þá læt ég málninguna þorna og byrja svo upp á nýtt,“ en í verkum sínum notast hann við vatns-, olíu- og akrýlliti. Í grein tímaritsins segir Hörður frá litagleði sinni. „Ég er abstraktmyndlistarmaður sem notar alla liti regnbogans. Litir gefa mér inn- blástur, andstæður sprenginga og andlegs logns, friðsældarinnar og ofsans, fyllir mig andagift.“ Hörður talar jafnframt um hve erfitt ís- lenskir myndlistarmenn eigi með að útiloka bláa litinn í verkum sínum því liturinn sé svo sterkur í íslenskri náttúru. „Liturinn er þráhyggja mín, unun og þján- ing,“ lýsir hann. Í kjölfar greinarinnar hefur aðsókn á heima- síðu Harðar aukist mjög og hann er afar spenntur yfir að heyra frá áhugasömum list- unnendum. „Ég tel að það hafi haft nokkuð að segja að verkin mín eru töluvert ólík þeim sem fjallað er um í þessu tímariti auk þess sem ég er Ís- lendingur,“ segir Hörður aðspurður hvernig til kom að hann fengi umfjöllun í tímaritinu. Hörður hélt síðast sýningu á Íslandi árið 1988 en núorðið hefur hann minni áhuga á sýn- ingarhaldi og vill frekar fá fólk í heimsókn til sín á vinnustofuna. Hann sækir fólk einnig mikið heim með úrval verka svo auðveldara sé að finna hvað henti hverju rými best. „Ég hef líka lengi ætlað mér inn á þann markað að gera málverk sem henta stórum rýmum á við anddyri hótela og skrifstofa,“ út- skýrir Hörður en segir ennfremur nokkuð erf- itt að finna góða umboðsmenn sem helgi sig starfinu á réttum forsendum, vegna listarinnar en ekki græðginnar. Þótt Hörður sé kominn á eftirlaun situr hann síður en svo auðum höndum. „Ég held stundum að ég verði að fá mér vinnu til að slappa af,“ segir hann og hlær. „Ég tek tarnir í málverkunum en ef það er gott veð- ur úti hangi ég ekki inni heldur fer út og nýt góða veðursins.“ Verk Harðar eru fjölbreytt, litrík, marg- slungin og öll eru ótitluð. Sjálfur líkir hann þeim við landslag eða fantasíu. „Ég mála fyrir fólkið sem svo hjálpar mér að klára myndina,“ lýsir hann. „Ef verkin eru án titils finnst mér eins og fólk taki meiri þátt í þeim. Þannig hefur mér stundum fundist skrýtið þegar málarar titla mynd af blómi Blóm eða mynd af skál Skál!“ Myndlist | Skrifað um Hörð Karlsson, myndlistarmann í Washington, í tímaritið International Artist Blái liturinn ómissandi Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Hörður hefur góða aðstöðu á vinnustofu sinni í Washington DC þar sem hann málar verk sín. TENGLAR ........................................................... http://art4seasons.com http://international-artist.com Hörður lýsir verkum sínum sem landslagi eða fantasíu. Hann málar fyrir fólkið sem svo klárar myndina með ímyndunarafli sínu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.