Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÍÐASTLIÐIÐ vor skýrði Fréttablaðið frá því á forsíðu að samkvæmt gögnum frá Eftirlits- stofnun Sameinuðu þjóðanna, ættu Íslendingar heimsmet í notkun geðlyfsins Ritalin (methtylphenidat). Notkun lyfsins hafði aukist um 76% frá árinu 2002. Einnig kom fram að aukn- ingin hefði orðið næst mest í Bandaríkj- unum og menn þar hefðu af því miklar áhyggjur. Nú hef ég ekki fylgst með því hvort umræðan hefur haldið áfram, nema hvað ég sá yfirlýsingu frá stjórn Barnageð- læknafélags Íslands í Morg- unblaðinu 9. maí s.l. með yf- irskriftinni „Gagnrýni á lyfjanotkun byggð á fordómum og fáfræði“. Í greininni er einnig tal- að um „lýðskrum“ o.fl. Stuttu eftir þennan harða lestur rakst ég á bandaríska heilsublaðið Healthsmart Today, vorblaðið, sem fjallaði um málið. Þar kemur fram að rannsóknir sýni að ofvirk börn með athyglisbrest (ADHD) og aðra erfiðleika því tengda fái of lítið af Omega 3, (sérstaklega EDA og DHA ). og bent er á að Omega 3 minnki streitutengda sjúkdóma almennt og í löndum þar sem fiskur sé borðaður oft í viku séu streituvandamálin minni. 10. maí s.l. barst mér í hendur blaðið Daily Mail, bandaríska út- gáfan. Á forsíðu er slegið upp með stóru letri að blaðið hafi boðið sjö ára bekk grunnskólabarna að taka lýsi í þrjá mánuði, þeim og for- eldrum þeirra að kostnaðarlausu, og segir að ótrúlega jákvæður ár- angur hafi náðst og komið öllum foreldrum mjög á óvart. Síðan er talið upp ýmislegt, sem hafi breyst til batnaðar hjá börnunum, m.a. að lestrargeta þeirra hafi aukist, þau hafi orðið rólegri, hegðun þeirra batnað til muna og ekki síst virtust þau hamingju- samari og í betra jafnvægi. Viðtöl eru tekin við allnokkra foreldra sem eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa þeim jákvæðu breytingum sem orðið höfðu á börnunum. Sum börnin, sem áður höfðu ekki nennt að lesa, lesi nú hverja bókina á fætur ann- arri og fari fljúgandi vel fram í lestri og stafsetningu og þau, sem aldrei höfðu nennt að gera heima- verkefnin sín, geri nú heimavinnuna, áður en þau fara út að leika sér. Þau, sem höfðu verið límd við sjónvarpið, höfðu ekki áhuga fyrir því lengur og þau, sem höfðu lagt sig eftir skólann, virtust ekki þurfa þá hvíld lengur. Blaðið fjallar áfram um rann- sóknir, sem sýna kosti þess að taka lýsi, sérstaklega Omega 3. 16. maí fjallar blaðið Newsweek um ofvirk börn og vandamál því tengd. M.a.um vandamálið að finna réttu meðferðina. Sömu lyf nýtist ekki endilega öllum börn- um. Eitt lyf hentar einu barni sem ekki á við annað, og einnig, að áhrifin breytist með langvarandi notkun. Greinarhöfundur telur að ástæður ofvirkninnar geti verið af margvíslegum og mismunandi grunnástæðum. Þar segir m.a. frá dreng, sem hafði sterk einkenni ofvirkni (ADHD), þegar hann var heima hjá sér, en engin merki þess sáust þegar hann var í skól- anum. Greinarhöfundar blaðsins telja að sjúkdómurinn geti verið margslunginn og af ýmsum toga og að meðferðin geti í raun flokk- ast bæði undir „listgrein og vís- indi“. Skemmtileg samlíking, því öll erum við, hvert fyrir sig, ein- stök og flókið samspil. Víða hefur sjúkdómurinn, sem hér er til umfjöllunar, stungið sér niður og aukist að því er virðist með ógnarhraða síðustu misserin, hver svo sem ástæðan er og því eðlilegt að lærðir sem leikir spyrji spurninga, sem hefur þó ekkert með „fordóma“, „lýðskrum“ eða fáfræði að gera, síður en svo, Það er ekki verið að efast um gildi góðra lyfja né verið að ráðast á blessuð elsku börnin sem eiga við þennan vanda að stríða eða for- eldra þeirra, miklu fremur er á ferð einlæg umhyggja. Við vitum að sjúkdómurinn er til staðar. Sjálf þekki ég fjölskyldu, sem hef- ur barist og sigrað. Velferð barnanna okkar varðar okkur öll, þess vegna þurfum við að taka höndum saman, bæði lærðir sem leikir, og skoða leiðir sem gætu hjálpað án skaða, okkar allra vegna, en mest af öllu barnanna vegna, að þeim líði sem best og að auki eru þau kjölfestan og fram- tíðin. Fyrir allnokkrum árum kom svipuð umræða upp í Svíþjóð, sem reyndar gerist alltaf af og til. Gerð var tilraun með hóp ofvirkra barna, þar sem allt ruslfæði var tekið út af matseðli þeirra ásamt sykri og sælgæti. Árangurinn lét ekki á sér standa. Í gamla daga var hellt í mann lýsi í barnaskóla hvort sem maður vildi það eða ekki. Nú eru skól- arnir byrjaðir aftur, það væri kannske ráð að taka upp lýsisgjöf- ina, og jafnframt að börnin fengju góðar máltíðir í skólanum, vegna vinnuálags og tímaleysis margra foreldra. Til gamans má geta þess í leiðinni, að sagt er að Bretar hafi aldrei verið eins hraustir og á stríðsárunum og sumir vilja þakka það lýsisnotkun þeirra og ekki úr vegi að nefna í leiðinni, að hið sama er sagt um Norðmenn stríðsáranna, sem lifðu við skömmtun, sult og seyru. Ruslfæði var að sjálfsögðu ekki til, og sykur nær óþekkt fyrirbæri (nú er sykur í öllu, líka í hollustuvörunum). Ef til vill þyrftum við að taka frá smástund í dagsinn önn, gefa hvert öðru meiri tíma, skoða mat- aræði okkar, lífstíl og heim- ilishætti, hver veit nema við hefð- um öll gott af því. Lýsi fyrir börnin … eða rítalín? Hulda Jensdóttir fjallar um jákvæð áhrif lýsis ’…það væri kannske ráð að taka upp lýsisgjöfina…‘ Hulda Jensdóttir Höfundur er fv. yfirljósmóðir. Í BLÖÐUM lesum við að und- anförnu: Því miður fæst ekki starfsfólk í heimaþjónustu sveitar- félagsins. Margir aldraðir geta bú- ið heima og eru við þolanlega heilsu, en okkur sárvantar fólk til að hlúa að þeim. Markmið með lög- um um málefni aldr- aðra er að æ fleiri geti búið heima og fái þjónustu við hæfi. Því fleiri sem búa heima við góða þjónustu, þeim mun færri leita til þjónustu- og hjúkr- unarheimila. Því fleiri sem finna sig örugga heima, líður bærilega, eru sæmilega virkir til hugar og handar, þeim mun færri hlaðast á langa biðlista hjúkrunarheimila. Sjaldan er ein báran stök. Á hjúkrunarheimili vantar starfsfólk til að hlúa að öldruðum. Einstaka pláss eru laus en ekki er unnt að raða í þau hjálparþurfandi gömlu fólki. „Okkur vantar starfsmenn til að annast það.“ Öldruðum og sjúkum þarf að sinna vel með gaumgæfni, næmi og virðingu. Á síðasta æviskeiði fólks ber að veita því alla þjónustu sem það þarfn- ast. Umönnun þarf að bera með sér hlýju og væntumþykju. Í allri umgengni þarf að sýna fólki virðingu og þakklæti fyrir allt sem það hefur lagt af mörkum til þjóð- félagsins, til eflingar þroska og framsýni barna og barnabarna, til nútíma samfélags. Við umönnun aldraðra eru störf- in lýjandi, krefjandi, reyna á til líkama og sálar – en þau eru líka gefandi. Þeir sem sinna þeim eiga þakkir skildar. Þeir sem vilja hlúa að þeim þurfa hvatn- ingu, örvun og þakk- læti. Þeir þurfa líka mannsæmandi laun. Geirþrúður Hildur Bernhöft, fyrsti elli- málafulltrúi Reykja- víkurborgar, sagði eitt sinn eftir heim- sókn á hjúkr- unarheimili: „Mér finnst það ætti að vera skylda að allir alþingismenn heimsæktu hjúkrunarheimili á fyrsta þingári sínu og þeir beðnir um að lýsa tilfinningum sínum og reynslu eftir heimsóknina.“ Það reynist mörgum erfitt að setja sig í spor annarra. Það reyn- ist mörgum erfitt að sjá „göngu lífsins í heild“ – hvað er fyr- irbyggjandi, – örugg og trygg heimaþjónusta, hreyfing, virkni, – hvað er dýrt eða ódýrt þegar til framtíðar er litið, hvað gæti komið í veg fyrir ótímabærar innlagnir á hjúkrunarheimili. Aldraðir voru eitt sinn ungir og þurftu að líta til framtíðar. Alla langar að lifa lengi við sæmilega heilsu. En ef heilsan bregst er fátt betra en að vita að við fáum góða, persónulega og hlýja umönnun og bestu læknisfræðilegu þjónustu sem völ er á. Það eru ekki einungis alþing- ismenn sem þurfa að heimsækja fólk á hjúkrunarheimili – Geir- þrúður Hildur Bernhöft tók þá sem dæmi af því að þeir setja lög, lög sem á að framfylgja – allir þurfa að setja sig í spor þeirra sem sjúkir eru – og spor þeirra sem annast þá. Stéttarfélög, fag- félög, sveitarfélög og fleiri aðilar hafa lagt sig í líma við að bæta kjör og laun þeirra sem annast aldraða í veikindum þeirra. Margt er vel gert í málefnum aldraðra og mikið vatn hefur runnið til sjávar á undanförnum áratugum. En bet- ur má ef duga skal – opinberir að- ilar, atvinnurekendur, ein- staklingar, auðjöfrar – allir landsmenn þurfa að standa við bak þeirra sem annast vandasamt starf við umönnun aldraðra. Þeim ber að þakka og sýna einlæga virðingu. Aldraðir og þjónusta Þórir S. Guðbergsson fjallar um umönnun aldraðra ’Markmið með lögumum málefni aldraðra er að æ fleiri geti búið heima og fái þjónustu við hæfi.‘ Þórir S. Guðbergsson Höfundur er félagsráðgjafi. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR NOKKRU las ég grein í Morgunblaðinu sem heitir „Það er tap á Kárahnjúkavirkjun – Við græðum á því að hætta núna“. Þessi grein er eftir tvær konur. Önnur heitir Sigríður og er heim- spekingur en hin heitir Þuríður og er kvikmyndagerðarmaður. Ef hún hefði birst fyrir þremur árum þá hygg ég að hún hefði vak- ið mikla athygli en nú er hún því miður alltof sein á ferðinni svo að nokkur von sé til þess að hún komi að nokkru gagni við að stöðva þá hroðalegu eyðileggingu og þau miklu landspjöll sem nú þegar eru orðin á hálendi Austurlands. Hefðu þær og öll náttúruverndarsamtök hér á landi átt að taka höndum saman fyrir þremur árum og reyna að fá Landsvirkjun til að minnka væntanlega álverksmiðju á Reyð- arfirði um helming og hætta við Kárahnjúkavirkjunina og í hennar stað byggja þrjú til fjögur smærri raforkuver hér á Austurlandi, nægilega stór til að framleiða raf- magn fyrir helmingi minni verk- smiðju en nú er fyrirhuguð. Ég efast stórlega um að það hefði orð- ið miklu dýrara og landspjöll lík- lega orðið miklu minni. Verksmiðja af þeirri stærð hefði verið nægilega stór fyrir Austfirð- inga og ekki valdið öllu því umróti sem nú er orðið hér á mörgum sviðum, ekki síst í þessu brjálaða kapphlaupi sem hefur orðið á milli sveitarfélaganna hér á Austurlandi um byggingu íbúðarhúsnæðis sem að margra áliti er langt umfram eðlilegar þarfir. Ég tel að nauðsyn- legt sé að ráðast sem fyrst í stór- felldar atvinnuskapandi fram- kvæmdir til þess að þessar fjárfestingar í nýjum íbúðum komi að fullum notum hér á Héraði. Og eftir útvarpsfréttum að dæma hef- ur þetta byggingaræði ekki síst gripið um sig á suðvesturhorni landsins. Þó menn sjái fleiri blað- síður auglýstar oft, bæði í Morg- unblaðinu og Fréttablaðinu, af nýj- um og notuðum íbúðum svo ekki virðist vera skortur á íbúðum á suðvesturhorninu. Samt ráðgera öll stærstu sveitarfélögin á því svæði að byggja tugi þúsunda íbúða á næstu árum. Þetta byggingaræði kostar þjóðfélagið gífurlegar fjár- hæðir. Þegar ákveðið var að fara í þess- ar stórframkvæmdir hér á Austur- landi gerði stjórn Landsvirkjunar þá reginskyssu að semja um orku- verðið við fyrirtækið sem byggir verksmiðjuna þegar var búið var að semja um allt annað. Þess vegna gat fyrirtækið ákveðið sjálft hvað það greiddi fyrir hverja kílówatt- stund. Sagt var að það greiddi 1,40 fyrir kílówattstundina, en ekki tvær krónur eins og sérfræðingar töldu áður að rafmagnið þyrfti að kosta ef virkjunin ætti að geta skil- að nokkrum arði. Ég vil taka það fram að ég var aldrei hrifinn af að byggt yrði svona stórt orkuver hér eystra og sérstaklega mótfallinn því að Jök- ulsá á Dal yrði veitt í Lagarfljót. Og hefði ég vitað að virkjunin yrði byggð á jarðsprungusvæði eins og komið hefur fram á þessu ári þá hefði ég reynt að beita mér fyrir undirskriftasöfnun og krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu um þessi mál. Það hefði verið meiri ástæða til að gefa þjóðinni tækifæri til að greiða atkvæði um það heldur en þegar forseti Íslands kaus að stoppa lögin um fjölmiðlamálið, sem frægt var með endemum. Nú held ég að flestir séu farnir að sjá hversu heimskulegt það var hjá honum. Enda eru nokkrir af rík- ustu mönnum þjóðarinnar orðnir eigendur flestra stærstu fjölmiðla hér á landi og það eiga þeir forset- anum að þakka. Snemma í grein þessara ágætu kvenna kemur setning sem á ekk- ert skylt við aðalefni greinarinnar, en þar segir: „Heildarskuldir lands- manna nema tæpum 2.000 millj- örðum króna og niðurgreiðslur til íslensks landbúnaðar nema um 7-8 milljörðum árlega.“ Hvað kemur það við byggingu Kárahnjúkavirkj- unar? Í tilefni af þessari klausu vil ég leiðrétta þann leiðinlega mis- skilning að bændur fái 7-8 milljarða frá ríkinu árlega í niðurgreiðslur. Þetta er hálfur sannleikur. Fyrst tekur ríkið 14% virðisaukaskatt af allri landbúnaðarframleiðslu en síð- an eru niðurgreiðslur til bænda 7-8 milljarðar, eða álíka upphæð og ríkið var búið að taka af bændum í virðisaukaskatt. Þetta fékk ég stað- fest hjá landbúnaðarráðuneytinu í fyrrasumar. Þess vegna vil ég eindregið hvetja ríkisstjórnina til að fella al- veg niður virðisaukaskattinn á landbúnaðarvörur hér á landi, það kæmi öllum almenningi best. SIGURÐUR LÁRUSSON, sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Allt of seint af stað farið Frá Sigurði Lárussyni: KÆRU félagar, eitt fer gríðarlega í taugarnar á mér við þetta ríki, öðru fremur. Vitnisburður ýmissa aðila hefur neytt mig til þess að við- urkenna að hér á landi fær enginn vinnu án þess að afsala sér ein- hverjum réttindum. Hér neyðist vinnandi fólk til þess að dansa eftir höfði vinnuveitandans sem nýtir hvert tækifæri til þess að svindla á því með ýmsu móti, til dæmis með því að skerða hlé, borga undir tilsettum töxtum og þræla fólki út á frídögum á aðeins hærri launum. Til þess að ná svívirðilegu tak- marki sínu og fá starfsfólk sitt til þess að afsala sér réttindum hafa vinnu- veitendur ýmsar aðferðir: þeir höfða til samvisku fólksins sem það hefur í vinnu, telja því trú um að algjör þrælslund sé nauðsynleg til þess að fyrirtækinu gangi vel. Vinnandi fólk lifir í sífelldri hræðslu við að brjóta í bága við vilja yfirmanna sinna því að yfirmennirnir láta þá gjarnan í það skína að nóg sé til af fólki tilbúið að ganga í störf undirmannanna hafi þeir eitthvað að athuga við stjórn- unaraðferðir á vinnustaðnum. Starfs- fólki reynist líka erfitt að andmæla „indælum“ yfirmönnum, mönnum sem fólk telur vini sína. Ég hef bara ein skilaboð til vinnandi fólks: Sá sem skerðir viljandi réttindi ykkar er ekki vinur ykkar! Á þennan hátt kúga vinnuveit- endur óspart undirsáta sína til þess að ná sínu fram: sparnaði og meiri gróða. Sá gróði ratar þó aldrei í hend- ur starfsfólksins sem heldur áfram að eyða öllum sínum frídögum í 10–11, vinnandi tólf tíma vaktir með örstutt- um hléum á lélegum launum. Stéttarfélögin mega sannarlega skammast sín þegar litið er á þessar staðreyndir, sem allir vita að eru sannar en enginn hefur kjark til að lýsa stríði á hendur. Stéttarfélögin hafa sannarlega misst marks þegar ungt fólk sem borgar samvisku- samlega af laununum sínum til handa félaganna fær ekki endurgreitt í því atvinnuöryggi sem það á rétt á! Skamm, stéttarfélög! Skamm! Tilvist ykkar er nauðsyn vegna sífelldra klækja vinnuveitenda, svo hví takið þið ekki á þeim svindlandi snákum eins og ykkur ber og sendið þeim þau skilaboð að á Íslandi hafi vinnandi fólk sterkt bakland sem treystandi er á? FINNUR GUÐMUNDSSON Skeiðarvogi 135, Reykjavík. Svik og prettir Frá Finni Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.